Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 4
12 Tíminn Laugardagur 8. september 1990 VOFA FRANCOS ENNÁ KREIKI Þótt liðin séu ein fimmtán ár frá dauða Francos, fyrrverandi einræðis- herra Spánar, minna götuheiti spænskra borga og bæja óspart á valdatfð hans; leiðtoga sósíalista og forsætisráðherra Spánar, Felipe Gonz- áles, til mikillar armæðu. En tilraunir til að endurskýra stræti og torg, sem Franco skýrði í höfuðið á sjálfum sér og samstarfsmönnum, hafa mætt mik- illi andstöðu íbúa. Húsmæður sem búa við Jose An- tonio, aðalgötu þorpsins Benitachell skammt frá strönd Alicante, leggja all- an sinn metnað í að halda götunni skinandi hreinni. Á hverjum degi sópa þær hana og skúra en gata Jose An- tonio er svo þröng að konurnar verða að forða sér inn til að bilar geti mæst Þetta er ósköp venjuleg spænsk gata nema að því leytinu til að hún heitir í höfuðið á Jose Antonio Primo de Rivi- era, stofhanda flokks falangista. Jose Antonio endaði ævi sina sem píslar- vottur þegar repúblikanar létu skjóta hann f fangelsi í Alicante í byrjun borgarastyrjaldarinnar. Ibúar við göt- una mega ekki heyra á það minnst að nafhinu verði breytt. Likt og hjá fleiri einræðisherrum var eitt helsta áhyggjuefhi Francos það hvernig mætti hindra að hann félli f gleymskunnar dá. í þvi skyni að halda eigin nafhi á lofti lét hann endurskýra þúsundir gatna víðs vegar um landið. Að lokum fannst vart eitt einasta smá- þorp þar sem ekki mátti finna að minnsta kosti eina styttu, götu eða torg tileinkað foringjanum og fylgismönn- umhans. í dag er Spánn konungsríki, undir stjórn Juan Carlos sem hlaut embættið Juan Carios, núverandi konungur Spánar, ásamt Franco, einræðisherranum fyrrverandi. fyrir tilstilli Francos sjálfs. En fyrst og fremst er landið þó lýðræðisríki. A þeim áram sem liðin eru frá dauða Francos hefur verið reynt að afrná hina skelfilegu minningu um valdatíð hans með ýmsum ráðum. Byrjað var á að breyta nafhi Avenida Generalisimo Franco i höfuðborginni Madrid og heitir nú gatan Paseo Castellana í sam- ræmi við heiti héraðsins Casteliu. En breytingar hafa ekki gengið jafh auðveldlega fyrir sig um allt landið, þrátt fyrir tilraunir leiðtoga sósíalista til að afmá ummerkin. Ennþá má finna nöfh og styttur sem minna á einræðis- herrann, jafhvel f sumum stærstu borg- anna. Andstaða við breytingar hefúr þó verið mest f smáum bæjum sérstak- lega þar sem hægrimenn eru öflugir við stjórnvölinn. Rúllutækni >) haœtverð % Bændur! Bjóðum okkar viðurkcnndu rúllutækni á hausttilboði. Rúílubindivél l^m x l,2m, vérð frá ..______.......................... kr. 590. þús. Alsjálfvirk pðkkunarvél> verð frá .............................................. kr. 430. þús, Moksturstæki Veto FX 15, verð frá........................................... kr. 338. þús. Baggaspjót á þrítengi, verð frá „„.............................................. kr. 15. þtis. Baggagreip á moksturstæki, verð frá ........................................ kr. 53. þús. Fluthingavagnar, verð frá .„„„,.....„„„„.....„„,.......„„„„...