Tíminn - 01.09.1990, Qupperneq 8

Tíminn - 01.09.1990, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur 1. september 1990 Steingrímur J. um deilu sína við Jón B.: Ekki alvarleg tíðindi Gustur hefur leikið um Steingrím J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra um nokkurt skeið. Er það einkum vegna orðahnippinga hans og Jóns Baldvins í fjölmiðlum. Þær orðahnippingar hafa helst orðið út af drögum að nýjum búvörusamningi, sem boða m. a. róttækar breytingar í kindakjötsframleiðslu. Þau hafa mikið verið til umræðu í vikunni og voru eitt helsta viðfangsefnið á aðalfundi Stéttar- sambands bænda sem lauk á Reykjum í Hrútafirði í gær. Steingrímur er í helgarviðtali Tímans að þessu sinni, til að ræða þessi mál og fleiri. - Deila ykkar Jóns Baldvins hefur vakið athygli og margir átta sig ekki á hvem hátt ber að túlka hana. Menn geta að sjálfsögðu leikið sér að því að túlka þetta út og suður. Staðreyndin er sú, að hér hefúr komið til ákveðinna orða- hnippinga í nokkmm málum, sem fyrir til- viljun ber upp á sama tíma. Ef hvert mál fyrir sig hefði komið upp einangrað og með lengra millibili, þá er ég ekki viss um að menn hefðu tekið mikið eftir því þó við Jón Baldvin værum eitthvað ósammála. Það er ekkert sérstakt samhengi þama á milli enda em þetta óskyld mál. Eg held að við séum báðir menn til að taka málefna- lega afstöðu til hlutanna og af því ráðast málalyktir. Eg held að þama séu ekki nein alvarleg tíðindi á ferðinni. En vissulega er þama um að ræða mikilsverð hagsmuna- mál og um slík mál geta orðið meiri átök heldur en smámál. Samningur Jóns B. kom á óvart - Er andstaða ykkar við samning utanrík- isráðherra við eigendur íslenska Aðalverk- taka aðeins „búvömútbrot“, eins og kom fram hjá Jóni Baldvin í DV á fimmtudag? Nei, mér fmnst það nú skætingslegt hjá Jóni, ástæðulaust og út í hött að gera slíku skóna, enda verið að tefla saman alls óskyldum málum. Viðbrögð okkar við þessum samningi mótuðust einfaldlega af því, að málið komst ekki á dagskrá rikis- stjómarinnar fyrr en hálfum mánuði eftir að utanrfkisráðherra undirritaði samning- inn, án þess að við óbreyttir ráðherrar hefðum hugmynd um að slíkt væri á dag- skrá. Hinir stjómarflokkamir áttu enga að- ild að þessum viðræðum og þess vegna kom niðurstaðan fúllkomlega á óvart. Við biðum hins vegar með yfirlýsingar um málið, og biðum einnig eflir að það kæmist á dagskrá ríkisstjómarinnar. Þá kom til snarpra orðaskipta um málið og vinnu- brögðin, þar sem meðal annars fjármála- ráðherra benti á hvort ekki hafi verið ástæða til að fjármálaráðuneytið ætti aðild að samningagerðinni frekar en t.a.m. for- maður fjárveitinganefndar - sem einnig er í Alþýðuflokknum. 1 málefnisamingi þessarar samsteypu- stjómar ólíkra flokka, var sérstaklega kveðið á um þessa hluti. Málið var því við- kvæmara en ella; að ráðherra eins flokks- ins ásamt flokksbræðmm sínum í Iokuðum hópi leiða þetta mál til lykta. Þessi sami ráðherra hafði uppi býsna sver ummæli um vinnubrögð mín við búvörusamninginn. Eg gat þar af leiðandi auðvitað ekki annað en bent á að hann taldi sig þess umkominn, að vanda um við mig fyrir m.a. skort á samráði, sem er að visu úr lausu lofti grip- ið eins og ég hef gert ítarlega grein fyrir. Einnig gagnrýndum við efhislega niður- stöðu samningsins, en í stjómarsáttmála