Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 1
1.-2. september 1990 .¦ :¦ .:¦¦;:::.::¦;:;¦¦ ¦:¦ : : . ¦:.:' ¦ ',.:....: .' ¦.. .:::.¦ ::.. Róbert og Dóra fyrir utan einn bjálkakofanna sem þau stoppuðu við á leiö sinni eftir Yukon fljótinu f Kanada. íslenskur heimshornaflakkari með maka, m.a. á hjóli um Nýja-Sjáland og í kanó eftir kanadísku fljóti: HALF VEROLDIN A EINU ARI Að taka sig upp og flakka um heiminn í ár eða svo er óskadraumur margra. Flestir láta sér nægja að dreyma en einstaka halda ótrauðir á vit ævintýranna. Eftir að hafa lokið námi í rafmagns- verkfræði og búið í átta ár í Þýskalandi, þar af fimm í Vestur-Berlín, tóku Dóra Hjálmarsdóttir og eiginmaður hennar Róbert Frank, sem er viðskiptafræðingur, þá ákvörðun að flytja til íslands. Áður en að því kæmi vildu þau þó sjá sig um í veröldinni og afréðu að leggjast í ferðalög. í janúar á síðasta ári héldu þau frá Þýskalandi til Tælands, þaðan til Hong Kong og síðan til Kína. í Kína dvöldu þau í þrjá mánuði, þar af einn við tungumálanám. Eftir að hafa ferðast um landið tóku þau lest frá Peking til Moskvu og þaðan aftur til Þýskalands. En ferðinni var ekki lokið. Frá þýskalandi flugu Dóra og Róbert til Kaqada, þaðan héldu þau í kjölfar gullgraf- ara í Alaska og silgdu kanó niður Tesslin og Yukon fljótið. Því naest ferðuðust þau niður Bandarikin og flugu þaðan til Nýja Sjálands þar sem þau hjóluðu um í mánuð. Ferð- inni lauk siðan á hjóli um suðaust- urhluta Ástraliu. Yddaöir olnbogar Dóra og Róbert höfðu lagt stund á kinversku í Þýskalandi og við kom- una til Kína byrjuðu þau á mánaðar- námskeiði til að læra meira í tungu- málinu. „Þessi tími var okkur mjög mikilvægur vegna þess að okkur var ekki eingöngu kennt málið heldur fræddi kennarinn okkur um daglegt líf og hugsunarhátt Kinverja. Þann- ig að við vorum betur undir ferða- lagið búin en ella," sagði Róbert. Að sögn Dóru voru þau mjög hrif- in af landinu. „Þarna búa margar þjóðir, andstæðurnar eru mjög skarpar og alltaf að aukast. Menn- ingararfurinn heillar en það er aftur á móti mjög erfitt að ferðast i Kina. Bæði koma til tungumálaerfiðleikar og svo er hugsunarháttur fólksins allt öðruvísi en Vesturlandabúar eiga að venjast. Ferðamenn eru til dæmis alltaf að fiýta sér til að sjá sem mest og missa ekki af neinu en Kinverjarnir sjálfir taka lífinu meira með ró. Sú mynd sem maður fær á Vestur- löndum af þessu lítilláta, hlédræga, iðna og kurteisa fólki, hún breytist mikið þegar maður kemur til Kína. Fólksfjöldinn er gifurlegur, fjöldi íbúa meðalstórra borga er til að mynda um fimm milljónir. Það er sannleikanum samkvæmt að Kín- verjar eru mjög iðnir varðandi ákveðna hluti eins og til dæmis i námi. En til að komast eitthvað áfram verður fólk sömuleiðis að vera mjög hart af sér og það setur sterkan svip á mannlífið. Biðraða- menning er ekki mjög þróuð í Kína. Okkur fannst að visu skiljanlegt að sjá fólk troðast til dæmis þegar hálf- fullan strætisvagn bar að og fjöldi manns beið eftir fari. Á hinn bóginn var mjög hlægilegt að fylgjast á endastöð með tiu, tólf manns hrinda hver öðrum og troðast sem mest þeir máttu til að komast inn í tóman strætisvagn sem tekur fjörutíu manns í sæti. Þetta er orðinn hluti af hegðunarmynstrinu þannig að áður en maður heldur til Kína verður maður að ydda olnbogana vel og rækilega, troðast siðan bara með og hafa gaman af öllu saman. Mei you til að halda andlitinu Dóra og Róbert sögðu þolinmæði mikilvæga ef ætlunin væri að ferð- ast um Kína. Dóra nefndi til dæmis þann austurlenska sið að ef maður er spurður einhvers verður að svara. Ef það er ekki gert missir sá sem var spurður andlitið sem þykir alveg ófært. „I staðinn fyrir að svara ekki gefur fólk því mjög oft kolrangar upplýsingar. Eða þá að viðkomandi hleypur út um allar trissur til að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.