Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.09.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 7. september 1990 Reykjavík Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 8. september hefst aftur „Létt spjall á laugardegi". Að þessu sinni verður staðan í álviðræðunum tekin. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður innleiðir og stýrir umræðum. Fundurinn verður að Höfðabakka 9, 2. hæð að vestanverðu í Jötunshúsinu og hefst kl. 10.30. Fulltrúaráðið. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. .uilkiaikj Miklubraut68 Ð13630 Sjáum um erfisdrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 DAGBÓK "Y SIGURÐUR ÞÓRIR sýnir málverk og teikningar I Listasafni ASÍ 8. september til 23. september 1990 Listasafn ASÍ Sigurður Þórir sýnir málverk og teikning- ar dagana 8. september til 23. september nk. í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, en kjörorð sýningarinnar er: Hugarhcimur: Eg mála það scm ég hugsa. Verk barna Nú stendur yfir í menntamálaráðuneytinu sýning á verkum bama í Varmalandsskóla 1975 til 1990. Sýningin er liður i bama- menningarátaki ráðuneytisins og er gott dæmi um vel heppnað skapandi starf með bömum. Hátt á annað hundrað verk, myndir, munir o.fl. unnin á fjölbreytileg- an bátt. Sýningin stendur út septembermánuð og er opin á skrifstofutíma ráðuneytisins, frá kl. 8-16. Málþing um listþörf og sköpunarþörf bama verður haldið í Háskólabíói, sal 3, á sunnudaginn kemur, 9. september 1990, kl. 10-16. Víðtækar umræður um þetta viðfangsefni, þátt skólakerfisins og að hveiju skuli stefht. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Strumparnir komnir aftur Þriðjudaginn 4. september komu út tvö myndbönd með strumpunum sem hvort um sig innihcldur tvo þætti mcð þessum vinalegu verum sem búa langt inni 1 ónefodum skógi og hefur Laddi ljáð þeim mál. Strumparnir em langvinsælasta bamaefni sem til hefur verið á myndbandi og em þcir dáðir af bömum á öllum aldri sem hafa hreina unun af að horfa á þá og fýlgjast með fjölbreyttum ævintýrum sem þeir rata i. Verð fyrir hvetja myndbandsspólu er 1990 kr., en einnig er hægt að kaupa báð- ar saman fyrir 3480 kr. sem þýðir 500 kr. afslátt. Stmmpamyndböndin verða til sölu í öll- um helstu hljómplötuverslunum um land allt, ásamt stórmörkuðum en em einnig seld i póstkröfur í símum 11620 og 28316 á daginn en 679015 á kvöldin og um helg- ar. Húnvetningafélagiö í Reykjavík Félagsvist laugardaginn 8. september kl. 14 i Húnabúð, Skeifunni 17. Þetta er fyrsti hluti í þriggja daga keppni. Allir velkomnir. Hana nú! Vikulcg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagst af stað fiá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Nú bytja haustvindar að blása og við tökum fram klæðnað eftir veðrinu. Stillið vekjaraklukkuna. Drífið ykkur fram úr. Komið á Digranesveginn upp úr hálftíu. Nýlagað molakaffi og rabb. Skemmtileg- ur félagsskapur og rólegt bæjarrölt í klukkutíma. Gestur og Rúna í Gallerí Borg Nú stendur yfir sýning á vcrkum Gests og Rúnu 1 Gallerí Borg við Austurvöll. Sýn- ingin stendur til þriðjudagsins 18. sept- ember. Virka daga er opið frá 10-18 en um helgar frá 14-18. Guöbjörg Lind í Nýhöfn Guðbjörg Lind opnar málverkasýningu i Listasalnum Nýhöfta, Haftaarstræti 18, laugardaginn 18. septemberkl. 