Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NTJTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU jréET J: ^Sabriel 7 íw'/r HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum Ingvar | I U Helgason hf. 1 'GSvarahlutir Sævartiöffia 2 Sími 91-674000 Hamarshöfða 1 - s. 67-Ö744 Tíniinn FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST1990 Eftir ströng fundarhöld hjá stjórn Arnarflugs er niðurstaðan loks fengin: VILJA FELA FLUGLEIPUM ÁÆTLUNARFLUGIÐ UM TÍMA í gær gekk Geir Gunnarsson, stjórnarformaður Arnarflugs, á fund Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra og lagði til að Flugleiðir tækju við áætlunarflugi Arnarflugs meðan reynt væri að greiða úr fjárhagslegum vanda félagsins. Stjóm Amarflugs ákvað þetta í gær eftir stöðuga fundi undanfama daga og tilkynnti starfsmönnum fé- lagsins þetta áður en gengið var til fundar við samgönguráðherra. Sam- gönguráðherra sagði á blaðamanna- fundi í gær, skömmu áður en Geir gekk á fund hans, að þolinmæði hans myndi aðeins endast í um það bil 24 tíma og tillaga frá Amarflugi um raunhæfa lausn yrði að berast innan þess tíma. Flugleiðir hafa gefið út þá yfirlýs- ingu að þeir séu tilbúnir til að taka við fluginu en þá aðeins til frambúð- ar. Amarflug hafði reynt að fá sam- gönguráðuneytið til að leyfa það að flugfélaginu ísflugi, en eigendur þess em margir núverandi Amar- flugsmenn, yrði falið áætlunarflug- ið, en þar sem ráðuneytið sá á því ýmsa galla, kom það ekki til greina. Steingrimur sagði að flugfélagið hefði ekki fúllkomið flugrekstrar- leyfi, þar sem loflferðaeftirlitið hef- ur ekki gefið út viðauka við flug- rekstrarleyfi samgönguráðuneytis- ins eins og gert er. Þaðan af síður hefði það áætlunarflugleyfi. Til þess að flugfélag geti hafið rekstur sem áætlunarflugfélag þarf það að stand- ast tilteknar kröfúr samkvæmt lög- um og reglugerðum sem ekki stend- ur til að breyta eða á að breyta. Þar að auki þyrfti félagið að sýna fram á að það hefði fjárhagslegt bolmagn til að hefja þessa starfsemi sam- kvæmt settum reglum sem nú em orðnar staðlaðar og fastmótaðar í flugheiminum. T.d. þurfti svissneskt flugfélag að sýna fram á það við svissneska samgönguráðuneytið og þarlend flugmálayfirvöld að það hefði handbært fé upp á 1120 millj- ónir króna, þegar það hóf rekstur á tveimur þotum. Þetta er dæmi um reglur sem em á góðri leið með að verða alþjóðlegar. Því er niðurstað- an sú að Flugleiðir er eina íslenska flugfélagið sem getur tekið við rekstrinum strax á morgun. Stjómarmenn i Amarflugi hafa hins vegar séð á því ýmsa mein- bugi að Flugleiðum yrði falið flug- ið, þar sem þeir tækju ekki við starfsfólki Amarflugs og búast má við því að það leiti sér að annarri vinnu. Þar með myndi glatast mik- il reynsla og þekking á flugrekstri sem félagið hefur verið að byggja upp undanfarin ár. Augljóst er að stjómin hefur ekki fundið betri kost en þennan og því varð það úr að leggja það til við ráðherra að Flugleiðum yrði falið áætlunar- flugið þó svo það geti komið félag- inu illa og jafhvel gengið að því dauðu. —SE í ljósi þess hve mjög hefur verið rótað í allskonar lögum og regl- um í hinu mikla þrætumáli um ráðningu framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga, verð- ur