Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 5. september 1990 Miðvikudagur 5. september 1990 w ■ J- : Umsóknir um embætti þjóöleikhússtjóra hafa voriö sendar þjóðleikhúsráði til umsagnar: Eftir Jóhönnu Kristínu Bimir Umsóknarfrestur um stööu þjóðleikhússtjóra rann út í gær og sendu sex manns inn fimm umsóknir. Þó skammt sé liðið fraþví aö fresturinn rann út og enaar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar varðandi veitinau embærtisins, vilja leikarar hafa vaðið fyrir neðan sig. Viðkomandi aðilar eru sagðir hafa sent menntamálaráðherra bref þar sem farið er fram á að fagleg þekking sitji í fýrirrúmi við ráðningu í embættið. Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, kannaðist hins vegar ekki við að hafa séð nefhdan lista. Hún sagð- ist aðeins hafa heyrt um að einhver slík söfn- un undirskrifta væri í gangi. Þeir leikarar Þjóðleikhússins sem Tíminn hafði samband við könnuðust að vísu flestir við umræddan undirskriftalista. En enginn var þó tilbúinn til að leggja nafn sitt við hann. Samkvæmt heimildum blaðsins voru hvatamenn að undirskriftasöfhuninni Amar Jónsson og Þórhallur Sigurðsson, en í hvor- ugan þeirra náðist til að fá staðfest hvort list- inn hefði verið sendur í ráðuneytið og þá hvenær. Fimm umsóknir, sex umsækjendur Hlín Agnarsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, María Kristjánsdóttir og Stefán Baldursson sóttu öll um starf þjóðleikhússtjóra og Haf- liði Amgrímsson og Guðjón Pedersen sendu inn eina umsókn saman. Þjóðleikhússtjóri er ráðinn til fjögurra ára í senn. Sumir þeirra leikara sem ekki vildu láta hafa neitt eftir sér varðandi undirskriftalist- ann sögðu það einkum vera sökum þess að þeir teldu uppþot í kring um málið ástæðu- laust. Þama hefðu starfsmenn einfaldlega verið að fara ffam á að fagleg sjónarmið réðu vali á þjóðleikhússtjóra. Það ætti í raun ekki að skipta neinu höfuðmáli hvort hér væm á ferðinni leikarar Þjóðleikhússins eða aðrir og reyndar hefði ekki verið um þá eina að ræða. Leikhúsfólk væri aðeins, eins og aðrir landsmenn, orðnir langþreyttir á að önnur sjónarmið réðu vali í embætti en fag- leg þekking og hæfhi, eins og einn viðmæl- anda Tímans komst að orði. Þá töldu viðkomandi ekki skipta nokkm máli hvort slík áskorun væri send áður en ráðning hefði farið ffam eða á eftir, þar sem engin nöfn væm nefnd á listanum og þvi ekki ffekar verið að styðja einn umsækjanda frekar en annan. Einnig var vísað í ffumvarp til nýrra laga þar sem kveðið er á um æski- lega menntun og reynslu þjóðleikhússtjóra innan leikhússins. Fmmvarp þetta stóð til að leggja ffam fyrir þingslit, en ekki vannst tími til þess og er gert ráð fyrir að það verði lagt fram í haust. Ráðið með málið til umsagnar Þjóðleikhúsráð fjallar um umsóknir er ber- ast menntamálaráðuneytinu og leggur fram umsagnir, en úrslitavald varðandi veitingu stöðunnar er i höndum menntamálaráðherra. „Ég hef ekki fengið undirskriftalista í hend- umar, en frétti að hann væri í gangi og var síðan sagt að hann hefði borist niður i ráðu- neyti. Starfsmaður Stöðvar tvö sagði mér að þama hefði verið um að ræða almenna starfsmenn Þjóðleikhússins, sem er ekki rétt heldur var þama eingöngu leiklistarfólk