Tíminn - 01.09.1990, Qupperneq 4

Tíminn - 01.09.1990, Qupperneq 4
4’Tíminn ' LátjgardagUr 1. éeptember 1990 Þjóðverjar ná samkomulagi: ÞYSKALAND KLART í SAMEININGUNA Austur- og Vestur-Þjóðverjar ruddu í gær seinustu hindrun- inni á leið til sameiningar úr vegi, er þeir undirrituðu mjög umdeildan samning varðandi samræmingu laga og stjórn- sýslu við sameiningu ríkjanna tveggja, sem mun eiga sér stað 3. október nk. Innanríkisráðherra V-Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, og vamarmála- ráðherra A-Þýskalands, Guenther Krause, undirrituðu loks samninginn, sem er upp á 1000 síður, eftir margra mánaða samingaviðræður. „Samningurinn virðist afkvæmi þýskrar fiillkomnunaráráttu, en svo er ekki. Við höfum einungis fengist við meginatriðin og það á eftir að leysa marga hnúta," sagði Schaeuble, sem er í forsvari fyrir v-þýsku samninganefhd- ina, við athöfnina í A- Berlín í gær. Áður höfðu stjómimar í Bonn og A- Berlin samþykkt samninginn sem mun sameina þýsku rikin innan árs frá því að Berlínarmúrinn og stjóm kommúnista hmndu. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði samninginn boða nýja von fyrir almenning og stjóm- málamenn í A-Þýskalandi. Þeir treysta á að samningurinn, sem tekur yfir atriði eins og skatta- og eignamál, muni hvetja til þess að út- lendingar fjárfesti í A- Þýskalandi en fjárhagur þar er í algerri rúst. En de Maiziere benti á að endur- byggingin tæki langan tíma. „Þrátt fyrir að samningurinn sé nú undirrit- aður hafa ekki allir draumar okkar ræst,“ sagði hann. Samtök gyðinga í V-Þýskalandi lýstu yfir óánægju sinni með samn- inginn og talsmaður þeirra, Heinz Galinski, sagðist vera bæði sár og vonsvikinn yfir að hvergi væri minnst á ofsóknir nasista á hendur gyðingum í Evrópu í formála samn- ingsins. Schaeuble og Krause sömdu um eitt umdeildasta atriðið á 11 klst. löngum fúndi sínum — fóstureyðingar — og urðu ásáttir um að halda lögum þær varðandi aðskildum i tvö ár. Á þeim tíma geta v-þýskar konur nýtt sér fijálsari löggjöf í A- Þýskalandi. Þeir urðu einnig sammála um að skjöl varðandi a-þýsku öryggislög- regluna, Stasi, yrðu áfram í A-Þýska- landi. A-þýska þingið mótmælti því á fimmtudaginn að skjölin yrðu flutt í ríkisskjalasafhið i V-Þýskalandi. Samningur þessi er annar í röðinni af mikilvægum samningum sem gerðir hafa verið til að stuðla að sam- einingu ríkjanna. Sá fyrri, sem undir- ritaður var í maí, fjallaði um efna- hagslegan samruna ríkjanna og að sami gjaldmiðill, vestur-þýskt mark, gilti beggja vegna Iandamæranna eft- ir 1. júlí. Átök milli kristilegra demókrata og sósíaldemókrata í báðum rikjum urðu þess nær valdandi að ekkert yrði úr samningum að þessu sinni. Sósíaldemókratar í A-Berlín sögðu sig úr samninganefhdinni, sem stýrt var af kristilegum demókrötum, í síð- asta mánuði eftir heiftugar deilur um tímasetningu og ýmis atriði samein- ingarinnar. I Bonn þurfti Helmut Kohl að heyja mikla baráttu til þess að fá sósíal- demókrata á sitt band, en tvo þriðju hluta þingatkvæða þarf til að samn- ingurinn teljist gildur. Nú á aðeins eftir