Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 16
RlKISSKlP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvogotu. S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS NORÐ- AUSTURLAND J AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU J ■ Csahriel / HÖGG- DEYFAR |Versliú hjá fagmönnum A Ingvar 11 M Helgason hf. Sœvartiöfða 2 Símí 91-674000 i GSvarahlutir | ^ Hamarsbófða 1 - s. 67-Ó744 J Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER1990 Nýstárlegar baráttuaðferðir hjá Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna: Reistu níðstöng og sendu ríkisstjórninni bölbænir Félagar í BHMR efndu til mótmælaaögerða í gær til að mót- mæla bráðabirgðalögum sem sett voru 3. ágúst s.l. BHMR- menn fóru í mótmælagöngu ftá launaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins að Qármálaráðuneytinu og þaðan var gengið niður að stjómarráðinu. Á flötinni fýrir framan stjómarráðið var rík- isstjóm Steingríms Hermannssonar reist níðstöng og farið var með bölbæn henni til svívirðingar. Á flötinnl fyrir framan stjómarráðið var reist níðstöng og farið með bölbæn ríkisstjóminni til bölvunar. Tímamynd: Pjetur BHMR-merm kröföust skýringa hjá ráðherrum á lögunum, en þeir voru allir á ríkisstjómarfundi þegar mótmælin fóru fram og gátu því ekki veitt umbeðnar skýringar. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði við það tækifæri að ráðherr- amir teldu það sér hagstæðast að fara í felur og það sé kannski vottur um ögn af sómatilfinningu að þeir þora ekki að horfa ffaman í það fólk sem þeir hafa verið að bijóta á. Aðstoðarmanni forsætisráðherra var afhent ályktun þar sem þess var krafist að bráðabirgðalögin yrðu dregin til baka og samningamir settir aftur í gildi. I fjármálaráðuneytinu var BHMR félögum afhent bréf ffá fjármála- ráðherra þar sem hann harmaði að til setningar bráðabirgðalaganna þurfti að koma. I bréfinu óskaði hann eftir fundi með fulltrúum fé- lagsins þar sem rædd yrðu viðhorf hinna ýmsu starfsstétta innan BHMR til ýmissa hugmynda, m.a. hugmynda um að athuga í samein- ingu launakerfi sem háskólamennt- aðir rikisstarfsmenn annars staðar á Norðurlöndum búa við og að gera samanburð á kjömm háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna og þeirra sem hafa svipaða menntun og vinna á almennum markaði. BHMR mun hafa tekið bréfinu heldur fálega. Þegar komið var niður í stjómar- ráð var rikistjóminni reist niðstöng sem prýdd var þorskhaus. Á stöng- ina var letrað: „Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja svo að allar fari þær villar vega. Enga hendi né hitti sitt inni fyrr en þær reka ríksstjóm Steingríms Her- mannssonar frá völdum." Þá var farið með bölbæn stjóminni til handa og hún m.a. kölluð „þú illi samnings spillir“. Ekki vom allir félagar í BHMR jafn hrifhir af þessum mótmælaað- gerðum. í ályktun sem stjóm Prestafélagsins sendi ffá sér í gær kemur ffam að stjómin harmar þann þátt mótmælanna sem fólst í þvi að reist var níðstöng og að þessi ógeðfellda athöfh hafi komið stjóm Prestafélags Islands í opna skjöldu og vill stjómin firra sig allri ábyrgð á slíku athæfi. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sagði að það þætti ekki siðaðra manna háttur að biðja ein- hverjum bölbæna og þeir vilji að auðvitað verði komið ffam af ákveðni í þessum málum en fyllstu kurteisi. Þar að auki væri þetta hundheiðið og ætti nú illa við Bandalag háskólamanna, þar sem guðffæðideildin væri ein deild í há- skólanum og Prestafélagið eitt fé- lag í bandalaginu. Aðspurður um það hvort aðgerða- nefhd BHMR hefði ffamkvæmt þetta án þess að spyrja kóng eða prest sagði Ólafur að allavega hefðu þeir ekki spurt prest. For- maður og varaformaður Prestafé- lagsins hefðu verið viðstaddir fund um mótmælaaðgerðimar, en hvor- ugur hefði haft hugmynd um þenn- an þátt mótmælanna. Þetta væri mjög ógeðfellt og langt fyrir neðan virðingu háskólamenntaðra manna. í ræðu sem Unnur Steingrímsdótt- ir, félagi í BHMR flutti, ákærði hún ríkisstjómina fyrir að hafa farið langt útfyrir sitt valdsvið