Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur31. ágúst 1990 Francois Mitterand, forseti Frakklands, hélt af landi brott síðdegis í gær að aflokinni tveggja daga heimsókn. Tfmamyndir: Ami Bjama íslenskir ráðamenn túlka orð Mitterand, varðandi samninga EFTA og EB og sérsamninga íslands á mismunandi vegu: Hvers konar sérsamningar? Mönnum ber ekki saman um hvernig túlka eigi orð Frakk- landsforseta, Francois Mitterand, varðandi samninga EFTA og EB og sérsamninga íslendinga við EB. Utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur sagt, m.a. í fréttum útvarps, að jafnvel þótt Mitterand teldi besta kostinn fyrir ís- lendinga þann að semja sérstaklega við EB, hefðu samning- ar EFTA og EB forgang. Hann sagði það vera misskilning að Mitterand teldi ráðlegt að íslendingar gengju þegartii samn- inga við EB án samráðs við önnur EFTA lönd. Aðrir starfs- menn utanríkisráðuneytisins, sem Tíminn ræddi við, stað- festu að þetta væri sá skilningur sem leggja bæri í orð Frakklandsforseta. En stefna íslenskra stjómvalda hefur verið sú að einbeita sér að samstarfi innan EFTA og að þar yrðu sérmál Islendinga tekin fyrir með sérsamningum þegar á líður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn lagt til að sérviðræður Is- lendinga við EB hæfust samhliða viðræðum EFTA og EB. Formaður EB-nefndar Alþingis, Eyjólfur Konráð Jónsson, telur túlk- un utanríkisráðherra ranga og hefur þegar gert ráðstafanir til að Evrópu- nefndin fái afrit orða Mitterands vegna mikilvægis þeirra. „Mitterand sagði að þrátt fýrir að samningar EFTA og EB teljist forgangsatriði sé rétt fyrir ísland að gera sérsamninga vegna sinnar sérstöðu. Fyrst sagðist forsetinn skilja að íslendingar vilji ekki ganga inn í EB vegna sérað- stæðna okkar. En einmitt þess vegna telji hann heppilegast fyrir Islend- inga að semja sérstaklega við EB. Sem svar við spumingu síðar sagði hann forgangsatriði í starfi EB vera málefni EFTA. Samningar EFTA og EB koma til með að taka mjög langan tíma. En ég get ekki séð hvemig skilja má ummæli forsetans á aðra leið en þá að hann hafi verið að bjóða íslend- ingum upp á að gera strax samninga við EB,“ sagði Eyjólfur í samtali við Tímann. Til áréttingar máli sínu benti hann meðal annars á ályktun EFTA ríkjanna, þar sem meðal ann- ars er fjallað um sjálfsákvörðunar- rétt EFTA ríkja til einhliða samn- inga við EB, til að gæta eigin hags- muna, að hann sé þar viðurkenndur og beri að virða. Formaður utanrikisnefndar Alþing- is, Jóhann Einvarðsson, virðist aftur á móti leggja sama skilning í málið og utanríkisráðherra. „Það er ljóst að þama eigum við mann sem skilur okkar sérstöðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mitterand lýsir yfir þess- ari afstöðu sinni því það gerði hann einnig í fyrri heimsókn sinni til Is- lands, þegar hann var sjálfur for- maður EB-ráðsins. Ég held einnig að miðað við yfirlýsingar forsetans, séum við á réttri slóð með það að halda áfram samstarfi innan EFTA og eigum að einbeita okkur að því. Hins vegar tel ég að sú stefna margra af okkar ráðhenum að halda góðu samstarfi við forystumenn inn- an EB, sé heillavænleg. Bæði til að styrkja sérstöðu íslendinga í al- mennum samningum sem og ef til þess kæmi á einhverju stigi að fara í beina samninga við EB um okkar sérsvið,“ sagði Jóhann í samtali við Tímann. Ráðamönnum virðist almennt bera saman um mikilvægi þeirra yfirlýs- inga Francois Mitterand að hann mmm Hattatíska A-flokkanna vakti athygli viö komu forseta Frakklands til landsins. F.v. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og frú Guðrún Þorbergsdóttir. skilji sérstöðu íslendinga. Annar viðmælandi Tímans úr utanríkis- ráðuneytinu nefndi að Frakkar eru sú þjóð er telst hafa hvað mest vægi við ákvarðanatöku innan Efhahags- bandalagsins og því væri stuðningur Mitterands við málflutning íslend- inga gífurlega mikilvægur, auk þess sem hann væri persónulega hátt sett- ur innan bandalagsins. Jóhann tók undir þetta en bætti því við að „við eigum eftir að sjá hvem- ig þessi stuðningur skilar sér i samn- ingaviðræðum því ég held að hjá stjómmálamönnum innan EB finn- um við meiri velvilja en hjá embætt- ismönnum. En það virðist allavega allt benda til að við séum á leið sem er ffamkvæmanleg. Ég held að við séum ekki undir neinum kringum- stæðum að tala um inngöngu i EB, enda tel ég aðildarríki Efnahags- bandalagsins ekki hafa áhuga á því heldur, að minnsta kosti ekki á allra næstu árum,“ sagði Jóhann. Halldór til Parísar? Á fundi sjávarútvegsráðherra Frakka, Jacques Mellick, með ýms- um forsvarsmönnum fiskiðnaðar hér á landi, lýsti hann yfir miklum áhuga á því að fá Halldór Ásgríms-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.