Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 6
Tíminn 6 Laugaröag.ur.1..september. 1990 . • Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Steingrfmur Gfslason Skrifstofur: Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sfml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar. Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýslnga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hlutverk NATO Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í London 5. og 6. júní sl. var samþykkt yfirlýsing um framtíð- arhlutverk bandalagsins í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í Evrópu á síðustu mánuðum, síðustu tveimur misserum. I upphafi þessarar yfirlýsingar var gengið út frá því sem meginstaðreynd að nýtt skeið glæstra vona væri hafið í sögu Evrópu. Þessar glæstu vonar um nýtt tímabil í Evrópusög- unni áttu samkvæmt Lundúnayfirlýsingu leiðtoga Atlantshafsbandalagsins að byggjast á lýðræðisþró- uninni í Austur-Evrópu. Múrarnir sem áður lokuðu þjóðirnar inni og komu í veg fyrir eðlileg samskipti við aðrar þjóðir eru hrundir. Þetta hlaut að gerbreyta eðli Atlantshafsbandalagsins og leiða hugann að breyttum verkefhum þess. Það kom að vísu skýrt fram í Lundúnayfirlýsingunni að hernaðarhlutverki bandalagsins væri ekki lokið, en það var líka lögð áhersla á að bandalagið yrði að efla stjórnmálahlut- verk sitt, sem ástæða er til að skilja svo að í því fel- ist ekki síst viðleitni til að draga úr vígbúnaði og stuðla að beinum friðaraðgerðum í heimshluta bandalagsins. í Lundúnayfirlýsingunni er gengið svo langt í að sýna viðhorfsbreytingar á síðustu mánuðum, að lagt er til beinum orðum að Atlantshafsríkin og ríki Var- sjárbandalagsins gefi út sameiginlega yfírlýsingu, þar sem staðfest sé að þessar fyrrum öndverðu fylk- ingar séu ekki lengur andstæðingar. í Lundúnayfir- lýsingunni er að finna ýmis fleiri ákvæði sem ganga í þá átt að staðfesta að kalda stríðinu sé lokið, Atl- antshafsbandalaginu hafi heppnast það hlutverk að verada friðinn í Evrópu í 40 ár og sjá þann ávöxt hugsjóna vestræns lýðræðis að alræðishyggja kommúnismans hryndi þar sem hún hafði búið um sig. Þessari myndarlegu Lundúnayfirlýsingu leiðtoga Atlantshafsbandalagsins var vel tekið í aðildarríkj- um þess. Menn þóttust mega leggja þá merkingu í orð hennar að Atlantshafsbandalagið ætlaði að vísu að vera það sem það hefur verið, hernaðarbandalag, en myndi í engu breyta því eðli sínu að vera banda- lag lýðræðisþjóða Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem Norður-Atlantshaf er tengiliður og nafngjafi bandalagsins. í yfirlýsingunni er hvergi ýjað að því að Atlantshafsbandalagið færi út kvíarnar, breiði sig út yfir allan heiminn eftir því hvernig lætur í ófrið- arseggjum hér og þar. Það hlýtur því að vekja undrun og ugg að hlusta á hrokafullan ofstopa Margrétar Thatcher á fundi íhaldsflokka heimsins í Helsinki (þeir kalla sig lýð- ræðisflokka og halda að þeir hafi til þess einkarétt) þar sem hún krefst þess að Atlantshafsbandalagið sem slíkt ráðist með heri sína inn í Austurlönd nær í nafhi friðargæslu. Þessi hugmynd breska forsætis- ráðherrans er ekki í neinu samræmi við Atlantshafs- sáttmálann sjálfan né Lundúnayfirlýsingu leiðtoga- fundar Atlantshafsbandalagsins í vor. NATO er stað- bundið varnarbandalag en ekki alþjóðalögregla sem gegnir útkalli hvaðan sem það kemur. 