að ganga frá því hvemig vamarmálum hins samein- aða ríkis verður háttað fyrir sameig- inlegar kosningar sem fram eiga að fara 2. desember nk. Menn vænta þess að viðræður þýsku ríkjanna og bandalagsríkjanna fjög- urra frá því i seinni heimsstyrjöld, Bandaríkjamanna, Sovétmanna, Breta og Frakka, sem fram munu fara í Moskvu 12. september, muni ganga snurðulaust fyrir sig. Viðræðuaðilamir sex hafa þegar komið sér saman um helstu atriði, svo sem að landamæri Þýskalands eftir strið verði látin halda sér og þá ákvörðun, að Austur-Þýskaland ger- ist aðili að Atlantshafsbandalaginu. ÍRAKAR FLJÚGA MEÐ GÍSLANA Þærfréttirbárustfrálrakígærað beim með vestræuar konur og írösk stjórnvöld hefðu sett ný skil- böm. yrði fyrir Iausn kyenna og baraa Talsmaðurinn sagði að þeir væru sem nú er haklið i írak. að bíða eftir jákvæðu svari frá Sjónvarpsstöðin CNN sagði í gær stjórnvöldum, þar svo þeir geti haf- aö írakar krefðust þess að írökum ið flutninginn á fólldnu. 132 Bretar sem væru í Bretlandi og Frakk- og 19 Frakkar biða nú eftir svari landi yrði leyft að fara úr landi og ásamt 66 Japönum, 14 Bandaríkja- koma til íraks gegn því að erlend- mönnum, 2 Áströfum og 4 öðrum. um konum og böraum væri hievpt Talsmaður íraksstjórnar sagði að frá írak. Talsroaður sendiráðs lr- konur og börn firá öðrum Evrópu- aka í Lundúnum sagði að hann löndum væri frjálst að yfirgcfa vissi ekki til þess að neinar hömlur landið, akandi eða gangandi. væru á ferðafrelsi íraka í Bretlandi Verið er að reyna að ná samkomu- og þeir gætu farið hvenær sem þeir lagi í breska utanrikisráðuneytinu vildu, við þau lönd sem flugvélin þarf að Tafsmaður íraksstjórnar sagði að fljúga yfir þegar hún flýgur frá þessi krafa hefði ekki varið sett Baghdad tfl Lundúna, til þess að fram af íraksstjóm og að engar hún komist óhindruð á millL Starfs- hömlur væru á ferðafrelsi kvenna roaður ráðuneytisins sagði að afft og barna frá neínu landi. Það eina væri gcrt eins hratt og unnt væri tfl sem væri beðið um væri að Bretar að fá Bretana heim aftur. Einhverj- og Frakkar veittu flugfélaginu Iraq ar hindranlr væru þó í veginum en Airways lendingarieyfi, eldsneyti hann var bjartsýnn á að það tækist og aðra hlutí tíl að þeir gætu flogið að yfirstíga þær. Undirritun samningsins er mikill persónulegur sigur fyrir Helmut Kohl, kanslara V-Þýskalands og Þýskalands frá 3. október. SVÍAR SENDA FLUG- VEL TIL BAGHDAD f gær fengu margir Svíar brott- að fljúga vélinni til Baghdad, fararleyfi frá írak og er vonast þar sem á að ná í allar sænskar tíl að allir þeir Svíar, sem vilja konur og börn. íslensku yfirgefa landið, fái leyfi í síðasta konurnar tvær og börn þeirra lagi á morgun. Senda á flugvél hafa ákveðið að vera áfram í í frá SAS í dag til Istanbúl í Týrk- Kúvæt með eiginmönnum landi og mun áhöfn vélarinnar sínum. biða þar þangað til leyfi fæst til —-SE De Cuellar á gagnlegar viðræður við Aziz Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sem nú reynir að finna lausn á Persa- flóadeilunni, ræddi við utanríkisráðherra íraks, Tareq Aziz, í Jórdaníu í gær og ákváðu þeir að ræðast við aftur. „Viðræðumar voru gagnlegar og við ræddum ástandið frá öllum sjón- arhomum," sagði de Cuellar við blaðamenn á tröppum konungshall- arinnar í Amman. „Við erum þess fúllvissir að þessir fúndir séu gagn- legir og mikilvægir og höfúm því ákveðið að hittast aftur.