Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.09.1990, Blaðsíða 6
16 HELGIN Laugardagur 1. september 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKi Joanne og Charles Forsee virtust lifa góöu lífi á að kaupa og selja gamalt skran. Það kostaði þau hins vegar lífið aö borga ekki starfsbróður sínum. VEGNA SKULDAR í fyrstu vissi enginn að morð hefðu verið fram- in. Um miðnættið 11. ágúst 1986 var hringt til slökkviiiðsins í Farmers Branch, hverfi skammt frá Dallas í Texas. í símanum var örvæntingarfull, gömul kona sem bjó í par- húsi. Aðeins veggur skildi að heimili hennar og Forsee-hjónanna, Charles og Joanne, sem voru um fimmtugt. Þar var kviknað í. Þetta kvöld var eins og heppnin væri með gömlu konunni og syni hennar sem bjó hjá henni. Venjulega voru þau löngu farin að sofa á þessum tíma en nú voru þau vakandi, ann- ars hefðu þau eflaust látið lífið. Slökkviliðsmenn voru líka heppnir. Varla munaði hársbreidd að eldurinn væri óviðráðanlegur þegar komist varð að honum í sveínherbergi Forsee—hjónanna. Loft herbergisins var fallið og eldurinn tekinn að sleikja þaksperrumar. Heíðu þær farið sundur hefði allt húsið hrunið. Sem betur fór tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins. í þriðja lagi var heppnin með rann- sóknarlögreglunni. Hefði húsið brunn- ið var næsta vist að sannanir þær sem leyndust í húsinu um að morð hefði verið framið, hefðu farið forgörðum. Charles og Joanne Forsee vom hins vegar óheppin. Enginn vafi lék á að þau höfðu verið myrt og morðinginn síðan kveikt í til að leyna verknaði sín- um. Charles lá á hliðinni á gólfinu við rúmið en kona hans uppi í rúminu. Bæði vom brennd en Charles öllu verr. Lík hans var óþekkjanlegt og öll fot brunnin utan af því. Joan var hins veg- ar aðeins brennd á bakinu. í fyrstu var gert ráð fyrir að slys hefði orðið, ef til vill hefðu hjónin reykt í rúminu. Eftir að reykurinn hjaðnaði og hægðist um kom hins vegar annað í ljós. Einn slökkviliðsmannanna fann hlut sem líktist sprengju, silfurhólk með kveikjuþræði, á gólfinu í herberg- inu. Annar slíkur hlutur fannst svo ffamar í ganginum, rétt við baðherbeigisdym- ar. Þá rann upp fyrir mönnum að hér væri líkast til morðmál á ferðinni. Lögreglulið flykktist á staðinn ásamt sprengjusérffasðingum, rannsóknar- lögreglumönnum frá Dallas og fjölmennu tækniliði. Yfirumsjón með rannsókninni var í höndum LaD- on Richardsson. Óheiöarleg viöskipti? Nákvæm rannsókn leiddi í ljós að hólkurinn úr svefnherberginu var hluti af neyðarblysi síðan úr seinni heims- styrjöldinni en það hafði verið aukið og endurbætt til að verða sprengja. Auk þess fúndust notaðar eldspýtur á gólf- inu í grennd við báðar sprengjumar. Þær bentu til að morðingjanum hefði gengið illa að kveikja og að hann hefði þurft að koma sér burt áður en hann hætti að ráða við eldinn í svefnherberg- inu. Seinna kom í ljós að hann hafði tekið reykskynjara hússins úr sam- bandi. Hefði allt farið eftir áætlun morðingj- ans, hefði enginn náð til Richard- son—hjónanna i tíma. Hitt var svo ráð- gáta hvemig hann hafði komist inn til þeirra og yfirbugað þau. Hvorugt hafði verið bundið og engin merki vom um átök. Við krufhingu kom hins vegar sitthvað í ljós sem breytti rannsókn málsins töluvert. Charles Forsee hafði brunnið til bana og ekki var útilokað að morðinginn hefði fyrst slegið hann í rot. Kona hans hafði hins vegar verið kæfð áður en eldurinn náði til hennar. I koki hennar fannst hvitur plastpoki, hnoðaður sam- an i þétta kúlu. Lögreglan afgirti að sjálfsögðu húsið ásamt allstóru svæði í kring og það var utanhúss sem lögreglumenn gerðu at- hyglisverða uppgötvun. A jörðinni milli tveggja bíla í bílskýli Forsee—hjónanna að húsabaki fannst hálfs annars metra langur spotti úr næl- on— og bómullarblöndu. Á öðrum endanum var hnútur en lykkja á hinum. í fyrstu fannst öllum þetta torkenni- legur spotti en þegar farið var að ræða við fleiri menn kom í ljós að um var að ræða svokallað ,JcáIfahaft“ sem þraut- reiðarkappar og kúrekar nota til að hefta í snatri kálfa sem þeir snara. Gegndi spottinn einhveiju hlutverki í sambandi við morðin og þá hveiju? Enginn vissi það og það kom heldur aldrei í ljós. Hins vegar varð spottinn seinna mikilvægt sönnunargagn gegn morðingjanum. Fyrsta verkefhi Richardsons var að finna ástasðu fyrir morðunum og í þvi skyni hafði hann samband við ættingja hjónanna. Einn þeirra sagði að Charles heföi rekið viðskipti með „nánast allt“. Hann keypti og seldi og kona hans hjálpaði honum. Hjónin voru ckki auð- ug en vel stæð. Raunar kom í ljós að Charles hafði ekki alltaf verið sem heiðarlegastur í viðskiptum og slíkir menn verða gjaman fyrir