Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 5. september 1990 AÐ UTAN undirbýr stríð gegn Maradona Fótboltaliðið Napólí virðist reiðubúið til að hefja stríð á hendur Maradona þegar fótboltatímabilið hefst. Þvert gegn því sem tíðkast hjá öllum öðrum liðum vilja forráðamenn Napólí að hann fresti komu sinni úr sumarfríi til þess dags er deildakeppnin hefst Uppþotið sem Maradona veld- mætti snemma til leiks þvert ur á hverju sumri þegar hann snýr aftur ffá Argentínu gefur svo sannarlega tilefni til að gripið sé til harkalegra aðgerða. Hver man ekki sumarið 1989? Þá var Maradona uppgefmn eftir átökin í bikarkeppni Ameríku og á kafi í giftingarundirbúningi og vildi ekki snúa aftur. Hann fór að veiða kanínur og fisk og þó svo að hann ætti bókað far með hverri flugvélinni á fætur annarri vildi hann ekki yfirgefa Argentínu. Hann fór í „feluleik“ við blaðamenn sem voru sendir ffá ítaliu til að hafa uppi á hon- um. Lét sér vaxa skegg og safn- aði holdum. Hinum megin á hnettinum sátu Napólíbúar og hótuðu honum öllu illu. Skoðanir áhangenda liðsins voru skiptar, meirihlutinn áleit þó að hann væri fyrirlitlegur svikari. En þegar hann kom loks til Napólí var honum fagnað eins og þjóðhetju. Maradona borgaði fyrir sig með því að spila (ekki alltaf vel), skora (í algjöra lágmarki) og fórna sér (þegar bakverkir hijáðu hann), en fyrst og ffemst með því að leika hlutverk „ofúrmennis- ins“ þegar hann dró lið sitt til sig- urs. En heimsmeistarakeppnin olli Napólíbúum miklum heilabrot- um. Áttu þeir að halda með Ítalíu eða sínum heittelskaða Maradona og Argentínu? Þetta var ekki svo mikið vandamál til að byija með, en dró til tíðinda þegar svo vildi til að þjóðimar mættust í undan- úrslitum í Napólí. Maradona bað um stuðning liði sinu til handa og minnti á það misrétti sem það ætti við að búa þar sem það væri frá bláfátækri Suður-Ameríku. Þetta hafði þver- öfúg áhrif og varð tilþess að hver einasti áhorfandi á ólympíuleik- vanginum í Róm var á móti Mar- adona í úrslitaleiknum gegn Vest- ur-Þýskalandi. Þeir úuðu svo á hann að hann gat ekki varist gráti við afhendingu bikarsins. Og nú var enn kominn ágúst. Maradona sneri við blaðinu og gegn venju sinni. Hann gaf fogur loforð, sagðist vera í megran og ætla að koma sér í toppform eins fljótt og mögulegt væri. Kannski var það í þeim tilgangi sem hann fór í tveggja daga ferðalag til Kaprí á sportbátnum sínum og þandi Ferraribiffeið sína á veginum milli Flórens og Bologna og lögreglan stöðvaði hann á 250 km hraða. Þetta var tvöfalt meiri hraði en lög leyfa og lögreglan benti hon- um einnig á að ökuskírteinið hans væri ógilt og tryggingin út- rannin. Eitt kvöldið sást til Maradona þar sem hann var á skemmtistað ásamt fjóram félögum sínum úr liðinu. Þeir þömbuðu kampavín og dönsuðu frá sér allt vit til klukkan fjögur um morguninn, en þá laumuðust þeir inn um bak- dymar á hótelinu sem þeir dvöld- ust á. Þeir vora sektaðir og Mar- adona borgaði en mótmælti jafn- ffamt kröftuglega því hann taldi sig vera í ffíi. Maradona á ekki í erfiðleikum með að borga slíkar sektir, því laun hans hljóða upp á 2 milljón- ir dollara á ári, fyrir utan alls kyns aukasporslur og bónus- greiðslur. En hinn árlegi taugaskjálfti sem fylgir þeirri spumingu hvort hann láti sjá sig á réttum tíma eða ekki og svo lífemi hans þegar hann loks mætir á staðinn, er meira en forkólfar Napólíliðsins geta látið viðgangast. Því hefur forseti fé- lagsins kallað lögfræðinga sína á sinn fúnd til að bæta nýrri klásúlu í samning Maradona þess efhis að hann láti ekki sjá sig fyrr en hann sé öragglega búinn með sumarfríið. Sá samningur gildir til 1993, en það er talið að Maradona muni reyna að fá sig lausan fyrr, jafn- vel í lok þessa tímabils. Hann hefúr þá í huga að gerast fram- kvæmdastjóri liðs og þar sem Maradona er ekki vanur að lúta að litlu segir hann: „Kannski að ég stjómi Argentínu í heims- meistarakeppninni 1994.“ Marádona kom öllum ánægjulega á óvart meö þvf aö snúa snemma til Napólí úr sumarfríl með fögur fýr- irtieit, en sú ánægja varö skammvinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.