það að teljast skondin stað- reynd að strangt til tekið virðist það ekki stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga sem ráða skal fram- kvæmdastjórann — sem enn elnu slnni var raunar frestað á stjórn- arfundi Sambands sveitarféiaga í gær. I samningi, sem stjórnir Lána- sjóðs sveitarfélaga, Bjargráða- sjóðs og Sambands ísl. sveitarfé- iaga gerðu með sér árið 1969, seg- ir m.a. í 5. grein: „Framkvæmda- stjóri og annað starfslið verður sameiginlegt fyrir stofnanirnar og ráðið af stjórn Lánasjóðs“, þ.e. Lánasjóðs sveitarfélaga. Ráðning framkvæmdastjóra og fulltrúa skyldi hins vegar sam- þykkt af stjórnum allra stofnan- anna þriggja. Langur fundur stjórnar Sam- bands ísl. sveitarfélaga í gær dugði ekki til ákvarðanatöku um ráðningu nýs framkvæmdastjóra samtakanna. Um ástæðu frestun- arinnar vörðust stjórnarmenn allra frétta. Raunar mun drjúgur hluti fund- artímans hafa farið i að taka ákvörðun um hvort heimila skuli Ölvi Karlssyni seturétt á fundin- um, sem að lokum varð niður- staðan. Enda hafði ölvir m.a. iagt fram ýtariega álitsgerð Ragnars Aðalsteinssonar hrl. og Tryggva Gunnarssonar hrl., hverra niðurstaða var, að stjórn- armaður, sem ekki er lengur kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, eigi samt sem áður rétt til setu i stjórn Sambands sveitarfélaga frá þvi að sveitarstjórnarkosn- ingar fara fram þar til ný sam- bandsstjórn er kosin á landsþingi samtakanna. Tíminn bar áður- nefndan samning varðandi ráðn- ingu framkvæmdastjóra Sara- bands sveitarfélaga undir Jón G. Tómasson einn stjórnarmanna samtakanna. „Þessi samningur er gerður fyr- ir mína tíð í þessum stjórnum og raunar hafði ég ekki áttað mig á þessu ákvæði varðandi ráðningu framkvæmdastjórans fyrr en nú nýlega. Stjórn Sambands is- lenskra sveitarfélaga gctur, lög- um sambandsins samkvæmt, eldd afsalað sér valdi til ráðning- ar framkvæmdastjóra og væri það fráleitt. Og ég mundi aldrei samþykkja það og það gæti eng- inn stjórnarmaður gert“, sagði Jón G. Tómasson. Spurður hvort samningnum hafi verið breytt kvaðst Jón ekki vita tU þess. „Að því er mér er tjáð var þetta hreinn málamyndasamníngur sem gerður var á sínum tíma — þegar Lánasjóðurinn hafði öðlast gildi með lögum en Sambandið hins vegar ekki - - til þess að opna starfsfólki þessara stofnana leið inn í Iífeyrissjóð“. Jón bendir á að það er fuUtrúaráð Sambands ísl. Sveitarfélaga sem kýs 4 af 5 stjórnarmönnum Lánasjóðs sveitarfélaga. Raunar hafa 4 stjórnarmenn Sambands sveitar- félaga átt sæti í 5 manna stjórn Lánasjóðsins. - HEI Hvíldar-, hressingar- og heilsubótarferð á lúxushótelið 2ja til 4ra vikna hressingardvol á iúxus heilsubótarhóteli. íslensk hjúkrunarkona með í ferðinni. Boðið er upp á nudd, heita bakstra, vatnsnudd og meðferð við öndunarfærz- og húðsjúkdómum, td. asma, psoriasis og exemi, ásamt ýmsu öðru tii heilsubótar. Nálarstungur við ýmsum kvillum o.fl. - að ógleymdum tannviðgerðum. Famar verða sérferðir til Grikklands og ýmissa staða í Búlgarsu. Farið verður um Kaupmannahöfn og er hægt að dvelja þar nokkra daga í annarri hvorri feröinni. 5000 kr. afslátturfyrir elliiífeyrisþega. FERÐA^VAL hf LINDARGÖTU14 -105 REYKJAVÍK SÍMAR 14480 -12534

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.