hefndarað- gerðum. Ættinginn sem orðaði þetta gat hins vegar ekki gefið neinar vísbendingar um hver hefði viljað Forsee—hjónin feig. Rannsókn þótti sýna að morðing- inn hefði ekki komið að hjónunum sof- andi. Joanne var með alla skartgripi á sér og náinn ættingi sagði að hún hefði alltaf tekið þá af sér fyrir háttinn. Heljarmenni meö valbrá Eins og morðin væru ekki nógu hörmuleg svona hefði getað farið enn verr. Áðumefndur ættingi sagði Iög- reglunni að sjö ára dóttir sín hefði eytt morðdeginum hjá Forsee—hjónunum og endilega viljað gista hjá þeim. Móð- ir hennar aftók það hins vegar af því telpan þurfti í skólann morguninn eftir. Heppnin var með telpunni þvi hún kom heim til sín um áttaleytið, fáeinum klukkustundum fyrir morðin. Enginn veit hver örlög hennar hefðu annars getað orðið. Venjulegar viðræður við fólk í næstu húsum vom gagnlegar. Sumir höfðu séð eitthvað óvenjulegt. Þegar frásagn- ir vom bomar saman, beindist athyglin að stórvöxnum manni með gleraugu sem margir höfðu veitt athygli á órækt- aðri, auðri lóð við götuna. Það var eins og maðurinn fylgdist með húsi Forsee—hjónanna og fleiri húsum þama. Einkenni á manninum var all- stór valbrárblcttur ofan við hægri augnabrún. Sumir töldu sig hafa séð sama mann á hvítum pallbíl í hverfinu og hefði hann að minnsta kosti einu sinni stöðvað bílinn gegnt húsi Forsee—hjónanna. Því miður hafði engum dottið í hug að setja á sig númer bílsins. Tveimur dögum effir að rannsóknin hófst hringdi maður til lögreglunnar, afar óstyrkur í tali. Hann hélt því fram að hann vissi hver morðinginn væri. Hann vildi ekki tala við neinn nema yf- irmann rannsóknarinnar og gerðar voru ráðstafanir til að Richardson sæti við símann daginn eftír. Maðurinn hringdi en neitaði að segja til nafns. Hann kvaðst eiga heima í Grand Prairie, úthverfi Dallas, nokkr- um húsum ffá manni að nafhi Herb King sem hann teldi morðingjann og færði nokkur rök fyrir því. Hann kvaðst hafa þekkt King í nokkur ár og King seldi byssur, önnur vopn og alls kyns búnað í sprengjur og blys. Maðurinn sagði að fyrir mánuði eða svo hefði King leitað til sín um greiða. Hann átti að fara með silfúrpening til Charles Forsee og fá kvittun hans fyrir móttökunni. King gaf þá skýringu að Forsee skuldaði honum peninga og að þetta væri upphaf áætlunar um að fá þá greidda. Hann tók fram að maðurinn fengi 10 þúsund dollara fyrir að af- henda peninginn. Maðurinn neitaði að gera King þenn- an greiða þar sem honum fúndust laun- in fyrir svona smáviðvik grunsamlega há og óttaðist að þama byggi eitthvað alvarlegt undir. Þegar hann ffétti síðan að Forsee—hjónin hefðu verið myrt með sprengju, búinni til úr blyshólki, datt honum strax Herb King í hug, kunn- ingsskapur þeirra Forsees og skuldin. Gæti King verið morðinginn? Óttasleginn kunningi Maðurinn kvaðst hafa hringt til Kings og sagt honum ffá morðunum. Það setti að honum hroll við svarKings: „Svona er stórborgarlífið." Þá kvaðst maðurinn hafa orðið viss um að King væri morð- inginn og óttast hvað hann kynni að gera næst. Hann óttaðist um líf sitt og afféð ioks að hafa samband við lög- regluna áður en King áttaði sig á að hann vissi um samskipti þeirra Forsees og yrði kannski „óæskileguri'. Sagan virtist rökrétt og maðurinn hafði greinilega þekkingu á ýmsum at- riðum málsins en Richardson vildi samt vera alveg viss. Hann stakk upp á því við manninn að hann gerði raðstaf- anir til að afhenda lögreglunni hluta af blysum sem King verslaði með. Slíkt gæti hjálpað til við að staðfesta tengsl Kings við málið. Maðurinn samþykkti þetta og bauðst til að koma blyshólki í ákveðna blaða- sölu í stórverslun í Farmcrs Branch. Símtalið var rakið til símaklefa í sömu stórverslun og þegar maðurinn lagði á var hann eltur heim til sín en lögreglan reyndi ekki að hafa samband við hann. Daginn eftír kom hann blyshólknum til skila ásamt kveikjuþræði og rann- sókn leiddi í ljós að um sams konar hluti var að ræða og morðtólin. Skömmu síðar hringdi Richardson til mannsins, kvaðst vita hver hann væri og bað hann að hitta sig. Hinn féllst á það, þeir hittust á kaffistofú og Ri- chardson fékk enn að vita heilmikið um Herb King. Þá var tekið að rann- saka feril Kings. Eins og Charles Forsee keypti hann og seldi nánast allt milli himins og jarðar. Hann átti vöruskemmu þar sem hann geymdi dótið. Að útliti til var King eins og náunginn sem nágrannar Forsee- hjónaxuia höfðu séð á vappi í grennd við húsið. Hann var 45 ára, tveir metr- ar á hæð, 140 kíló að þyngd og með valbrárblett yfir hægri augnabrún. Hann var heljarmenni að burðum og hafði stundað lyftingar sem keppnis- grein til margra ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.