Tíminn - 01.09.1990, Page 7

Tíminn - 01.09.1990, Page 7
Laugárdágúrl. séptember'1'990' Tíminn / Dalsfoss í Vatnsdalsá. núverandi búvörulög voru sett árið 1985 var kindakjötssala innanlands rúmlega 39 kg á mann og útflutn- ingur tæp 2500 tonn. Þá hafði inn- anlandsneyslan á kindakjöti á mann fallið á fáeinum árum og var t.d. um 44 kg á íbúa árið 1983. Einnig hafði útflutningur þá dregist stórlega saman en hann var rúm- lega 4500 tonn um og fyrir 1980. Þegar farið var að gera búvöru- samninga og binda ábyrgð ríkis- sjóðs á ákveðnu magni kindakjöts, ríkti nokkur bjartsýni um að um frekari samdrátt í sölu kindakjöts innanlands og í útflutningi yrði ekki að ræða. Segja má að þar hafi einnig það verið haft í huga að þau byggðarlög sem liggja íjærst þétt- býli og búa við verstar samgöngur standa og falla með sauðfjárrækt. Nú, fimm árum eftir að farið var að gera búvörusamninga við ríkið, stöndum við hins vegar frammi fýrir því að þróun þessarar búgrein- ar hefur orðið önnur og verri en ráð var fyrir gert. Innanlandssala á kindakjöti hefur enn minnkað eða úr rúmlega 39 kg á íbúa 1985 f rúmlega 33 kg 1989. Sá samdráttur nemur um 1500 tonnum á árs- grundvelli. Verð hefur einnig áfram farið lækkandi á erlendum mörk- uðum þannig að umsamdar útflutn- ingsbætur nægja sifellt til að verð- bæta minna og minna magn. Nú spyija menn: Er botninum hér með náð? Því er erfitt að svara, þó má frekar vænta þess að innanlands- salan haldist ef bmgðist er til vam- ar en hins vegar að útflutningur dragist enn saman. Á því fimm ára tímabili sem bú- vörusamningar hafa gilt hefur sí- fellt orðið að gripa til sérstakra ráð- stafana til þess að draga úr fram- leiðslu með því að kaupa og leigja fullvirðisrétt. Þrátt fyrir það hefur orðið að auka útflutningsbætur sem búvömlög gera ráð fýrir. Þar með komum við að einni við- kvæmustu spumingunni í yfir- standandi viðræðum um nýjan bú- vömsamning. Hve hratt treystum við okkur til þess að framkvæma þá aðlögun sem virðist óumflýjanleg í sauð- fjárræktinni? I þessu sambandi þurfa stjómvöld að átta sig á því að fýrir bændastétt- ina er hér um gífurlega viðkvæmt mál að ræða og sá tími sem gefinn verður til þessarar aðlögunar kann að ráða úrslitum um það hvort Stéttarsambandið sem hagsmuna- samtök bænda treystir sér til sam- starfs um þetta verkefni. Þegar við stöndum frammi fyrir vemlegum samdrætti í fullvirðis- rétti til sauðfjárframleiðslu skapast svo ný viðhorf sem bændastéttin verður að gera sér ljós. Á síðustu ámm hefur sú skoðun æ oftar heyrst úr röðum bænda að ekki sé lengur gmndvöllur til þess að stjómvöld reki byggðastefnu sína í gegnum verðlag sauðfjáraf- urða og hefur sú skoðun að mínu áliti margt til síns máls. Hins vegar skulum við gera okkur ljóst að auknum samdrætti munu fylgja breyttar áherslur í því hvem- ig stjómvöld geta notað sauðfjár- ræktina sem tæki í viðhaldi byggð- ar um landið og að þau kunni á skipulegan hátt að vilja beina henni til þeirra byggðarlaga sem standa höllum fæti. Slíkar ákvarðanir em hins vegar í eðli sínu pólitískar og þær hlýtur í gmndvallaratriðum að verða að taka á þeim vettvangi. „Markaðstenging" Þá kem ég að öðm atriði sem er nátengt því markmiði að færa ffamleiðsluna til samræmis við