Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 29. ágúst 1990 Tilraunastöð Skógræktarinnar á Mógilsá. Þar er nú heldur tómlegt um að litast og deilt um eignarrétt á rannsóknum. Tímamynd: Ámi Bjarna. HVER ER AÐ SKEMMA HVAÐ FYRIR HVERJUM? Vegna fréttar í Tímanum föstudaginn 24. ágúst um horf- in rannsóknagögn og ónýtar tilraunir á Rannsóknastöö Skógræktarinnar að Mógilsá, vilja undirritaðir koma til- dögum þessa afmarkaða máls á framfæri. -- j SKÓGRÆKT RlKiSINS MOGILSÁ ' ... ' ■ rannsoknastoð swg§jliir GROorarstÓð Kollafirðinum undir Esjuhlíðum er mikil gróðrarstöð og margvíslegar rannsóknir unnar. Steingdmur J. Sigfusson landbún- aðarráðherra boðaði skipulags- breytingar á Rannsóknastöðinni með bréfi dagsettu 15. maí 1990. Ákvörðun ráðherra fól m.a. í sér að stjóm fjármála og starfsmannahald skyldi aðskilið frá faglegum þáttum starfseminnar, og dregið úr áhrifúm starfsmanna á rekstur Rannsókna- stöðvarinnar og verkefhaval. Starfsmenn stöðvarinnar gátu ekki sætt sig við þessar breytingar og sögðu störfúm sínum lausum frá og með 1. október 1990 með bréfúm dagsettum 15. og 16. maí. Uppsagnarfresturinn var fjórir og hálfúr mánuður og miðaðist við að nægur tími gæfist til að ljúka sem flestum verkefnum og ganga frá öðrum, þannig að sem minnst tjón hlytist af brotthvarfi starfsmanna stöðvarinnar. Næstu daga á eftir reyndi forstöðumaður stöðvarinnar ítrekað að fá fúnd með landbúnað- arráðherra um skil á verkefhum og starfslok, en án árangurs. Strax var hafist handa um að leita leiða til að bjarga þeim verkefnum, sem sýnilega var ekki mögulegt að ljúka á árinu. Til dæmis var fúndað með Sveini Runólfssyni og Stefáni Sigfússyni frá Landgræðslu ríkisins um samstarfsverkefni stofnananna tveggja og ffamtíð þess. Starfsemin lamast Þessu björgunarstarfi lauk skyndi- lega um mánaðamót maí og júní, þegar landbúnaðarráðherra ákvað án samráðs og fyrirvaralaust að víkja dr. Jóni Gunnari Ottóssyni, forstöðumanni Rannsóknastöðvar- innar, úr starfi, eins og kunnugt er. Ráðherra vék þar með þeim aðila af staðnum, sem ber ábyrgð á öllum %'erkefnum og hafði einn nauðsyn- lega sýn yfir alla starfsemina. í hans stað setti ráðherra Jón Loftsson skógræktarstjóra yfir Rannsókna- stöðina, en hann hafði hvorki undir- búning né tíma til starfsins, eins og fljótlega kom í ljós. Starfsmenn Rannsóknastöðvarinn- ar vöruðu landbúnaðarráðherra ít- rekað við þessum mannaskiptum og bentu á að með þessu væri öllum verkefnum stöðvarinnar stefht í voða. Áður hafði verið reynt að út- skýra fyrir ráðherra hvers vegna þær breytingar, sem hann boðaði á skipulagi stöðvarinnar, myndu veikja rannsóknastarfið og draga úr áhuga starfsmanna á vinnu sinni. Á þessi sjónarmið hefúr aldrei verið hlustað. Mikilvægi rannsókna og hlutverk Rannsóknastöðvarinnar í skógræktar- og landgræðslustarfi hefúr aldrei verið haft að leiðarljósi þegar ákvarðanir hafa verið teknar af ráðherra í þessu máli. Ekki hefúr verið unnið að rann- sóknum síðan ráðherra vék for- stöðumanni úr starfi. Júnímánuður var eyðilagður og þar með sumarið allt með endalausum fúndum og yf- irheyrslum með skógræktarstjóra, landbúnaðarráðherra og embættis- mönnum landbúnaðarráðuneytis. Tíminn á milli funda nýttist illa, því sérfræðingar urðu af ýmsum