Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 2
C nnimlT 2 Tíminn OC'Oi' ’.ftdfnSÍQííS, V lupsh'itsíin Föstudagur 7. september 1990 Ársverkum í fiskvinnslu fækkaði allt í einu um 14% á einu ári: 1.000 störf flutt út til Grimsby og Bremerhaven Nýjar töfur Hagstofunnar um fjölda ársverka leíða f Ijós að störfum f fiskvinnslu fækkaði alft í einu i kringum 1.300 á árinu 1988 eða um 14% frá árinu áður. En sáralitlar breytingar höfðu þá orðið á fjölda ársverka í greininni mörg næstu ár á undan. Ekki verður séð að fiskvinnslustörfum hafl fækkað svo mjög vegna samsvarandi fækkunar starfá við fiskveiðar, sem var aðeins 3% þetta sama ár (rúmlega 200). Þessar tölur virðast hins vegar nna. staðfesta orð formaons Verkalýðs- félags Vestmannaeyja að fólkl við fiskvinnslu þar hafi fækkaájncira en fjórðung frá því að gámavi in komst í algleynung, en hún var einmitt mjðg mikil árið 1988. Hin milda fækkun fiskvinnslu- starfa umfram fækkun starfa við fiskveiðar (cða jafnvel fjölgun þeirra á sumunt stððum) varð lyrst og fremst á Suðurlandi, Suðumesj- um, Vestfjörðum og Austurlandi (aðaDega Höfn). Á þessum iand- svæðum virðist fiskvinnslufólki faafa fækkað um 14-15% umfiram það sem ætla mætti af breytingum á fjölda fiskimanna. Utflutningur og hagræöing „Vitanlega hafa þessi störf að stór- um hluta verið flutt út í gámum,“ sagði HrafnkeU A. Jónsson, formað- ur verkalýðsfélagsins á Eskifirði. Þarna komi að vísu einnig tíl að nær aUt sem gert hefúr verið í fiskvinnsl- unni að undanfömu hefur miðast við að hagræða og sú hagræðing hafi nær eingöngu miðað að fækk- un starfa. Þetta skýri hins vegar ekki svo mikla og snögga breytingu á þessu eina ári. „Ég er nokkuð viss um að skýringin á henni feist fyrst og fremst í stórauknum útflutuingi á fiski f gámum, þótt hitt komi lika tfl“ Um mikla fækkun fiskvinnsiu- starfa á Austfjörðum sagði Hrafn- keU: „Þó erum við nú með tfltöiu- lega lítið hlutfaU í útUutningi. Það er fyrst og fremst á Hornafirði sem menn flytja mikiö út og svo nokkuð á Neskaupstað. ,Já þetta hefur haidið áfram. Við stöndum framml fyrir því, eins og maður sér þetta fyrir sér, að tU þess að fiskvinnslan eigi möguleika í samkeppninni þá verður hún að lega á þann máta að störfúm er fækkað með aukinni hagræðingu." Lausn einsvanda Sllkt þýðir þá væntanlega aukna framleiðni og verður ekki að telja hana af hinu góða? „Jú, það er rétt. En með því leysa menn IHca eitt vandamál með því að skapa annað. Það getur vel verið að innan skamms verði enginn eðlis- munur á því hvort við flytjum vinn- una út eða hagræðum það mikið í vinnslunni að fiskvinnsian verði öfi konún 15 eða 6 frystihús á iandinu, sem gætu þessvegna öll verið á suð- vesturhorninu efútíþaðfæri, Égsé hins vegar ekki aðra kosti, þvi ætlum við að standast samkeppnina í Evrópu eftir 1992 þá verðum við að fara að búa okkur undir það,“ sagði IlrafnkelL Hvaða störf vcrða þá hins vegar eflir fyrir fólkið í þessnm sjávar- plássum sem missir vinnuna, sagði hann það vera vandamál sem menn stæðu nú frammi fyrir. „A.m.k. hef ég engin svör við því hvemig leysa á þann vanda. Það getur vei verið að einhverjir aðrir geti leyst jjað mál. En víða úti á landi sýnist mér það blasa við að þaö bjóðist einfaidlega engin önnur