á ferðinni og ekki endilega eingöngu úr Þjóð- leikhúsinu. Mér finnst á hinn bóginn söfnun undirskrifta hálf hlægileg, því bæði Gísli Al- freðsson og Sveinn Einarsson em nú aldeilis leikhúsmenntaðir menn, þannig að ég get ekki séð neina ástæðu til að óttast að aðrir en menn með víðtæka þekkingu á starfi leik- húsa verði ráðnir. Ég veit ekki betur en ráð- herra hafi staðið sig ágætlega í þeim málum er viðkoma leikhúsum landsins og ég tel ekki neina ástæðu til að vanmeta hann á þennan hátt. Það em skiptar skoðanir innan Þjóðleik- hússins um hvem beri að ráða. En ég er hrædd um að fféttir um undirskriftalista sem þennan hafi fælt hæfa menn frá því að sækja um,“ sagði Þuríður Pálsdóttir, formaður þjóðleikhúsráðs, í samtali við Tímann. Enginn listi hjá aðstoðarmanni ráðherra Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður ráð- herra, kannaðist ekki við að listinn hefði bor- ist en benti jafhffamt á að hún fengi ekki alla slíka pappíra í hendur. „Ég hef ekki séð listann, en hef heyrt orð- róm um að hann væri í gangi. Að vísu þarf ekki að vera að hann myndi berast mér. Éólk hefur ýmsar leiðir til að koma skoðunum sínum á ffamfæri, sumir safna undirskriftum en aðrir hringja beint. Umsóknir um stöðu þjóðleikhússtjóra hafa verið sendar þjóðleikhúsráði til umsagnar og við gerum ráð fyrir að ráðið velji síðan hæf- asta umsækjandann. í ráðinu eru þrír fúlltrú- ar leikaranna og fúlltrúar allra stjómmála- flokkanna. Eftir að umsögn hefúr fengist metur ráðherra þetta í einu allsheijar ljósi og tekur síðan afstöðu til málsins. Starfsmenn menntamálaráðuneytisins hlusta á alla sem eitthvað hafa til málsins að leggja og tekið er tillit til þess eftir því sem kostur er, hvort sem slíkt er í skrifúðu máli eða munnlega. Það er óvenjulegt að yfirlýsingar um stuðn- ing við ákveðna manneskju berist áður en umsóknarffestur renni út en slíkt hefúr þó gerst. Það fmnst mér ósanngjamt, þar sem þá er um að ræða val fyrirffam án þess að öðr- um sé gefið tækifæri. Allar bollaleggingar um ráðningu þjóðleikhússtjóra gegn eða með undirskriftalista, sem við vitum ekki hvort er til, em hins vegar út í hött. Ég hef engar áhyggjur og tel að þetta verði hið besta mál,“ sagði Guðrún í samtali við Tímann. Annaö á döfinni óháö ráðningu Starf leikhússtjóra Borgarleikhússins er einnig laust til umsóknar innan skamms. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona og fleiri töldu að nú hlyti að fara í hönd skemmtilegur og spennandi tími, þar sem nýir menn tækju við stjómtaumum í báðum stærstu leikhúsum landsins, hveijir svo sem það yrðu. En það er fleira á döfinni hjá Þjóðleikhús- inu en ráðning leikhússtjóra. Þann 21. þessa mánaðar verður fmmsýnt í Gamla biói fyrsta verk vetrarins, revían „Örfá sæti laus“ eftir höfunda Spaugstofunnar. Á sviðinu birtast 15 leikarar, 4 dansarar, hljómsveit og tækni- menn. Leikurinn mun vera hugljúfúr hvunn- dagsþriller með dularfullu ef ekki beinlínis dulrænu ívafi, að sögn höfúnda, að hluta til byggður á sönnum heimildum en að öðm leyti argasta lýgi ffá rótum, eins og segir í til- kynningu leikhússins. Sögusviðið er leik- húsið sjálft og umhverfi þess. Um áramót er gert rað fyrir að endurbótum á Stóra sviði