ástæð- um að taka á sig störf annars starfs- fólks og skógræktarstjóri var á sí- felldum þeytingi milli Egilsstaða og útlanda og skildi stöðina eftir stjómlausa og peningalausa á með- an. Nú síðast sat hann heimsþing rannsóknarmanna í skógrækt sem haldið var í Kanada! Góður starfs- andi á Rannsóknastöðinni var að engu orðinn, starfsfólk tvístraðist og starfsemin var eyðilögð. Fullri ábyrgð er hér lýst á hendur skóg- ræktarstjóra og landbúnaðarráð- herra vegna þess skaða sem orðinn er á rannsóknum í þágu skógræktar á íslandi. Reynt aö varna tjóni Þrátt fýrir að ráðleggingar hafi verið virtar að vettugi, reyndu starfsmenn að gera sitt besta til að vama tjóni. Strax um mánaðamót maí og júní var gengið frá öllum þeim verkefnum, sem komin vom það langt að niðurstöður gætu nýst skógræktarfólki, og skýrslur um þau gefhar út. Einnig var reynt að koma öðmm verkefhum þannig fyrir að lítiil skaði yrði, þótt ein- stökum framkvæmdum væri frestað um einhvem tíma, og skapa þannig svigrúm til að bjarga þeim rann- sóknagögnum sem eftir var að vinna úr. Eins og staða mála var orðin í júní- lok, ákváðu starfsmenn sjálfir að leggja megináherslu á tvö af aðal- verkefnum stöðvarinnar: samstarfs- verkefhi við Kanadamenn og iðn- viðarverkefni. Brýnt var að koma þessum verkefhum áleiðis vegna mikilvægis þeirra, og var sumarfri- um skotið á frest þess vegna. Við teljum að okkur hafi tekist að tryggja framgang samvinnuverk- efnisins við Kanadamenn og þökk- um eftirtöldum mönnum fyrir þeirra þátt í því: Dr. Alexander Ro- bertson, sérfræðingi við Rann- sóknastöð kanadísku ríkisskóganna á Nýfundnalandi, dr. Halldóri Þor- geirssyni, plöntulífeðlisfræðingi á Rannsóknastofhun landbúnaðarins, og Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra og öðram starfs- mönnum Landgræðslu rikisins sem hlut áttu að máli. Hvað varðar iðnviðarverkefnið, þá reyndum við eftir megni að tryggja, að þeir bændur, sem við höfðum samið við um framleiðslu á plönt- Yfirlýsing um og lofað áframhaldi samninga, bæra ekki skarðan hlut frá borði. Einnig var áhersla lögð á að bjarga verkefhinu i heild og sjá til þess að staðið væri við loforð til bænda, sem lögðu til lönd undir þessa skógrækt. Hvortveggja var mjög erfitt, vegna þess að skógræktar- stjóri og landbúnaðarráðherra af- þökkuðu ítrekað nauðsynlega að- stoð dr. Jóns Gunnars Ottóssonar. Þar með var komið í veg fyrir að sérþekking Jóns Gunnars á verk- efninu nýttist. Þess í stað vora sér- fræðingar kallaðir til ábyrgðar, tor- tryggðir og yfirheyrðir um atriði í sambandi við stjómun og fjármál verkefhisins, upplýsingar sem Jón Gunnar gat einn miðlað. Bændur máttu þola þessa framkomu sömu- leiðis. Núna era líkur sáralitlar á að þessu verkefhi verði bjargað. Öilum leiðum hafnaö Við höfum, ásamt öðram starfs- mönnum, margoft boðist til að taka að okkur og ljúka þeim verkefnum, sem við voram að fást við sem verktakar í samráði við Landbúnað- arráðuneyti, en þeirri leið hefúr ver- ið hafhað án skýringa. Við eram þrátt fyrir þetta reiðubúnir til að koma þeim verkefnum, sem vora hafin og gagnasöfhun skammt á veg komin, i hendur hæfra vísinda- manna sem kunna að verða ráðnir að Rannsóknastöðinni, en það hefúr strandað á þeirri einfoldu staðreynd að slíkt fólk hefúr ekki