Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 11
m Bækurán virðisaukaskatts frá 1. september Frá og með 1. september 1990 verða bækur á íslensku undanþegnar virðisaukaskatti. Viö íslendingar köllum okkur „bókaþjóð" vegna þess aö bóklestur og bókmenntir eru frá fornu fari einn helsti þáttur íslensks menningarlífs. Þessi skattbreyting eflir bókagerð og bóksölu í landinu, jafnar aðstöðu við útgáfu prentaðs máls og léttir framfærslubyrði heimilanna, einkum þar sem skólanemar eru margir. Afnám virðisaukaskatts af bókum hefur í för með sér verulega verðlækkun. Verð allra íslenskra ritverka á að verða tæplega tuttugu prósentum (19,68%) lægra eftir breytinguna. Bókaútgefendur og bóksalar hafa tekið höndum saman um að láta skattbreytinguna takast sem best. Nú er mikilvægt að bókaunnendur veiti aðhald og tryggi að afnám skattsins skili sér alstaðar í fimmtungs verðlækkun á íslenskum bókum. ysk<%? * _ (_ * FJARMALARAÐUNEYTIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.