með þvi að setja lög á dóm. Hún krafðist þess í nafni BHMR að rikisstjóm Steingríms Hermannssonar segði af sér nú þegar og íslenskir kjós- endur mættu bera gæfu til þess að hljóta betri og heiðarlegri stjóm- endur :• framtíðinni. —SE UNDARLEGUR ÞJÓFNAÐUR Lögreglan á Keflavikurflugvelli velt- ir nú vöngum yfir ffekar undarlegum þjófnaði á biffeið, sem hvarf af stæði fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 15. ágúst til 2. septem- ber. „í fyrsta lagi hefúr bifreið ekki ver- ið stolið af stæði við flugstöðina í háa herrans tíð. Það hefúr verið töluvert um skemmdir, en ekki þjófnaði. I öðm lagi er mjög erfitt að komast inn í bifreiðina, stýrislæsinguna þarf að bijóta upp og tengja beint eins og kallað er, áður en keyrt er af stað, nema viðkomandi hafi verið með kranabíl. I þriðja lagi er bíllinn ffekar áberandi, langur, silfurgrár Pajero jeppi með breiðum rauðum röndum á hliðum og djúpum krómfelgum í stað venjulegra hvítra. Ef um venjulegan bílþjófnað væri að ræða, hefði manni þótt eðlilegra að þjófúrinn hefði val- ið bifreið scm auðveldara er að taka og ekki ber jafn mikið á,“ sagði Ósk- ar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn rannsóknarlögreglu á Keflavíkur- flugvelli, i samtali við Tímann. Einkennisstafir jeppans em 1-2169 og eigandi biffeiðarinnar er Magnús Guðmundsson, ffamleiðandi Lífs- bjargar í Norðurhöfúm, sem um þess- ar mundir vinnur að gerð annarrar myndar af svipuðum toga. Óskar sagði lögregluna hafa velt því tölu- vert fyrir sér hvort hér geti verið um einskæra tilviljun að ræða, en áður hefúr ýmislegt hent Magnús svo sem það að hlustunartæki hafa fundist í íbúð hans. „Samkvæmt venju höfúm við þegar lýst eftir bílnum á öllum lögreglu- stöðvum. Við höfúm einnig kannað hvort bíllinn hafi hugsanlega getað verið tekinn upp í skuld en það virð- ist engu slíku vera fyrir að fara. Við munum ffamkvæma rannsókn á bíln- um, þegar hann finnst, svo sem fingrafararannsókn, og í ljósi að- stæðna geri ég ráð fyrir að hún verði nokkuð viðameiri en venjulega þegar um þjófnað á bifteið er að ræða,“ sagði Óskar. jkb Geir Hallgrímsson, seðlabanka- stjóri og fyrrverandi forsætisráð- herra, lést á sjúkrahúsi á Reykja- vik aðfaranótt laugardags 1. sept„ á 65. aldursári. Hann hafði átt við vanheilsu að striða undanfarna mánuði. Geir Hallgrímsson var fæddur í Reykjavík 16. des. 1925, sonur hjónanna Áslaugar Geirsdóttur (rektors Zoega) og Hallgríms Benediktssonar stórkaupmanns, af austfírskum og þingeyskum ættum. Geir var í þriðja lið frá sr. Jóni i Reykjahlfð, ættföður Reykjahlfðarættar, og honum næstur í niðjarðð sinna samtfðar- manna, að ætla má. Geir lauk ungur lögfræðiprófí og stundaði lögmannsstörf nær- fellt 10 ár. Jafnframt var hann forstjóri Hlutafélagsins H. Ben. & Co að föður sínum látnurn 1954, þar til hann var kjðrinn borgarstjóii í Reykjavfk, íyrst Geir Hallgrimssort. ásamt Auði Auðuns, síðla árs ungra sjálfstæðismanna og hafði 1959, en gegndi síðan einn borg- mikið traust í flokki sínum eins arstjórastarfí frá 1960 til 1972. og sést á þvi að hann var valinn Geir var mjög virkur í röðum borgarstjóri rúmlega þrítugur aö aldri. Geir sat á Alþingi sem þingmaðurReykjavíkur 1970-83. Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1971 og for- rnaður 1973. Á formannsárum sínum var hann forsætisráðherra í fjögur ár, 1974-78. Hann var ut- anríkisráöherra 1983-85, en hætti þá afskiptum af stjórnmál- um, gerðist seðlabankastjóri (einn af þremur) 1986 og gegndi því starfí til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona hans er Erna Finnsdóttir (landsbóka- varöar Sigmundssonar). Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru álffi. Geir HaUgrímsson var merkur og afar vel látinn stjórnmála- maður. Hann vakti eftirtekt fyrir prúðmennsku og yfirlætisleysi. I meðbyr og mótlæti var hann eins og óhagganlegur, en ævinlega málefnaiegur og virtur fyrir hreinlyndi. Eiginkonu hans og fjölskyidu eru sendar hugheUar samúðar- kveðjur. Ritstj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.