„„„„.. kr. 225. þús. Munið staðgreiðslu- og magnafsláttinn. Öll verð eru án virðisaukaskatts JÁRNHÁLSI 2 SÍMI 83266 Bæjarstjóri Benitachell, Miguel Ca- talá, var settur í embættið i valdatfð Francos fyrir 22 árum. Hann hefur síð- an verið endurkjörinn sem frambjóð- andi hægri flokksins Partido Popular. „Nafhi aðalgötunnar verður ekki breytt," er haft eftir Catalá. „Nafhið hefur sögulega þýðingu og er óaðskilj- anlegur hlutí fortfðar okkar." Ekki eru allir landsmenn á sama máli og bæjar- stjórinn, sumir telja jafhvel þjóðlega fortíðarhyggju beinlínis skaðlega. Dagblaðið El Pais birti tíl að mynda fyrir skömmu lista yfir átta höfuðborg- ir héraða þar sem finna má nöfii sem minna á valdatíð einræðisherrans. Meðal annarra má þar nefha Orense, Avila, Burgos, Lugo og Léon, allar í norð-vestur hluta landsins þar sem þjóðernissinnar náðu sterkum tökum strax í byrjun borgarastyrjaldarinnar. í Santander hafa deilur um nafhgiftir Francos einnig verið harðvitugar en þar heitir einmitt aðaltorgið Plaza del Generalisimo Franco. Bæjarstjórnin, með Partído Popular í meirihluta, fjar- lægði nýverið bronsstyttu, sem sýndi Franco áhestbaki, af torginu. Ástæðan var sú að tíl stóð að byggja bíla- geymslu neðanjarðar. Mörgum íbú- anna til furðu og hrellingar var stytt- unni síðan komið fyrir aftur á sama stað þegar byggingunni var lokið. „Það eina sem við getum huggað okk- ur við er að dúfur bæjarins hafa hingað til og munu áfram sjá samviskusam- lega um að hylja styttuna," sagði sagn- fræðingurinn Ramón Saiz við þetta tíl- efhi. Meðal þess sem flokksmeölimir setja á oddinn er aö kvenfólki leyfist aö liggja topplaust í sólbaði. Erótíski f lokkurinn Áhugamenn um kynlíf hafa nú myndað sinn eigin flokk í Tékkó- slóvakíu. Flokkurinn sem ber svo virðulegt nafn sem „Híð óháða er- ótíska frumkvæði", hefur það helst á stefnuskrá sinni að berjast fyrir frjálsræði í kynlífi og stofnun verslana sem sérhæfa sig í sölu á hjálpartækjum ástalffsins. Áttatíu af hundraði meðlima eru karlmenn. Stofnandi flokksins er lögfræð- ingur nokkur sem ekki hafði annað markmið í huga en að semja vafa- saman brandara. Lögfræðingnum að óvörum fékk hugmyndin svo góðan hljómgrunn að skráðir með- limir eru nú um 3500 og stefna að framboði i næstu kosningum. Táls- maður flokksins, Richard Knot, er doktor í heimspeki, stjórnmálum og hagfræði. Eftir honum hefur verið haft að meðal markmiða flokksmeðlima sé heimild til sýn- inga svokallaðra blárra kvik- mynda. Sömuleiðis að felld verði úr gildi lög um almennt velsæmi sem meðal annars banna konum að liggja í sólbaði topplausar. Jafn- framt verður barist fyrir kyn- fræðslu i skólum og þeim skilaboð- um dreift að kynlíf sé bæði heilsu- samlegt og skemmtilegt. „I valdatíð kommúnista var kynlíf bannorð. Fólk hefur alltaf haft áhuga á erótik en allt því efni tengt fór fram með mikilli leynd. Nú langar fólk til að vinna upp þau 40 ár sem við höfum misst af," sagði Knot. Uppátektir flokksmeðlima hafa hlotið misjafnar undirtektir. Það var til að mynda ekki talið flokkn- um til framdráttar þegar nokkkrir athafnamenn og konur, flokksmeð- limir að eigin sögn, tóku sig til og héldu mikla kynlífssýningu á Wenceslas torginu í miðborg Prag. A hinn bóginn vakti fundur sem haldinn var með forsvarsmönnum fjölmiðlanna mikla lukku. Þar gengu berbrjósta konur um beina, blaðamönnum til mikillar ánægju, og rak menn ekki minni til að fund- ir annarra stjórnmálaflokka hefðu nokkurn tima verið eins vel sóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.