Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur. ágúst 1990 ,.,.*. __._*..._..*>. . Tíminn 3 Breskar sútunarverksmiðjur finna leið til að spara olíukostnað með brennslu á fitu sem til fellur: HENT A HAUGANA Á SAUÐÁRKRÓKI „Við leítuðum til hollustuvemdar um það hvemig við ættum að losa okkur við þessa fitu (sem fellur til við sútunina) og höfum leyfi frá þeim til að henda henni á hauga þar sem þetta er vænt- anlega brennt," sagði Kari Bjamason hjá sútunarverk- smiðjunni Loðskinn á Sauðár- króki, þar sem sútaðar eru um 200.000 gærur á ári. Tilefni spumingar Tímans var frétt þess efnis að breskar sútunar- verksmiðjur, sem átt hafa í vandræöum með að losna við slíka fitu, hafa fundið upp ráð til að nota hana sem brennsluefni og spara sér þar með þúsundir steriingspunda í olíukostnað. í sútunarverksmiðju Fenland Sheep- skins á suðvestur Englandi áttu menn orðið í vandræðum með birgðir af fitu sem þar höfðu safhast upp í sex ár. Um 100 gr af náttúrulegri fitu fálla þar til við vinnslu á hverju skinni, svo þarna hafði myndast a.m.k. 150 tonna „fjall" af fitu. Eftir töluverðar rannsóknir hafa menn í þessari verksmiðju fundið leið til að nota fit una til brennslu við framleiðslu á gufú og spara sér þannig 20% þeirrar brennsluolíu sem notuð hefur verið við skinnaframleiðsluna. Áætlað er að hið sex ára fitufjall muni spara verksmiðj- unni sem svarar rúmlega 2 millj. króna í olíukostnað Fyrirtækið hefur kynnt öðr- um breskum sútunarverksmiðjum þessa nýju tækni og margar þeirra eru nú að taka hana upp. Skákfélag Akureyrar: Vetrarstarfið komið á fullan skrið Vetrarstarf Skákfélags Akureyrar er nú komið á fullan skrið, og hefst með „Startmóti", hraðskákmóti, sunnu- daginn 2. september kl. 14. Siðan rek- ur hvert mótið annað í vetur, og auk fjölda hefðbundinna móta heima- manna, verður 1. deildar keppni Skák- sambands íslands og keppni í 3. deild, Norðurlandsdeild, tefld á Akureyri helgina 12.-14. október. Að sögn Gylfa Þórhallssonar má reikna með að starfið verði með líf- legra móti í vetur. Næst á eftir „Start- mótinu" verður „15 mínútna mót", föstudaginn 7. september. Haustmót Skákfélags Akureyrar hefst 16. sept- ember og stendur það í 3 vikur. Skal því lokið fyrir 1. deildar keppnina sem fram fer 12.-14. október, og um leið fer fram keppni í 3. deild, Norð- urlandsdeild. Gylfi sagði að 8 sveitir tefldu í 1. deildinni, þar af 3 úr Eyja- firði. Fjölmennasta og veigamesta mótið verður þó Sveitakeppni Grunn- skóla á Akureyri og Eyjafirði, en það verður haldið í lok nóvember. Auk þessa verða hraðskákmót, og ýmis fleiri mót, en tímasetning þeirra verð- ur ákveðin á aðalfundi Skákfélags Akureyrar sem haldinn verður 23. september. Skákmót og aðrar uppákomur á veg- um Skákfélagsins fara fram í húsi fé- lagsins að Þingvallastræti 18. Gylfi gat þess að mót á vegum félagsins væru öllum opin, svo og skákæfingar sem haldnar eru á laugardögum. Ung- lingar frá Akureyri hafa getið sér gott orð í skákheiminum á undanfömum árum, og sagði Gylfi að enn frekari áhersla yrði lögð á unglingastarfið í vetur, til að viðhalda þvi, og efla áhuga meðal unglinga á skákiþrótt- inni. hiá-akureyri. Karl kvaðst ekki vita til að mönnum hafi dottið í hug að nota þessa fitu sem brennsluefhi í verksmiðjunni hjá Loð- skinn. En vitanlega sé heilmikil orka í henni, jafhframt því sem þetta sé auðvit- að góð leið hjá þeim bresku til að losna við fituna á hreinlegan hátt og lfka alltaf gott þegar hægt er að nýta hluti sem ann- ars er hent Að sögn Karls er þessi fita sem hér um ræðir, og kemur bæði úr skinninu sjálfú og ullinni, þykk en harðnar ekki. Töluverður hluti hennar sé lanólín, sem m.a. er notað við fram- leiðslu á ilmsápum. Sagðist Karl því svolítið hissa á að breskar verksmiðjur skuli ekki hafa getað losnað við þessa fitu til sápuframleiðenda. Að ná lanólin- inu hreinu úr fitunni sé þó tötuvert fyrir- tæki og til þess þurfi sérstakan tækja- búnað. Karl sagði fitu í islenskum skinnum um helmingi minni en fram kemur í fréttinni frá Bretum. Hjá Loðskinnum séu það i kringum 8 tonn af hreinni fitu sem til falla árlega við sútun um 200.000 skinna. -HEI Ný stjörn Sin- fóníuhljóm- sveitar íslands Sinfóniuhljómsveit íslands hef- ur fengið nýja stjórn. Formað- ur, skipaður af menntamála- ráðherra, er Sigursvetan K. Magnússon skólastjóri. Aðrír í stjóra eru Einar Jóhannesson klarinettnleikarí, tílnefndur af starfsmannafélagi Sinfóníu- hljómsveitarinnar; Elfa Björk Gpnnarsdóttir framkvæmda- stji'iri, tilnefnd af llikisútvurp- imi; Hauknr Helgason bag- fræðingnr, tilnefndnr af fjár- málaráðun ey ti u u og Jón Þórar- insson tónsknld, tOnefndur af Reykjavikurborg. Stjúrnin er skipuö til fjðgurra ára. -hs. Nýr, stærrí kraftmeirí Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með sérstaklega stóra farangursgeymslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmikilli 4ra strokka, 16 ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með beinni innspýtingu. Þessi vél gerir bílinn bæði auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Sparneytni og hagkvæmni í rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyldubíls. Ótrúlega hagstætt verð Daihafsu Charade Sedan SG 5 gíra kr.777.000 stgr. á götuna. Siálfskiptur kr.839.000 stgr:á götuna. Komið og reynsluakið kraftmiklum Charade Sedan Brimborg hf. Faxafeni 8 • Sími 685870

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.