var gert ráð fyrir að öll þessi mál yrðu tek- in til endurskoðunar á kjörtímabilinu. Eg hef alla tíð verið þeirrar skoðunar, að það bæri með einum eða öðrum hætti að draga hagnaðinn af þessari starfsemi inn í at- vinnuuppbyggingu á Suðumesjum, nýta hann til að mæta yfirvofandi samdrætti í ffamkvæmdum hersins og undirbúa brott- för hans. Við hefðum gjaman viljað taka þátt í umræðu og skoðun á því, hvort sú niðurstaða sem fékkst var endilega sú besta sem hægt var að fá. Koma t.d. aðrar leiðir til greina, til þess m.a. að ná þessum gríðarlega hagnaði, sem þama hefur safn- ast upp í skjóli einokunar, sem rikið hefúr afhent þessum aðilum, og veita honum í at- vinnuuppbyggingu. Það hefði til dæmis komið til greina, ef ekki næðust ásættan- legir samningar um uppskipti á þessum hagnaði, væri ríkið ekki tilbúið til að tryggja þessum aðilum áffamhaldandi eignarrétt, svo talað sé hreint úr. í því ljósi hlýtur ríkið að hafa nokkra samningsstöðu. Eg hefði viljað sjá samtímis verða til nið- urstöðu í þessu máli og öflugan atvinnu- þróunarsjóð fyrir þetta svæði. Spurning um þjóönýtingu - Hyggist þið leggja til einhveijar breyt- ingar á samningnum þegar hann verður kynntur fyrir Alþingi? Nú, get ég ekki svarað því og okkur hefúr ekki gefist mikill tími til að ræða málið í ljósi þessarar niðurstöðu. Menn eru ekki endilega ósáttir við þá breytingu að ríkið nái þama meirihluta, svo langt sem það nær. Það hefúr lengi verið álit okkar margra að ríkið ætti að eiga þessa starf- semi, en það er ekki sama hvemig það er gert. Hin hliðin á því máli er sú, það er ver- ið að borga út úr fyrirtækinu gríðarlegan arð, óheyrilegar fjárhæðir liggur mér við að segja, sem verða teknar út á næstu fimm árum. Ég set auðvitað stórt spumingar- merki við það, hvort ekki sé með einum eða öðmm hætti hægt að þjóðnýta, a.m.k. einhvem hluta af þessum mikla uppsafn- aða gróða, í þetta verkefni sem ég nefndi áðan. Best hefði verið að slíkt tækist með fijálsum samningum. Ef þeir vom ekki í boði þá held ég að það hefði átt að skoða til þrautar hvort stæðist að þjóðnýta að ein- hveiju leyti þennan hagnað. Nú geri ég ráð fyrir því að margir sjái á því tormerki og fljótt á litið gæti það sýnst erfitt eins og ffá málunum var gengið. En ekki gerir það söguna betri, ef kemur svo i Ijós að þama hefúr myndast stjómarskrárvarinn gróði þessara fjölskyldna og dótturfyrirtækis Sambandsins gegnum einokunaraðstöðu gagnvart hermanginu. Álver á Keilisnesi veldur umhverfisröskun - Eftir þér hefur verið haft í DV að þú munir aldrei samþykkja álver á Keilisnesi. Hversu mikið kapp leggur Alþýðubanda- lagið á að álver verði byggt úti á landi? Eg vil fyrst taka fram, að sú fyrirsögn sem er höfð eftir mér í DV er blaðsins en ekki mín. Hins vegar er orðrétt haft eftir mér, að þingflokkur Alþýðubandalagsins hefúr með samþykktum talað mjög skýrt, að staðsetning álvers megi ekki verða til þess að auka byggðaröskun. Menn geta spurt, hvað staðsetning álvers á Keilisnesi þýði, sem liggur nokkrum kílómetrum sunnar en Straumsvík. Okkur sýnist óhjá- kvæmilegt að viðurkenna þá staðreynd, að Keilisnes er að sjálfsögðu innan atvinnu- sóknar höfuðborgarsvæðisins. Það er nán- ast hverfandi munur á því hvort talað er um Straumsvík eða Keilisnes. Þess vegna sýnist okkur blasa við, að ef sú ákvörðun