í staðinn. Mér sýníst það ósköp einfalt mál, ég tala nú ekki um ef niðurstaðan verður sú sem blasir við varðandi þennan orkufreka iðnað, að þá höf- um við Austfirðingar nánast ekki að neinu að hverfa heldur en íisk- vinnslu, þar sem störfúm fækkar stöðugt, og landbúnaði sem er að leggjast af. Hakfi þessi þróun áfram þá þýðir það jafnframt að fólki mun fækka vendega hér á Austurlandi næsta árat uginn. Ég held að það sem gerist verði það að þrjú eða fjögur byggðarlðg hér á miðju Austurlandi og Höfn muni hugsanlega halda nokkuð því fóUd sem þar er núna, en það verður ekld fjölguu. Hins vegar bæði hér norð- an við og sunnan við muni sjávar- pláss fara aUt að því í eyðL Ég er nú ekki bjartsýnni en þetta, a.in.k. svona í biii,“ sagði HrafnkeU A. Jónsson. HEL Ðómsmálaráðherra kynnir frumvörp um gjaldþrotaskipti og skipti á dánarbúum: Einn hlekkur í heildar- endurskoðun löggjafar Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðhenra hefur kynnt í ríkisstjóm- inni drög að frumvörpum til laga um gjaldþrotaskipti og skiptingu dánarbúa. Frumvörpin eru samin sem þáttur í heildarendurskoð- un löggjafar um dómstólaskipan, réttarfar og meðferð fram- kvæmdavalds ríkisins í héraði Ein meginbreytingin sem frumvaqjið um gjaldþrotaskipti felur í sér, er að af- skipti dómara af meðferð gjaldþrota- mála og nauðasamninga verður með öðrum hætti en nú er. Samkvæmt ftumvarpinu er héraðsdómurum ætlað að kveða upp úrskurði um kröfú um gjaldþrotaskipti. Þeir skipa skiptastjóra í kjölfar úrskurðar, en hafa að öðru leyti ekki afskipti af framkvæmd gjaldþrota- skipta, nema að leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma. Gert er ráð fyrir því í frumvaipinu, að gjaldþrotameðferðin verði í höndum skiptastjóra sem dóm- ari skipar. Með samsvarandi hætti hafa dómarar ekki umsýslu við gerð nauða- samninga, heldur er hún i höndum sér- staks umsjónarmanns. Breytingar þasr, sem hér eru kynntar, eru sniðnar að þcirri skipan sem kveðið er á um í lögum um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds i héraði, er taka gildi um mitt ár 1992. Þá er gert ráð fyrir þvi að sýslumenn Námsgagnastofnun býður tölvur á kynningarverði Um 11% færri út í sumarfrí en 1988 íslendingar sem komu heim frá út- löndum í júní, júlí ogágústí sumarvoru um 3.600 færri heldur en i fyrra og rúm- lega 6.100 færri heldur en á sama þriggja mánaða tímabili sumarið 1988. Það þýðir um 11% fækkun á tveim ár- um. Þó má telja vist að hreinum sumar- leyfisferðum til útlanda hafi fækkað ennþá meira þar sem fremur ólíklegt er að svo mjög hafi dregið úr verslunar- ferðum eða náms- og ráðstefriuferðum ýmiss konar, t.d. á vegum opinberra að- ila. Frá áramótum til ágústloka komu um 92.340 íslendingar heim frá útlönd- um. Þar af komu um 41 þús. á timabil- inu janúar-maí og hefúr sá hópur lítið breyst síðustu þijú árin. Sumarferða- menn em nú aftur á móti rúmlega 51 þús. borið saman við rúmlega 57 þús. tveim árum áður. Erlendum ferðamönnum sem koma hingað þessa þijá sumarmánuði fjölgar afiur á móti verulega ár frá ári. í júní-ág- úst í ár vom þeir um 79 þús., eða um 11 þús. (16%) fleiri heldur en á sama tíma- bili 1988. Fjölgun erlendra ferðamanna s.l. tvö ár er nær öll yfir sumarmánuð- ina. Alls eiu erlendir