Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 6. september 1990 Fimmtudagur 6. september 1990 Tíminn 11 " MMHHHnHHHHHHMM ' ■ . Þjóðtrúin lifir góðu lífi meðal þjóðarinnar, þótt kynslóðirnar taki hana misjafnlega alvarlega: Veðurgapar og verkalýðsbarátta skjóta öldruðum skelk í bringu Félagar í BHMR fóru heldur fijálslega með þjóðtrúna síðastliðinn mánudag þegar þeir ætl- uðu að reisa ríkisstjóm Steingrims Hermanns- sonar níðstöng, og fyrir vikið má búast við að áhrif bölbæna þeirra reynist lítil. Hvort viljandi var svona staðið að málum eða hvort aðgerða- nefhdin hefúr gleymt að spyija þjóðháttaffæð- ingana í félaginu um það hvemig reisa eigi níð- stöng skal ósagt látið. Hitt er ljóst að úr varð at- höfn sem enga hliðstæðu á sér i íslenskum þjóðsögum eða þjóðtrú. Að mati biskups ís- lands, herra Ólafs Skúlasonar, var þessi athöfn engu að síður ekki sæmandi háskólamenntuð- um mönnum og það sem e.t.v. er enn alvar- legra, að athöfnin hefur skotið mörgu eldra fólki skelk í bringu. Það sem gerði athöfh háskólamanna ffá- brugðna þjóðtrúnni var að þeir notuðu þorsk- haus í stað hrosshauss, en níðstangir em ekki níðstangir nema þær prýði hrosshaus. Háskóla- menn notuðu þorskshaus sem ekki virðist tengjast á nokkum hátt níðstöngum eða öðrum galdrastöngum. Þá vísaði þorskhausinn beint upp í loft og er það enn eitt dæmið um mistök i sambandi við níðstöngina. Hliðstæðu við athöfh háskólamanna er helst að finna í Þjóðsögum Jóns Ámasonar, þar sem talað er um vindmaga, vindgapa eða veður- gapa. Veðurgapi var hafður til að gera ofviðri að mönnum sem vom á sjó og drekkja þeim. Þá var tekið óupprifið lönguhöfuð og það fest niður á stað sem var hátt uppi, annaðhvort á sjávarbakka ef hann var hár eða á atgeir eða stöng, og það sem út snéri á lönguhausnum óupprifnum var látið snúa í þá átt sem óveðrið átti að koma úr. Síðan var tekið kefli og rist á það galdrarún og þá var kjafturinn á löngu- hausnum þaninn út og keflinu stungið þar. Æstist veður þá svo að engum skipum var fært ásjó. Einnig em dæmi um það að lönguhöfuðið og maginn á löngunni væm fest á stöng, munnur- inn rifinn upp og látinn vísa í þá átt sem vind- urinn átti að blása úr. Ef galdurinn heppnaðist átti vindurinn að blása inn um munninn á löng- unni og fylla magann af vindi og átti hann þá að standa aftur eins og rófa. Ásamt þvi að setja upp stöngina þurfti að fara með galdraþulu. Samkvæmt fomum heimildum þarf að notast við hrosshöfiið til að setja upp niðstöng, en lönguhöfuð til að magna upp óveður. Löngu- höfuðið þarf að rifa upp svo vindurinn leiki um ginið og snúa opinu í þá átt sem vindurinn á að koma úr. Háskólamenn notuðu þorskhöfuð, óupprifið og sném því beint upp í loft. Eru níöstangir að komast í tísku? Á undanfómum ámm hefur eitthvað borið á því að reistar hafi verið níðstangir. Herstöðva- andstæðingar hafa verið iðnastir við kolann og hefur lögreglan yfirleitt tekið af þeim stangim- ar og gerðist það síðast nú um helgina þegar þeir vom að mótmæla komu Fastaflota Atl- antshafsbandalagsins. Herstöðvaandstæðingar hafa notast við hrosshausa