'ÐUM Hður á sumarið og haustið fer að taka við. Þótt þetta sumar hafi verið eitt hið jafhbesta sem búast má við á íslandi og geti vissulega lengst enn með góðu hausti og sumarauka, er birkilaufið þegar farið að minna á að gróðrar- tíðin er senn á enda. En þá er þess að minnast að sumarið hefur verið gróðursælt, grös, tré og blómjurtir hafa dafhað vel og uppskeran mun verða eftir því. Bóndi í fremur harðbýlli sveit, þar sem túnkal er ekki ótítt og heyskapur hefur oft brugðist fyrir þær sakir eða vegna ótíðar, sagði í viðtali við Tíma- mann nú í vikunni, að þar hefði á mörgum bæjum verið tvíslegið og heyfengurinn miklu meiri en þörf væri á handa sífækkandi fénaði. Það hefur löngum verið siður á ís- landi að meta árferðið eftir búnað- arhögum og afkomuhorfum bændastéttarinnar, en ekki síður hvernig áraði til sjávarins og hvernig aflabrögð og sala sjávaraf- urða gengi. Þrátt fyrir gerbreytt þjóðfélag og atvinnulíf frá því að mikill meirihluti vinnandi manna tengdist framleiðslustörfum til lands og sjávar til þess að vinna við frumframleiðslu er á pappírum að- eins lífsframfæri minnihluta þjóð- arinnar, gera flestir skynsamir menn sér ljóst að framleiðsla hinna fornu atvinnugreina — frumfram- leiðslan — er megindrifkraftur efnahagslífsins. Menn deila a.m.k. ekki um þjóðhagsgildi sjávarút- vegsins vegna þess að hann er und- irstaða útflutnings og gjaldeyrisöfl- unar. Það skilja jafhvel þeir sem nærsýnastir eru, þótt þeir fyrirverði sig ekki fyrir að opinbera heimsku sína þegar rætt er um málefni land- búnaðarins. En jafhvel þótt slíkir menn séu hávaðasamir í íslenskri fjölmiðlaumræðu, þá eru þeir í rauninni fáir miðað við þá sem skynsamir eru og gera sér grein fyrir margbreytni efnahagslífsins og undirstöðuþáttum þess. r Ovægin umræða Vikan sem nú er að líða hefur ver- ið eins konar landbúnaðarvika, því að landbúnaðarmál hafa verið mik- ið til umræðu og þó framar öðru, að Stéttarsamband bænda hefur verið að halda aðalfund sinn síðustu daga. Sá fundur vekur alltaf athygli og er mikið umræddur og hlaut að verða það að þessu sinni. Þótt því hafi verið haldið fram hér á undan, að þjóðin geri sér almennt grein fyrir gildi frumframleiðslu fyrir efnahagslífið og landbúnaður ætti að njóta þess, er hinu ekki að leyna að þessi atvinnugrein hefur átt í vök að verjast fyrir striðri og óvæg- inni fjölmiðlaumræðu, jafnvel pól- itískum árásum, sem svo má kalla vegna þess að gagnrýni á landbún- að, landbúnaðarstefnu og hags- munamál bændastéttarinnar hefur þá byggst á öfgum og rökleysum, sem ekki hafa neinn vitlegan um- ræðugrundvöll. Eitt af því sem einkennir hina stríðu umræðu um landbúnaðarmál er að menn festast í deilum löngu liðins tíma og jagast um ástand og viðhorf sem ekki eru lengur raun- hæf, svo að umræðan fer að stjórn- ast meira og minna af þráhyggju, þessari hvimleiðu skoðanaþrá- hyggju sem er svo algeng meðal ís- lenskra atvinnustjórnmálamanna og sérhagsmunaforkólfa, sem líta á allar umræður um þjóðfélagsmál eins og vopnaskak á vígvelli, þar sem vígfimin á að felast í því að halda fram svo miklum firrum með stóryrðum að þar verði engum vörnum viðkomið með vitlegum orðum. Eins og við er að búast hrekjast flestir skikkanlegheita- menh út af slíkum umræðuvett- vangi sem endar með því að þar verða ekki aðrir eftir en þeir sem heimfæra má undir orðtakið: Sækj- ast sér um líkir. Landbúnaðarmál hafa ýmsum málefhum fremur goldið þessarar dapurlegu hnign- unar lýðræðislegrar umræðumenn- ingar. Ekki verður reynt að leiða getum að því hvernig á því stendur að landbúnaðarumræðan verður svo harkalega úti í þessu efhi, því að ekki verður séð að málsvarar bændastéttarinnar og landbúnaðar- ins gefi tilefhi til þess að þannig sé að málefhum þeirra vegið. Öðr^i nær. Forystumenn bændastéttar- innar temja sér hófsaman málfiutn- ing og leggja sig fram um að skýra málefni sín ljósum orðum bæði með tölum og talnasamanburði og glöggri yfirsýn um þróun landbún- aðarmála, stöðu þeirra og stefhu. Formannsskýrsla Framsöguræða Hauks Halldórs- sonar, formanns Stéttarsambands bænda, á aðalfundi samtakanna nú í vikunni hafði þau einkenni sem hér hefur verið lýst. Hún var glögg, upplýsandi og skilmerkileg. Skyrsla stjórnar sambandsins var að sama skapi greinargóð og gerð af hófsemi, sem önnur hagsmuna- samtök í landinu gætu mikið af lært. Þar vottar hvergi fyrir þeirri nærsýnu sérhagsmunafrekju sem gerir stéttarmálefni á íslandi að eintali hinna innvígðu og virðist ekki ætlað