verið tiltækt ennþá. Við bjóðumst til að veita slíku fólki allar nauðsynlegar upp- lýsingar og aðstoð án endurgjalds og höfúm oft áður boðist til þess. Vandamál i sambandi við Kanada- verkefhið vora leyst á líkan hátt. Við höfúm t.d. bent á hæfan vis- indamann til að ljúka ákveðnum rannsóknum á víði (,,rótarskógar“), enda brýnt að ljúka mælingum í haust, svo þessar áragömlu tilraunir nýtist íslenskri skógrækt. Þessum ábendingum hefúr ekki verið sinnt ennþá. Sum verkefhin, sem unnið hefúr verið að, eru með þeim hætti, að gagnasöfnun er lokið og úrvinnsla hafin. Enginn getur lokið þeim á viðunandi hátt nema höfúndar þeirra, aðrir geta ekki unnið úr gögnum, túlkað niðurstöður og birt án hættu á alvarlegum mistökum. Slík birting samræmist heldur ekki siðfræði vísindanna, né almennum reglum um höfundarrétt. Þetta era m.a. verkefni, sem við höfúm boð- ist til að ljúka sem verktakar, og af- hendum ekki öðram gögnin fyrr en niðurstöður hafa birst. Dæmi um verkefni sem þessi era rannsóknir í umsjón Þorbergs H. Jónssonar og dr. Jóns Gunnars Ottóssonar á birkiskógum landsins, sem hófúst árið 1987 og átti að ljúka 1991. í framhaldi þeirra var ráðgert að gera heildaráætlun um varðveislu og meðferð allra íslenskra birkiskóga. Einkennileg framkoma Við höfúm reynt að finna leiðir til að koma í veg fyrir að verkefhi og verðmæti fari forgörðum, þegar við hættum störfúm á Rannsóknastöð- inni. í stað þess að ræða vandamál- in hafa skógræktarstjóri og embætt- ismenn Landbúnaðarráðuneytis lagt sig fram við að gera starfið að Mógilsá tortryggilegt og dr. Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi for- stöðumann, ærulausan með dylgj- um og rangfærslum. Skógræktar- stjóri hefúr þar að auki skrifað bréf þar sem veist er að undirrituðum á ærameiðandi hátt. Sumarleyfi okkar, sem við fengum loksins að taka um verslunar- mannahelgi, hefúr ekki verið virt. Við höfúm verið kallaðir til fúnda og ítrekað þurft að þola upphring- ingar Áma Bragasonar, nýs for- stöðumanns á Mógilsá. Þann 17. ágúst krafðist hann þess i bréfúm að við afhentum óskilgreind gögn á Mógilsá fyrir kl. 16.00 þann 24. ág- úst, þ.e.a.s. sama dag og umrædd grein birtist i Tímanum um „hvarf* gagna og „ónýtar tilraunir". Ami bar bréfin út í eigin persónu og lét kvitta fýrir móttöku. Hann gekk jafnvel svo langt að aka f Munaðar- nes og banka þar upp á f sumarhúsi til að koma bréfinu til skila. Honum var fúllkunnugt að undirritaðir yrðu úti á landi ásamt fjölskyldum í sum- arhúsum þá viku af sumarleyfi okk- ar sem hann krafðist að við notuð- um til að flytja pappír á Mógilsá. Hvers vegna þarf að ónáða starfs- menn í sumarleyfi til að skila ein- hveijum ótilteknum gögnum á Mó- gilsá, þar sem enginn er til að vinna úr þeim? Við erum þar að auki enn i starfi hjá Rannsóknastöðinni og starfslok ennþá ófrágengin. Lokaorð Við munum ekki láta aðila innan Landbúnaðarráðuneytisins hindra okkur í að starfa áffarn að þekking- arleit í skógrækt og ffæðslu á þessu sviði, og munnlegar hótanir þeirra og yfirlýsingar þar að lútandi breyta þar engu. Við ætlum okkur að láta áhugafólk um skógrækt og land- græðslu njóta starfskrafta okkar í ffamtíðinni. Þorbergur H. Jónsson Úlfur Oskarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.