Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 5
LáUgardarjur 1. september 1990 Tímihríö Ritstjórn rekin til að ná pólitískri Pressu? Jónína Leósdóttir, annar ritstjóra Pressunnar, segir uppsögn sína og annarra starfsmanna vera pólitískar hreinsanir. Ómarí Fríðríkssyni, hinum rítstjóranum, hefur einnig veríö sagt upp, sem og öllum blaðamönnum blaðsins. Stjómarfonmaður Blaðs hf. vísar þessum ummælum á bug og segir breytingar koma í kjölfar versnandi afkomu blaðsins. í stað ritstjóranna hafa veríð ráðnir þeir Gunnar Smárí Egilsson blaðamaður DV og Kristján Þorvaldsson blaðamaður Morgunblaðsins. „Ég frétti fyrst um breytingarnar þeg- ar blaðamenn Dagblaðsins hríngdu i mig í morgun sem sýnir best hvað þeir eru kjarkmiklir ráðamennirnir hér. Þeir halda þvi fram að breyting- arnar séu gerðar vegna þess að sala blaðsins sé að dragast saman, en það er bull", sagði Jónína. Máli sínu til áréttingar benti hún á að Pressan hafi náð bestu sölu hingað til í byrjun árs- ins en þar á eftir fylgdu þrír slæmir mánuðir. Starfsmenn hafi því tekið sér tak er hafi skilaði sér í 11% sölu- aukningu frá júni yfir í júlí. Jónina sagði endanlegar tölur fyrir ágúst ekki liggja fyrir en þar væri greini- lega um aukningu að ræða því au- kaupplag blaðsins hafi margsinnis selst upp. „Við teljum þetta vera pól- itískar hreinsanir og að rót uppsagn- anna megi rekja til sveitarstjórnar- kosninganna sem fram fóru í vor. Þá vorum við beitt miklum þrýstingi, af hendi þeirra er stóðu fyrir framboði Nýs vettvangs, að koma að ræðum og viðtölum við þessa og hina. Við stóðum þrýstinginn af okkur en kom- umst um leið i mikla ónáð. Þegar ég var ráðin var mér lofað að flokkurinn myndi ekki reyna að koma að sinum sjónarmiðum og gera Pressuna þann- ig að einhverjum flokkssnepli. Mér var gerð grein fyrir að það ætti að leyfa Alþýðublaðinu að bera sig ekki þar sem það er flokksblað, en Pressan ætti að afla peninga til að borga blaðamönnum Alþýðublaðsins laun." Jónina sagði það einnig hafa valdið mikilli sprengingu i flokknum að Pressan birti mynd af Guðrúnu Ág- ústsdóttur á forsíðu í miðri kosninga- baráttunni. Hún sagði myndbirting- una hafa verið algjörlega óviðkom- andi stjómmálum heldur hafi hér ver- ið um að ræða viðtöl við ýmsa aðila er hafa komist langt í lífinu án mikill- ar skólagöngu. „Auk þessa höfum við birt slúður um flokksmeðlimi jafiit og aðra og það hefur mælst af- skaplega illa fyrir. Nú standa kosningar fyrir dyrum i vetur og þá er tekið upp á því að ráða hér f ritstjórn flokksbundinn Alþýðu- flokksmann sem hefur verið framar- lega í ungliðahreyilnguimi. Það segir sig auðvitað sjálft hvort Alþýðu- flokkurinn kemur ekki til með að eiga auðveldara með að ráða við hann en okkur, þegar þarf að koma heimastílum flokksbræðranna á prent. í gær fengum við stjórnarfor- manninn í heimsókn með þau skila- boð að við værum léleg og kynnum ekki að búa til blað. En því var svo bætt við hvort við vildum nú ekki samt vera svo væn að halda áfram að búa til blaðið þangað til í október, því að strákarnir sem eiga að taka við geta ekki fengið sig lausa fyrr. Hér hafa allir þurft að leggja nótt við dag vegna þess að við erum mjög undir- mönnuð, en blaðstjórn