og mun sá siðasti hafa verið heimasmíðaður. Þá munu islenskir stúdentar í Noregi hafa reist niðstöng á áttunda áratugnum til að bola þáverandi rikisstjóm frá, þegar hún hafði ekki staðið sig nægilega vel í lánamálum að þeirra mati. í fyrstunni ætluðu þeir að nota hrosshaus en norsk yfirvöld stöðv- uðu það og notuðust þeir því við þorskhaus og beindu honum til íslands. Frægasta níðstöngin er líklega niðstöng sú sem Egill Skallagrims- son reisti i Noregi til að bola konungi ffá völd- um. í skýringum við Egilssögu eftir prófessor Sigurð Nordal segir að í fomöld hafi menn not- að hrosshausa á níðstangir sínar, en einhvetjar heimildir væm um lönguhöfúð á níðstöngum og sá siður hafi haldist lengur en yfirleitt hefði það verið notað til að magna upp óveður. Lönguhöfúðsmál hafa af og til komið upp í gegnum tiðina. í Árbók Hins islenska fom- leifafélags segir ffá lönguhöfúðsmáli úr Ána- naustum 1729. Vitni vom að því að lönguhöf- uð var sett á birkistaur á hjalli 30. mars það ár. Hausinn sneri í móti vestri og var óuppskorinn og óupprifinn, gapti dálítið og var þaninn upp með tveimur smáspýtum en ekkert letur var á þeim. Illugi nokkur Bjamason varð uppvís að því að hafa sett upp hausinn og var færður til dómara og spurður að því í hvaða tilgangi og hvers vegna hann hefði sett upp hausinn. Sagði Illugi að það hefði verið gert í heimsku og narr- arii. Þá var hann spurður hvort hann væri að stofna til illviðra og strauma en Illugi vildi ekki kannast við það og var tilbúinn að sveija að hann hefði ekki viljað djöfúlinn dýrka með orðum eða athöfnum. Dómendum þótti þó lík- legt að hann hefði gert þetta i einhverri slæmri meiningu, því einir og aðrir óráðvandir drengir hefðu með álíka lönguhöfúðs uppsetningu ásamt illskuháttum og særingum, djöfúlinn dýrkað áður til foma. Illugi fékk áminningu hjá sóknarprestinum og var dæmdur til hárrar fé- sektar. Hallffeður Öm Eiríksson þjóðffæðingur sagði að dæmi væm um svona mál langt ffam á síð- ustu öld og fólk sem lifði ffam á miðja þessa öld hefði kunnað að lýsa þessu. Hallffeður sagði að greinileg tengsl væm á milli níðstang- ar og veðurgapa eða vindgapa, eins og kemur ffam hjá Sigurði Nordal, en eingöngu hefðu verið notuð lönguhöfúð á stangimar og þær hefðu aðallega verið notaðar til að magna upp óveður. Athöfnin hjá háskólamönnum hefði ekki farið ffam samkvæmt íslenskri þjóðtrú og þjóðsögum. Hallffeður sagði að með hliðsjón af því að vindgapi átti að magna ofviðri að mönnum á sjó og drekkja þeim, þá hafi það verið eins gott að BHMR-félagar gerðu hann ekki samkvæmt settum reglum. Eftir Stefán Eiríksson Athöfnin skaut eldra fólki skelk í bringu Eins og kunnugt er af fféttum hér i blaðinu kunni prestastétt landsins ekki að meta þá bar- áttuaðferð að reisa níðstöng. Þeir em þó ekki einir um þessa skoðun og virðist sem eldra fólk kunni síður að meta þetta uppátæki en ungt fólk. Timinn hafði spumir af því að á nokkrum t í~' ~" HhHI. 4 ip fBf >/._ ____t tk. „Níðstöng" eða „veðurgapi" BHMR. Á innfelldu myndinni má sjá teikningu af veðurgapa sem prýðir forsíðuna á „íslenskum