Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 1
8.-9. september 1990 Salzborgarar njóta þess sem margar þjóðir dreymir um - ferðamannastraums jafht sumar sem vetur: Helvískt hrekkjusvín hefur karlinn verið Þótt dauður sé fyrir hálfri fjórðu öld heldur Markus Sittikus, erkibiskup og fursti, áfram að stríða þeim aragrúa gesta sem árlega sækja heim sumarslotið hans, Hellbrunn rétt utan við borgina Salzburg í Austurríki. Gestir á rölti um hallargarðinn hrökkva illilega við þegar allt í einu standa á þá vatnsbunur úr öllum áttum: Upp úr gangstígnum, út úrveggjunum, steinum eða síyttum í garðinum. Enginn veit hvaðan næstu bunu er að vænta. Maður fær á tilfinninguna að hláturínn ískrí ennþá í karli þegar undrunarsvipur- inn birtist á andlitum þeirra sem allt í einu standa þama hundblautir undir heiðum himni. Þeir sem kynnst hafa gráglettni biskups áður hafa búið sig út með regnhlíf fyrír næstu heimsókn. Og víst má víðförull íslenskur aðall þakka fyrir að höfðingjar þeir sem halda honum veislur vítt um veröld- ina skuli ekki viðhafa veislusiði Markusar Sittikusar. Sagan segir erkibiskup oft á tíðum hafa boðið hirðfólki sínu í garð- veislur að Hellbrunn á góðviðris- kvöldum. Gestum vísaði Sittikus biskup til sætis á marmarastólum umhverfis „furstaborðið" í hinu svo- nefhda „Rómverska leikhúsi". Veitt var af gnægð góðra vina sem kæld voru í rennandi vatni i rauf eftir miðju marmaraborðinu. Enda gerð- ust gestir oft hreifir og háværir þeg- ar leið á kvöldið - og stundum úr hófi fram að mati biskups. Hann gaf þá kjallarameistara sínum merki svo lítið bar á og sá ýtti á ákveðinn takka. Skutust þá allt í einu fingurbreiðar vatnsbunur upp úr hverju sæti við borðið — nema vitanlega stól hallarherrans. En til að brjóta ekki hirðsiðina máttu hinir eðlu gestir eigi að síður sitja sem fastast, með kalda bununa upp í botninn, þar til biskup stóð sjálfur upp frá borðum og sleit veislunni. Ævintýragarður Þetta varasama veisluborð er einn hluti þess makalausa sjálfvirka vatnsspils sem Markus Sittikus lét Ettt meistarastykkið í vatnsspilinu að Hellbrunn er svokallað „mekaniskt leikhús", sem sýnir heildarmynd af lífinu í litlum bar- okbæ. Slátrarinn slátrar kálfi á götunni, tónlistarmenn spila, sígaunar dansa og við ráðhúsið þramma verðimir fram og til baka. Undir sýningunni óma svo melódíur - frá vatnsorgeli sem vænta má. gera við sumarhöllina Hellbrunn, sem byggð var á fyrstu stjórnarárum hans, 1612-1615. ErHellbrunn sögð fyrsta stóra lystislotið sem byggt var norðan Alpafjalla. Eftir að Saizburg sameinaðist Austurríki 1816 komst slotið í eigu Habsborgara í eina öld. Frá 1922 er Hellbrunn eign Salz- burgar. Og staðurinn ber þess merki að allir- hafi eigendurnir látið sér annt um viðhald hans og varðveislu. Höllin og garðurinn er heill ævin- týraheimur. Eitthvað kemur á óvart við hvert fótmál. Fiskar að leik í tjörnum, rennandi lækir og fossar, gróður og gosbrunnar og styttur guða, engla, dýra og djöfla, svo nokkuð sé nefht. Undir höllinni tek- ur við hver „furðuhellirinn" á fætur öðrum þar sem óvænta hluti ber fyr- Sagan segirað „Germaulinn" hafi verið svar Sittikusar til allra hans öfundarmanna og gagnrýnenda í hópi gesta á Hellbrunn, enda ófrýnílegur. Er munnur hans fýllist vatni ranghvoifir hann augunum og rekur út úr sér tunguna. ir augu og eyru. Vatnið er afl allra þessara hluta. „Piparar" Sittigusar biskups virðast svo sannarlega ekki hafa fuskað við verk sitt að allt skuli þetta mikilfenglega vatnsspil ganga eins og klukka enn þann dag i dag og gera lystigarðinn í Hellbrunn eft- irminnilegri öðrum stærri og meiri. Náttúrufegurö og litskrúð Hellbrunn er þó aðeins ein af ótal „perlum" í minningunni eftir ferð til Salzburgar og Salzburgarlands. Er Flugleiðavélin lækkaði flugið fyrir lendingu heyrðist hrifhingarkliður frá hverjum glugga vélarinnar þar sem farþegar voru margir í sinni fyrstu Salzburgarferð. Enda kom síðar fram í samræðum „heims- hornaflakkara" að Salzburg var að þeirra mati ein af þrem fegurstu borgum heims ásamt með Rio de Ja- neiro og San Francisco. Um hvernig raða bæri í þau sæti voru þeir aftur á móti ekki á einu máli. Ef til vill hrifur Salzburgarland Frónbúa öðr- um fremur. Því þar er gnægð af flestu sem við fellum undir hugtakið náttúrufegurð, bæði hinnar stór- brotnu sem við erum svo rík af og þar á ofan gróðursældar sem við sækjumst eftir. Fjærst tróna tignar- legir tindar Alpanna, nær skógi vaxnar fjallshliðar, gljúfur og gil, ís- hellar og upplýstar gamlar saltnám- ur. Og á milli fjallanna blómlegir dalir, ár og lækir og urmull vatna sem fólk flykkist að til sólbaða, siinds og siglinga. Salzburgarland hefur það umfram mörg önnur skógi vaxin svæði að út- sýni er samt þar óhindrað til allra átta - upp á fjallsbrúnir, yfir bæi, vötn og dali. Og hvílíkt útsýni; aldr- ei þessu vant tók það langt fram því sem myndabækurnar gefa til kynna. Kyrrlátt kvöld á bakka Wolfgang- vatns í ljósaskiptunum er t.d. ógleymanleg. Hópur fólks sat þar þögull. Og svipur fólksins var einna líkastur því að það væri þarna að upplifa meiriháttar listviðburð. Upp til fjalla, þar sem fólk dvelur enn með búsmala 1 seljum á sumrin að gömlum sið, rifjaðist upp sagan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.