virðist ekki hafa mikinn skilning á þvi hversu mikilvægt er að halda uppi góðum anda við slíkar aðstæður", sagði Jón- ína. Stefán Friðfinnsson stjórnarformað- ur Blaðs hf. sagði í samtali við Tím- ann að blaðsrjórn hefði ekki og myndi ekki skipta sér af ritstjórnar- stefhu blaðsins. „Við værum hins vegar ekki að skipta um ef við teldum ekki að sala blaðsins myndi aukast við það. Að halda því fram að pólit- ískar ástæður liggi að baki er út í hött. Blaðið hefur ekki verið pólitískl og á ekki að vera það." Hann sagði afkomu blaðaútgáfu Blaðs hf. hafa verið viðunandi á síð- asta ári en þá hafi hún skilað hagnaði. „Hún hefur hins vegar versnað og þó við teljum afkomuna í sjálfu sér ekki slæma, gæti hún samt sem áður verið betri. Jónína lclur að um söluaukn- ingu Pressunnar hafi verið að ræða á síðustu tveimur mánuðum en ég lýsti því yfir, sem er staðreynd, að ég hef ekki þær tölur i höndum. Ég hef í höndum heildartölur frá mánuði til mánaðar yfir afkomu blaðaútgáfu flokksins sem er bæði Pressan og Al- þýðublaðið" sagði Stefán. Þeirri spurningu hvort einnig mætti búast við breytingum á Alþýðublað- inu, sem er ritstýrt af Ingólfi Marg- eirssyni, fyrst tölurnar segja til um heildarafkomu sagði Stefán: „Fyrir óbreyttu ástandi gefst litil fullvissa en þetta eru þær breytingar, sem við viljum gera f dag, þvf við teljum vera hægt að auka sölu Pressunnar og það hefur eiginlega ekki með neitt annað að gera." Gunnar Smári Egilsson nýráðinn ritstjóri á Pressunni sagði i samtali við Timann að í ráðningarsamningi þeirra félaga kæmi það fram að þeir hefðu fullt ritstjórnarfrelsi. „Eina leið blaðstjórnar Pressunnar til að hafa áhrif á ritstjórnarstefhu eftir fyrsta október er að reka okkur. Þegar Pressan er skoðuð í dag og reyndar allt frá upphafi þá þarf ekki mjög glöggskyggnan mann til að sjá að það má gera betur. Það verður óhjá- kvæmilega um breytingar að ræða og við munum að sjálfsögðu gefa út blað fyrir lesendur", sagði Gunnar. -jkb Aðalfundur Stéttarsambands bænda ályktar: Leyfð verði sala fullvirðisréttar Frá kynningu á vetrardagskrá L.R. Pétur Einarsson virðist enn vera að hugsa um sumarleyfið. Tfmamynd Aml Bjama. 94. starfsár LR hafið 94. leikár Leikfélags Reykjavíkur er nýhafið. Leikarar og annað starfsfólk Leikfélagsins komu til starfa eftir sumarleyfi hinn 20. ágúst s.l. og þá hófust æfingar á þremur verkefhum, sem frumsýnd verða í september og október. Leikárið i fyrra, sem jafh- framt var fyrsta leikár félagsins í Borgarleikhúsinu, var svo til ein- göngu helgað islenskum leikritum. Það sama verður upp á teningnum í ár, því íslensk verk eru i meirihluta. Fyrsta frumsýning haustsins verður 20. september. Þá kemur „Fló á skinni", eftir Frakkann Georges Fey- deau, á fjalir L.R. i annað skipti, en leikritið gekk á sínum tíma í þrjú ár fyrir fullu húsi. Önnur frumsýning er svo nýtt verk eftir Hrafhhildi Hagalín Guðmundsdóttir, sem er óvenjuleg frumsmíð og óvenjuleg efhistök á ferðinni eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá L.R. Þriðja frumsýningin er verðlaunaverkið úr leikritasam- keppni Leikfélagsins, „Ég er hættur! Farinn!" eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. -hs. Fundurinn bendir á, að á síðasta að- atfundi var samþykkt ftarleg áfyktun um almenna meoferð og ráðstöfun fullvirðisréttar.