Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminh N ■ , , . . > » # » / 1 * iV* a i ~ Þriðjudagur 28. ágúst 1990 Ahættuþsettir hjarta- og æðasjúkdóma allt aðrir hjá konum en körlum: Kransæðahætta kem- ur í liós á mittismáli Hátt mittismál sem hlutfall af ummáli mjaðma kvenna reyndist einn helsti áhættuþáttur kransæðastíflu, heilablóðfalls og dauða, samkvæmt niðurstöðum hóprannsóknar sem staðið hefur í 12 ár á nær 1.500 sænskum konum. Og hættan eykst því meira sem mittismálið fer yfir 80% mjaðmamálsins. Niðurstöður rannsókn- arínnar benda til þess að verulegs munar á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma milli kvenna og karía. Karlamir þurfa, sem kunnugt er, hvað mest að varast hátt kólesteról- magn, háan blóðþrýsting og reyking- ar. Hjá konum liggur mesta hættan hins vegar í hækkun annarrar blóð- fitu, svoneíhds þríglýseriðs og hækk- aðs hlutfalls mittis/mjaðmamáls (sem gjaman fylgist að) og síðan sykursýki. Sé mittið kvenlegt, virðist hár blóðþrýstingur og reykingar skipta minna máli. I Læknablaðinu greinir Jóhann Ág. Sigurðsson læknir frá niðurstöðum hóprannsóknar sem hann gerði (ásamt öðrum) og náði til nær 1.500 kvenna í Gautaborg. Rannsóknimar voru fyrst gerðar 1968-69 og síðan endurteknar sex og tólf ámm síðar. Niðurstöður þeirra vom einnig bom- ar saman við rannsókn á öllum kon- um í borginni, sem fengu kransæða- stíflu á árunum 1969-71. I ljós kom að kólesteról í blóði kvennanna, sem fengu kransæða- stiflu, reyndist ámóta og í viðmiðun- arhópnum. Hins vegar kom í ljós að: „Hjá konum með hækkuð þríglýser- íðgildi sást marktæk aukin hætta bæði á kransæðastíflu, heilablóðfalli og dauða,“ segir greinarhöfundur. „Auk þess fundum við að hækkað hlutfall á ummáli mittis/mjaðma hafði einna mesta fylgni við krans- æðastíflu, heilablóðfall og dauða á þessu 12 ára tímabili. Væri hlutfall milli mittis og ummáls mjaðma yfir 0,80 þýddi það aukna áhættu og áhættan óx með auknu hlutfalli. Einnig var greinilegt samband á milli hlutfalls mittis/mjaðma og þríglýse- ríða í sermi. í öðrum þáttum sem rannsakaðir voru mátti sjá að samband var á milli klínískrar sykursýki og þróunar á hjartasjúkdómum síðar á ævinni, slagi og dauða. Aðrir þættir sem rannsakaðir voru, svo sem blóðþrýst- ingur og reykingar, virtust ekki vera eins mikilvægir og hækkað þríglýser- fð og hækkað hlutfall mitt- is/mjaðma.“ Jóhann Ágúst bendir jafhframt á að niðurstöður bendi ein- dregið til þess að þríglýseríð séu mikilvægari áhættuþættir hjá konum heldur en kólesteról og að þeim nið- urstöðum beri saman við aðrar rann- sóknir á konum í fleiri löndum. ,Jvlegininntakið í þessari grein okk- Hjá þessari konu er mfttismálið mikið miðað við ummál mjaðma og því myndi hún flokkast í áhættuhóp vegna hjarta- og æða- sjúkdóma. ar er að vekja athygli á því að konur geta verið öðruvisi en karlar. Við telj- Þessi kona er mittismjó miðað við ummál mjaðma og því ekkl í áhættuhópi vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Tímamyndir Ami Bjama um mjög mikilvægt að gera greinar- mun á körlum og konum þegar rætt er um blóðfítu sem áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og að niður- stöður rannsókna á körlum verði ekki sjálfkrafa