Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 12
12Tíminn Fimmtudagur 6. september 1990 rkvr^rv^ð g **rar~ KJORDÆMISÞING framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Haldið að Núpi í Dýrafirði 8.-9. september 1990 DAGSKRÁ: Laugardagur 8. september: 1. kl. 14.00 Þingsetning 2. kl. 14.10 Kosning starfsmanna þingsins 3. kl. 14.15 Kosning nefnda og framlagning mála 4. kl. 14.40 Skýrslur stjórnar, umræður og afgreiðsla 5. kl. 15.10 Ávörp gesta 6. kl. 15.30 Kaffihlé 7. kl. 16.00 Stjórnmálaviðhorfið - staða og horfur 8. kl. 16.40 Ávarp þingmanns og varaþingmanns 9. kl. 17.30 Almennar umræður 10. kl. 19.00 Matarhlé 11. kl. 20.00 Umræður um framboðsmál 12. kl. 21.00 Fundi frestað Sunnudagur 9. september: 1.kl. 09.00 Nefndarstörf 2. kl. 12.00 Hádegisverður 3. kl. 13.00 Afgreiðsla mála ¦4. kl. 14.00 Kjör stjómar og nefnda 5. kl. 14.30 önnurmál 6. kl. 15.00 Þingslit Stjómin Umhverf ismálaráðstef na: Virðum líf - verndum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Skráning hjá Þórunni, sími 91 -674580, og Svanhildi, sími 12041 e.h. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Umhverfismálaráðstefna Ráðstefna um umhverfismál verður haldin (Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Akranes - bæjarmál Kominn tlmi til að tengja. Tengja liðið saman eftir sumarfríið. Bæjarmálafundur laugardaginn 8. sept. kl. 10.30 i Framsóknar- húsinu við Sunnubraut. Mætið öll hress og kát. Bæjarfulltrúarnir. Þingvallaferð Vetrarstarfið hefst með ferð til Þingvalla laugardaginn 8. septem- ber nk. Boðiö verður upp á kaffi og meðlæti. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni og lagt af stað kl. 14.00, komið verður aftur kl. 18.00. Upplýsingar í síma 674580. Mætum vel. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík. IHI Reykjavík Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 8. september hefst aftur „Létt spjall á laugardegi". Að þessu sinni veröur staðan f álviðræöunum tekin. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður innleiöir og stýrir umræöum. Fundurinn verður að Höfðabakka 9, 2. hæö að vestanverðu f Jötunshúsinu og hefst kl. 10.30. Fulltrúaráðið. F.E.B. Kópavogi Síðasta spilakvöld í 3ja kvölda keppni verður i Hákoti (efri sal í félagsheimilinu) föstudag 7. sept. nk. kl. 20.30. Dans á eft- ir! Allir velkomnir! Fjölmennum nú! Jón Ingi og félagar sjá um fjörið! Fjölskylduhelgi Ferðafélags- ins í Landmannalaugum Ferðafélag íslands efhir nú um helgina, 7.-9. september, til sérstakrar fjölskyldu- helgi í Landmannalaugum. Farið verður úr bænum á föstudagskvöidinu kl. 20 og komið til baka á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, m.a. gönguferðir, ratléikur, leikir og kvöldvaka. Einnig verður með i för leiðbeinandi i ljósmynd- un, en á fáum stöðum gefast betri mynd- efhi en (hinu litrika umhverfí Lauganna. Þeir sem vilja eiga kost á ökuferð að is- hellunum i Hrafbtinnuskeri á laugardeg- inum. Gist verður i sæluhúsi Ferðafélags- ins en þar er aðstaðan eins og best gerist í óbyggðum og á staðnum er laugin fræga sem alla laðar til sín. Sérstakur fjöl- skylduafsláttur er i boði fyrir þessa ferð; þannig er ókeypis fyrir börn 9 ára og yngri i fylgd foreldra sinna. Um helgina verður éinnig Þórsmerkur- ferð á vegum Ferðafélagsins, eins og raunar allar helgar fram 1 október. Haust- litimir eru einmitt að byrja i Mörkinni. Þá verður sunnudaginn 9. september far- in 11. ferð afmælisgöngunnar; Reykjavik- Hvitarnes, en þeirri göngu lýkur 22. sept- ember. Til að stytta síðustu áfangana verður aukaferð laugardaginn 14. septem- ber. Á sunnudaginn 9. september kl. 13 er svo ferð að Tröllafossi. Brottför í ferðirn- ar er frá Umferðarmiðstöðinni austan- megin, en i helgarferðirnar þarf að panta og taka farmiða á skrifstofunni, Öldugötu 3, en þar eru veittar allar nánari upplýs- ingar. Útivist um helgina Helgarferðir 7.