markaðsaðstæður, en það er spum- ingin um það hvemig á að viðhalda því jafnvægi sem að er stefnt. í því sambandi hefur verið rætt um svokallaða markaðstengingu búvömsamningsins, þ.e. að verð- ábyrgð ríkisins taki í aðalatriðum mið af því hvað selst hefur á inn- lendum markaði á tilteknu tímabili. Eg ætla ekki að ræða útfærslu þess- ara hugmynda hér heldur það hvem- ig slík markaðstenging snýr að at- vinnu- og afkomuöryggi bænda. Fyrst langar mig þó að ræða kosti þess og galla að hafa markaðs- tengdan búvörasamning. I stómm dráttum byggir það kerfi sem við búum við i dag á því að bóndinn ffamleiðir alla sína vöm og fær hana staðgreidda, næsti að- ili, sláturleyfishafinn, tekur við og annast sölu hennar á innlendum markaði og það sem afgangs verð- ur er selt til útlanda og greitt fullu verði. Ég held að við verðum öll að spyija okkur í fullri hreinskilni að því hvort þetta fyrirkomulag muni reynast okkur hagstætt þegar til lengri tíma er litið. Ég sagði áðan að sala kindakjöts á innlendum markaði hefði dregist saman um 1500 tonn á örfáum ár- um. Þetta em um 340 ársverk í sauðfjárffamleiðslu eins og þau em metin á verðlagsgmndvelli. Þurfum við ekki með þessa stað- reynd í huga að spyija okkur þeirr- ar spumingar hvort núverandi fyr- irkomulag hafi orðið til þess að slæva tilfinningu bænda fyrir markaðnum og hvort það hafi orðið til þess aða draga úr ffumkvæði vinnslukerfisins til vömþróunar og sölustarfsemi. Vantar ekki einhvers staðar sölukvótann í kerfið? Áður en við tökum afstöðu til markaðstengingar búvömsamnings em nokkrar spumingar sem við þurfum að fá svar við. í fyrsta lagi þær spumingar sem ég hef velt upp hér að framan, svo og spumingin um það að hvaða marki stjómvöld em reiðubúin til þess að tryggja starfsskilyrði land- búnaðarins. Þar er í raun um það að ræða að ríkisvaldið gefi yfirlýsingu um það að núverandi starfsskilyrðum og samkeppnisstöðu mjólkur- og kindakjötsframleiðslu verði ekki raskað í veigamiklum atriðum. Með starfsskilyrðum landbúnað- arins á ég við skattlagningu og nið- urgreiðslur og að tryggt verði með töku jöfhunargjalda af innfluttum búvörum að samkeppnin verði fyrst og ffemst á gmndvelli gæða en í minna mæli á gmndvelli verð- lags. Jaffiffamt þarf að vera tryggt að ekki verði gerðar minni kröftir til innfluttra búvara en innlendra, varðandi aðbúnað á framleiðslu- stigi, framleiðslumeðferð, holl- ustuhætti og heilnæmi. Svörin við þessari spumingu hafa óhjákvæmi- lega úrslitaáhrif á það hvort Stéttar- sambandið treystir sér til þess að ganga til undirritunar á nýjum bú- vömsamningi. Þá kem ég að þriðja gmndvallar- markmiðinu sem viðræðumar um nýjan búvömsamning hafa snúist um en það er spumingin um það hvemig megi auka hagkvæmni í framleiðslunni til þess annars veg- ar að styrkja stöðu búvaranna á markaðnum og hins vegar bæta af- komumöguleika þeirra sem í land- búnaðinum starfa. Við höfum nú í áratug búið við ffamleiðslustýringu í nautgripa- og sauðfjárffamleiðslu. Takmörk hagræðingar Bændur hafa á þessum tíma reynt að mæta skertum framleiðslumögu- leikum með spamaði og hagræð- ingu á rekstri sínum. Nú er hins veg- ar svo komið að tekjuauki verður ekki sóttur í þá átt og ljóst er að á síðustu ámm hafa menn í búrekstr- inum verið