túlkaðar á þann veg að þær gildi fyrir konur líka,“ sagði Jóhann Ágúst. Þá tilhneigingu kvenna að safna fitu á lærin segir hann ekki hafa hafa ver- ið setta í samband við hjarta- og æða- sjúkdóma. Slík fitusöfhun, eða fita sem safhast jafht á líkamann, virðist því ekki sérlega hættuleg að þessu leyti. Safni kona hins vegar ístru, þannig að lítill munur verði á ummáli mittis og mjaðma, þ.e. að hún hætti að vera sérlega kvenleg í vexti en fái meiri karlkynseinkenni, þá nálgist hún um leið hættuflokka karla hvað varðar umrædda sjúkdóma. Hættan felist í þessari ístrutilhneigingu karla, af því að fitan sé þá inni í gamaheng- inu. Karlar með ístm séu með mikinn mör. Hvað varðar lyf til lækkunar blóðfitu, sem nýlega eru komin á markað, segir Jóhann Ágúst ekki hafa verið sýnt fram á það að þau hafi sérstök áhrif á þessi þríglýseríð. Þar sé það fyrst og fremst fæðuvalið sem gildir. Við samanburð við rannsóknir hér á landi kom m.a. ffam að um 60 ára aldur hafa íslenskar konur nokkru meira kólesteról f blóði en sænskar, en hins vegar lægri þríglýseríðgildi. Hugsanlega gæti þetta því sýnt aðra sjúkdómatíðni hjá íslenskum konum heldur en sænskum. - HEI Flugleiðir: Ábyrgjast farseöla á Arnarflugsleiðum Um helgina var leystur ágreining- ur sem uppi var milli Amarflugs og Flugleiða um farseðla sem Amar- flug gaf út áður en Flugleiðir tóku við áætlunarflugi þeirra. Sam- komulag náðist um að Flugleiðir ábyrgðust og tækju gilda farseðla, sem Amarflug hafði gefið út fýrir síðasta föstudag á leiðum félags- ins, en aðra ekki. Ágreiningurinn var um það hvort Flugleiðir ættu að ábyrgjast farseðla, sem Amarflug hafði gefið út en voru með öðrum flugfélögum. Flugleiðir túlkuðu það þannig að þegar þeir segðust virða alla farseðla, þá þýddi það aðeins á Amarflugsleiðum en ekki á leiðum hjá öðmm flugfélög- um. Til dæmis ef maður ætti útgefinn farseðil með Amarflugi til Amster- dam, þá myndu Flugleiðir taka hann gildan, en ef hann ætti farseðil útgef- inn af Amarflugi um far eitthvert lengra frá Amsterdam, þá myndu Flugleiðir ekki ábyrgjast þann farseð- il. Nefhdin komst sem sagt að því sam- komulagi, að Flugleiðir tækju aðeins gilda þá miða sem útgefhir vom af Amarflugi fyrir síðasta föstudag og em á flugleiðum félagsins. Flugleiðir taka ekki gilda svokallaða hluthafamiða eða afsláttarmiða, sem nýir hluthafar í félaginu fengu þegar þeir keyptu hlutabréf í Amarflugi. í ffamhaldi af þessu máli hefur ver- ið skipuð ágreiningsnefhd sem í eiga sæti fhlltrúi frá hvom félagi og odda- maður í nefndinni verður Magnús Oddsson, settur ferðamálastjóri. Þessi nefhd á að skera úr um öll deilumál, sem upp kunna að koma milli félaganna. —SE 23. þlng Sambands ungra framsóknarmanna var haldið um helgina. Siv Friðleifsdottir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, er: Fyrsta konan sem er kjörin formaður SUF Samband ungra framsóknarmanna hélt sitt 23. þing á Núpi C Dýrafirðí um helgina Siv Friðieifedóttir, bæjarfulltnii Nýs afls á Seitjamamesi, var kjörínn formaður og það er í fýrsta sinn sem kona er kjörin í það embætti í um hálfrar aldar sögu Sam- bandsins. Samþykktar voru margar ályktanir, meðal annars um umhverfismál, þar sem „þeirrí nauðhyggju er hafríað að isvemd“. ; er fyrsta konan í 52 ára sögu Sambandsins sem tekur þctta emb- ætti að sér. Þannig að það eru tíma- mót hjá framsóknarmönnum núna,“ sagði Stv Friðleifsdóttir, nýkjörinn formaður SUF. „Það sem verður helst á dagskró hjá okkur á næst- unni, er að efla innra starf Sam- bandsins og virkja félögin. Við ætl- um að bera umhverfismál mjög fyr- ir bijósti, þar sem við viljum halda því frumkvæði scm Framsöknar- flokkurinn tók á sinum tima í þeim málum.