Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 5. september 1990 Tíminn 13 v/r\r\uð i Hnr KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Haldið að Núpi í Dýrafirði 8.-9. september 1990 DAGSKRÁ: Laugardagur 8. september: 1. kl. 14.00 Þingsetning 2. kl. 14.10 Kosning starfsmanna þingsins 3. kl. 14.15 Kosning nefnda og framlagning mála 4. kl. 14.40 Skýrslur stjórnar, umræður og afgreiðsla 5. kl. 15.10 Ávörp gesta 6. kl. 15.30 Kaffihlé 7. kl. 16.00 Stjórnmálaviðhorfið - staða og horfur 8. kl. 16.40 Ávarp þingmanns og varaþingmanns 9. kl. 17.30 Almennar umræður 10. kl. 19.00 Matarhlé 11. kl. 20.00 Umræður um framboðsmál 12. kl. 21.00 Fundi frestað Sunnudagur 9. september: 1. kl. 09.00 Nefndarstörf 2. kl. 12.00 Hádegisverður 3. kl. 13.00 Afgreiðsla mála 4. kl. 14.00 Kjör stjórnar og nefnda 5. kl. 14.30 Önnur mál 6. kl. 15.00 Þingslit Stjórnin Umhverfismálaráðstefna: Virðum líf - verndum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Skráning hjá Þórunni, sími 91 -674580, og Svanhildi, sími 12041 e.h. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími 91-674580. m Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Umhverfismálaráðstefna Ráðstefna um umhverfismál verður haldin i Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Akranes - bæjarmál Kominn tími til að tengja. Tengja liðið saman eftir sumarfríið. Bæjarmálafundur laugardaginn 8. sept. kl. 10.30 í Framsóknar- húsinu við Sunnubraut. Mætið öll hress og kát. Bæjarfulltrúamir. Ágætu félagskonur Vetrarstarfið hefst með ferð til Þingvalla laugardaginn 8. septem- ber nk. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni og lagt af stað kl. 14.00, komið verður aftur kl. 18.00. Upplýsingar ( síma 674580. Mætum vel. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík. Mel Gibson fer ekki spönn frá rassi nema öll fjölskyidan fýlgi í kjöffarió. Mel Gibson er feiminn Mel Gibson, sem heillar allt kven- fólk upp úr skónum, var á sínum tíma svo feiminn að hann jx>rði ekld að biðja konunnar sinnar. Konan hans tók þó af skarið og bað hans og Mel gaf henni hönd sína alls hugar feginn. Þau hafa nú verið gift í tíu ár og eiga sex böm á aldrinum sex mánaða til m'u ára. Starfi Gibsons fylgja mikil ferðalög en fjölskyldan er alltaf með. Hann segist vinna betur þegar fjöl- skyldan er nálægt, því þá geti hann slappað af. Þau hjónin reyna þó að komast tvö ein ffá skaranum öðm hveiju og fara þá út að borða eða í stutt ffi. Það ger- ist þó ekki oft, þvi svona hópur þarf vist manninn með sér. Fjölskyldan ferðast um heiminn án bamfóstra eða kennara. Gibson segir að bömunum líki þetta vel, þau eign- ist stöðugt nýja vini og þrífist bara vel á flakkinu. Gibson segist hvorki letja né hvetja bömin til að feta í fótspor sín (enda heldur snemmt að ákveða lífshlaup blessaðra bamanna). Hann segir þó að fimm ára sonur sinn hafi tiUcynnt sér það nýlega að hann ætlaði að verða leikari jægar hann yrði stór. Aðspurður hvers vegna, var sá stutti með svar á reiðum höndum: „Svo ég geti tekið við af þér þegar þú deyrð." Ekki em ráð nema í tíma séu tekin. Mel Gibson sagði já þegar Robin bað hans. ALVÖRU Dick Tracy starfar í lögregluliði Chicago - i alvömnni. Lögregluþjónn í liðinu í Chicago heitir nefnilega Dick Tracy og hef- ur fengið að heyra það í gegnum tíðina. I hvert sinni sem aumingja maður- inn kynnir sig fær hann að heyra ýmislegar athugasemdir og oftast þarf hann að sýna skilríki til að sanna að þetta sé hans rétta nafh. Höfúndur teiknimyndanna um hinn eina sanna Dick Tracy ffétti af honum og mátti til með að sjá hann. Þegar þeir hittust bað höfúndurinn Tracy um skilríki og þegar hann sá að þetta var heilagur sannleikur sagði hann bara: „Ja, hver fjárinn“ og gaf lögreglumanninum áritaða mynd af nafna sínum. Bófar og ræningjar hreykja sér sumir hveijir af því að það hafi ekki þurft minni mann en Dick Tracy til að góma þá. Einn var þó ffemur ósáttur við þessi örlög sin og fannst það hámark firrunnar að vera stung- ið inn af uppáhalds teiknimynda- flgúmnni sinni. Dick Tracy er fæddur 1934, tveim- ur ámm eftir að byijað var að birta teiknimyndasögumar um nafha hans. Hann segist alla tíð hafa stað- ið í ströngu út af nafngiftinni, en væri þó ánægður með nafnið og myndi ekki breyta, þvf þó tækifæri byðist. DickTracy á mikið af minja- gripum með DickTracy, þannig aö Dick Tracy er umkringdur af Dick Tracy - eða þannig sko. DICK TRACY

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.