ferðamenn orðnir tæplega 113 þús. frá áramótum. - HEI Námsgagnastofnun og IBM á íslandi hafa undirritað samning sin á milli um sölu á IBM PS/2 tölvum og fýlgibún- aði. Samkvæmt samningnum eiga skól- ar, kennarar og nemendur kost á tölvum og hugbúnaði á sérstökum tilboðskjör- um frá Námsgagnastofhun. Náms- gagnastoftiun hefúr í nokkur ár boðið skólum og menntastofnunum hugWrn- að til notkunar við kennslu. Með samn- ingi þessum bætir Námsgagnastofriun um betur og eykur enn þjónustuna við skóla landsins. Á meðfýlgjandi mynd sjást þeir Ásgeir Guðmundsson, for- stjóri Námsgagnastofhunar, og Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM, við undir- ritun samningsins. -hs. fari ekki með gjaldþrotamál. Þá kemur fram i frumvaipinu, að framkvæmd laga um gjaldþrotaskipti frá 1978, sem fól í sér verulegar breyt- ingar ffá eldri löggjöf, hefúr ekki að öllu leyti gengið í samræmi við mark- mið laganna. Það var meðal annars að draga úr óhóflegri beitingu gjaldþrota- skipta í tilvikum þar sem það þjónar engum tilgangi. Ennfremur er það álit höfúnda frumvarpsins af fenginm reynslu af framkvæmd gildandi laga, að viss atriði geti farið betur, auk þess sem skýrari reglur hefúr þótt vanta um ýmis álitaefhi. Af þessum ástæðum em gerðar breytingar í ftumvarpinu sem stuðla betur að þvi, að upphaflegum markmiðum verði náð. Frumvarpi til laga um skipti á dánar- búum er ætlað að leysa af hólmi nú- gildandi lög um skipti á dánarbúum og félagsbúum o.fl., en að auki tekur það til efnis ýmissa annarra laga. Helsta viðfangsefhi frumvarpsins, líkt og nú- gildandi laga, er að mæla fyrir um hvemig staðið verði að aðgerðum við skipti á dánarbúum. í þvi er gert ráð fyrir að sýslumenn hafi með höndum mikinn hluta þess starfs, sem skiptaráðendur annast í dag samkvæmt núgildandi lögum. Það á þó ekki við um eiginleg dómsstörf, en störf sýslumanns verða talin til fram- kvæmdavaldsathafna. Helstu við- fangsefrii sýslumanna verða því t.d. að taka við andlátstilkynningu, halda skrár um dánarbú og hafa vissa eftir- litsskyldu varðandi skipti þeirra, veita leyfi til setu í óskiptu búi og veita leyfi til einkaskipta. Einnig að skipta sér- staka lögráðamenn eða málsvara fyrir erfingja sem þess þurfa og veita erf- ingjum leiðbeiningar og aðhald varð- andi ffágang mála. Hlutverk dómara yrði hins vegar fyrst og fremst að leysa úr ágreiningi er kynni að koma upp við búskipti. -hs. Markaðsnefnd landbúnaðarins: Nýr bæk- lingur um ís- lenskan mat fyrir erlenda ferðamenn Markaðsnefnd landbúnaðarins hefur gefið út vandaðan bækling fyrir er- lenda ferðamenn um islenskar mat- vörur, þann fyrsta sinnar tegundar á Islandi. Bæklingurinn færir ferða- mönnum heim sanninn um matvöru- úrval hér á landi, auk þess sem hann auðveldar þeim innkaup í verslunum. Þar er fjallað um náttúrlegan upp- runa íslenskrar matvöru, þær gæða- kröíúr sem gerðar eru og strangt ff am- leiðslueftirlit. Bæklingurinn er á fjór- um tungumálum, ensku, þýsku, frönsku og sænsku, auk þess sem teg- undar- og vöruheiti eru á islensku. Honum verður dreiff í 40 þúsund ein- tökum fyrir næsta sumar á ferðaskrif- stofúr erlendis, helstu ferðamiðstöðv- ar og bílaleigur, svo dæmi séu nefrid. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.