Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 8
Tíminn 8 ýýll Föstudagur 7. september 1990 Föstudagur 7. september 1990 Tíminn 9 ' :>•■•• Hönnun „Handboltahallarínnar“ í Kópavogi aftur á byrjunarreitinn: Akvarðanir byggöust á óljósum hugmyndum og röngum forsendum Bygging íþróttahallar í tengslum við heimsmeistarakeppnina í handknattleik, sem haldið verður hér á landi 1995, hef- ur valdið miklum deilum. A sínum tíma lofaði ríkisstjóm íslands HSÍ að byggð yrði íþróttahöll sem rúmaði 7 þúsund áhorfendur, en í svo stórri höll verður úr- slitaleikur keppninnar að fara fiam. Borgarstjórinn í Reykjavík haíði ekki áhuga á að láta byggja höllina í borg sinni og því komu önnur bæjarfélög til skjalanna. Kópavogur og Haíharíjörður vildu fá höllina í sína bæi, en niðurstað- an varð sú að gerður var samningur við Kópavogsbæ um bygginga „handbolta- hallar“. Síðan rikisstjómin gaf íyrirheit um byggingu hallar, svo hægt væri að halda keppnina hér á landi hefur ýmis- legt breyst. Önnur ríkisstjóm er nú við völd og ný bæjarstjóm hefur tekið við völdum í Kópavogi. Bygging hallarinn- ar varð að kosningamáli í Kópavogi fyr- ir bæjarstjómarkosningamar í vor og þeir flokkar sem lofuðu að samningur- inn um byggingu hallarinnar yrði endur- skoðaður, em komnir til valda. í gær settust þeir niður Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, og Erwin Lanc, forseti Alþjóðahandknattleiks- sambandsins, með Sigurði Geirdal bæj- arstjóra í Kópavogi og Gunnari Birgis- syni, forseta bæjarstjómar, og ræddi framtíð ,handboltahallarinnari‘. „Þær teikningar í íþróttahöll sem gerð- ar hafa verið em óljósar hugmyndir út frá röngum forsendum þar að auki. Það sem allir vissu fýrir kosningar var end- anlega staðfest á fundinum í gær. Heil- mikið af þeim forsendum sem þurfa að vera fyrir hendi af hálfu alþjóðahand- knattleikssambandsins (IHF) varðandi byggingu hallarinnar, hafa aldrei verið sendar hingað. Það kom í ljós í samtöl- um við forseta IHF að forsendur varð- andi sætabreidd, heiðursstúku, aðstöðu fyrir blaðamenn og fleira gera það að verkum að sú höllin sem teiknuð hefur verið, tekur ekki nema 5.500 manns. Þeir gera kröfii um að höllin taka lág- mark 7.000 manns, en upphaflega var reyndar miðað við 8.000 manns. Það er fiirðulegt hvemig hægt er að hanna heilt hús án þess að hafa kröfumar hvemig það á að vera. Það var kannski ekki von á meiru af teikningu sem hróflað var upp á hálfiim mánuði,“ sagði Sigurður Geir- dal, bæjarstjóri í Kópavogi, í samtah við Tímann í gær. ,hað verður að hanna höllina alveg uppá nýtt. Við verðum að leita að leiðum baeði til að lækka kostnað við bygging- una og leiðum til að fá meira fé í hana. Það er nefhd skipuð einum fiilltrúa úr hveijum flokk sem hefiir með þetta mál að gera. Nefiidin hefur fengið Verk- fræðistofii Stefáns Ólafssonar til þess að skoða málið nákvæmlega. Við munum Eftir Bjöm Leósson leita í hveijum krók og kima að leiðum að leiðum til að geta gert þetta. Þetta er allt í einu orðið miklu dýrara heldur en ráð var fyrir gert. Þær kostnaðartölur sem gefhar vom upp standast á engan hátt. Höllin sem teiknuð var átti að kosta um 600 milljónir og þá var búið að draga ffá kostaað við skóla sem koma átti inn í húsið. I dag er ljóst að byggingin mun kosta að minnsta kosti 1 milljarð.“ „Við báðum forseta IHF um að senda okkur nákvæman lista yfir þær kröfur sem IHF gerir til hallarinnar og þá er hægt að fara að hanna höll. Við munum síðan senda þeim áætlanir byggðar á þessum kröfiim. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði fyrr en næsta vor. Það er ekkert bakslag hlaupið í það að keppnin verði haldin hér á landi. Við munum beijast ffam í rauðan dauðann og koma viti í málið svo hægt sé að taka á því. Hins vegar viljum við ekki vaða í þoku í málinu, þótt óþægilegt sé að fá háar töl- ur og miklar kröfur, þá viljum við fá þær á borðið og taka á þeim,“ sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri. ,J»etta var mjög jákvæður fundur og gagnlegur bæði fyrir okkur og Kópa- ' -.V/v ‘ .'V"| Erwin Lanc, forseti alþjóðahandknattlelkssambandsins, og Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, vlnstra megln vlð borðlð, ræða við Sigurö Geirdal, bæjarstjóra (Kópavogi, Gunnar Birglsson, fbrseta bæjarstjómar, og fleiri (gær um framtíð „handbottahallar" (Kópavogl. Á innfelldu myndinni sést Ifkanið af „Handbottahöllinni", sem nú er talið ónothæft nmamynd Ámi Bjama. vogsmenn og ekki hvað síst fyrir al- þjóðasambandið. Ég hef ekki heyrt neitt sem bendir til þess að þeir vilji hætta við býgginguna. Þeir em að spá í byggingar- kostaaðinn og eins í hvað hægt væri að nota húsið í ffamtíðinni. Ef byggt er fjöl- nota hús fyrir popptónleika, sýningar og ráðstefiiur, auk íþrótta, þá hefur það allt áhrif á hönnun hússins. Fyrstu tiUögum- ar sem komu á sínum tíma vom vel und- irbúnar, en unnar á mjög skömmum tíma. Því er eðlilegt að þær séu skoðaðar aftur,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, um fundinn. ,Jírwin Lanc, forseti IHF, mun láta sína sérffæðinga senda þeim Kópavogs- mönnum nákvæmlega þær kröfur sem IHF gerir til þessa mannvirkis, þannig að þeir geti tekið tillit til þeirra við hönn- im á húsinu. Fyrstu drög að teikningum verða líklega tilbúin í mars á næsta ári, þannig að byggingarftamkvæmdir gætu hafist í október næsta haust. Þegar teikn- ingar liggja fyrir í vor óskaði Lanc eftir því að IHF fengi að sjá þær til þess að þeir gæta komið með athugasemdir eða tillögur. í ffamhaldi af því bauð ég fuU- trúa þeirra hingað lil þess að hægt væri að ræða málin ffekar.“ ,4>að kom ffam á fundinum að kröfur IHF varðandi fjölda áhorfenda miðast við lágmark 7.000 áhorfendur á úrslita- leUcinn, með blaðamönnum og starfs- fólki. Þessar kröfur vom lækkaðar úr 12.000 manns eftir að ljóst var að Island mundi sækja um keppnina. Þá er mikU- vægt að öll aðstaða varðandi sjónvarps- sendingar ffá keppninni sé viðunandi. Hingað kemur fjöldi blaðamanna til að fylgjast með keppninni. Á HM í Tékkó- slóvakíu í vetur vom um 500 blaða- menn, en í Sviss fyrir fjórum árum vom þeir 700. Ástæðan vom þessari fækkun er sú að í Tékkóslóvakíu vantaði stórar handboltaþjóðir eins og V-Þýskaland, Danmörku og Sviss. Lanc reiknar með að 400-600 blaðamenn komi hingað til lands til að fylgjast með keppninni,“ sejgir Jón Hjaltalín. Ut frá þessum viðtölum er ljóst að mál- ið varðandi ,Jiandboltahöllina“ er engan vegin útkljáð enn. Málið hefur valdið miklum úlfaþyt í þjóðfélaginu og sitt sýnist hveijum og svo mun sjálfsagt verða enn um sinn. Öll sú hönnunar- vinna sem var fiamkvæmd var út í blá- inn og er fyrir bí. Hönnun hallarinnar er því kominn á byijunarreitinn á ný. Von- andi tekst að hanna höll sem boðleg er fyrir heimsmeistarakeppni, án þess að skattgreiðendur í Kópavogi þurfi að opna pyngjur sínar upp á gátt, enda mun slíkt ekki vera á dagskrá hjá nýkjömum bæjarstjómarmeirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.