“ Perez de Cuellar segir aðaltilgang ferðar sinnar vera þann, að komast að hvort írakar ætli að verða við kröfum Sameinuðu þjóðanna um að hverfa frá Kúvæt og leyfa útlending- um að fara úr Iandi. Aziz virtist ekki reiðubúinn til að semja um neitt þegar hann kom til Jórdaníu. „Arabar munu ná sínu markmiði þrátt fyrir alheimssamsæri gegn þeim og þeim átökum sem bíða þeirra. Barátta okkar er sögulegs eðlis. Við munum heyja hana af karlmennsku og með fullri reisn. Megi guð gefa að sigurinn falli arö- bum í skaut,“ sagði hann við blaða- menn. Aziz sagðist kominn til að hlusta á hvað aðalritarinn hefði fram að færa og neitaði að gefa frekari yfirlýsing- ar fyrr en að fúndinum loknum. Eftir fúndinn sagði de Cuellar að hann tryði því ekki að menn væru reiðubúnir að fóma mannslífúm og bætti við: „Ef pólitískur vilji er fyrir hendi munum við geta náð árangri." George Bush, forseti Bandaríkj- anna, lét í ljós efasemdir um árangur viðræðnanna en kvaðst fagna öllum tilraunum í friðarátt. „Ég er ekki bjartsýnn eins og er, því maðurinn (Saddam Hussein) hamrar stöðugt á kröfúm sem em í algerri andstöðu við Sameinuðu þjóðimar,“ sagði hann á fimmtudaginn. I viðtali við franska dagblaðið Le Figaro, áður en hann hélt til Amman, gaf Aziz í skyn að Sameinuðu þjóð- imar gætu komið á óbeinum viðræð- um milli Iraka og óvina þeirra í Persaflóadeilunni. Aziz rifjaði upp afskipti de Cuellars af striðinu milíi írans og íraks og sagði: „Þegar allt virtist komið í hnút lagði aðalritarinn fram ályktanir og skjöl fyrir stjómir beggja ríkjanna og gaf þar með deiluaðilum möguleika á viðræðum, þrátt fyrir það sem á undan var gengið.“ „Ég veit hreinlega ekkert um hvað maðurinn hefúr í huga,“ sagði ír- akski ráðherrann um aðalritarann sem hefúr tekist það á hendur að koma á friði í heiminum. Við komuna til Amman sagði de Cuellar að hann væri reiðubúinn að hlýða á viðhorf íraka en hefði ekki umboð til að semja utan þess ramma sem Öryggisráðið hefur sett með kröfúm sínum. Sameinuðu þjóðimar krefjast þess að írakar hverfi frá Kúvæt og sleppi þúsundum útlendinga sem þeir halda í þeim tilgangi að fá Bandaríkja- menn til að hugsa sig um tvisvar áð- ur en þeir geri árás. SÞ hafa einnig gefið út þá yfirlýs- ingu að innlimun íraka á Kúvæt sé ómarktæk, en írakar segja nú Kúvæt vera 19. héraðið í írak. Ennfremur hefur Öryggisráðið gefið grænt ljós á að gripið skuli til vopna, ef þörf kref- ur, til að viðhalda viðskiptabanninu sem sett var á íraka. I Amman sagði Aziz að verið væri að undirbúa brottflutning vestrænna kvenna og bama frá Bagdad, í sam- ræmi við yfirlýsingu Saddams þar að lútandi, en sagði ekki hvenær þau fengju að fara. I gær komust 18 ítalskar konur og böm yfir landamærin til Jórdaníu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.