14-16. Á sýningunni em málverk unnin á sið- astliðnum tveimur ámm. Guðbjörg Lind er fædd á ísafirði árið 1961. Hún stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla íslands og útskrifaðist úr málverkadeild 1985. Þetta er fjórða einkasýning Guðbjargar cn hún heftar einnig tekið þátt i samsýn- ingum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 26. september. Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugardag kl. 10 aðNóatúni 17. Kjarvalsstaöir Nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum sýn- ingin „September — Scptcm". Sýnd em verk félaga úr Septcmber-hópnum ffá 1947-54 og félaga úr Septcm- hópnum ffá 1974-1990. Sýningin cr í öllu húsinu og stendur til 9. septembcr. Kjarvalsstaðir em opnir daglega lfá kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. MINNING Jón Jónasson frá Vogum í Mývatnssveit í dag, fbstudaginn 7. september, fer fram hér í Reykjavík útfor tengda- fóður mín, Jóns Jónassonar. Jón átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Hann fékk fyrsta alvarlega hjarta- áfallið fyrir um ellefu árum, en frá þeim tima tók heilsunni að hraka hægt og sígandi. Jón var þannig gerður að hann bar ætíð vandræði sín og áhyggjur í og vildi ekki fyrir nokkum mun íþyngja neinum, ekki einu sinni sínum nánustu með sjúk- dómi sínum. Þó var svo komið í sum- ar að okkur úr nánasta umhverfi Jóns gat ekki lengur dulist þjáningar hans og lasleiki. Hann lést af hjartabilun á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að kvöldi fimmtudagsins 30. ágúst síð- astliðinn, tæplega 73 ára að aldri. Jón Jónasson var fæddur í Vogum í Mývatnssveit 24. október 1917. For- eldrar hans voru hjónin Guðfmna Stefánsdóttir og Jónas Pétur Hall- grimsson, bóndi í Vogum. Aft Jóns í fbðurætt var Hallgrímur Pétursson Jónssonar, bónda í Reykjahlíð við Mývatn. Jón var næstclstur f hópi níu systk- ina, sem ólust upp saman í Vogum. Hin lifa öll, en þau em: Ólöf Valgerð- ur, búsett á Akureyri, Stefán, sem býr í sama húsi og hinn látni í Reykjavíki Sigurgeir, Kristín og Pétur, sem búa j Vogum, Guðfmna Friðrika á Húsavík og Hallgrímur, sem býr í Hólmum j Mývatnssveit. I þessari fogm sveit ólst Jón upp ji stórum hópi bama og unglinga/í Vogahverfi. Eins og nærri má gtíta var lífsbaráttan hörð í bammörgúm fjölskyldum á þessum tímum / og sjálfsagt þótti að óharðnaðir ungiing- ar tækju virkan þátt í lífsbaráttunni og öíluðu til heimilisins. Lifsbjörgin var annars vegar Mývatn, auðugt af silungi, sannkölluð matarkista, en á hinn bóginn vora Mývatnsöræfin, en þangað sóttu menn tjúpu á haustin. Það kom ekki síst i hlut Jóns, elsta sonarins á heimilinu, að aðstoða bamungur við að draga björg i bú svo og við önnur störf á stóm heimili. Þannig var honum í blóð borinn mik- ill og einlægur veiðiáhugi, sem í hon- um bjó alla tíð. Uppvaxtarárin við Mývatn settu vafalaust mark sitt á Jón, lífsviðhorf hans og áhugamál. Eins og nærri má geta buðu erfiðar aðstæður í afskekktri sveit ekki upp á mikla skólagöngu, en þessari kyn- slóð var lífsins skóli þeim mun mikil- vægari. Hann var þó um skeið við nám í Laugaskóla í Reykjadal. Árið 1942 flutti Jón úr sveitinni til Reykjayíkur til þess að freista gæf- unnar. Á striðsárunum var umrót í ís- lensku