Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 12
20 Tíminn Láugardagur 1. september 1990 MINNING Aðalbjöm Sigurður Gunnlaugsson kennari, Lundi, Öxarfirði Fæddur 26. febrúar 1936 Dáinn 25. ágúst 1990 Kær vinur minn og velgjörðarmað- ur, Aðalbjörn Gunnlaugsson, fyrrver- andi skólastjóri og kennari í Lundi, Öxarfírði, er látinn, langt fyrir aldur fram. Nú, þegar leiðir skiljast, vil ég með þakklæti í huga minnast þessa ágæta manns. Aðalbjörn Sigurður, eins og hann hét fullu nafhi, fæddist á Grund á Langanesi, 26.2. 1936 og var hann næstelstur 7 barna þeirra hjóna Gunnlaugs Sigurðssonar, f. 4.8.1908, frá Grund á Langanesi, og Guðbjarg- ar Magnúsdóttur, f. 2.7. 1910 frá Dölum í Fáskrúðsfirði. Gunnlaugur og Guðbjörg hófu sinn búskap á Grund en fluttu haustið 1940 að Ytri- Bakka í Kelduhverfi. Þar bjuggu þau til ársins 1964 er þau fluttu til Reykjavíkur. Gunnlaugur hóf þá störf við bókhald hjá Sambandi is- lenskra Samvinnufélaga og við það vann hann þar til hann lést 24. júlí 1973. Guðbjörg gerðist matráðskona hjá Samvinnutryggingum og vann við það til ársins 1981 eða í 15 ár. Systkini Aðalbjarnar eru þessi: Björg, viðskiptafræðingur, starfs- maður skattrannsóknarstjóra, f. 30.4. 1934, gift Sverri Ólafssyni, starfs- manni IBM, búsett í Reykjavík, Magnús, kennari, f. 10.11. 1939, kvæntur Rikey Einarsdóttur kennara, búsett í Reykjavík, Aðalbjörg, hús- móðir, f. 18.6. 1943, gift Stefáni Óskarssyni trésmíðameistara, búsett í Rein, Reykjahverfi, Hulda, kennari, f. 7.7. 1944, gift Gunnari Einarssyni bankastarfsmanni, búsett í Reykja- vík, Hildur, kennari, f. 21.6. 1947, gift Páli Steinþórssyni, starfsmanni Heklu, búsett í Reykjavík, og Valdís, starfsmaður hjá Raftákni á Akureyri, f. 23.3. 1950, gift Vigni Sveinssyni, skrifstofustjóra Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, búsett á Akur- eyri. Þá eignuðust þau Guðbjörg og Gunnlaugur dreng árið 1948, sem andaðist í fæðingu. Aðalbjörn fluttist með foreldrum sínum að Ytri-Bakka og ólst þar upp í stórum og lífsglöðum systkinahópi. Barnaskóla sótti hann í Kelduhverfi, en síðan lá leiðin í Héraðsskólann á Laugarvatni. Að dvöl þar lokinni ákvað Aðalbjörn að gerast íþrótta- kennari, en til þess þurfti að ljúka landsprófi. Ákvað Aðalbjörn að lesa undir það utanskóla heima á Ytri- Bakka. Um veturinn skrifaði han þá- verandi skólastjóra IþróttakennaTa- skólans Birni Jakobssyni og sótti um skólavist. Björn veítti honum hins vegar inngöngu i skólann án nokk- urra skilyrða um landspróf og mætti Aðalbjörn haustuð 1955, ásamt fleiri væntanlegum nemendum, til Laugar- vatns nokkru fyrr en skólinn var sett- ur í þeim tilgangi að búa skólann fyr- ir vetrarstarfið. Eitt af því sem þurfti að gera var að mála loft í skólahús- næðinu og bauðst Aðalbjörn til þess verks, þrátt fyrir að hann kenndi sér nokkurrar undarlegrar vanlíðunar. Er skemmst frá því að segja að Aðal- björn var þá veikur orðinn af lömun- arveiki. Næsta morgun hafði hann misst allan mátt nema í annarri hönd- Já, fljótt geta skipast veður í lofti. í stað þess að hefja það nám, sem