Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 4
14 HELGIN Laugardagur 1. september 1990 I T Kínamúrinn var eitt af þeim mannvirkjum sem Dóra og Róbert heimsóttu á ferðalaginu. Hálf veröldin... og við sáum þama bæði úlfa, bimi, elgi og fleiri dýr. Það var brýnt fyr- ir okkur að borða ekki í eða í nánd við tjaldið og skilja ekki eflir neinar matarleifar til að fá ekki bangsa í heimsókn um miðjar nætur. Við urðum þvi alltaf að setja allan mat- inn í poka og hífa hann upp i tré á nætumar. Við vomm þama bara með sjálfum okkur og náttúmnni og það var ekki laust við að mér þætti stundum svo- lítið draugalegt á nætumar. Bæði heyrist mikið af ókunnum hljóðum, brak í greinum, alls kyns gól og væl og svo var niðamyrkur allt í kring.“ Róbert bætti því við að skömmu áð- ur en þau fóm um svæðið hefðu verið töluverðir skógareldar sem hefðu ekki gert skóginn viðkunnan- legri að næturlagi. „Þar sem skógur- inn hafði bmnnið stóðu eftir kol- svartir trjábolir og allt umhverfis var sviðin jörð.“ Frá Kanada héldu þau niður Bandaríkin og flugu þaðan yfir til Nýja Sjálands. Dóra og Róbert vom sammála um að Nýja Sjáland væri óhemju fallegt og fjölbreytilegt land. Dóra sagði vera stutt á milli íjalls og fjöm, há fjöll og jöklar, fal- Iegar strendur og þar að auki em í landinu töluvert víðáttumiklir regn- skógar. „Á vesturströndinni em til að mynda heilmiklir burknaskógar en fjöllunum svipar til Alpanna. Við vomm sérstaklega hrifin af fjöl- breytileika grænna lita í skógunum. Græn litbrigði em eins margvísleg þar og bláu litimir okkar hér í fjöll- unum. Kiwis í útflutningi kínverskra gæsaberja Dýralífið er fjölskrúðugt á Nýja Sjálandi og þá einkum dýr sem ekki finnast annars staðar. Þangað til hvíti maðurinn kom vora engin rán- dýr á eyjunum og vænglausir fuglar em margir. Þjóðardýr Nýsjálend- inga er einmitt einn slíkur fugl, kallaður kiwi. Ávöxturinn var svo skýrður eftir fuglinum. Upphaflegt nafn kiwiávaxtarins er reyndar kín- versk gæsaber en Nýsjálendingar sáu fram á að þeir gætu ekki flutt út ávöxt með því nafni og skýrðu hann því upp á nýtt. Síðan kalla Nýsjá- lendingar sig sjálfa Kiwis, rétt eins og við köllum Bretana Tjalla. Fmmbyggjar landsins em af Maori þjóðflokknum sem mun hafa flust til Nýja Sjálands frá Polonesíu. En auk þess búa í landinu afkomendur innflytjenda frá Englandi og Frakk- landi. Ensk áhrif em því ríkjandi til að mynda i byggingarstíl og skóla- kerfi. Nýsjálendingar em yfir höfuð mjög hrifnir og stoltir af landinu sínu.“ Róbert nefndi að besta dæmið um það væm ef til vill Nýsjálendingar sem þau hittu í Kanada áður en þau héldu til Nýja Sjálands. „Þegar við sögðum einum þeirra frá því hvert forinni væri heitið varð hann mjög hrifinn og vildi endilega segja okk- ur allt um landið. Maðurinn átti þó í nokkmm erfiðleikum vegna þess að hann fékk svo mikla heimþrá við að tala um heimkynni sín að hann var gráti næst allan tímann.“ Dóra sagði Nýja Sjálandi að sumu leyti svipa til íslands, einkum þar sem bæði löndin em eyjar. Mengun er lítil á Nýja Sjálandi og upp til fjalla getur maður dmkkið vatn úr hvaða sprænu sem verður á vegin- um. Þeir em líka mjög harðir á regl- um varðandi innflutning matvæla og annars þess háttar þar sem marg- ir sjúkdómar hafa enn sem komið er ekki borist til landsins. Þeim finnst aftur á móti Evrópa vera vagga menningarinnar og enginn þykist maður með mönnum nema hafa komist þangað. í slyddubyl um fjallgarðinn á hjóli Þegar fólk ferðast í bíl þá missir það óhjákvæmilega af mörgum skemmtilegum hlutum vegna þess hve hratt er farið yfir. Gönguferðir taka aftur á móti allt of langan tíma. Hjólandi gefst manni hins vegar tækifæri til að veita athygli öllum mögulegum smáatriðum en kemst samt sem áður tiltölulega hratt yfir. Við vomm búin að vera á löngu bakpokaferðalagi og datt í hug að hjólreiðar gætu orðið ágætis til- breyting. Fyrst fengum við lánuð hjól eina dagstund til að prófa að hjóla upp brattar brekkur og komast að því hvort hugmyndin væri nokk- uð fráleit. Síðan sendum við bak- pokana heim og keyptum okkur fjallahjól með öllu tilheyrandi. Á syðri eyjunni, sem við hjóluðum um, er einn samfelldur fjallgarður eftir henni endilangri og þetta var auðvitað