Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. september 1990 Tíminn 5 Skólagjöld öldungadeilda hafa víða hækkað töluvert vegna breyttra laga: Skólagjöld hækkað umfram þjóðarsátt Öldungadeildamemendum Fjölbrautaskólans á Akranesi, og sjálfsagt fleiri skóla, þykir 12,5% hækkun skólagjalda á haus- tönn frá vorönn (úr 8 í 9 þús.kr.) stangast illilega á við þjóðarsátt „Enda laun ekki hækkað í líkingu við þetta frá s.l. vori,“ sagði einn þeirra í samtali við Tímann. Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins er þessi hækkun afleiðing breyttra lagaákvæða um skólagjöld í öldungadeildum sem tók gildi í byij- un þessa árs. í stað upphæðar sem menntamála- ráðuneytið ákvað áður íyrir öldunga- deildir á landinu öllu geta skólagjöld framvegis orðið töluvert mismunandi frá einum skóla til annars. Að sögn Hermanns Jóhannessonar, deildarstjóra í menntamálaráðuneyt- inu, hefiir ráðuneytið I raun ekki lengur með upphæð skólagjalda öld- ungadeildanna að gera. Samkvæmt breyttu ákvæði I framhaldsskólalög- um, sem tóku gildi um síðustu ára- mót, er skólum nú uppálagt að taka sem næst þriðjung kennslukostnaðar öldungadeildanna inn með skóla- gjöldum. Áður giltu hins vegar tvær reglur um skólagjöldin: Annars vegar að þau ættu að miðast við þriðjung kennslukosmaðar og hins vegar að gjöldin skyldu vera þau sömu á land- inu öllu. Þessar reglur sagði Her- mann hafa stangast ansi hastarlega á, því að rekstrarkostnaður öldunga- deildanna sé töluvert mismimandi. Ráðuneytið hafi því jafnan farið einhvem milliveg og gefið út tvisvar á ári ákveðna tölu, þ.e. þá upphæð sem talin er komast næst því að fylgja báðum reglunum. En það hafi vitanlega komið þannig út að sumir borguðu meira en þriðjung af sínum námskostnaði og aðrir minna en þriðjung — og þeir sennilega verið fleiri sem borguðu minna. Með hinum breyttu lögum er skól- unum hveijum og einum hins vegar uppálagt að finna sjálfir út kennslu- kostnaðinn hjá sér og ná þriðjungi hans inn með skólagjöldunum. Sömuleiðis sagði Hermann þeim í sjálfsvald sett að innheimta mismun- andi gjöld af einstaklingum. Skólun- um sé t.d. opin leið að gera upp á milli „öldungs“ sem er í fullu námi og annars sem er í mjög litlu námi. Hvað varðar hækkun skólagjalda i Fjölbrautaskólanum á Akranesi bendir Hermann á að hún þýðir ekki að illa sé farið með þá núna, heldur miklu ffemur hitt að þeir hafi sloppið vel meðan gömlu reglumar giltu. Öldungadeildin á Akranesi sé frekar lítil og þar með hlutfallslega dýr á hvem nemanda. Áður hafi þeir því sjálfsagt sloppið með skólagjöld vel innan við þriðjung kostnaðar. En af hveiju hækka skólagjöldin milli vor- og haustannar í ár úr því að ný lög tóku gildi frá áramótum? Þótt hinar nýju reglur hafi gilt frá áramót- um, sagði Hermann samt fyrst reyna á þær nú á haustönn. Það stafar af því að gjöldin séu innheimt fyrirffam, þannig að skólagjöld fyrir síðustu vorönn hafi verið ákveðin fyrir síð- ustu áramót. Hermann reiknar með að þeir skólar séu fleiri sem þurft hafi að hækka skólagjöldin eftir gildistöku hinna nýju ákvæða, heldur en þeir skólar sem geta haft þau óbreytt eða lækkað þau. En þeir skólar séu hins vegar stærri. Um beina lækkun vissi hann að visu ekki dæmi., .Raunar þykist ég vita að þeir skólar sem lenda i hvað mestri hækkun reyni ffekar að slá af henni, þótt lögin gefi ekki tilefni til þess. En ég veit að menn hika við mikla hækkun gjalda á ncmendur — það árar ekki það vel,“ sagði Her- mann. Tíminn leitaði upplýsinga um skóla- gjöld á haustönn í öldungadeildum eftirtalinna fjölbrautaskóla og sömu- Ieiðis hækkun þeirra ffá vorönn: Skólagjöld öldungadeilda 1990 Vorönn: H.