Tíminn - 01.09.1990, Side 10

Tíminn - 01.09.1990, Side 10
10 Tíminn Laugardagur 1. september 1990 Utboð Austurtandsvegur, Jökulsá — Dimmidalur Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum I ofan- greint verk. Lengd kafla 2,1 km, fylling 37.000 rúmmetrar og burðarlag 15.000 rúmmetrar. Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkis- ins á Reyöarfirði og I Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 5. september nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 17. september 1990. Vegamálastjóri Utboð Suðurfjarðavegur, Norðfjarð- arvegur - Handarhald Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum I ofan- greint verk. Lengd kafla 4,0 km, fylling 29.000 rúmmetrar og burðariag 24.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. júll 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkisins á Reyöarfiröi og I Reykjavík (aöalgjaldkera) frá og með 5. september nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 17. septem- ber 1990. Svona gerum við í bestu ljóðabók sem til er á ís- lensku, Japönsk ljóð ffá liðnum öld- um heitir hún, er mikið mannvit sam- an komið í fáum orðum eins og þeir þekkja sem hafa lesið. Þar á meðal þessi yfirlætislausi seinnipartur af gamalli vortönku: Ást þarf aðeins að elska/og henni mun famast vel. Þessi sannindi má mætavel heim- færa upp á aðra og hversdagslegri hluti en ástina; bóklestur þar á meðal, og kannski við hæfi þessa lestrardaga og læsis-. Eða hvers virði er það að eiga að heita læs en líta aldrei í bók? Og ekki þessar viðbárur takk með tímaskortinn. Imbinn getur séð af sínu, að minnsta kosti að hluta. En það er fleira líkt með skyldum. Bóklestur græðir nefnilega á félags- skap, rétt eins og sú volduga tilfinn- ing sem hér er lagt út af, og er þá komið að merg þessa máls. Bók get- ur að vísu verið góð í einrúmi, en bætir heilmiklu við sig ef fleiri eru um lesturinn. Ég get trútt um talað, þar sem við nokkrir vinir og kunn- ingjar störtuðum lestrarfélagi í fyrra- vetur, og vil ég í örfáum orðum deila reynslu minni af því með góðfusum lesendum núna á Ari læsis (stóri staf- urinn í þessum tilkynningum ffá Ný og breytt lestarfélög ráðuneytinu gerir það að verkum að mér gengur ekkert að losna við þá meinloku að þetta sé mannsnafn, rétt eins og Smári og Kári, en það er víst önnur saga). Núnú. Lestrarfélag í þessari nýju mynd gengur einfaldlega þannig fýr- ir sig að tiltekinn hópur sammælist um stund, stað og bók. Segjum einu sinni í viku — sama vikudaginn svo að fólk venjist því að taka kvöldið ffá — eða hálfsmánaðarlega, allt eftir því hvað hentar. Staðurinn er affur á móti breytilegur, þar sem það liggur beint við að lesarar skiptist á um að hýsa hópinn. Svo hittist fólkið á sín- um stað og stund, hver með sitt ein- tak af bókinni sem á að lesa, og svo er bara að skiptast á um að lesa pass- Iega langa búta. Spaklegar athuga- semdir geta flotið með á lesaraskipt- um ef vill, en eru ekkert sáluhjálpar- atriði. Sem sagt: Ekkert batterí í kringum þessa ágætu iðju, ekkert vafstur og enginn kostnaður nema molasopi í liðið á margra vikna fresti. Eitt stykki ráðlegging um bókaval- ið, svona að lokum. Einhver úr hópn- um hjá okkur þekkti náttúrlega þá bók sem varð fyrir valinu í það og það skiptið, og það auðveldaði valið; það borgar sig nefnilega að sneiða hjá þeim ritverkum þar sem kjafta- gleði höfundar verður smátt og smátt til ama; þannig löguðum bókum með öðrum orðum þar sem einsamall les- andi félli i þá ffeistni að sleppa úr tugum blaðsíðna öðru hveiju, en slíkt hundavað þýðir náttúrlega ekki í samlestri. Veljið ffekar texta með eintómum ómissandi síðum. Eitthvað á borð við Eyrbyggju, þar sem grárri gamansemi höfúndar er til skila hald- ið í knöppum og þurrlegum stilnum, og hvað hefur annað í hæðir. Góða skemmtun. Hjörlcifur Sveinbjörnsson ritstjóri BSRB-tíðinda Vegamálastjóri -----------------------\ Sjáum um erfisdrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 Kransar, krossar, kistu- \ skreytingar, samúÖarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. Miklubraut 68 913630 + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Jón Jónasson jámsmiður Esklhllð 22, Reykjavfk lést fimmtudaginn 30. ágúst. Þóra Eiríksdóttir Kristín Jónsdóttír Gytfi Guðjónsson Jón Torfi Gylfason Hjaltí Gyffason t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Garðbraut 25, Garðl lést I Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 30. ágúst. Böm, tengdabörn og barnabörn Innritun í prófadeild (öldungadeild) Grunnskólastig: Aðfaranám - ígildi 7. og 8. bekkjar. Ætlaö þeim sem ekki hafa lokið þessum áfanga eða vilja rifja upp. Fornám - ígildi 9. bekkjar. Foráfangi á framhalds- skólastigi. Framhaldsskólastig: Sjúkraliðabraut - forskóli sjúkraliða. Viðskiptabraut - 2 vetra nám sem lýkur með verslunarprófi. Menntakjarni - þrír áfangar kjarnagreina, ís- lenska, danska, enska og stærðfræði. Auk þess þýska, félagsfræði, efnafræði, eðlisfræði o.fl. Kennslaferfram í Miðbæjarskóla og Laugalækjar- skóla. Skólagjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist fyrirfram í upphafi annar eða mánaðarlega. Kennsla hefst 17. september. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkju- vegi 1 þann 10. og 11. sept. kl. 17-20. Nánari fyrirspurnum svarað í síma 12992 og 14106. Skrifstofa Námsflokkanna er opin virka daga kl. 10-19. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Lausar eru nokkrar kennarastöður við Grunnskóla Reykjavíkur. Meðal kennslugreina eru: sérkennsla, smíðakennsla og kennsla yngri bama. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis Björn Jóhannesson Aöstaöa til laxahafbeitar á íslandi _____________1990_______________ Aðstaða til laxahafbeitar á íslandi er heiti á riti eftir Bjöm Jóhannesson, sem cr nýkomið út. í stuttu máli reifar ritið náttúrlegar að- stæður og ýmsa meðferðarþætti er stuðla að framleiðslu hraustra sjógönguseiða, sem skila sér vel af hafi, ef rétt er staðið að slcppingu þeirra til sjávar og móttöku fúllvaxinna laxa. Meðal annars er: a) Fjallað um silffunarvandamál sjó- gönguseiða við fslcnskar aðstæður; b) LFm mikilvægi seiðastærðar fyrir end- urheimtur og um ævintýralegan árangur sem Svíar hafa náð með frameldi í söltu vatni; c) Um stórkostlegan árangur hafbeitar í Eystrasalti og í löndunum er liggja að N- Kyrrahafi; og d) Um mikilvægi laxakynbóta og val á vænum eins árs löxum í sjó fýrir hafbeit. Rætt er um kjörskilyrði og starfsaðstöðu hafbcitarstöðva og staðarval fyrir slíkar stöðvar á N- og SV-landi. Fjallað er um áhrif úthafsveiða Færey- inga og Grænlcndinga á laxagöngur til fs- lands og tölulegt mat á skaðsemi þeirra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.