Þjóðleikhússins verði lokið. Starfsmenn leikhússins lýstu yfir ánægju sinni við Tímann, með að framkvæmdir við húsið virðast ætla að standast áætlun og sögðust hlakka til að komast inn aftur. Þá hefjast sýningar á Pétri Gaut eftir Henrik Ib- sen i þýðingu Einars Benediktssonar. í til- kynningu Þjóðleikhússins segir m.a.: „Ekk- ert norskt verk hefúr verið eins mikið lesið og dáð á leiksviði og leikritið í ljóðum um lygalaupinn og heimsmanninn Pétur Gaut ffá Guðbrandsdal. Leikritið hefúr verið þýtt á ótal tungumál og er sífellt á dagskra leik- húsa um allan heim við tónlist Edvards Grieg.“ Skömmu síðar er ráðgert að ffumflytja nýtt íslenskt bamaleikrit, „Búkollu“, eftir höfúnd er kýs að skrifa undir dulnefninu Álfúr Ól- afsson. Búkolla mun vera ævintýraleikrit er í tvinnast fjöldi af þjóðsagna- og ævintýra- minnum. I mars verður söngleikurinn „Sound of Music“ eftir Rodgers og Hammerstein settur á fjalimar. Söngleikurinn er byggður á ævi- sögu söngelsku nunnunnar Maríu Ágústu er réð sig sem bamfóstra til Trappfjölskyldunn- ar í Austurríki árið 1938. „Bensínstöðin" er nýtt ffanskt leikrit eftir Gildas Bourdet, sem ráðgert er að ffumsýna á stóra sviðinu með vorinu. Bourdet er ungur höfúndur sem hef- ur vakið töluverða athygli síðasta áratug. „Bensínstöðin" var ffumsýnd í Bordeaux 1985 og er sögð vera hlýlegt og fyndið verk, ljúfsár lýsing á alþýðufólki sem býr við kröpp kjör. í miðpunkti leiksins er fjölskylda í upplausn, móðir og dætur hennar. Móðirin gegnir hlutverki einskonar bensínstöðvar fjölskyldunnar, alltaf á sínum stað þegar ein- hver þarf á að halda. Litia sviöið Á Litla sviðinu fara að minnsta kosti 3 verk á fjalimar. Fyrst ber að telja „Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar“, leikgerð Halldórs Laxness á skáldskap Jónasar við tónlist Páls Isólfssonar. Forsýning á leiknum var á Kjar- valsstöðum í júní síðastliðnum. Um jólin verður ftumsýnt leikritið „Prómeþeifúr í skærum“ eftir Danann Emst Braun Olsen, í þýðingu Einars Más Guðmundssonar. I þessu nýja verki er ráðherra tekinn á beinið í hljóðveri útvarps vegna siðferðisbresta sinna. I mars kemur á Litla sviðið leikritið „Skrifað heim“, eftir Rose Leaman Golden- berg. Verkið lýsir samskiptum móður og dóttur og byggir á bréfaskiptum bandarísku skáldkonunnar Silvíu Plath og móður henn- ar. Þýðandi er Guðrún J. Bachmann. Leikarar Þjóðleikhússins hafa að auki und- irbúið íjölþættar dagskrár er framfluttar verða í haust. Fyrst er þar um að ræða dag- skrá í tengslum við dag læsis, þann áttunda þessa mánaðar. Þá fer í vetrarbyijun af stað leikdagskrá ætluð skólum er hópur leikara fer í skólaheimsóknir með ýmsa leikþætti. í Þjóðleikhúskjallaranum verða leikarar með leiklestra í vetur og í tilkynningu leikhússins segir ekki vera loku fyrir það skotið að fleiri verk verði á dagskrá en þegar hafa verið kynnt. Framkvæmdlr vlögeroa f ÞJóöleikhuslnu virðast ætla að standast áætiun og gert er ráð fyrir að fyrsta leikritið verði fært á fjalimar þar um áramót Tímamynd: Ámi Bjama Hluti starfsfólks Þjóðleikhússins samankominn í æfingasai leikhússins að Lindargötu 7 í upphafi nýs leikárs. Mynd: Grímur Bjamason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.