Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. september 1990 Tíminn 7 Lúxusversl- un í Moskvu í húsnæði eins elsta almenningssalemis Moskvu, sem er neð- anjarðar, hefur verið stofnuð umboðsverslun með munaðar- vörur. Innréttingamar eru óvenjulegar og fúkkalyktin verulega óþægileg. En viðskiptin blómstra. Japönsk myndbandstæki, frönsk ilmvötn, amerískar sígarettur og ítalskir skór, verslunin er eins og óskabrunnur fullur af vestrænum munaði sem myndi valda uppþoti sæist hann í almennum verslunum. En það er ekki bara úrvalið sem slær fólk út af laginu. Verðið er lika hreint ótrúlegt. Sólgleraugu kosta 300 rúblur (30.000 íkr.) — sex vikna meðallaun — iþróttaskór kosta 750 rúblur (75.000 íkr.), og myndbandstæki 4000 rúblur (400.000 íkr.). Er það furða að mönnum blöskri? Nadezhda Borizova, sem er 24 ára gömul og formaður samvinnufé- lagsins sem rekur verslunina, segir að verslunin sé ekki rekin á salemi af því sá kostur þyki svo fýsilegur. „Hvar annars staður fengjum við jafnstórt húsnæði í miðborg Moskvu? Hvergi.“ Reyndar var það ekki ætlimin í upphafi að fara út i verslunarrekst- ur. Upphaflega leigði hópurinn þrjú almenningssalemi i miðborg Moskvu til að setja á stofn góða salemisaðstöðu fýrir almenning þar sem fólk gæti athafhað sig gegn greiðslu. Sá rekstur gekk þó ekki eins vel og vonir stóðu til. Þó svo að almenn- ingur tæki þessari nýbreytni vel dugði gjaldið, sem var 11 ísl. krón- ur, engan veginn til að endurgreiða 60.000 rúblna lán (6 millj. ikr.) sem tekið var til að standa straum af breytingunum sem gerðar vom á húsnæðinu. Yfirvöld gáfu ekki leyfi til að hækka gjaldið og menn tóku að örvænta. Þá kom Nadezhda Borisova til sögunnar. Hún var orðin leið á að vera heima með ungt bam og tók fegins hendi því tilboði að ganga til liðs við hópinn. Þá kom upp sú hyg- mynd að setja á stofn verslun. ,3>ama niðri var 400 fermetra rými,“ segir hún. „Þetta var allt of mikið pláss til að eyða því í sal- emi.“ Þau skiptu því sem áður var karlaklósett i tvö herbergi og versl- unin er nú þar sem kvennaklósettið var. Verslunin er rekin á svipaðan hátt og umboðsverslanir ríkisins sem er að finna i hveijum bæ. Fólk kemur með hluti sem það vill ekki eða hef- ur ekki þörf fýrir að eiga, þeir em verðlagðir og settir í sölu. Þegar hluturinn síðan selst fær eigandinn sitt og verslunin umboðslaun En það er stór munur á þessari verslun og þeim rikisreknu. Sam- vinnuverslunin tekur einungis á móti nýjum hlutum sem fólk hefur keypt á ferðalögum á Vesturlönd- um. Vömmar em því í allt öðrum gæðaflokki en raslið sem iðulega má sjá í ríkisverslununum. Sama má segja um verðið sem er reiknað út ffá gengi rúblunnar á svörtum markaði. Þetta skipulag gengur vel. Reynd- ar gengur það einum of vel. Að sögn fr. Borisova fær verslunin 50.000 rúblur á mánuði (rúmar fimm milljónir íkr.) í umboðslaun, sem nægir til að hafa 24 menn í vinnu. En þeim em takmörk sett af smámunasömu skriffæði. Það er betra að vera vel fjáður ef ætlunin er að versla hjá henni þessarí. Sólgleraugu kosta um 30.000 krónur og leðuijakki um 300.000. Skyldi Gorbi vita af þessu? Mikið af peningum þeirra er hrein- lega kyrrsett I bönkunum og er að- eins hægt að taka þá út gegn 300% skatti. „Ef mig vantar 100 rúblur þarf ég að taka út 400,“ segir Bor- isova. „Þetta er geðveiki." Það sama gildir ef laun starfsmanna fara yfir 520 rúblur (52.000 íkr.) á mán- uði. Nú fara 40% af veltunni í skatta og önnur gjöld. Það hlutfall verður bráðlega hækkað upp í 60%. Og þrátt fýrir þann byr sem fijálst ffamtak hefur nú í Sovétríkjunum er enn að finna andstöðu gegn slíku meðal almennings. Margir við- skiptavinir sem hrökklast tómhentir út úr versluninni kvarta yfir fjallháu verðinu og segja vömmar ekki þess virði. „Það er siðferðilega rangt að verð- leggja leðuijakka á 3000 rúblur þegar bamafjölskyldum er ætlað að liga á 90 rúblum á mánuði,“ segir Yelena, ungur Moskvubúi. Borisova lætur þetta ekkert á sig fá. Hún bendir á að peningamir haldi áffam að flæða inn. „Þeir sem koma til okkar vita vel um verðið og kaupa aðeins ef þeir vilja," segir hún. „Lítið á allar tómu rikisversl- animar. Það er ekki okkur að kenna að þar er ekkert að hafa.