-9. sept. Básar í Goðalandi Skipulagðar gönguferðir um Goðaland og Þórsmörk. Gist í Útivistarskálanum í Básum. Emstrur - Hvanngil Skoðunarferð á afrétt Hvolhreppinga. Gist í húsi. Gönguferðir um svæðið, m.a. boðið upp á göngu á Hattfell. Miðar og pantanir í helgarferðirnar á skrifstofu Úti- vistar, Grófinni 1. Simar: 14606 og 23732. Dagsferðir sunnudaginn 9. sept. Kl. 8.00: Þórsmerkurgangan 16. gangan og næstsíðasta ferð. Gengið áfram inn með giljum í hlíðum Eyjafjalla- jökuls. Gefinn góður tími til þess að skoða Selgil, Grýtugil, Kýlisgil, Smjörgil og jökullónið við Falljökul. Kl. 13.00: Hengill Gengið frá Draugatjörn um vesturbrúnir Hengils og á Skeggja. Til baka um Innsta- dal. Brottför í ofangreindar ferðir frá Um- ferðarmiðstöð — bensínsölu. Kl. 13.30: Hjólreiðaferð Hjólað meðfram Elliðavatni og um Heið- mörk. Takið með ykkur nesti. Brottför frá Árbæjarsafhi. Verð kr. 200. Svona gerum viö Nú á síðari tímum hefur orðið mikil breyting á tómstundum unglinga. Fyrir rúmum áratug var lestur eitt helsta tóm- stundagaman þeirra en með tilkomu sjón- varps, myndbanda, fleiri útvarpsstöðva og annarra þátta hefur lestur bóka minnk- að mjög mikið. Við þurfum að læra að lifa i þessu þjóðfélagi og nýta miðlana á sem bestan hátt. Margir njóta þeirra og geta þeir verið af hinu góða. Margir lesa þó enn i tómstundum og án efa mun þróunin verða sú að meira verður lesið en nú er gert. Við höfum komist að þvi að til eru nemendur sem hafa ekki les- ið heila skáldsögu þegar þeir koma í 7. bekk grunnskóla. Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og við höfum séð nauðsyn þess að skólinn hafi áhrif á lestur nem- enda. Við getum haft áhrif á þessa þróun og aukið vægi bóklestrar í skólanum. Til þess eru ýmsar leiðir og munum við hér greina frá aðferðum sem við notuðum síð- astliðinn vetur í 7. bekk (14 ára nemend- ur). Nemendur lásu valdar þjóðsögur og smásögur og kynntust einkennum þeirra. Því næst var tekið til við lengri sögur, þ.e. skáldsögur. Nemendur voru í blönduðum bekkjum, þess vegna voidum við misþungar bækur. Áð loknum lestri þessara bóka skrifuðu nemendur ritgerð um þá bók sem þéir lásu. '. Síðar hraðlásu nemendur aðra skáldsögu og unnu ýmiss konar verkefhi að Iestri loknum. Verkefiii þessi voru mismunandi: léttar spurningar sem nemendur svöruðu hver fyrir sig eða í hópum, stuttar ritgerð- ir og munnlegar frásagnir. Þannig las hver nemandi a.m.k. tvær skáldsögur þennan vetur. Og margir sem aldrei höföu lesið bók sér til ánægju kom- ust að raun um að bóklestur var skemmti- legri en þeir höföu átt von á. Sigrún Reynisdóttir og Þórdfs S. Mðsesdóttir, íslenskukennarar f Víöistaöaskóla,Hafnarfirði. Breyttur sýningartími Listasafh Einars Jónssonar auglýsir breyttan sýningarrfma. Opið verður þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl, 13.30-16.00. Málverkasýning Mari Rantanen Miðvikudaginn 5. september var opnuð í sýningarsölum Norræna hússins sýning á málverkum eftir finnsku listakonuna Mari Rantanen. Á sýningunni eru 25 málverk, flest máluð á síðasta ári. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14- 19 til23. september. Kees Visser hjá Sævari Karli Föstudaginn 7. september opnar Kees Visser myndlistarsýningu f Galleríi Sæv- ars Karls, Bankastræti 9. Kees Visser er Hollendingur, fæddur 4.5.1948, en hefur búið á íslandi síðan 1987. Hann hefur haldið einkasýningar síðan 1976, bæði á íslandi, í Hollandi og Frakklandi, og tekið þátt í fjölda samsýn- inga, m.a. í Bandaríkjunum, Sviss, Finn- landi og Þýskalandi. Kees Visser á verk i opinberri eigu víða umheim. A sýningunni eru þrivíð verk úr tré og stáli, og stendur hún til 5. október og er opin á verslunartíma frá 9-18 virka daga og 10-14 á laugardögum. MINNING ¦ Jón Sigurðsson Hrepphólum Fæddur 5. apríl 1899 Dáinn 31. ágúst 1990 í dag fer fram frá Hrepphólakirkju útfor afa okkar, Jóns Sigurðssonar bónda. Hann var fæddur hér í Hrepp- hólum 5. apríl 1899. Hér höfðu