Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 9
t Tíminn 8 Miðvikudagur 29. ágúst 1990 Mjðyikudagur 29. ágúst 1990 Tíminn 9 i Francois Mitterrand, forseti Frakklands, í hálf-opinberri heimsókn: rædd viö íslenska ráðamenn Forseti Frakklands, Francois Mitterrand, kemur til landsins í dag, í annað sinn, í heimsókn sem að þessu sinni er að hálfu opinber. En á morgun, fimmtudag, verður sniði dagskrárinnar breytt og telst þá heim- sóknin óopinber. I for með forsetanum verða þrír ráðherrar, menntamálaráðherr- ann Jack Lang og sjávarútvegsráðherrann Jacques Mellick, auk ráðherra að nafni Id- wige Avice sem kemur í stað utanríkisráð- herra Frakklands, Roland Dumas, en hann á ekki heimangengt um þessar mundir vegna stöðunnar við botn Persaflóa. Forseti Islands tekur á móti Frakklands- forseta en Mitterrand mun einnig eiga fund með Steingrimi Hermannssyni forsætisráð- herra og Jóni Baldvini Hannibalssyni utan- ríkisráðherra. Jack Lang mun hitta menntamálaráðherra Islands, Svavar Gestsson, að máli og undir- rita samning um kvikmyndagerð. Jacques Mellic ræðir við Árna Kolbeinsson, aðstoð- armann Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra, þar sem sá síðastnefndi er er- lendis og utanrikisráðherra Islands og Id- wige Avice munu formlega stofnsetja ís- lensk-franskt verslunarráð. Á morgun verða Mitterrand sýnd handrit- in í Þjóðskjalasafni og síðan verður farinn hinn sígildi hringur, Gullfoss, Geysir og Þingvellir. I for með forsetanum verður hópur 40 franskra fréttamanna sem útflutn- ingsráð kemur til með að halda tvo kvöld- verði. Beint af haturs- ráðstefnu í Osló Mitterrand kemur hingað til lands beint frá Osló, en þar hefur hann undanfama íjóra daga tekið þátt í svokallaðri Hatursráð- stefnu ásamt fulltrúum Bandaríkjamanna, Nelson Mandela og Jimmy Carter auk u.þ.b 70 annarra fulltrúa úr röðum stjómmála- leiðtoga, rithöfunda og annarra, hvaðanæva úr veröldinni. Umræðuefni ráðstefnunnar er, eins og nafnið gefur til kynna, hatur í heiminum i dag og hefur Persaflóadeilan verið þar ofarlega á baugi meðal annarra málefna. Á ráðstefnunni hefur meðal annars komið fram að Frakklandsforseti útilokar þann möguleika að gengið verði til samninga við Iraka, nema þeir dragi herlið sitt tafar- laust frá Kuwait og leysi erlenda gísla úr haldi. „Enginn samningur getur réttlætt brot á lögum. Sameinuðu þjóðimar hafa gert grein fyrir sínum aðgerðum í ljósi þess að alþjóðalög eru rétthærri valdbeit- ingu íraka,“ er meðal þess sem haft var eftir Mitterrand í gær. Hann skoraði jafn- framt á Sameinuðu þjóðimar að taka ákveðnari afstöðu og beita sér af meiri krafti en gert hefur verið í alþjóðadeilum. „Enn sem komið er höfum við ekki al- þjóðastofnun sem er nógu kraftmikil til að sjá um að farið sé að alþjóðalögum," sagði Mitterrand og bætti því við að Sameinuðu þjóðimar ættu með réttu að öðlast slíkt vald. Hann sagðist jafnframt telja að miðað við framgang mála að undaníomu benti allt til að deiluaðilar gætu leiðst út í vopnuð átök. „Eg er ekki að segja að við getum ekki komið í veg fyrir styrjöld, heldur að benda á að hættan eykst dag frá degi.“ Maöurinn Mitterrand Francois Mitterrand fæddist 26. október árið 1916. Faðir hans vann hjá Jámbrauta- félagi Parísar og sá þannig átta bömum sín- um farborða. Mitterrand hlaut þrefalda B.A.