Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. ágúst 1990 Tíminn 7 Samtenging evrópskra verö- bréfamarkaða „Verið er að taka til við út- færslu uppdrætti (design) að al- þjóðlegu kerfi upplýsinga um verð hlutabréfa, sem verða kann að stærsta hlutabréfamarkaði Evrópu ... Fyrsti áfangi þeirrar tiltektar lýtur að rafeindalegri söfnun upplýsinga um verð hiutabréfa á markaði hvers lands ... A öðrum áfanga hennar munu notendur geta æskt upplýsinga úr kerfinu, þannig að þeir verði ekki aðeins óvirkir viðtakendur. A þriðja áfanganum kæmi til fullveðja sölukerfis fyrir helstu hlutabréf í Evrópu. — Samt sem áður hafa markaðir (EBE-)landa aðeins fallist á fyrsta skrefið, og þá aðeins hugmyndina." Svo sagði Financial Times frá 19. apríl 1990. — Frá tveimur helstu tillögunum í þessum efn- um, annarri franskri, hinni breskri, sagði Time 13. ágúst 1990: „Franska tillagan. (Regis) Rouselle (formaður hlutabréfa- markaðarins í París), leggur til, að sett verði upp „evrópsk skrá“ yfir 300 altraustustu hlutabréfn, — svo sem í Daimler- Benz, Fi- at og BP. Þessi 300 hlutabréf yrðu skráð á öllum hlutabréfa- mörkuðum í EBE-löndum og samtengt rafeindalegt upplýs- ingakerfi sýndi verð og umfang viðskipta í ecu á öllum skjám.“ „Breska tillagan. Andrew Hugh Smith, formaður Alþjóð- lega hlutabréfamarkaðarins I London, hefur aðra uppástungu. Til hvers er verið að taka saman „evrópska skrá“, úr því að fjöl- þjóðlegum hlutabréfamarkaði hefur þegar verið á komið: hinni árangursriku sjálfvirku alþjóð- legu verðskráningu hlutabréfa- markaða (Stock Exchange Auto- mated Quotation Intemational, SEAQ) ...? SEAQ, tölvuvætt viðskiptakerfi, sem tekur til 700 hlutabréfa í um 20 löndum, stendur nú aðeins til boða Qár- sýslustofnunum, svo sem bönk- um og lífeyrissjóðum, sem eiga í miklum viðskiptum... En þvi verður auðveldlega umbreytt til afnota fyrir einstaka viðskipta- aðila.“ Fáfnir 200. ártíð Adams Smith Tvö hundraðasta ártíð Adams Smiths var 17. júlí 1990. Þess minntist Economist 14. júlí 1990: „Smith fann ekki hagfræðina upp. Joseph Schumpeter hafði orð á, að í Auðlegð þjóðanna væri ekki „nein greiningar hugmynd, megin- regla né aðferð, sem væri algerlega ný.“ Afrek Smiths var að fella sam- an alfræðilega innsýn, ffóðleik og skemmtileg dæmi (anecdote) og að vinna úr þeim byltingarkennda kenningu. Ur varð meistaraverk, áhrifamesta bókin um hagffæði, sem nokkru sinni hefur út komið... Nú á dögum er Smith iðulega álit- Adam Smith. inn málsvari einkahagsmuna. Það er misskilningur. Smith sá ekki sið- ffæðilega dyggð í eigingimi; þvert á móti sá hann hættur hennar. Enn síður var hann málsvari auðmagns gagnvart verkafólki (hann talaði um „illa ágimd“ kapitalista) eða upphafningar burgeisa yfir alþýðu ... Fjarri því að lofa einkahagsmuni sem dyggð leit Smith einungis á þá sem hreyfiafl efnahagslífs. I Auð- legð þjóðanna skýrði hann út, hvemig sú hneigð, þótt hættum bjóði heim, verði virkjuð samfélag- inu til góða.“ Stígandi Vanburöugur kapítalismi. Sovéskir hermenn gera innkaup hjá kaupkonu í Dresden. Einkaeinokun í stað ríkiseinokunar í AustuhÞýskalandi? Uppkaup vestur-þýskra og útlendra stórfyrirtækja á austur-þýskum Kombinate (eignarhaldsfélög- um ríkisins) ræddi Economist 18. ágúst 1990: „Kennslubókardæmi þess, hvernig ekki skuli að farið,“ hraut út úr Wolfgang Kartte, forstöðu- manni eftirlits vestur-þýska sambandsríkisins með kartel-samtökum (ath. sammælum stórfyrir- tækja um skiptingu markaðar sín á milli og verð- lagningu) um fyrirhugaða sölu austur-þýska raf- magnsiðnaðarins til þriggja stórra vestur-þýskra fyrirtækja. Eignarhlutur helstu flugfélaga í öðrum helstu flugfélögum Flugfélag Útlendur Stasrð eignarhlutur hlutar í% Air Europe Air Europe — (Ítalía) AirEurope (V.-Þýskal.) AirEurope (Noregur) AirEurope (Spánn) Air France Austrian 49 35 25 1.5 Það er þó aðeins eitt dæmi af mörg- um. Vestur-þýsk risaíyrirtæki svo sem Allianz, Deutsche Bank og Da- imler-Benz hafa hrifsað til sín stóra bita af austur-þýska markaðnum, en hluti reikningsins hefur fallið á rikið, sem gengið hefur í ábyrgð fyrir sum Kombinate. Nema umskipti verði, er hætta á, að efhahagsskipan Austur- Þýskalands umbreytist úr einskærri opinberri einokun í eins konar einok- un (einkaaðila).