þjóðlífi. Straumurinn lá suður. Þar var mikil atvinna og talsverðir möguleikar fyrir imga menn. Hann vann til að bytja með ýmis tilfallandi störf, en réðst fljótt til Vélsmiðjunnar Héðins, þar sem hann nam jámsmíði. Jón vann þar í rúma tvo áratugi að iðn sinni, en réðst síðan til Grænmet- isverslunar landbúnaðarins, þar sem hann starfaði við afgreiðslu garð- ávaxta og önnur störf allt fram til árs- ins 1985, þegar hann hætti þar sökum heilsubrests. Jón kvæntist hinni mætu konu Þóm Eiríksdóttur frá Arabæ í Flóa 29. maí 1948. Þau bjuggu lengst af eða allt frá árinu 1956 f Eskihlíð 22, þar sem Þóra bjó þeim fallegt og friðsælt heimili. Einkadóttir Jóns og Þóm er Kristín hjúkrunarfræðingur, gift und- irrituðum. Bamabömin em tvö, Jón Torfi 17 ára og Hjalti 11 ára. Fyrir rúmum tveimur áratugum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að tengj- ast þeim heiðurshjónum, Jóni og Þóm. Á heimili þeirra var alla tíð gestkvæmt. Þar ríkti góður andi, ró og friður og gestrisni slík að eftir var tekið. Þar var sjálfsagður viðkomu- staður Mývetninga og annarra norð- anmanna í Reykjavíkurferð, jafnt ungra sem aldinna. Með Jóni Jónassyni er genginn traustur maður, heilsteyptur og vand- aður, sem ég stend í mikilli þakkar- skuld við. Hann var faðir eiginkonu minnar og besti vinur sona minna, Jóns Torfa og Hjalta. Hann hljóp oft í skarðið þegar vinnuálag og húsnæð- isbasl tengdasonarins var sem mest. Ég hef oft haldið því fram að þau Þóra eigi stóran þátt í uppeldi þeirra. Samband Jóns við dóttursynina var einstaklega náið og fallegt og vist er að þeir munu alla tíð búa að heil- brigðum lífsviðhorfum hans, hjálp- semi, þolinmæði og hlýju. Jón var trúaður maður og náttúruunnandi, sem miðlaði drengjunum á jákvæðan hátt af reynslu sinni, þar sem hann dvaldist Iöngum með þeim við ár og vötn, en þar var hann í essinu sínu. Fjölskyldan okkar var samheldin og varla leið sá dagur að ekki heyrðist eða sást til afa og ömmu. Jón var oft og iðulega með hugann á æskuslóðum við Mývatn hjá systkin- um sinum og öðm frændfólki og oft leiddi hann okkur með sér norður með frásögnum sínum af liðnum at- burðum. Hans aðaláhugamál var veiðiskapur og þá einkum lax- og silungsveiði, en einnig alls kyns skotveiði. Segja má að allt árið um kring hafi þetta mikla áhugamál verið virkt á einn eða ann- an hátt. Stöðugt var hugað að veiði- dóti, útbúnir taumar og flugu hnýttar. Oft fannst mér símakrókurinn á heimili tengdaforeldra minna í Eski- hlíð 22 vera eins konar veiðimiðstöð. Þar var slegið á þráðinn til veiðifé- laganna, ráðstafað veiðileyfum og spurt frétta af aflabrögðum. Jón haíði áhuga á stjómmálum, var einlægur félagshyggjumaður og fylgdi alla tíð Framsóknarflokknum að málum. Þegar Jón er allur leita á hugann margvíslegar minningar um ánægju- legar samverustundir. Hæst ber ferðalög, bæði erlendis og þó sérstak- lega innanlands. Sjaldan var farið úr bænum án þess að veiðistangir væm með í ferð. Margar vom ferðimar að Hrauni í Ölfusi, Þjórsá, Ölfusá, að Snæfoksstöðum í Hvítá, svo að eitt- hvað sé nefnt. Eins og fyrr er getið var Jóni veiðimennskan í blóð borin. Hann tók veiðiferðimar alvarlega eins og á uppvaxtarárunum við Mý- vatn, og lagði varla frá sér stöngina allan daginn, enda var hann allra manna fengsælastur. Rjúpna- og