önn: Hækk.: Breiðholt 10.000 11.000 10% Hamrahlíð 9.500 9.500 0% Suðumes 7.500 8.500 13% Akranes 8.000 9.000 13% Sauðárkrókur 7.200 8.200 14% Suðurland 8.000 8.500 6% Bæði skólagjöldin og hlutfallsleg hækkun þeirra er sem sjá má mjög mismunandi milli skóla. Af þessum sex skólum reyndust gjöldin hins vegar hæst í tveim stærstu skólunum en ekki þeim minnstu. (Á Sauðár- króki er gjaldið 1.000 kr. lægra ef að- eins er tekin ein námsgrein.) Hátt gjald í Breiðholti er skýrt með því að þar sé mjög mikið um verklega kennslu sem er mun dýrari en bókleg. Þá skal tekið ffam að gjöldin eru e.t.v. ekki alveg sambærileg, þar sem nemendagjöld eru sums staðar inn- heimt með skólagjöldunum, en gætu hins vegar verið innheimt sérstaklega í einhveijum þessara skóla. -HEI WHITESNAKEI REIÐ- HÖLLINNI í KVÖLD í kvöld heldur hljómsveitin Whites- nake tónleika í Reiðhöllinni í Víðidal ásamt hljómsveitinni Quireboys. Aðrir tónleikar verða annað kvöld á sama stað. Hljómsveitimar tvær eru hingað komnar á vegum fyrirtækis- ins Snjóbolta hf. í tilkynningu fyrirtækisins segir að þegar sé uppselt á tónleikana fyrra kvöldið og að forsala aðgöngumiða fyrir laugardaginn gangi vel. Opinberir starfsmenn á Austur- landi mótmæla Stjómarfiindur í Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi, haldinn 5. september 1990, mótmælir harðlega lögum rikisstjómarinnar gegn kjara- samningum stéttarfélaga, og varar um leið við hættu þeirri sem launþeg- um í landinu getur í ffamtíðinni staf- að af slíkri valdníðslu. (Frétíatilkynning). Whitesnake hefiir undanfarið verið á ferðalagi um Evrópu ásamt fleiri hljómsveitum, svo sem Aerosmith, undir yfirskriftinni „Monsters of rock“. Sveitimar spiluðu m.a. á há- tíðinni við Donington kastala á Eng- landi fyrir skömmu en koma Whites- nake hingað til lands markar enda- punkt ferðarinnar hvað snákinn varð- ar. Whitesnake hefur þar að auki ferðast töluvert ein á báti í því skyni að kynna nýjustu plötuna „Slip of the tongue". Héðan halda þeir félagar David Coverdale, Steve Vai, Adrian Vandenberg, Rudy Sarzo og Tommy Aldridge I hljómleikafor til Austur- landa fjær en að því loknu tekur við langt ffí. En að sögn Coverdale finnst meðlimum sveitarinnar tími til kom- inn að þeim gefist næði til að „rækta garðinn sinn“ á öðmm sviðum mann- lífsins. jkb Peter Casson. Dávaldurinn Peter Casson kominn til landsins: Auðvelt að dáleiða íslendinga Breski dávaldurinn Peter Casson er mættur aftur til landsins til að skemmta landanum með stórbrotnum sýningum sínum þar sem hann fær fólk til að gera hina ótrúlegustu hluti meðan það er undir dáleiðslu hans. Casson, sem er orðinn heimsffægur fyrir þessa kunnáttu sína, mun að þessu sinni ferðast á nokkra staði á landinu og ættu því flestir sem áhuga hafa á, að fá tækifæri til sjá dávaldinn að störfum. Sýningar Cassons einkennast af stuttum leikþáttum þar sem áhorf- endumir em í aðalhlutverkum. Dá- valdurinn byijar á því að fá sjálf- boðaliða upp á svið til sín, þar sem hann síðan dáleiðir fólkið á um það bil fimm mínútum. Bytjar nú fýrst gamanið þar sem þeir dáleiddu fara að leika hinar ýmsu kúnstir undir stjóm Cassons. Er óhætt að segja að sýningamar era bráðskemmtilegar og er ótrúlegt hversu mikið vald Cas- son hefur á dáleiðslunni. Grafarvogur: Hjúkrunarheimili reist Nokkur sveitarfélög, félagasamtök og stofiianir hafa stofnað með sér sjáfseignarstofiiun sem ber nafnið Eir