-gráðu og lauk einnig seinni hluta- námi í stjómmálafræði, en var kallaður í herinn árið 1939. Mitterrand var tekinn til fanga af Þjóðveij- um. Hann reyndi þrisvar að flýja úr fanga- búðunum og heppnaðist það í síðasta skipt- ið. 25 ára gamall stofnaði hann andspymu- hreyfíngu stríðsfanga og sá um fjölda leið- angra, bæði til London og Alsír. Ári síðar tók sjálfúr hershöfðinginn, 'de Gaulle, á móti Mitterrand í Alsír. Árið 1944 sigldi Mitterrand til baka til Frakklands, þar sem hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Danielle Gouze. En 18 ára gamalii hafði henni þegar verið veitt heiðursmerki fyrir störf í þágu foðurlandsins og á þessum tíma tók hún virkan þátt í andspymuhreyfing- unni. Tilnefndur af de Gaulle, tók Mitterrand þátt í fyrsta fundi stjómar hins frjálsa Frakklands eftir heimsstyrjöldina. Þá gerð- ist hann ritstjóri dagblaðsins „Libres“, mál- gagni fyrrverandi stríðsfanga og útlaga, og síðar framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækis. Árið 1946 var Mitterrand kosinn á þing og ári síðar gerður að ráðherra. Fram til ársins 1953 tók hann þátt í starfi ýmissa stjóma, m.a. sem forsætisráðherra, en sagði af sér í kjölfar deilna um stefnu Frakklands varð- andi málefni Norður-Afríku. Öflugt stjórnmála- starf í fjölda ára Á ámnum 1954-’55 var falast eftir því að Mitterrand gengi til liðs við stjóm M. Edg- ar Faure en hann hafnaði því boði. Ári síð- ar gerðist Mitterand dómsmálaráðherra stjómar Guy Mollet. Sökum andstöðu við flokk de Gaulle árið 1958 stjómaði Mitterr- and mikilli kosningaherferð, „NO“, en flokkurinn tapaði kosningunum. Ári síðar Eftir Jóhönnu Kristínu Birnir gerðist hann þingmaður fyrir hönd héraðs- ins Nivre og næstu tíu árin fylgdi margvís- legt stjómmálastarf. Árið 1965 tapaði Mitterrand kosningu til forsetaembættis naumlega, fékk 45 af hundraði greiddra atkvæða, er de Gaulle var endurkjörinn. Mitterrand hélt engu að síður ótrauður áfram stjómmálastarfi, ávallt á vinstri væng. Hann var m.a. kosinn formaður flokks jafnaðarmanna árið 1971 eftir að hafa sex ámm fyrr staðið að sam- einingu tveggja stærstu flokka jafnaðar- manna í Frakktandi. Hann var endurkjör- inn til þess embættis fram til ársins 1979. í millitíðinni, 1974, tapaði hann forseta- kosningum með 1% mun, fékk 49,5% greiddra atkvæða. 1981 unnu jafnaðarmenn loks sigur í for- setakosningum er Mitterrand var kjörinn til embættis. I þingkosningum árið 1986 töp- uðu jafnaðarmenn töluverðu fylgi en forset- inn sat þó áfram og kallaði til liðs við sig forsætisráðherra úr röðum hægri manna. Tveimur ámm síðar var Mitterrand endur- kjörinn til embættis forseta Frakklands með 54 af hundraði greiddra atkvæða en forsæt- isráðherrann bauð sig fram á móti honum fyrir hönd hægri manna. Fyrir utan viðamikið stjómmálastarf hefur Mitterrand skrifað og gefið út sjö bækur, nú síðast „Hér og nú“ sem kom út árið 1980. Honum hafa auk þess verið veittar margvís- legar viðurkenningar og heiðursmerki fyrir störf í þágu lands og þjóðar. EFTA og EB, írakar, Evrópa o.fl. rætt Francois Mitterrand kemur til Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tíu i dag. Þar tekur forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, á móti gestunum, býður þá velkomna og þjóðsöngvar landanna verða leiknir. Því næst verður haldið í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu, þar sem Mitterrand leggur blómsveig á minnismerki um franska sjó- menn. Skömmu fyrir hálf ellefu tekur Vig- dís Finnbogadóttir á móti gestunum í ráð- herrabústaðnum við Suðurgötu, þar sem skipst verður á gjöfúm. Hálflíma síðar hefst áðumefndur fundur Mitterrand, Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins Hanni- balssonar í ráðherrabústaðnum. Meðal umræðuefna verður innrás Iraka í Kuwait og samskipti EFTA annars vegar og EB hins vegar. En að sögn franska sendi- herrans hér á landi hafa ráðamenn Frakk- lands skilning á, og em viljugir til að taka tillit til, sérstöðu íslands í viðræðum EFTA og EB. Sendiherrann sagði m.a. á fundi, sem haldinn var til kynningar heimsókn- inni, að Frakkar hefðu jafnvel hugsað sér að styðja málflutning íslendinga, sérstaklega hvað varðar auðlindir okkar. Þá verður staðan í Evrópu tekin til um- fjöllunar í