“ Siv, sem er sjúkraþjálfari að mennt, hefúr f mörgu að snúast. Hún situr í framkvæmdastjóm Nor* ræna félagsins og er auk þess bæjar- stjómarfulltrúi á Seltjamamesi. Siv hefur hins vegar ekki starfað mikið með ungum ffamsóknarmönnum áður, en hefur verið virk t Lands- sambandi ffamsóknarkvenna. Hvemig leggst nýja embættið í hana? „Þetta leggst bara alveg ágæt- lega í mig. Auðvitað er þetta heil- mikið starf og það er ekkert cinfalt að taka það að sér. En ég hræðist það ekki og ætla virkilega að standa mig t þvf “ Siv sagðist geta rætt um það heilt kvöld hvers vegna ungt fólk ætti að ganga til liðs við Framsóknarflokk- inn. „Ég myndi segja að þetta væri fijálslyndur miðjuflokkur, skyn- semisflokkur sem sneiðir hjá öllum öfgum frjálshyggjunnar eða sósíal- ismans. Margt ungt fólk hafitar þessum öfgum og það á samleið með Framsóknarfiokknum.“ I stjómmálaályktun þingsins segir m.a. að Framsóknarflokkurinn hafi verið nátengdur menningar- og at- vinnulífi þjóðarinnar 1 áratugi. ,JHann hefúr boðað frjálslynda um- bótastefnu og verið í fylkingar- bijósti við uppbyggingu atvinnulífs á landinu öllu, unnið stórvirki á sviði menntunar og menningar og stuðlað að jöfnuði milli byggða. Slv Friðleifsdóttir, nýkjörinn Ibr- maðurSUF, Framsóknarflokkurínn hefúr jafhan leitt ríkisstjómir á örlagatímum ís- lenskrar þjóðar og tckist meö hóf- sömum málflutningi að sætta sjón- armið stríðandi afla, jafnt innan- lands sem i samskiptum við erlend- ar þjóðir. Það er því hlutverk Framsóknarflokksins að leiða is- lenska þjóð áfram inn í framtíð mik- illa breytinga. í samskiptum okkar við bræðraþjóðir í Evrópu scm og við aöra heimshluta verður Fram- sóknarflokkurinn að standa vörð um þá sérstöðu sem ísland hefúr í samfélagi þjóðanna." } ályktun þingsins um umhverfis- mál segir að áffamhaldandi ofbeit búfjár leiði til aukinnar gróðureyð- ingar og því versnandi afkomu i landbúnaði. „Því erbrýnt að Stéttar- samband bænda og aðrir hagsmuna- aðilar vinni áætlun um sfdpulagða víxlbeit búfjár. Þannig græðum við upp land og aukum hagsæld til langs tíma.“ Þá er skorað á ríkis- stjómina að beina þvf til ráðuneyta og ríkisfyrirtækja, að þau noti vörur sem eru vinsamlegar umhverfinu, s.s. sérstakar sápur og einungis endurunninn, óbleiktan hreinlætis- pappfr. .JÞannig gengju yfirvöld á undan með góðu fordæmi 1 um- hverfisvemd." Sérstök ályktun var gerð tun niður- skurð í ríkiskerfinu. Þar segir m.a. að hætta verði hallarekstri ríkis- sjóðs og ná jöfnuði í ríkisfjármál- um. „Verði það fyrst og fremst gert með niðurskurði ríkisútgjalda og hagræðingu i rekstri. Leggja þarf meiri áherslu á þátttöku ríkisstarfs- manna við hagræðingar og iáta þá njóta góðs af‘. -hs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.