gæsaveiðar stundaði Jón einnig af miklum krafti allt fram á síðustu ár, en sérstaklega haföi hann gaman af því að dorga í gegnum is á fögmm vetrardögum. Fjölskyldan átti margar ógleymanlegar samvemstundir á Ell- iðavatni og Þingvallavatni með skrínur og annað hafurtask. í júni síðastliðnum fór fjölskyldan saman á ættarmót í Mývatnssveit, þar sem minnst var eitt hundrað ára bú- setu í Vogtim. Það var á mörkunum að Jón hefði heilsu til þess að taka sér þessa ferð á hendur, en hann var stað- ráðinn i þvi að fara með fjölskyldu sinni og allt var gert til þess að gera ferðina sem ánægjulegasta. Þetta var ógleymanlegt mót og glæsilega að því staðið. Jón naut þess að vera mættur þama með sitt fólk. Mér er þessi ferð ekki síst minnisstæð fyrir það að hún var hinsta ferð Jóns Jón- assonar á heimaslóðir við Mývatn og jafnframt síðasta fjölskylduferðin okkar. Veiðiferðimar urðu fáar og erftðar í sumar og stöðugt dró af þessum sterkbyggða og trausta manni þar til kallið kom 30. ágúst sl. Jón Jónasson var af þeirri kynslóð sem þekkti skyldur sínar. Hann var trúr sinu og umfram allt heiðarlegur í lifsbaráttunni. Að leiðarlokum vil ég þakka Jóni tengdafoður mínum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Að þvi munum við Iengi búa. Elsku Þóra, Kristín, Jón Torfi og Hjalti, missir okkar er mikill. Megi góður guð leiða okkur áfram og styrkja í mikilli sorg. Guð blessi minningu Jóns Jónasson- ar. Gylfi Guðjónsson Þegar ég kom heim úr vel heppnaðri ferð um Evrópu 31. ágúst síðastlið- inn, vora mér færðar fregnir af and- láti afa míns, Jóns Jónassonar, en hann hafði látist daginn áður. Frétt- imar fengu mjög á mig, enda höfðu tengsl okkar verið náin og sterk. Við fórum í margar veiðiferðir sam- an og mér era í fersku minni þau skipti sem við renndum fyrir lax í Ölfusá við Selfoss. Þar lönduðum við mörgum löxum í sameiningu, þó svo að hann hafi vissulega sett i þá flesta. Það var engin tilviljun að langar bið- raðir mynduðust þar oft sem afi var við veiðar. Hann var fengsælasti veiðimaður þar um slóðir og fór sjaldan heim með öngulinn í rassin- um. Persónuleiki hans kom glöggt fram við veiðiskapinn. Þolinmæðin var slík að ekki var til umræðu að hætta fyrr en á síðustu mínútum veiðitímans, jafhvel þótt veiði væri lítil og veður vont. Ávallt stóð hann eins og klettur úti í straumharðri ánni. Þeir voru líka margir laxamir sem hann setti í eftir að veiðifélagar hans höfðu tekið saman og haldið heim. I mínum huga var afi tákn hins trausta og sterka manns. Áður en hjartasjúkdómurinn tók að hetja á hann var hann ótrúlega vel á sig kom- inn Iíkamlega. Alltaf var ég jafhheill- aður af þeim vöðvum sem hann bjó yftr og mér þótti alltaf sérstakt að fá að keppa við hann í sjómann., þó svo ég mætti mín lítils gegn slíku hreysti- menni. Á heimili afa og ömmu hefur löng- um verið gott að koma og gisti ég margar nætur á þeim bæ. Aldrei var of mikil fyrirhöfh að draga bobbið undan hjónarúminu eða taka fram spilin. Ég vil að endingu þakka afa fyrir allt það sem hann hefur veitt mér og kennt i gegnum árin og ég mun búa að í framtíðinni. Ég bið góðan guð að hjálpa ömmu Þóra í sinni miklu sorg. Blessuð sé minning afa míns, Jóns Jónassonar. Jón Torfi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.