Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 1. september 1990 Umsóknir um framlög úr Framkvæmdasjóöi aldraðra 1991 Sjóðsstjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýs- ir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum 1991. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, sem fylla skal samviskusamlega út. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega hús- næði, fjölda vistrýma, sameiginlegu rými, bygg- ingarkostnaði, fjármögnun, verkstöðu og þeim þjónustuþáttum sem ætlunin er að efla. Þá skal sýnt fram á þörfina fyrir þær framkvæmdir sem um ræðir og hvernig rekstur verður fjármagnað- ur. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni fyrir 1. október 1990, Laugavegi 116, 105 Reykjavík. Stjóm Framkvæmdasjóðs aldraðra Bókaútgáfa Menningarsjóðs minnir á nokkrar útgáfubækur sínar á tímamótum, þegar virðisaukaskattur fellur af íslenskum bókum, m.a.: íslensk orðabók íslenskir sjávarhættir 1 .-5. Kortasaga íslands 1.-2. Passfusálmarnir Þingvellir Þjóðhátíðin 1974 1.-2. Hafrannsóknir við ísland Umbúðaþjóðfélagið Góðar bækur! Lækkað verð! Bókaútgáfa Menningarsjóðs Skálholtsstíg 7 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 - Reykjavík - Sími 678500 Fjölskyldudeild auglýsir Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykja- víkur hefur nú þegar á skrá fjöldann allan af áhugasömu fólki í Reykjavík og á lands- byggðinni sem sinnir ýmsum Ijölbreyttum verkefnum fyrir stofnunina. En betur má ef duga skal og við erum nú að leita að fjölskyldum í Reykjavík og nágrenni sem hafa áhuga á að opna heimili sín um lengri eða skemmri tíma fyrir börn sem búa við tímabundna erfiðleika á heimilum sínum. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast nánar um hvernig þeir geti orðið að liði, hafi samband við Regínu Ásvaldsdóttur, Félagsmálastofn- un Reykjavíkur, Síðumúla 39, í síma 678500 frá kl. 9-12 virka daga. Fiskvinnslustörf Óskum að ráða nokkrar stúlkur, vanar snyrtingu og pökkun. Ennfremur nálgast síldarfrysting og vantar okkur þá nokkra starfsmenn. Fiskiðjuver, Höfn, Homafirði Hálf veröldin... Dóra á hjóli uppl í miðjum fjallgarði á Nýja Sjálandi. finna einhvem sem veit svarið. Við lentum líka oft í því að geta spurt til vegar en skilja ekki svarið. Ástæðan fyrir því að ákveðin svæði innan Kína eru lokuð útlend- ingum er ekki endilega sú að þar fari fram eitthvert mikið laumuspil. Oft er ástæðan eingöngu sú að á svæðinu er ekki nein aðstaða til að taka á móti gestum. Við máttum alls ekki gista hvar sem var. Sum gisti- hús vom eingöngu ætluð útlending- um, önnur eingöngu Kinverjum og einstaka sinnum vom þau blönduð. Eftir því sem við komumst næst vom það aðallega gæði gistirýmis- ins sem réðu því hverjir fengu gist- ingu. Þér er ekki beinlínis bannað að fara til svokallaðra lokaðra svæða heldur er bara ómögulegt að kaupa miða á staðinn. Kunningjar okkar ætluðu til dæmis að kaupa miða áleiðis til Tíbet en það var ekki nokkur möguleiki. Þá var svarið bara „Mei you“, sem getur þýtt að miðinn væri ekki til þama eða alls ekki til og allt þar á milli. Þá þýddi ekkert að gefa sig heldur varð mað- ur að vera bara nógu þrár og spyrja aftur og þá nákvæmlega hvort mið- inn væri ekki til akkúrat þama, þ.e.a.s. hvort hann gæti verið til í miðasölunni við hliðina o.s.frv. Það er aftur á móti alveg harðbannað að æsa sig því þá missir maður andlitið alveg örugglega og fellur um marg- ar hæðir í áliti. Ef einhver villist inn á svæði sem em alveg lokuð þá er séð um að koma viðkomandi áfram. Það kom fyrir vinkonur okkar af námskeið- inu að fara inn á slíkt svæði og þá var send móttökunefnd úr fram- haldsskólanum til að hafa uppi á þeim. Þær vom teknar í hús og héldu fyrirlestur í enskutíma um heimaland sitt Sviss. Það var fylgst með þeim allan tímann og eftir nokkra daga var þeim síðan komið í rútu og þær sendar áfram.“ Róbert sagði Mei you liklega vera það orð sem þau heyrðu oftast i Kína. „Stundum komum við inn í búð og bentum á einhvem hlut sem við vildum kaupa en þá var svarið bara Mei you - það er ekki til. Ég veit ekki af hverju þetta stafar, en okkur datt i hug að í stað þess að taka þá áhættu að skilja ekki spum- ingu útlendings, geta ekki svarað og missa þar af leiðandi andlitið, hafi þeir bara sagt Mei you strax til að forðast vandræði." Bungy Jump af brúnnl á leiðlnni til Queenstown í Ástralíu. Myndirnar vöktu mikla athygli Þau sögðu að þeim hefði komið töluvert á óvart hvað margir vissu um tilvist íslands í Kína, en Dóra bætti því við að það hefði þá aðal- lega verið langskólagengið fólk. „Helst datt okkur í hug að þetta stafaði af landkynningu í tengslum við for Stuðmanna og þá einnig mikilli fróðleiksfysn landsmanna. Kínveijar em afskaplega forvitnir, fólki finnst ekkert athugavert við að ganga að þér þar sem þú situr, skoða þig í tíu mínútur og halda svo í burtu. Það opinbera telur þetta hins vegar mikinn ósið og reynir allt hvað aftekur að breyta þessari venju. Sjónvarpið er með það sem þeir kalla alþýðufræðslu og þar man ég sérstaklega eftir einni auglýsingu sem átti að brýna fyrir fólki að vera ekki svona forvitið og safnast ekki saman á götum úti og trufla þar með umferð og fleira. I auglýsingunni var útlendingur sem þurfti að beygja sig til að binda skóreimina sína. Áður en varði hafði safnast saman töluverður fjöldi fólks til að athuga hvað hann væri að gera og sífellt bættist við. Á endanum var útlendingurinn sýndur skríða skelfingu lostinn á fjórum fótum út úr þvögunni og á eftir fylgdi aðvömn um að þetta mætti ekki gera. Okkur var sagt áður en við fómm að taka með okkur myndir af fjöl- skyldunni og ffá landinu þar sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.