„Með tilliti nl þess að nú eru þessi mál enn komin til um- ræðu, telur fundurinn að sá hreyfan- leiki fullviroisrétrar, sem verið hefur mögulegur samkvæmt reglugerö- um, reynist oft takmarkaður og hindri í vissum tðfellum nægan hreyfanleika", segir í samþykkt hans. Fundurinn leggur til, þar sem jafh- vægi riki milli framboðs og eftir- spurnar í mjólkurframleiðslu, verði leyfð sala fullvirðisréttar með nokkr- um takmörkunum. í fyrsta lagi að öll viðskipti fari fram gegnum þriðja að- ila, búnaðarsambönd og/eða_Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. í öðru lagi, að 20% af þeim rétti, sem losn- ar f heild vegna sölu, fari til ráðstöf- unar samkvæmt ákveðnum reglum, t.d. til nýliða og ættliðaskipta. I þriðja lagi að Framleiðsluráð land- búnaðarins ákveði lágmarksverð hins selda fullvirðisréttar og að lok- um, meðan réttur, sem kemur til sölu á ákveðnu svæði, reynist þar seljan- legur á skráðu lágmarksverði, verði ekki um flutning milli svæða að ræða. -hs. Aðalfundur Stéttarsambands bænda ályktar: Róður loðdýrabænda verði léttur „Aðalfundur Stéttarsarobands bænda harmar hvernig sú tilraun til nýrrar atvinnusköpunar á landsbyggðinni, sem gerð var með loðdýrarækt, hcfur tekist", seglr í áiyktun Byggða- og atvinnumála- nefndar fundarins. Ncfndin telur fyrirsjáanlegt, að þær ráðstafanir, sem hafa vérið gerðar og eru i gangi henni til bjargar, dugi ekki til að tryggja rekstur hennar nema út þetta framieiðsluár. Fundurinn telur þó ekid rétt að loðdýrarækt leggist af, þrátt fyrir mikla crfioleika. Þcss vegnaleggur fundurinn ni.a. til að Byggðastofnun og ríkissjóð- ur tryggi á einhvern hátt rekstur búanna meðan erfiðieikatimar ganga yfir, þannig að fóðurkostn- aður verði ekki harri cn scm nem- ur 60-70% af meðaltals skinna- v erði. Lagt er tíi að skuldbrey ting- um, sem unnið hefur veríð að, verði lokið fyrír septemberlok n.k. og fyrir sama tíma verði ákveðið áð greiða jofnonargjald á loð- dýrafóður árið 1991 með sama hætti og gert hefur vcrið á yfir- standandi ári. Lagt er tO að iánafyrírgreiðsla Framleiðnisjóðs landbúnaðarins verði haldið áfram, unnið verði að því að leita ieiða tfl að tryggja að loðdýrabændur eigi kost á svo hágkvæmum afurðalánum, scm mðgulegt er, og heimiid til þess að afskrífa lán hjá Stofnlánadeild- inni verði rýmkuð enn frekar. Einnig er lagt til að gjaidtaka af rekstri loðdýrabúa verði fclld nið- ur raeðan erfiðieikatíminn gengur yfir og að ieitað vcrði til Fram- leiðnisjóðs um rekstrarfé fyrir Samband isi. loðdýrabænda. -hs. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda ályktar: Jarðakaupa- sjóður verði stórefldur Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1990 felur stjórninni að hlutast til um við ríkisstjórn og Alþingi að Jarðakaupasjóður verði stórefldur. Hlutverk hans verði þar með aukið og að hann verði einnig lána- og styrktarsjóð- ur fyrir sveitarfélög. Þeim verði þannig gert kleift að festa kaup á jörðum, sem nauðsynlegt þykir að eignarhald haldist á innan við- komandi sveitarfélags og nýta þar með forkaupsréttinn. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.