Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. september 1990 HELGIN W 11 Deseramlr eru svo vel úti látnlr að ekkl veftir af stærstu matardiskum eða stórum skálum til aö rúma herlegheitin. Og bragðið er eftir þvf, namm, namm. ágengni, t.d. í verelunum. Enda er ólíklegt er að nokkur verði fyrir vonbrigðum að sækja þá heim. Sæl- kerar, rómantískir, tónlistarúnnend- ur, fróðleiksfúsir á sögu og fornar og byggingar, fjallagarpar, þeir sem kjósa að sluikja sólina eða sigla á friðsælu vatni, eða ferðast i róleg- heitum i fallegu umhverfi - eða kannski hæfilegt sambland af öllu þessa - þeir ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi í Salzburg og Salzburgarlandi. Má raunar telja einstakt hve fjöl- breytnin er mikil og margt áhuga- vert að sjá og gera í Htilli borg og landsvæði sem aðeins spannar rúm- lega 7 þús. ferkilómetra (um 7% af stærð íslands). Salzburgarland, sem skiptist i nokkur héruð, spannar að- eins um 12. hluta Austurrikis. Um 200 troðfull hótel með yfir 10.000 rúmum í Salsburg, borg sem telur álíka marga ibúa og Reykjavík- ursvæðið okkar, bera þess líka vitni að margir hafa komist að sömu nið- urstöðu. Þá er þó ótalinn fjöldi gisti- og farfuglaheimila og tjaldsvæði borgarinnar. Enda er ferðamanna- þjónusta einn stærsti atvinnuvegur Salzburgara. Veisla fyrir sælkera Á ferð um aðra bæi, þorp og þjóð- vegi Salzburgarlands virðist manni lika standa „Gasthof' eða „Gast- haus" á 4. til 5. hverju húsi. Svo viða má fá góða gistingu fyrir hóf- legra verð en á hótelunum. Lítil og notaleg veitingahús eru sömuleiðis á hverju strái og flest rikulega á borð borið. Deserar Salzburgara eru þó alveg sér á blaði; þeir mestu og bestu sem undirritaður sælkeri hefur nokkru sinni komist i tæri við og eiginlega heil máltið einir og sér. Inn til fjalla finnast lúxushótel sem eiginlega eru heill heimur út af fyrir sig. Það er víst eitthvað þessu líkt sem hugumstóra íslendinga hefur dreymt um að koma upp í Hvera- gerði, hugsaði ég á Sporthótel Brandhof. Auk ráðstemu- og veit- ingasala standa gestum þar til boða: stór reiðhöll, hestaleiga og nám- skeið, fjalla- og veiðiferðir, skíða- lyftur, golfvellir og tilheyrandi nám- skeið, tennisvellir, iþróttasalir, sundlaug, líkamsrækt og snyrtistof- ur sem bjóða fegrunar- og megrun- arvikur. Hátt í þúsund skíðalyftur Salzburgarar njóta þess lika sem alla „ferðamannaiðnaðarmenn" dreymir um: Straums ferðamanna jafht vetur og sumar. Um 800 skíða- Skfðalyftumar í Salzburg eru ekkl síður vinsælar meðal ferðamanna sem vilja komast á fjöll á sumrin, heldur en skíðamanna á vetrum, enda úfsýnið víða æg'rfagurt þegar upp er komið. Sólin skín gegn um írjákrónumar en fólk býr sig sem best það geturtil að verjast „migunum" biskupsins. Heimsókn f gömlu borgina í Salz- burg hlýtur að vera áhugaverð fyrir húsafriðunarmenn, þar sem elstu byggingamar hafa staðið í alltað900ár. lyftur þeirra og kapalbrautir eru ekki aðeins til vetrarbrúks heldur eru margar lika í fullum gangi yfir sum- arið. Á hæstu íjöll fara menn raunar farið á skíði ylír sumarið Hka. En á önnur fjöll hópast þá léttklæddir túr- hestar með sjónauka og myndavélar. Hið sama er að segja um hótelin og gistiheimilin: Troðfull af túrhestum yfir sumarmánuðina og síðan skiða- mönnum og unnendum menningar og fagurra tóna á í skammdeginu. Tónlistarhátíðir taka við hver af annarri árið um kring. Mozart er all- staðar nálægur i Salzburg, ekki siður en Sittikus biskup að Hellbrunn. Þessir snillingar og fleiri, ásamt 450 þúsund ibúum Salzburgarlands, leggja sig fratn um að taka vel á móti gestum sínum og gera þeim dvölina eftirminnilega. Enda er ég löngu farin að hlakka til að heim- sækja þá á ný. Heiður Helgadóttir. Tolli i Slunkaríki, Portúgal og Kóreu í da«, laugardaginn 8. september, opnar Þor- lákur Kristinsson, betur þckktur scm Tolli, sýningu á verkuiu sínum í Slunkaríki á ísa- firði. Þar verður í fyrsta skipti sýnt steinþrykk sem listamaöurinn vanit á hinu velþekkta stcinþrykksverkstæði IJM f Kaupmannahöfn fyrr á árinu. Jafnframt verða sýndar myndir unnar I serígrafíu og ný otíuntálverk. Sýningin vcrður opin til 23. scptcmber. Ilróður Tolla hefur borist vfða því að sýning- únhi íSlunkaríki aflokinni hefur honum verið boðið að sctja upp sýninj>u vcrkaima í Æveiro i Portúgai. Auk þessa hcldur listamaðuriun í komandi máiiuði tii Scoul i Suður-Kóreu þar sem hann muu opna sýuingu i Thé Coréan Art GaUery. , \ Hróður Tolla hefur borist víða, allt frá fsaflrðl til Portúgal og Koreu og mun hartn á tveimur mánuð- um halda sýnlngu ýmissa verká sinna á þessum þremur stöðum. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.