Tíminn - 01.09.1990, Síða 20

Tíminn - 01.09.1990, Síða 20
I AUGLVSINOASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnartiusinu v Tryggvagotu. S 28822 SAMVINNUBANKINN Í BYGGÐUM LANDSINS v 3. • NORÐ- AUSTURLAND Á AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU lÆVs ^.Caábriel 7 HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum Ingvar " | l §1 Helgason hf. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 1 Givarahlutir Hamarsböfóa 1 - s. 67-Ó744 V ríniinn LAUGARDAGUR1. SEPTEMBER1990 Hótelrými svo að segja fullbókað í september Gistihúsrými á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum lík- indum jafn vandfundin á næstunni og nálin fræga í hey- stakknum. Sjávarútvegssýningin virðist hafa geysilega mikið aðdráttarafl og er upppantað á öllum þeim hótel- um, sem Tíminn hafði samband við, á meðan hún stend- ur yfir, frá 17. til 24. þessa mánaðar. Gestir ýmissa ann- arra ráðstefna, einkum frá Norðurlöndunum, eiga hér einnig nokkurn hlut að máli sem og hinn almenni ferða- maður. Gistihús í Keflavík virðast einnig vera að fyllast sem og í Hveragerði. Það er alveg fullt hjá okkur all- an tímann sem sjávarútvegssýning- in stendur yfir og reyndar alveg frá miðjum mánuðinum. Þar að auki erum við með aðra ráðsteíhugesti. Hjúkrunarfélagið heldur til að mynda ráðstefiiu í byrjun septem- ber. Þá kemur hjúkrunarfólk hvað- anæva að af Norðurlöndum og öll herbergi eru full þann tíma. Félag fiskimjölsframleiðanda heldur líka fjölþjóðlega ráðstefnu hér og þátt- takendur byija að koma þann átt- unda“, sagði Sigríður Ingvarsdóttir starfsmaður Hótel Sögu í samtali við Tímann. „Það er alveg troðfullt hjá okkur í dag. A meðan sjávarútvegssýning- in stendur yfir er einnig allt fullt. Nú er troðfiillt yfir allar helgar og síðan kemur töluvert af gestum í sambandi við ýmsar aðrar uppá- komur. Ég get til að mynda nefht að við fáum um 100 manna franskan hóp í næstu viku í tengslum við landsleik íslendinga og Frakka", sagði Jóhann Sigurólason móttöku- stjóri í Holliday Inn. Það sama var uppi á teningnum hjá Hótel Loftleiðum, Esju og á fleinim stöðum. Stærsti hlutur gestanna er að sögn starfsmanna erlendur. En hvað er til ráða ef fólk bráðvantar gistingu? Gistiheimili eru víða um bæinn, en þar að auki hefur verið tekin upp sú þjónusta að leigja út heilar íbúð- ir. Amfjörð heitir eitt þeirra fyrir- tækja er sér um slíka þjónustu. Að sögn framkvæmdastjórans, Birgis Guðjónssonar, hefur slíkt fyrir- komulag mælst vel fyrir. Um er að ræða íbúðir af ýmsum stærðum, í miðborginni. Boðið er upp á mis- munandi aðstöðu og fer verð m.a. eftir því hvort gufubað er á staðn- um og fleira. Að öðru leyti er veitt svipuð þjónusta og á hótelum, hvað varðar þrif og annað. En þaðan er sömu sögu að segja og annars stað- ar ffá, september er að verða upp- bókaður. jkb Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn: Ingaló á grænum sjó fékk 7,2 milljónir Námsgagnastofnun 10 ára: Sýning í tilefni afmælisins Stjóm Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins veitti á fundi sínum í Stokkhólmi á fimmtudag- inn styrki til gerðar tveggja ís- lenskra kvikmynda og undirbún- ingsstyrki til tveggja annarra. Kvikmyndin „Ingaló í grænum sjó“ hlaut 7,2 milljóna króna styrk frá sjóðnum. Hér er um að ræða bíómynd í fullri lengd. Framleið- andi