Að- albjörn hafði kosið sér, þurfti þessi ungi maður að leggjast inn á sjúkra- hús og liggja þar heilan vetur. Þar náði hann þeim bata að fá fullan mátt í líkama sinn, nema fæturna. Geta má nærri hversu hræðilegt áfall þetta hefur verið fyrir ungan mann sem var að hefja sín fullorðins- ár. En Aðalbjöm lét hvergi bugast. Þá kom betur í ljós en nokkru sinni hversu sterkan vilja hann hafði, kjark og framsýni, en það voru þeir þættir í fari Aðalbjarnar sem hann hafði til siðustu stundar, miðlaði af og var þekktur fyrir. Góður vinur hans, Gunnlaugur Sig- urðsson frá Valþjófsstöðum í Núpa- sveit, var einn af mörgum sem heim- sóttu Aðalbjörn er hann lá á Heilsu- verndarstöðinnni. „Þá sá ég hvað lít- ilfjörleg atriði, sem maður hafði áhyggjur af, voru nákvæmlega ekki neitt, samanborið við það sem Aða- björn mátti þola, en aldrei heyrðist eitt æðruorð frá hans vörum, heldur tók hann orðnum hlut og ræddu um hvernig mæta skyldi framtíðinni. Meðal annars ræddum við kennara- starfið." Haustið 1956 hóf Aðalbjörn nám við kennaraskólann og þaðan lauk hann prófi 1960. Þá lá leið hans að Héraðsskólanum á Reykjum, þar sem hann var kennari til ársins 1964. Á Reykjum kynntist hann eftirlif- andi konu sinni, Erlu Óskarsdóttur frá Reykjarhóli í Reykjahverfi, dóttur hjónanna Steinunnar Stefánsdóttur og Óskars Sigtryggssonar. Gengu þau í hjónaband 2. júlí 1963 á Ytri- Bakka. Erla er systir Stefáns, sem er kvæntur Aðalbjörgu, systur Aðal- bjarnar. Ég hef þá trú að yfir okkur sé vak- að og okkur liðsinnt. Sé það rétt, þá tel ég engan vafa á að leiðir þeirra Aðalbjarnar og Erlu hafa átt að liggja saman, þeim báðum til farsældar. Samhentari hjón í hverju því sem þau tóku sér fyrir hendur hef ég varla þekkt. Dugnaður og ósérhlífhi þeirra beggja einkenndi farsælt hjónaband þeirra. Veturinn 1964 fluttu Aðalbjörn og Erla frá Reykjum, er Aðalbjörn gerð- ist skólastjóri við barna- og unglinga- skólann i Skúlagarði í Kelduhverfi. Þar með var Aðalbjörn fluttur á sínar heimaslóðir og þar biðu hans verk- efhi framtíðarinnar. Veturinn eftir flutti Aðalbjörn sig um set og tók við skólastjórn Mið- skólans í Lundi í Öxarfirði, enda einn helsti hvatamaður þess að þar skyldi stofhaður fyrsti unglingaskóli í N- Þingeyjarsýslu. Var Aðalbjörn fyrsti skólastjóri skólans. I Lundi átti hann síðan heimili ásamt fjölskyldu sinni til æviloka. Aðalbjörn og Erla eignuðust 6 mannvænleg börn. Þau eru: Steinnum, stúdent, starfsmaður hjá Fiskmiðlun Norðurlands, f. 14.7. 1964, gift Hannesi Garðarssyni, aðal- bókara Dalvíkurkaupstaðar, búsett á Dalvík. Eiga þau einn dreng, Aðal- björn, f. 7.4.1989. Gunnlaugur, stundar viðskiptafræðinám í H.í., f. 27.3.1966, Huld, stúdent, er að hefja nám í K.H.