utanaðkomandi mönn- um til kynningar og skilningsauka. í ræðu sinni kom formaður Stéttar- sambandsins víða við hvað snertir einstök og afmörkuð atriði land- búnaðarmála, en ekki er síður vert að benda á hversu góða yfirsýn um stöðu landbúnaðar í nútímasamfé- lagi var að finna í máli formanns- ins. Hér verður stiklað á stóru í einum efnisþæfti þessarar yfirgripsmiklu ræðu Hauks Halldórssonar, þar sem hann gerir grein fyrir viðræð- um Stéttarsambandsins við land- búnaðarráðherra um nýjan búvöru- samning. Þessi kafli ræðunnar er út af fyrir sig ekki nákvæm útlistun á einstökum greinum hugsanlegs nýs búvörusamnings. Hins vegar er hér að finna rök Stéttarsambandsins fyrir nauðsyn þess að tefja ekki gerð slíks samnings, þar er gerð al-- menn grein fyrir þeim grundvallar- markmiðum sem bændasamtökin telja að hafa beri í huga við fram- kvæmd landbúnaðarstefhunnar. í þessum kafla ræðunnar er einnig að finna gagnlegar upplýsingar um þróun landbúnaðar á allra siðustu árum eftir að ný landbúnaðarstefha var tekin upp. Formanni Stéttarsambandsins fór- ust svo orð: „Eitt meginviðfangsefhi Stéttar- sambandsins á síðasta starfsári hef- ur verið undirbúningur nýs búvöru- samnings. Á síðasta aðalfundi voru settar fram hugmyndir Stéttarsam- bandsins að efhisatriðum nýs bú- vörusamnings og hefur verið unnið að málinu á grundvelli þeirra. Mikilvægt er að átta sig á því í hvaða stöðu þessar viðræður fara fram. Eg hef hér að framan spjallað um stöðu einstakra búgreina og greint frá helsfu viðfangsefhum og vett- vangi þeirra hvenar um sig. Jafh- framt hef ég reynt að lýsa í víðara samhengi því starfsumhverfi sem landbúnaðurinn býr við og hvaða breytinga kann að mega vænta á því á næstunni. Þau viðhorf sem ég hef lýst hafa óhjákvæmilega áhrif á aðstöðu okkar til samningagerðar og einnig á möguleika stjórnvalda í því sambandi. Segja má að búvörusamningar hafi hingað til nær einvörðungu fjallað um verðábyrgð ríkisins á til- teknu magni mjólkur og kinda- kjöts. I yfirstandandi viðræðum er hins vegar verið að fjalla um heild- arramma fyrir þróun landbúnaðar- ins til lengri tíma. Viðræðumar fram til þessa hafa því fyrst og fremst fjallað um stefhu í landbúnaðarmálum en út- færsla einstakra atriða er enn skemmra á veg komin. Síðar í dag mun ég kynna þau efn- isatriði sem til umræðu eru og lýsa efhi og umfangi þess samnings sem rætt er um. Stjórn og samninga- nefnd Stéttarsambandsins telja nauðsynlegt á þessu stigi málsins að fá fram afstöðu aðalfundarins til þeirra grundvallarstefnumiða sem þama er verið að fjalla um. Grundvallaratriði I stórum dráttum má segja að rætt hafi verið um þrjú grundvallar- markmið. í fyrsta lagi áframhaldandi aðlög- un framleiðslunnar að innlendri markaðsþörf og hvemig hún geti orðið með viðráðanlegum hætti. I öðru lagi er spumingin um það hvernig starfsumhverfi í landbún- aðinum verður tryggt á komandi árum. I þriðja lagi það hvemig auka megi hagkvæmni í framleiðslunni og styrkja stöðu búvaranna á mark- aðnum, jafnframt því að gera land- búnaðinn samkeppnisfærari en nú er um vinnuafl og fjármagn. Ég mun nú víkja að hverju þessara atriða um sig og þá fyrst áfram- haldandi aðlögun framleiðslunnar að innlendri markaðsþörf. Rætt hefur verið um það sem grundvallarmarkmið nýs samnings að viðhalda ákveðnu jafhvægi milli framleiðslu mjólkur og sölu mjólk- ur og mjólkurafurða á innanlands- markaði og aðlaga sauðfjárfram- leiðsluna innlendri markaðsþörf og þeim erlendu mörkuðum sem hag- stæðir geta talist á hverjum tíma. Varðandi mjólkurframleiðsluna má í stórum drátrum segja að um sé að ræða að viðhalda því jafnvægi sem þegar hefur náðst. Þó er rétt að minna á að á þriðju milljón lítra fullvirðisréttar í mjólk eru bundnir í leigusamningum og gætu orðið virkir á ný á næstu 2-3 árum. Staða sauðfjárræktar Hvað varðar sauðfjárræktina er staðan allt önnur og erfiðari. Þegar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.