yrði tekin, þá muni umsvifm sem hér sköpuðust og viðbótarþennsla á svæðinu hafa mjög alvarleg áhrif, bæði bein og óbein. I öðru lagi, sem er ekkert síður mikilvæg- ara, myndu sálrænu áhrifin af þeirri ákvörðun gagnvart landsbyggðinni vera rosaleg. Það yrði nánast rothögg ef stjóm- völd, þrátt fyrir allar ræður og hátíðlegheit- in um vilja til þess að tryggja jafnvægi í byggð landsins og snúa þar vöm í sókn, hefðu það síðan allt saman að engu þegar svo stór ákvörðun ætti í hlut. Varðandi Suðumesin, þá vil ég gera greinarmun á annars vegar að byggja álver á Keilisnesi, sem yrði sjálfsagt að verulegu leyti mannað Reykvíkingum og fólki héð- an af höfúðborgarsvæðinu, s.b.r. Straums- vík og ef menn væm að tala um að stað- setja svona fyrirtæki eiginlega á Suður- nesjum, eins og ég kýs að kalla það. Þ.e.a.s. á svæðinu milli Keflavíkur og Sandgerðis, þar sem heimamenn stæðu miklu betur að vígi gagnvart vinnu o.s.fr. Ég óttast, að miklu minni búbót verði fyrir sjálf Suðumesin, ef álverið verður staðsett svo nærri Reykjavík sem Keilisnes er. Auk þess sem Suðumesin hefur verið það land- svæði sem hefúr komið fast á eftir Reykja- vík hvað varðar fólksfjölgun, þó mér detti ekki í hug að neita því að þar sér að ýmsu leyti blikur á Iofti nú. Ég tel þess vegna vænlegra að grípa til miklu sértækari ráða gagnvart Suðumesjunum sjálfum og byggðarlögunum þar. Við emm ekki einir um þessa skoðun al- þýðubandalagsmenn, þó við höfúm kannski af mestri einurð borið hana fram. Ég hygg að þeir séu æði margir þingmenn landsbyggðarinnar í öllum flokkum, nema ef vera skyldi Alþýðuflokknum, sem em sama sinnis. Einnig held ég að þjóðin skilji nauðsyn þess, að þetta mál verði ekki til þess að hella olíu á hinn mikla eld byggða- röskunar, sem bmnnið hefúr, og við verð- um að slökkva hann. Það er ekkert síður hagsmunamál höfðuðborgarsvæðisins, sem verður fyrir ýmsum útgjöldum ef byggðaröskun og fólksflótti heldur áfram. Ég hygg að mesta umhverfisröskunin, sem orðið gæti, af einni tiltekinni staðsetningu, væri einmitt sú ef álverið yrði í nágrenni höfúðborgarsvæðisins. Mikil áhersla á búvörusamning - Hversu mikla áherslu leggur þú á að gengið verði ffá nýjum búvömsamningi í þessari rikisstjóm? Ég hef ósköp einfaldlega verið að vinna að þessu máli eins og lög bjóða. Það er langæskilegast að niðurstaða fáist á þessu hausti, þannig að menn séu a.m.k. því nær, að grundvöllur liggi fyrir. Best væri ef hann væri staðfestur og lagabreytingar ættu sér stað í vetur. Ég get fært fyrir því mörg efnisleg rök að þetta sé nauðsynlegt og æskilegt. Ef við settumst núna niður og hefðumst ekkert að frekar, eins og mér virðist sumir leggja til, þá yrðu þræðimir væntanlega ekki teknir upp fyrr en á miðju næsta ári. Þá er um eitt ár til stefnu þar til framleiðsla utan búvöm- samnings kemur í sláturhús. Það liggur í hlutarins eðli og þeir sem eitthvað þekkja til búskapar vita, að það er of stuttur tími. Menn geta engar ákvarðanir tekið um sinn búskap, fjárfestingar eða ffamtíðina. í sauðfjárrækt t.d. er framleiðsluferlið mjög langt og kostnaður fer að falla til jafnvel einu og hálfú ári áður en hún skilar sér. Þetta eiga menn að þekkja sem aldir em upp á íslandi, nema þeir hafi dvalist í öðr- um hugarheimi. Þolinmæði þrautir vinnur allar I öðm lagi tel ég æskilegt að það komist