þjóðsögum" Ólafs Davfðssonar. Timamynd: Pjetur stofnunum á höfúðborgarsvæðinu fyrir eldri borgara hafi gamla fólkið bmgðist illa við ffegnum af mótmælunum og sumir hveijir orð- ið vemlega skelkaðir. Þetta fékkst staðfest í meginatriðum þegar eftir þessu var spurt. Þannig sagði aðstoðardeildarstjóri á hjúkrun- ardeild Droplaugarstaða aðspurð að eldra fólk- ið á Droplaugarstöðum hefði haft orð á þvi að þeim fyndist þetta hræðilegur atburður, vegna þess að það virtist muna vel eftir því hversu ljótt hefði þótt að gera þetta fyrr á tímum. Þjóð- sögumar og þjóðtrúin heföi kennt þeim að þeg- ar svona væri gert, þá myndi það rætast og því hefði þetta skotið þeim skelk í bringu. Hún sagði að fólkið hefði líka talað um að það ætti ekki að nota hið vonda til að ná ffam bættum kjörum, ffekar hið góða. Hún sagði að yngra fólkið tæki þessu kannski sem gríni en eldra fólkinu finnist mikil alvara á bak við þetta. Á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fengust þær upplýsingar að bæði starfsmönnum og vistmönnum hefði þótt þessi athöfn ógeðfelld og óviðeigandi og allir væm gáttaðir á ffam- komu manna sem teldu sig vera menntamenn. Gamla fólkið trúði því ekki að það fólk sem það hefði kostað i grunnskóla og háskóla með vinnu sinni og skattgreiðslum kæmi ffam með þessum hætti. Vindgapi til aö ná sér í kvenmann í íslandsldukkunni eftir Halldór Laxness seg- ir ffá því þegar Jón Þeófilusson sagði nafna sínum Hreggviðssyni, hvemig búa ætti til vindgapa, er þeir vom samvista í þrælakistunni á Bessastöðum. Þar er um að ræða galdrastaf- inn vindgapa og ætlaði Jón Þeófílusson reynd- ar að nota hann til að krækja sér í kvenmann: ,TJa, sagði Jón Hreggviðsson. Vindgapa? Vegna stúlku? Já, sagði maðurinn. En það mistókst. Hefúrðu þesskonar vindgapa hér? spurði Jón Hreggviðsson. Seint er fúllreynt. Hver veit nema við gætum galdrað til okkar kvenmanns- belg híngað. Oft var þörf en nú er nauðsyn. En yfirvöldin höfðu þá tekið ffá manninum vindgapann. Getum við ekki búið okkur til vindgapa, sagði Jón Hreggviðsson. Getum við ekki rispað staf- skrattann með axarhymunni á höggstokkinn og feingið fallegan kvenmann velfeitan inn híng- að til okkar strax í nótt, og helst þijár. En það var ekki hlaupið að því að koma sér upp þessum staf, til þess þurfti mun rýmri að- gang að dýrarikinu og náttúrukröftunum en kostur var í þessum stað; vindgapi er letraður með hrafnsgalli á mórautt hundtíkarskinn holdrosamegin og borið síðan ofani stafinn blóð úr svörtum ffessketti sem óspjölluð mey hefúr skorið á háls við fúllu túngli. Hvemig gastu feingið óspjallaða mey til að skera svartan ffesskött? spurði Jón Hreggviðs- son. Hún systir min gerði það, sagði maðurinn. Það tók okkur þijú ár að útvega hrafnsgallið. En fyrstu nóttina sem ég hélt gapanum á lofti uppá svefnhúsi prestdótturinnar og þuldi gap- aldursstefnu var komið að mér, enda var þá kýrin dauð. En stúlkan, spurði Jón Hreggviðsson. Það svaf hjá henni maður, sagði Jón Þeófilus- son grátandi. Jón Hreggviðsson hristi höfúðið“. '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.