“ „Bardaginn er ekki tapaður. Tæki- færi býðst til að snúa and- samkeppn- ÞJOÐFUNDI SLITIÐ BBC, breska ríkisútvarpið, var sem hið íslenska sitjandi þjóðfundur, með- an það var og hét, en degi þeirra hall- aði, þegar sjónvarp hófst á loft og síð- an útsendingar einkastöðva. Á Bret- landi eru nú í burðarliðnum ný út- varpslög, sem hasla einkastöðvum víðan völl (eða viðskiptalegum stöðvum, eins og þær eru neftidar þar- lendis). Sagði Economist svo ffá 7. júlí 1990: „Fyrirhugaðar breytingar á lögunum munu veita aukið ffelsi til útvarps, sem virðist jafnvel hafa komið starf- andi útvarpsaðilum á óvart. Fyrir þremur árum voru landsstöðvar og staðarstöðvar BBC allsráðandi á markaðnum. í hveijum landshluta geta aðeins tvær staðarstöðvar út- varpað, — önnur hljómlist, hin mæltu rnáli. — Græna skýrsla rikisstjómar- innar 1987 var fyrsti öflugi breytinga- hvatinn. Spá hennar um skyndilega fjölgun viðskiptalegra stöðva hlaut að rætast, því að hún kom stjómamefhd óháðs útvarps (Independent Broadc- asting Authority, IBÁ), til að neyta til fulls heimildar sinnar (þá enn að mestu ónýttrar) til að veita ný leyfi til útvarpsrekstrar. Fyrstu viðbrögð IBA vom þau að segja leyfishöfum, sem útvörpuðu samtimis á AM- og FM- bylgjum, — einkum tveimur í Lond- on, Capital Radio (hljómlist) og LBC (mælt mál), — að hvor bylgjulengd yrði að hafa sína dagskrá. Síðan hefur IBA leitað eftir nýjum umsóknum um útvarpsleyfi.“ „í næstu útvarpsbyltingu felst eink- um, að völ verður á enn fleiri lands- og staðar-stöðvum. Þremur óháðum aðilum verður veitt leyfi til útsend- inga um land allt. Ein mun flytja hljómlist, önnur mælt mál, en hinni þriðju hefur enn ekki verið sniðinn stakkur. Leyfishafar staðarstöðva ráða sjálfír, hvers konar dagskrá þeir senda út... Landsstöðvar verða veittar hæstbjóðendum. (Virgin, ITN og Carlton Communications eru höfð á orði). En umsækjendur um staðar- stöðvar þurfa einungis að sýna IBA ffam á, að þeir hafi upp á nýtt að bjóða, — eitthvað annað en í boði er.“ „Varðhundur nýju stöðvanna verð- ur Radio Authority, afsprengi núver- andi IBA... og (hyggst það) veita ár- lega 30 ný leyfi næstu fimm ár. Þeg- ar eru horfur á, að viðskiptalegum stöðvum hafi fjölgað upp yfir 100 í árslok 1990, en þær voru 49 í lok 1988“ Stígandi is hneigðinni við, þar sem eru sam- skipti Lufthansa og Interflug, austur- þýska ríkisflugfélagsins. Lufthansa hyggst taka 26% forræðishlut f hinu litla Interflug-flugfélagi Austur- Þýskalands. Lufthansa kveðst munu hjálpa Intcrflug til að endumýja flug- flota sinn, en láta það starfa á eigin vegum. Kartte finnur hins vegar þef af einokun í bígerð. Skrifstofa hans telur, að Lufthansa hyggist koma í veg fyrir, að fyrirtæki á borð við Brit- ish Airways umbreyti austur-þýska flugfélaginu í innlendan keppinaut.“ Vaxandi atvinnuleysi í Austur- Þýskalandi I lok júli voru 272.017 atvinnulaus- ir í Austur-Þýskalandi, nálega tvöfalt fleiri en í lokjúní (142.096), og af 8.8 milljónum verkafólks í landinu unnu 656.000 skertan vinnudag. Horfur era á, að atvinnuleysi í landinu vaxi enn ört næstu mánuði. Flugfélög hópa sig Evrópsk flugfélög og önnur hópa sig. SAS og Swissair skiptust á 7,5% hlutabréfa sinna 11. júní 1990. Alital- ia gerði nokkram dögum áður sam- starfssamninga við Iberia og USAir. Singapore Airlines og Swissair munu skiptast á 2% hlutabréfa sinna fyrir árslok. British Airways og KLM æskja leyfis framkvæmdastjómar EBE til nokkurs sameiginlegs áætl- unarflugs með Sabena undir heitinu Sabena World Airlines. Air France hefur æskt leyfis framkvæmdastjóm- arinnar til yfirtöku sinnar á UTA og Airlnter og samstarfs við Lufthansa. EuroBerlin 51 Euskal Air (Spánn) 20 All Nippon Austrian 5 American Air New Zealand 7,5 Airlines Ansett American West 24,5 Ansett New Zealand 100 British Sabena World 20 Airways Delta Singapore Airlines 5 Swissair 5 ElAl North American 24,9 Finnair SAS 5,1 Japan Air New 2Iealand 7,5 Airlines KLM AirUK 14,9 Delta Air (Belgía) — Northwest 4.9 Luflhansa Austrian 10 Caigolux 25 Interflug 25 Viva 50 Sun Express (Týrkland) 40 Qantas AirNewZealand 20 Sabena Universaire (Ítalía) 49 SAS Airlines of Britain 24,9 Finnair 5,1 LANChile 30 Swissair 7,5 Texas Air 9 Singapore Delta 5 Swissair 5 Swissair Austrian 10 Delta 5 SAS 7,5 Singapore Airlines 5 Heimild: Economist InteUigence Unit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.