“ Vænleg staða evrópsks áliðnaðar Fyrir þremur árum, 1987, keypti Aachen- und Múnchener- vá- tryggingarfélagið meiríhluta hlutaflár í Bank fur Gemeinwirts- chaft, sem viðskipti hefur um allt Vestur-Þýskaland. Þau kaup eru talin upphaf samstarfs, að minnsta kosti samstarfssamn- Samtök evrópskra álffamleiðenda, European Aluminium Association, birtu 13. júní 1990 yfirlit yfir stöðu iðnaðarins. - I heimi öllum nam vinnsla áls 1989 um 14,5 milljónum tonna, og endurvinnsla 1,7 milljón- um tonna að auki. Svaraði álvinnsla 1989 nær til notkunar. Birgðir vom 1,5 milljónir tonna í mars s.l. — í Vestur-Evrópu var vinnsla áls 1989 Rýr uppskera af kaffi í Brasilíu Brasilía flutti 1989útkaf5lyrlrl3 milljarða $, sem námu 5% af tekj- um hennar af vöruútflufningjL (Og muna brasilískir kaffiræktendur sinn flfil fcgri). í sumar, þriöja áríð f röó, var rýr uppskera á kaffiekrum í landinu. Mun hun hafa verið 20-24 miUjónir sekkja (á 60 kg), en nemur um 30 miUjónum sekkja á góðiun árum. Á alþjóðlegum mörkuðum var verð á kaffi snemma sumars 86- 94 $ á sekk, en á brasiiískum mörk- uðum 93 $. Aftur á mótí kveðast ræktendur þurfa 120 $ á sekk tU að hafa fýrir kostnaöi. — Samkomu- lag ræktenda og ríkisstjómar hefur verið stírt, síðan stjómin lagði niður BrasUfsku kaffistofnunina (BQ f mars sX, en í juK 1989 fór úrskeiðis Alþjóðlega samkomulagsgerðin um kaffl um 3,6 milljónir tonna, 4% meiri en 1988, og vex væntanlega um 1% í ár. í fýrsta sinn var notkun áls 1989 meiri í Vestur-Evrópu en í Bandaríkj- unum, og í ár mun hún flytja inn um 900.000 tonn. Horfur þykja á vaxandi notkun áls. í hvem bíl fara nú að meðaltali 50 kg, en ekki ósennilega allt að 80 kg um 1995. Notkun áls vex líka í bygging- ariðnaði. Og í vaxandi mæli er það enn haft í umbúðir. Landa á milli er notkun áls mjög mismikil, í Vestur- Þýskalandi um 27 kg á mann á ári, á Frakklandi um 15 kg, á Grikklandi um 7 kg. - Formaður Samtakanna, Jochen Schimer, kveður 1800-1900 $ verð á tonni, muni ýta undir fjárfest- ingu í álverum í Evrópu á næstu ár- um. Stígandi inga, á milli vátryggingarfélaga mjög í vöxL Hnígur það enn að konar fjársýslu, að Allfinanz. Hæst ber samning Dresdner Bank, annars stærsta banka Vest- ur- Þýskalands, og Allianz, stærsta vátryggingarfélags lands- ins, í mars 1989, og þá samning Bayerische Vereinsbank, fimmta stærsta bankans, við Victoria, eitt Hlutfall álframleiðslu og álnoktunar í Evrópu Milljón tonna 2 1 1985 1988 1989 1990 spá og banka, sem síðan hefurfærst því að koma undir eitt þak hvers stærsta vátryggingarfélagið. Þá hefur Victoria, ásamt Deutscher Herold og Hamburg-Mannheim- er, einnig samið við Dresdner Bank um samstarf. Annan hátt hefur þó stærsti bankinn, Deut- sche Bank, á haft. Hann setti í september 1989 upp eigið líf- tryggingarfélag, Lebensversicher- ung der Deutschen Bank, sem fýrstu þijá starfsmánuði sína seldi 30.000 líftryggingar. „Báðum aðilum er auðsær ávinn- ingur af að taka höndum saman. Flestir stórir bankar hafa komið sér upp víðfeðmu, en dým, neti útibúa. En þýsk tryggingarfélög halda úti her umboðsmanna, í fullu eða hlutastarfi, til að annast viðskipti sín og vinna margir þeirra heima hjá sér eða á litlum, ódýrum skrifstofum. Nálega allir samningar banka og vátrygging- arfélaga hafa hafist á samstarfi um boð líftrygginga aðallega og (ýmiss konar) persónulegra lána og verðbréfa. En þegar huga ýmis félög að útvíkkun þess sviðs.“ Svo sagði Financial Times frá 11. janúar 1990.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.