for- eldrar hans búið frá 1883 erþau fluttu frá Stóra-Núpi. Árið 1932 kvæntist harm ömmu okkar, Elísabetu Krist- jánsdóttur, og bjuggu þau allan sinn búskap hér í Hrepphólum. Eignuðust þau átta börn sem öll eru á lífi. Af- komendur þeirra eru nú orðnir 65. Svo margar ljúfar minningar hrann- ast upp í huga okkar þegar við minn- umst hans. Við systkinin höfum alist upp á sama heimili alla okkar tíð. Þegar við vorum lítil fannst okkur hann besti læknir i heimi þegar eitt- hvað bjátaði á — afi gat alltaf læknað sárin. Oft sátum við hjá honum og hlustuðum á skemmtilegar frásagnir frá þvi er hann var unguT, en hann sagði afar vel frá. Ljúfar minningar eigum við með honum héðan úr Hrepphólakirkju, þegar við fengum að sitja hjá honum á fremsta bekk, en hann var meðhjálpari í kirkjunni i áratugi. Hann bar hag kirkjunnar mjög fyrir brjósti, lagði áherslu á að allt væri sem snyrtilegast bæði útí sem inni. Afi sat öllum stundum við skrif- borðið sitt eftir að hann hætti að geta unnið við bústörfin úti. Hann gat allt- af stytt sér stundir við skriftir og lest- ur, en hann hafði listagóða rithönd allt fram til síðasta dags. Synir okkar voru svo lánsamir að fá að njóta samverustunda með honum. Fljótt var vitað við hvaða skúffu í skrifborðinu ætti að staldra því alltaf átti afi eitthvað gott í munninn og hlýlegt klapp á litla kolla. Við þetta skrífborð kenndi hann okkur að lesa og skrifa, auk þess sem hann miðlaði okkur af margvíslegum fróðleik. Við teljum það okkar gæfu að hafa fengið að alast upp með honum. Nú hefur hann afi okkar fengið hvíldina. Við viljum með þessum orðum þakka honum allt sem hann gerði fyrir okkur. Við votrum ömmu okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Óli, Guðbjðrg, Lalli og Hulda Hrönn Jón Sigurðsson, óðalsbóndi í Hrepp- hólum, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 31. ágúst sl. Hann var fæddur 5. apríl 1899, son- ur hjónanna Sigurðar Jónssonar og Jóhönnu Guðmundsdóttur, og var hann því orðinn rúmlega 90 ára gam- all er hann lést. Foreldrar Jóns bjuggu stórbúi i Hrepphólum alla sína búskapartíð og var Sigurður talinn meðal stærstu bænda í Hrunamannahreppi. Konu sína, Jóhönnu Guðmundsdóttur, missti Sigurður um 1920 og dró hann þá nokkuð úr stórbúskap sínum, en þau hjón áttu mörg börn og voru sum þeirra enn heima. Jón var yngstur systkina sinna og kom fljótlega í hans hlut að stjórna búrekstrinum í Hrepphólum. Jón giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu Kristjánsdóttur, 1932 og fluttist hún þá tíl manns síns og gerðist húsfreyja i Hrepphólum. Blasti nú við hinum ungu hjónum glæst framtíð með stórbúskap á hinni gjöfulu jörð. Og gæfan fylgdi nýju hjónunum i lífi þeirra, því að þeim fæddust mörg börn og barnabörn. Mér eru ríkar í minni hinar mörgu skímarveislur sem okkur hjónunum var boðið í að Hrepphólum. Blærinn yfir heimili þeirra var einkar hlýr og skemmtileg- ur, húsmóðirin lék á orgelið sitt og húsbóndinn hafði ágæta söngrödd. Jón var einn af þeim 8 söngmönnum sem stofhuðu fyrsta karlakórínn i okkar sveit og við kölluðum .Jíreppakórinn". Við stofhuðum hann haustið 1924. Bættust fljótlega margir við í kórinn og varð hann fjöl- mennastur tæplega 30 manns, því að mikið var af ágætum söngmönnum hér I Hreppunum. Starfaði þessi kór af fullum krafti og áhuga tíl ársins 1950. Þá voru félagarnir orðnir svo dreifðir að við urðum að hætta. En við kórfélagarnir vorum búnir að eiga saman margar skemmtilegar stundir. Kirkja er búin að standa mjög lengi í Hrepphólum. Núverandi kirkja var reist 1909. Jón í Hrepphólum var mjög áhugasamur um velferð kirkj- unnar, enda mjög langan tima for- maður sóknarnefhdar. Núverandi bændur i Hrepphólum eru sonur og sonarsonur þeirra hjóna, Elísabetar og Jóns. Megi Guðs blessun og gæfa fylgja ætt Jóns Sigurðssonar og Elísabetar Kristjánsdóttur í Hrepphólum. Sigurður Ágústsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.