á hreint, um hvaða gmndvöll bændur og nú- verandi stjómvöld geta samið. Þó að við höfúm það þannig, sem er að mörgu leyti skynsamlegt, að opnunarákvæði séu í samningnum til handa stjómvöldum á nýju kjörtímabili. Umræðan, eins og hún gaus upp fyrir nokkrum dögum síðan, hafði það aðal tromp að það væri siðleysi að binda hendur næstu ríkisstjómar og Alþingis. Það hlægilega við umræðuna var að þá höfðurn við í marga mánuði rætt málin á þann veg að um ótímasettan samning yrði að ræða, með endurskoðunar- og uppsagn- arákvæðum. Það lá sem sagt þegar fýrir og ef menn hefðu bara haft í sér þolinmæði til að bíða og kynna sér hvað þama var á ferð- inni, þá hefðu menn ekki þurft að ijúka í fjölmiðla og geysa þar. Það er síðan áhugavert út frá stjómsýslu- legum vinnubrögðum, að ráðherra skuli allt í einu fá þessar fyma miklu áhyggjur af því að einhver ákvörðun skuli binda hend- ur í ffamtíðinni. Ég bið menn að hugleiða hvað stjómvöld em að gera nánast daginn út og inn. Við emm sífellt að taka ákvarð- anir sem skuldbinda langt ffam í tímann, meðal annars Jón Baldvin sjálfúr. Hann hafði aldeilis ekki áhyggjur af því þegar hann afhenti Islenskum Aðalverktökum einkaréttinn, að hann var að gera það til fimm ára eða í meira en allt næsta kjör- tímabil. Þá vom ekki áhyggjumar eða sið- leysið. -Nú ert þú nýkominn af fúndi með bændum á Reykjum. Átt þú von á þvi að þeir samþykki nýjan búvömsamning eins og hann er nú kynntur? Ég er sannfærður um að bændur og for- ystumenn þeirra gera sér mjög vel grein fyrir því í hversu alvarlegri stöðu málin em. Við getum ekki haldið áfram að rúlla vandanum á undan okkur, það mun verða verst fyrir landbúnaðinn, bænduma, neyt- endur og alla landsmenn. Versta leiðin er að stinga höfðinu í sandinn. Núna höfúm við lagt fram grundvallarat- riðin, þ.e.a.s. sett ákveðinn ramma utan um framleiðsluna, sem miðar við innanlands- þarfir, og aðlagar hana á tiltölulega skömmum tíma. Jafnffamt á að reyna að gera breytingar á kerfinu sem lúta að hag- ræðingu og gera landbúnaðinn í stakk bú- inn til að mæta breyttum aðstæðum. Koma fyrir meiri hvata í kerfið. Það stenst ekki til lengdar að stunda framleiðslustarfsemi, nema unnt sé selja hana með fúllnægjandi hætti. Bændur skilja vandann Þó illa gangi núna í útflutningi á dilka- kjöti, þá er ég þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að gefast upp, heldur að vera sí- fellt vakandi yfir möguleikum sem kunna að opnast. Ég varpaði ffam þeirri hugmynd á fundinum á Reykjum, hvort ekki væri rétt að hrinda af stað verkefni, þar sem hvert meðalstórt sauðfjárbú legði ffam t.d. einn dilk ókeypis. Hráefnið yrði síðan not- að í útflutningstilraunir, sem staðið yrði að með skipulegum og markvissum hætti. Þannig hefðu menn kannski nokkra tugi tonna af kindakjöti sem hráefni í slíkar til- raunir á hveiju ári. Hvemig fannst þér bændur taka þínum boðskap á Reykjum? Eg átti ekki von á neinum húrrahrópum, eða gleðibrosum þegar við vorum að ræða þessi mál. Hins vegar ræddu menn þelta í hreinskilni og af alvöru. Menn em ekki í neinum blekkingarleik, rætt er um stað- reyndir og það er bæði jákvætt og mikil- vægt. Við emm að takast á um tilvist þessar- ar greinar sem sjálfstæðrar atvinnugreinar. Hermann Sæmundsson. 1 t - Si —rr-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.