og hefur það markmið að reisa og reka hjúkrunarheimili, er veitir öldr- uðum umönnun og hjúkrun. Heimil- ið á að rísa við Gagnveg í Grafarvogi og kemur það til með að hýsa 90 sjúklinga á hjúkmnardeildum, þar af 24 rými fyrir blinda, 20 fyrir alz- heimer sjúklinga og 46 sjúklinga á almennum deildum. Þeir sem standa að Eir em Reykja- víkurborg, Seltjamamesbær, Samtök blindra og blindravina, Sjómanna- dagurinn í Hafnarfirði og Reykjavík, sjálfseignarstofhunin Skjól, Verslun- armannafélag Reykjavíkur og Félag aðstandenda alzheimersjúklinga. Markmiði sínu hyggst stofhunin ná með því að afla fjár meðal einstak- linga, fyrirtækja, samtaka og stofn- ana. Einnig með þvi að leita eftir framlagi úr hendi stjómvalda og með þvi að leita eftir samstarfssamningi. Hjúkrunarheimilinu verður skipt í fjórar hjúkrunardeildir. Ein deild verður fyrir alzheimer sjúklinga, önnur fyrir blinda og tvær almennar deildir. Einnig verður í húsinu dag- deild fyrir tuttugu manns. Hjúkranarhæðimar em tvær, á efri hæðinni verða almennar hjúkrunar- deildir og em þar þijár setustofur, þar af ein sameiginleg, og einn sameig- inlegur matsalur. Á neðri hæðinni em sérhæfðu deildimar og hefur hver deild sinn matsal og sína setu- stofu. í húsinu verður eldhús og þvottahús, þar verður aðstaða fyrir sjúkra og iðjuþjálfhn og einnig er gert ráð fýrir góðri aðstöðu fyrir læknaþjónustu með tveimur öldrun- arlæknum, tannlækni og ritara. Einn- ig verður rými fyrir prest og félags- ráðgjafa, en prestur og sjúklingar munu geta haft afhot af lítilli kapellu sem í húsinu verður. Arkitekt hússins var Halldór Guð- mundsson og reyndi hann við hönn- unina að fella húsið sem best að að- liggjandi íbúðarbyggð. Áætlað er að á heimilinu verði um 130 stöðugildi. —SE En Casson hefur ekki aðeins getið sér gott orð sem skemmtikraftur, heldur er hann einnig sérfræðingur í að veita dáleiðslu til heilsubótar auk þess sem hann hefur flutt erindi og sýnt á málþingum og ráðstefnum fyr- ir lækna og geðlækna. Er það nú orð- ið æ algengara að fólk leiti til manna með þekkingu á borð við Cassons til hjálpa sér með allskonar vandamál, s.s. reykingavandamál, flughræðslu og allskonar geðræn vandamál. í viðtali sem blaðamaður Tímans átti við Casson kom ffam að á löng- um ferli sínum hafði Casson aðstoð- að marga með vandamál sín með góðum árangri. Auk þess hafði hann m.a. aðstoðað íþróttamenn við upp- byggingu sína fyrir keppni. Um ffamtíð dáleiðslulistarinnar sagði Casson að fleiri ættu eftir að verða mentaðir til að dáleiða fólk og kennslan ætti þá eftir að fara ffam á vísindalegri hátt en áður hefði verið. Einnig sagði hann að dáleiðslu ætti eftir að nota meira við lækningu á sársauka og við lækningar á geðræn- um vandamálum. Og þessu til stað- festingar benti hann á að nú í vetur mundi hefjast í fyrsta skipti á Eng- landi kennsla i dáleiðslu á háskóla- stigi. Þá var Casson spurður að því hvort erfiðara væri að dáleiða íslendinga en aðra. Svarið var einfalt: Hvaðan maður er skiptir ekki máli þegar ver- ið er að dáleiða. Auk þess sem það kom ffam að Casson hreifst mjög af Islendingum og naut þess að vera hér. Sýningar Cassons verða á Akureyri 6. september kl. 21, í Vestmannaeyj- um 7. september kl. 21, Njarðvik 8. september kl. 20 og i Reykjavík skemmtir hann í íslensku ópemnni dagana 9.-16. septemberkl. 21. Einn- ig verður Casson með leiðbeiningar- námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja á öllum þessum stöðum fyrr um daginn. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.