Í., f. 7.2.1968, sambýlis- Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. maður Jóhann Rúnar Pálsson, nemi. Óskar, stúdent, f. 19.10.1969, Þröst- ur, er að hefja nám í M.A., f. 27.2.1974, og Auður, f. 25.4.1979. Arið 1969 lét Aðalbjörn af skóla- stjórn en gerðist kennari í Lundi. Því starfi gegndi hann til þessa dags og var auk þess skólastjóri skólans vet- urinn 1988- 89. Aðalbjörn hafði mikinn áhuga á öllu því sem var að gerast og tók virkan þátt í hvers konar félagsstörf- um. Hér skal nefnt að hann var for- maður Bindindisfélags Kennaraskól- ans 1956-59, eða strax og hann hóf þar nám, og þá átti hann einnig sæti í stjórn Sambands bindindisfélaga i skólum. Hann var formaður Sjálfs- bjargar í Reykjavík 1959-60, í stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1960-61. Formaður áfengisvarna- nefhdar í Öxarfiarðarhreppi var hann frá 1966 og sömuleiðis félags áfeng- isvarnanefhda í N-Þing. frá 1975. Formaður barnaverndarnefhdar og bókasafhsnefhdar Öxarfjarðarhrepps yfir tuttugu ár. Formaður Kirkjukóra- sambands N-Þing. 1971-73, átti sæti í stjórn kirkjukórs Skinnastaðakirkju og var þar virkur félagi. Þá átti hann sæti í stjórn Menningarsjóðs K.N.Þ. og í stjórn Héraðsbókasafhs K.N.Þ. Aðalbjöm fór ekki dult með skoð- anir sínar, hvort heldur um stjórnmál var að ræða eða önnur. Hann var traustur flokksmaður Framsóknar- flokksins alla tíð og gegndi trúnaðar- störfum fyrir þann flokk. M.a. var hann formaður Framsóknarfélaganna í N-Þing., vestan heiðar, í nokkur ár og í stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra 1973-77. Aðabjöm bar hag æskufólks mikið fyrir brjósti og var ávallt tilbúinn til að rétta því hjálparhönd. Hann var í stjórn ungmennafélagann i Keldu- hverfi og Öxarfirði um nokkurra ára skeið og formaður Ungmennasam- bands N-Þing. 1973-1977 og aftur 1983-1990. Aðalbjörn var fyrsti framkvæmdastjóri Ú.N.Þ. árið 1970. Ein fyrstu kynni mín af Aðalbirni voru einmitt á vettvangi ungmenna- félaganna og man ég m.a. eftir hon- um í hlutverki þess sem skrifaði nið- ur árangur einstaklinga á íþróttamót- um í Ásbyrgi og tilkynnti úrslit i há- talara frá bíl sínum. Á einu slíku móti veitti hann mér athygli vegna nokkuð góðrar frammistöðu í hástökki. Það stökk átti eftir að verða mér heilla- drjúgt og minnist ég á það síðar. Svo sem sjá má koma Aðalbjörn víða við í félagsstarfi og gegndi mörgum ólíkum trúnaðarstörfum. Ég tel mig vita að oftar en ekki hafi hann tekið að sér slík störf fyrir áeggjan og beiðni annarra fremur en að hann hafi sérstaklega sóst eftir þeim sjálfur. Fólk vissi að þar fór hæfur maður sem hægt var að treysta. Góður vinur Aðalbjarnar og sam- starfsmaður í langan tíma, Brynjar Halldórsson í Gilhaga í Öxarfirði, sagði við mig m.a.: „Við Aðalbjöm áttum mörg sameiginleg áhugamál, s.s. á sviði ungmennafélagshreyfing- arinnar, í söngmálum og í pólitísku starfi. Það var einkennandi fyrir Að- albjörn að allt sem hann tók sér fyrir hendur skyldi ganga fram. Hann gat verið fastur fyrir og í þeim tilfellum sem menn voru ekki sammála, var tekist heiðarlega á. Maður bar alltaf virðingu fyrir Aðalbirni og ekkert spillti vináttu okkar. Hann afsakaði sig aldrei vegna fötlunar sinnar og ekki hægt annað en minnast hans sem einstaks manns." Eitt af áhugamálum Aðalbjarnar og Erlu var búskapur. Fljótlega eftír að þau komu í Lund eignuðust þau sinn fyrsta fjárstofh, fáeinar kindur sem siðan fjölgaði. Réðust þau hjónin þá í