að ganga á eignir sínar. Endumýjun og viðhald rekstar- bygginga hefur verið í lágmarki á undanfomum árum. Mjög margir bændur standa ffammi fyrir því að taka ákvörðun um slíkar ffamkvæmdir á næstu ár- um og eðlilegt að þeir spyiji hvaða svigrúm þeir fái til þess að takast á við slík verkefhi. Ekki er síður mikilvægt að nýliðun í landbúnaðinum geti átt sér stað. Eðlilegt er að ungt fólk vilji fá svör við því áður en það tekur við búi hvaða afkomumöguleika það hafi innan landbúnaðarins. Endumýjun í bændastéttinni hefur verið ákaflega hæg á undanfömum árum sem sést best á þvi að á rúmum áratug hefur meðalaldur bænda hækkað úr 49 í 52 ár. Þessi þróun er ákaflega hættuleg. Landbúnaðurinn þarf að komast aft- ur í þá stöðu að hann sé áhugaverð- ur valkostur fyrir ungt fólk þegar það velur sér lífsstarf. Ef það ekki gerist er hættan á at- gervisflótta á næsta leiti. I umræðunum um nýjan búvöm- samning og í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í nefnd þeirri sem skipuð var í framhaldi af kjarasamn- ingunum í vetur hefur verið rætt um endurskoðun á þeirri ffamleiðslu- stýringu sem nú er í gildi og hvaða leiðir myndu best þjóna markmið- um um aukna hagræðingu. Það er skoðun mín að ein virkasta leiðin til þess sé að losa um þær hömlur sem verið hafa á tilfærslu fullvirðisréttar milli jarða nú í hálft annað ár. Slík breyting er nauðsyn- leg til þess að skapa möguleika á betri nýtingu á þeim fjárfestingum og vinnuafli sem til staðar em. Það er deginum ljósara að þessari breytingu verður ekki náð fram án þess að þeim fækki sem þessa ffam- leiðslu stunda nú. I fljótu bragði kann að virðast að bændastéttin væri með þessu að skera sjálfa sig niður og veikja með því stöðu sína. Staðreyndin er þvert á móti sú að með slíkri hagræðingu væri at- vinnuvegurinn að styrkja stöðu sína gagnvart annarri framleiðslu á markaðnum og gera mögulega þá nýliðun sem mjög hefur skort á síð- ustu árum.“ Þjóðarsátt um landbúnað nauðsynleg Haukur Halldórsson lauk ræðu sinni með eftirfarandi orðum: „Ég hef nú fjallað um þau grund- vallaratriði sem ég tel að mestu máli skipti í sambandi við nýjan bú- vömsamning. Vissir aðilar hafa í allan vetur og sumar reynt að gera þessa samningagerð tortryggilega í augum almennings án þess þó að vita nokkuð um hvað verið er að ræða. Því hefur blákalt verið haldið ffam að einungis sé verið að fram- lengja gildandi samning. í landbún- aði þarf að eiga sér stað þróun. Þar þarf að vera um langtímastefhu- mörkun að ræða, en ávallt þarf að taka mið af breytilegum aðstæðum. Ég er sannfærður um að þegar menn átta sig á því að það er einmitt það sem verið er að gera í viðræð- unum um nýjan búvömsamning munu viðhorf margra breytast. Búvömsamningur er einungis vörðuð leið að þeim markmiðum sem menn hafa sett sér við gerð landbúnaðarstefhunnar. Nauðsyn- legt er að sú landbúnaðarstefna sem fylgt er njóti meirihlutafylgis með þjóðinni. Sé svo ekki er hún dæmd til að mistakast. Við verðum því að starfa í sátt við þjóðina og við verðum að starfa í sátt við um- hverfið. Það er von mín að þær hugmyndir sem nú em reifaðar í nýjum búvömsamningi geti orðið gmndvöllur að slíkri „þjóðarsátt" um landbúnaðinn.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.