hennar er Gjóla hf. en leik- stjóri og handritshöfundur er Ásdís Thoroddsen. Áætlað er að upptök- ur á myndinni hefjist í maímánuði á næsta ári. Hin íslenska kvikmyndin sem hlaut styrk er teiknimynd eftir Sig- urð Öm Brynjólfsson, sem nefnist „Jólatréð okkar“ og er styrkurinn 2 milljónir króna. Ráðgert er að teiknimyndin verði tilbúin á næsta ári. Þá fékk kvikmyndafélagið Hill- ingar hf. 2,5 milljóna styrk til handritsgerðar og annars undir- búnings vegna kvikmyndar, sem ber vinnuheitið „Fjalla-Eyvindur og Halla“. Láms Ymir Óskarsson mun Ieikstýra myndinni en ffam- leiðandi er Siguijón Sighvatsson. Kvikmyndafélagið Umbi fékk 2 milljónir til lokavinnslu handrits og annars undirbúnings vegna kvikmyndarinnar „Jömndur hundadagakonungur". Handrits- höfundur er Ragnar Amalds. -SE í dag, 1. september, eru tíu ár liðin frá því að Námsgagna- stofnun tók til starfa. I tilefni að því verður opnuð í dag sýning í Kennslumiðstöð, Laugavegi 166 í Reykjavík, þar sem sýnt verður það helsta sem stofnun- in hefur gefið út á þeim áratug sem hún hefur starfað. Námsgagnastofhun starfar sam- kvæmt lögum sem samþykkt vom á Alþingi vorið 1979. Með lögum þessum vom sameinaðar tvær stofn- anir, Ríkisútgáfa námsbóka og Fræðslumyndasafh ríkisins, sem höfðu verið starffæktar frá árinu 1937. Hlutverk stofnunarinnar er fyrst og ffemst að sjá nemendum í gmnnskól- um fyrir námsefhi sem þeir fá án endurgjalds. Árlega gefur stofhunin út um 250 titla af ýmis konar náms- og kennslugögnum, þar af em u.þ.b. 70 nýir titlar. Árlega er dreift um 600 þúsund eintökum til gmnnskóla landsins. Þá kaupir stofnunin og ffamleiðir kennsluforrit og fræðslu- efni á myndböndum bæði fyrir gmnn- og ftamhaldsskóla. Mynd- böndin fá skólamir að Iáni. Einnig starffækir stofhunin Kennslumiðstöð sem hefur samvinnu við ýmsa aðila í Tveir piltar úr Sandgerði á sex- tánda ári slösuðust mikið, þegar þeir óku á bifhjólum sínum ffaman á bíl sem kom á móti þeim, á Mið- nesheiði í gærmorgun. Ekki er vitað um tildrög slyssins að öðm leyti en því að piltamir og utan skóla- og menntakerfisins um dagskrár, námskeið og sýningar um ýmis kennsluffæðileg efhi. Sýningin í Kennslumiðstöðinni verður opnuð kl. 10 árdegis og verð- ur hún opin til kl. 16 um daginn. Menntamálaráðherra, Svavar Gests- son, mun opna sýninguna sem verður síðan opin í næstu viku milli 13 og 18. —SE virtust sveigja fyrir bílinn í þann mund er hann mætti þeim. Gerðist þetta á veginum til Sandgerðis en hann er bæði breiður og malbikað- ur. Ökumaður biffeiðarinnar slapp ómeiddur. —SE Tvö bifhjól óku á bíl Hvíldar-, hressingar- og heilsubótarferð á lúxushótelið Sandansky í september og október * 2ja til 4ra vikna hressingardvöl á iúxus heilsubótarhóteli. íslensk hjúkrunarkona með í ferðinni. Boðið er upp á nudd, heita bakstra, vatnsnudd og meðferð við öndunarfæra- og húðsjúkdómum, td. asma, psoriasis og exemi, ásamtýmsu öðru til heilsubótar. Nálarstungur við ýmsum kvillum o.fl. - að ógleymdum tannviðgerðum. Famar verða sérferðir til Grikklands og ýmissa staða í Búlgaríu. Farið verður um Kaupmannahöfn og er hægt að dvelja þar nokkra daga í annarri hvorri ferðinni. 5000 kr. afslátturfyrir ellilífeyrisþega. FERDA&WAL hf LINDARGÖTU14- 105 REYKJAVÍK SÍMAR 14480 -12534

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.