fjárhúsabyggingu og þar gaf að líta afurðamikið og fallegt fé. Já, Aðal- björn var atorkumaður og við hlið hans stóð Erla. Nú kynni einhver að spyrja. „Var maðurinn ekki fatlaður?" Jú, vissu- lega var hann það, en yfirbragð hans og fas allt gerði það að verkum að fotlun hans gleymdist þeim sem með honum unnu. Hann sigraðist á fötlun sinni. Kynni okkar hófust er hann var skólastjóri við Miðskólann í Lundi og bauð mér kennarastöðu við skól- ann veturinn 1968-1969. Einnig var mitt hlutverk að hafa umsjón með heimavistum nemenda og sinna störfum bryta. Ég var þá aðeins 18 ára gamall og urðu vist fleiri hissa en ég að hann skyldi treysta mér í kenn- arahlutverk, unglingsstrák, sem tal- inn var hinn mesti æringi og jafhvel gallagripur. Ég hafði að visu staðið mig nokkuð vel í frjálsum íþróttum og þar hafði Aðalbjörn séð til mín og líklega hefur hann metið það svo að gera mætti brúklegan hest úr þessum galdna fola. Strax í upphafi tók Aðalbjöm og hans heimili mér vel og með okkur skapaðist vinátta sem stóð alla tíð. Svo sem nærri má geta þurfti ég til- sögn í kennarastarfinu og þá ekki eingöngu hvað ég ætti að gera, held- ur e.t.v. ekki síður hvað ég ætti ekki að gera. Var ég því í raun ekkert síð- ur nemandi Aðalbjamar en kennari hjá honum. Aðalbjöm hvatti mig til að gerast íþróttakennari, en fyrst yrði ég að fara í Kenaraskólann. Til að ég stæði sæmilega að vígi, tók hann mig í einkatíma í reikningi allan veturinn. Hann sótti um fyrir mig í Kennara- skólanum og veit ég fyrir víst að vegna aðstoðar hans fékk ég þar inn- göngu. Þar gekk mér ágætlega í námi, fyrst og fremst vegna þess sem ég hafði lært hjá Aðalbirni og e.t.v. vildi ég sýna honum að ég stæðist þær væntingar sem hann gerði til mín. Ég lauk einnig íþróttakennara- prófi, svo sem Aðalbjörn hafði ráð-' lagt mér og hjálpað mér við. Eg er þess fullviss að lífshlaup mitt hefði orðið öðruvísi og trúlega ekki betra ef Aðalbjörn hefði ekki „tekið mig í fóstur". Eg er viss um að ég er ekki einn um að þakka Aðalbirni leið- sögn, því mörg voru þau ungmennin sem nutu tilsagnar hans og aðstoðar þegar lagður var grunnurinn að ævi- starfi. í nokkur næstu ár unnum við meira og minna saman. Ég tók m.a. við af honum sem framkvæmdastjóri U.N.Þ. og sumarið 1974 flutti ég með fjölskyldu mína í Lund og hafði þar aðsetur þegar ég var við íþrótta- þjálfun í héraðinu. Mörg heillaráðin fékk ég þá frá Aðalbirni og margar góðar stundir áttum við fjölskyldurn- ar saman. Ég ætla mér akki áð rifja frekar upp okkar samskipti, einungis endurtaka að þau voru frá því fyrsta með ágæt- um. Eftir að ég „flutti suður" urðu sam- verustundirnar færri en stundum gaf maður sér tíma til að líta við í Lundi. Þar var mér og minum alltaf jafhvel tekið. Fyrir þetta allt vil ég og mín fjöl- skylda þakka af heilum hug. A síðasta ári kenndi Aðalbjöm sér sjúkdóms sem við greiningu reyndist vera krabbamein. Átti maður bágt með að trúa því að slíkt skyldi lagt á Aðalbjörn, ofan á annað sem hann hafði þurft að þola. En svona er þetta nú einu sinni og erfitt fyrir okkur mennina að útskýra Guðs