þrælerfitt til að byija með. Við höfðum ekkert úthald og eftir viku vomm við orðin svo rasssár að við gátum ekki með nokkm móti setið. En það lagaðist alit með tím- anum og við lögðum að baki allt frá 30 upp í 120 kílómetra á dag. Við vom á Nýja Sjálandi í nóvember sem er vor hjá þeim. Veðurlagið var því svona upp og ofan og einu sinni lentum við til dæmis í slyddubil uppi í miðjum fjallgarðinum. Það verður að segjast eins og er að við vomm heldur fegin að komast aftur til byggða eftir þá reynslu. Fjárrekstur... óvart Kvikfjárbúskapur er mikill á Nýja Sjálandi en þar er skepnunum ekki hleypt á fjall eins og hér heima heldur haldið í girðingum. Okkur fannst mjög skemmtilegt að fylgj- ast með dýmnum sem vom aftur á móti ekkert allt of hrifin af hjólun- um okkar. Þegar okkur bar að tók venjulega öll hjörðin á rás. Yfir- leitt höfðum við bara gaman af þessu en í eitt skiptið varð okkur ekki um sel því hjörðin samanstóð af miklum fjölda tarfa. Okkur leið eins og við væmm stödd i góðri kúrekamynd því samkvæmt venju tóku þeir allir á rás. Ég var aftur hálfhrædd um að þeir myndu hreinlega hlaupa girðinguna niður svo mikill var æsingurinn, en það gerðist þó ekki og við komumst klakklaust leiðar okkar. Við komum meðal annars á eitt mjög stórt fjárbú og fannst mjög merkilegt að fylgjast með nýsjá- lensku fjárhundunum sem era geysilega vel þjálfaðir. Bóndinn getur bara staðið einhvers staðar úti við girðingu og galað á hundinn sem síðan sér alveg um að safna saman og reka hjörðina." Bungy jump ofan í E?K«l!,aí„IóL„ ungra erlendra ferðamanna sem heimsækja Nýja Sjáland sögðu þau Dóra og Róbert vera svokallað „Bungy jump“. „Á gamla veginum til Qeenstown, sem er mikil ferða- mannamiðstöð, er gömul brú, 45 metra há, og liggur þangað striður straumur ungra útlendinga sem kaupa sér rétt til að fá að hoppa. Þá er viðkomandi leiddur út á pall þar sem handriðið hefur verið tekið nið- ur. Síðan er sett teygjuband um ökklana og aðstoðarmennimir spyrja hvort manneskjan vilji fara alveg á bólakaf, blotna til hálfs eða bara rétt snerta vatnsflötinn og lengd teygjunnar höfð eftir því. Síð- an er talið niður, 5,4,3,2, BUNGY. Þeir sem stökkva muna yfirleitt ekkert eftir hoppinu sjálfu því það tekur svo skamman tíma. En spenn- an á undan, á meðan ofurhugamir bíða og em leiddir út á pallinn er al- veg geggjuð. Svo bíður bátur fyrir neðan sem flytur fólkið, sem dingl- ar upp og niður í teygjunni, aftur i land. Ferðamannastraumur.til Nýja Sjá- lands er mjög mikill, sérstaklega af Japönum. Þeir stunda það að koma í viku, tíu daga í ferðir og em þá keyrðir út um allar trissur eftir stífri dagskrá. Einn af áfangastöðunum er einmitt þessi brú þangað sem Japan- imir fjölmenna til að fylgjast með þessu bijálaða unga vestræna fólki sem hefur svona gaman af því að hætta lífi sínu. Við fómm út á brúna til að fylgjast með Bungy jump og þá bar einmitt að fulla rútu af Jap- önum. Við vomm svo sem ekkert að velta því ftekar fyrir okkur, þangað til tveir ungir menn þustu út úr rút- unni, staðnæmdust hjá hjólunum okkar og tóku til við að mynda þau I bak og fyrir eins og þeir hefðu aldr- ei séð reiðhjól áður. Þeir hafa ábyggilega furðað sig mikið á fólki sem væri svo vitlaust að leggja á sig þetta mikið erfiði við að komast á milli staða. Hjólaö í 45 stiga hita Við tókum svo hjólin með okkur til Ástralíu og hjóluðum eina tvö þús- und kílómetra frá Portland til Sidn- ey. Við fómm ekki inn i eyðimörk- ina sjálf en hittum aftur á móti ná- unga sem fór þar yfir á hjóli. Það er auðvitað ekki nokkur leið að hafa með sér nógu miklar vatnsbirgðir þannig að hann fékk bílstjóra, sem var á sömu leið, til að flytja vatnið fyrir sig og skilja eftir 5 lítra vatns- VÉLBOÐI HF. AUGLÝSIR Vegna fenginnar reynslu undanfarinna ára í sölu á mykjutækjum, höfum við hjá Vélboða hf. lagt mikla áhersiu á að framleiða mykjudreifara sem hannað- ur er sérstaklega fýrir íslenskar aðstæður. Samfara þessu hefur okkur tekist að stórlækka verð tækjanna og stytta af- greiðslufrest Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. Ath. nýtt heimilisfang ., Helluhraun 16-18. HF 220 Hafnarljörður Sími 91-651800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.