ljósi breytinga undanfarinna mánaða og þíðu í samskiptum austurs og vesturs, einkum með tilliti til hemaðar- bandalaga o.fl. Sömuleiðis verða aukin samskipti Islands og Frakklands á sviði verslunar og vísinda rædd, þar með talin námsmannaskipti, rannsóknarverkefni o.s.frv. Að fundinum loknum býður forseti íslands til hádegisverðar að Hótel Sögu. Klukkan Frá komu Mitterrand hingað í nóvember í fyrra. Tfmamynd: Áml Bjama hálf fimm verður haldinn fréttamannafund- ur á Hótel Sögu og hálftíma síðar tekur Mitterrand á móti Frökkum búsettum hér á landi. Klukkan hálf sex tekur borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, á móti gestun- um í Höfða. En að því loknu lýkur opinber- um hluta heimsóknarinnar. Klukkan 19:30 verður haldinn einkakvöldverður fyrir for- setann í Listasafni íslands. En gestimir gista á Hótel Sögu i nótt. Á morgun verður haldið frá Hótel Sögu klukkan níu árdegis. Til að byrja með verð- ur haldið að Þjóðskjalasafninu þar sem staldrað verður við í hálfa klukkustund og litið á handritin. Við svo búið halda gestim- ir út á Reykjavíkurflugvöll, þaðan sem þyrla flytur forsetann og fomneyti að Gull- fossi og síðar að Geysi. Um hádegi er gert ráð fyrir að flogið verði til Þingvalla. Þar taka Steingrímur Her- mannsson og kona hans á móti Mitterrand og frú og rölta með þeim yfir að Lögbergi. Klukkan hálf eitt býður forsætisráðherra til hádegisverðar. Um miðjan dag verður hald- ið í Vináttuskóginn og plantað trjám. Gest- imir halda síðan heim á leið og áætluð brottför þeirra frá Reykjavíkurflugvelli er klukkan hálf fjögur. Kvikmyndir og íslensk- franskt verslunarráö I dag klukkan hálf ellefu halda mennta- málaráðherrar Frakklands, Jack Lang, og Islands, Svavar Gestsson, fund í Ráðherra- bústaðnum. Þeir munu meðal annars undir- rita samning um samvinnu á sviði kvik- myndagerðar. Þetta er rammasamningur um samframleiðslu kvikmynda en að auki munu ráðherramir ræða önnur mikilvæg málefni er varða menningarsamskipti þjóð- anna. Svavar Gestsson kemur meðal annars til með að leggja til að Frakkland og ísland styðji sameiginlega útgáfu fransk- íslenskr- ar orðabókar. Rætt verður um sérstakt átak í menningarsamskiptum með menningar- kynningum sem fram fari í hvom landi á ár- unum 1992-1993. Einnig verða ræddar hugmyndir um aukna bókmenntakynningu á næstu fimm ámm, einkum með tilliti til viðbótarframlaga til þýðinga, auknum sam- skiptum bókaútgefenda og rithöfunda og bættum bókakosti bókasafna hvorrar þjóð- ar. Því næst verður gengið um miðbæ Reykjavíkur, komið við i nokkmm sýning- arsölum og Þjóðleikhúsinu ef tími vinnst til. Á hádegi taka ráðherrarnir þátt í hádeg- isverðarboði forseta íslands en heimsækja síðan Nýlistasafnið við Vatnsstíg um miðj- an dag. Því næst verður haldið í Listasafn Sigurjóns Olafssonar, þar sem efnt verður til óformlegra viðræðna við hóp íslenskra listamanna. Ráðherramir taka þátt í fundi fréttamanna á Hótel Sögu klukkan hálf fimm. Jack Lang óskaði þar að auki sér- staklega eftir fundi með hljómsveitinni Sykurmolunum og munu þau halda tón- leika fyrir boðsgesti í Duus-húsi um sex- leytið. Um morguninn halda einnig sjávarútvegs- ráðherra Frakklands, Jacques Mellick, og aðstoðaimaður sjávarútvegsráðherra ís- lands, Ámi Kolbeinsson, fúnd í sjávarút- vegsráðuneytinu að Skúlagötu 4. Að af- loknum hádegisverði forseta íslands munu þeir halda áfram viðræðum sínum. Þá munu Jón Baldvin Hannibalsson og Idwige Avice formlega stofnsetja hið íslensk- franska verslunarráð á Holiday Inn laust fyrir klukkan ljögur, en taka síðan þátt í fúndi fréttamanna. Bæði Avice og Lang verða eftir og taka þátt í síðari hluta heimsóknarinnar en sjáv- arútvegsráðherrann heldur heim á leið sam- dægurs. ■ MMMMM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.