vilja. Eftir mikla aðgerð fór Aðalbjörn aftur heim í Lund og kenndi þar sl. vetur. Vonir stóðu til að tekist hefði að komast fyrir meinsemdina og bati virtist fram undan. í ljós kom að svo var ekki og mætti Aðalbjörn því sem koma skyldi með þeirri sömu karl- mennsku og einkenndi allt hans lif. Með láti Aðalbjarnar í Lundi er fall- inn frá maður sem skipti máli fyrir okkur öll. Norður- Þingeyjarsýsla hefur misst einn sinn besta son. Hans er sárt saknað. Átakanlegastur er missir Erlu og barna hans, móður og systkina. Megi góður Guð sem öllu ræður veita þeim sinn styrk. Þess bið ég um leið og ég kveð minn vin og velunnara. Hvíl þú í friði Drottins. Níels Árni Lund Sú gleði og gæfa féll mér í skaut að kynnast og síðar að eignast vináttu Aðalbjamar á fyrsta ári hans í Kenn- araskóla íslands, vorum við bekkjar- bræður. Hann vakti strax athygli mína sök- um hugprýði og djörfungar, stillingar og staðfestu, en þá hafði hann lamast stuttu áður. Það fylgdi honum rósemi og kjarkur sem hafði áhrif á alla sem kynntust honum. Ég efast ekki um að trú hans á mátt hins góða, bænir móður og föður, hafi veitt honum ómældan styrk og hjálp, að fá þekkingarþrá sinni full- nægt. Menntun er meðal að æðra markmiði, sjálfum sér og öðrum til þroska og blessunar. Af Freysteini Gunnarssyni skóla- stjóra, Bjama Vilhjálmssyni cand. mag., Jóhanni Briem listmálara, Hallgrími Jónassyni kennara og séra Árelíusi Níelssyni lærðum við að skylda okkar væri að ávaxta með trú- mennsku það pund sem Guð hafði gefið okkur. Allir þeir, sem kynntust þessum mætu kennurum, auðguðust af and- legri reynslu þeirra, andlegum fiár- sjóðum, sem hafa fylgt nemendum þeirra flestra. Aðalbjöm lét hinar háleitu hug- sjónir kennara sinna bera ávexti í lífi sínu. Aðalbjöm átti ættir sínar að rekja til norður-þingeyskra bændaætta og að Dölum í Fáskrúðsfirði. Ást hans til bernsku- og æskustöðvanna var óvenju sterk og hann fluttist að Skúlagarði í Kelduhverfi 1964 þar sem harm var skólastjóri um eins árs skeið, og þaðan að Lundi í Öxarfirði 1965, er hann bjó í aldarfiórðung. Var hann þar skólastjóri og kennari, auk búskapar. Þar undi hann sér vel með eiginkonu og sex börnum þeirra hjóna. Bömin og eiginkonan voru honum himneskir sendiboðar. Það var unaðslegt að sjá hvað Erla konan hans umvafði hann kærleika og hjart- næmri nærgætni. Fjölskyldan var hin gestrisnasta á heimili sínu í Lundi og nutu þau hjón heimsókna góðvina. Eg minnist góðvinar míns og bekkjarbróður af þakklætistilfinn- ingu sem ég ber til hans. Ég minnist hans vegna þeirrar aðdáunar sem ég hef á honum, á persónu hans, þeim krafti, sem einkenndi hann. Ég minn- ist hans vegna rrúnaðartraustsins, einurðarinnar og hreinlyndisins, sem voru aðalsmerki hans. Góðvinur minn Aðalbjöm hefir verið borinn af englum og framliðnum ættingjum inn á æðra svið tilveru Guðs. Fram- undan er annað sumar, þangað liggur leið okkar allra. Ég votta mína dypstu samúð. Helgi Vigfússon ÚtfÖrin verður gerð frá Skinna- staðakirkju í Öxarfirði í dag, 1. sept., kl. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.