Tíminn - 08.09.1990, Side 5

Tíminn - 08.09.1990, Side 5
Laugardagur 8. september1990 Tíminn 13 Vonast er til að dagbækur einræðisherrans Salzar veiti ýmis langþráð svör: Portúgalir undir stjórn fasista í styrjöldinni? Vonast er til að bráðlega verði dagbækur portúgalska einræðisherrans Saizar gerðar opinberar og þar meðal annars svarað þeirrí spumingu hvort hann hafi veríð fasisti eins og kveðjan sem hann notar á myndinni Von bráðar má búast við að hul- unni verði loks svipt af stöðu Portúgals í stríðinu og fleiru því sem valdið hefur heilabrotum frá 36 ára valdatíma einræðisherr- ans Antonio de Oliveira Salzar. Svörín eru falin í 72 bindum dag- bóka Salzar sem hafa veríð kall- aðar lykillinn að nútímasögu Portúgal og reyndar allrar Evrópu tuttugustu aldarinnar. Meðal þess sem búist er við að bæk- umar svari em spumingar varðandi ellefú leynilega samninga sem Salz- ar, í nafhi Portúgals, gerði við ýmis lönd á valdatíma sínum. Jafhffamt er þess beðið með eftirvæntingu að staða Portúgals í stríðinu skýrist. En þó landið ætti að heita hlutlaust tók- ust þar á leyniþjónustur nasista og andstæðinga þeirra og portúgalska leynilögreglan njósnaði síðan um alla saman. Yfir því hefur einnig ver- ið velt vöngum hvort Salzar hafi ver- ið einræðisherra í anda Hitlers eða Mussolini eða fylgt eigin kenning- um. Hvort hann hafi verið strangtrú- aður og siðavandur í anda rómversk- kaþólskra kenninga eða óttalegur kvennabósi eins og sumir hafa viljað halda ffam. Hvort Salzar hafi fýrir- skipað morðið á helsta andstæðingi sínum Humberto Delgado árið 1965. Hvort hann hafi vitað um þá ráðagerð Þjóðveija að ræna hertoganum af Windsor. Eða þá ráðagerð Breta að ráðast inn í Lissabon ef Portúgalir veittu þeim ekki leyfi til að reisa her- flugvöll á Azoreseyjum. Síðast en ekki síst hvort hann hafi verið fylgis- maður Hitlers eins og haldið hefur verið ffam og þá meðal annars vísað til að Salzar heilsaði einstaka sinnum að hætti fasista. Dagbækumar vom teknar úr umferð árið 1968 þegar Salzar hlaut hjarta- áfall og nýr maður tók við stjóm- taumum landsins. Síðan hefur nokk- uð saxast á skjöl sem þeim fylgdu, einkum eftir byltinguna 1974 þegar meðlimum leynilögreglunnar var leyft að safha saman pjönkum sínum áður en þeir vora settir út í kuldann. En það leyfi notuðu margir til að eyðileggja mikilvæg skjöl. Ný stjóm á þeim tíma lagði einnig sitt af mörk- þykir benda til. um til að eyðileggja skjölin þar sem nokkrir vinstrisinnaðra stjómarmeð- lima vora hræddir um að upp kæmist um óheppileg tengsl við aðila innan leynilögregiunnar. Arið 1981 vora síðan, að ffumkvæði leiðtoga kristilegra demókrata, Diogo Freitas do Amaral, sett lög sem meinuðu almenningi aðgang að bókunum og bönnuðu birtingu efnis úr þeim ffam til ársins 1995 en þá verða 25 ár liðin ffá dauða Salzar. Fylgjendur bannsins vísa til reglna annarra landa varðandi leynd skjala svo sem til 30 ára reglu breska utan- ríkisráðuneytisins. Sú sem fremst fer í flokki þeirra sem krefjast þess að leyndinni verði tafar- laust aflétt er kona að nafni Maria Magdalena Garcia. Hún hefur unnið að skráningu dagbókanna og efhis tengdu þeim undanfarin tvö ár en er sem umsjónarmaður skráningarinnar bundin þagnareiði. María segir að á þeim tveimur árum sem liðin era ffá stofnun hins opinbera portúgalska skjalasafns hafi það verið eitt helsta markmið starfsmanna að skjöl sem þessi yrðu gerð opinber. í því mark- miði hefur verið unnið að ffumvarpi til laga um leynd skjala. „Verði lögin samþykkt munu eldri lög falla úr gildi en málið er nú í höndum menn- ingarmálaráðuneytisins,“ sagði Mar- ia í þessu tilefni. I fyrra leit allt út fyr- ir að ffumvarpið yrði samþykkt af þinginu en uppstokkun innan stjóm- arinnar sem leiddi til afsagnar við- komandi ráðherra og fleiri tafði ffamgang málsins. VÉLBOÐI HF. AUGLÝSIR Vegna fenginnar reynslu undanfarinna ára í sölu á mykjutækjum, höfum við hjá Vélboða hf. lagt mikla áherslu á að framleiða mykjudreifara sem hannað- ur er sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Samfara þessu hefur okkur tekist að stórlækka verð tækjanna og stytta af- greiðslufrest Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. Ath. nýtt heimilisfang Helluhraun 16-18. HF 220 Hafnarfjörður Sími 91-651800 Bókasafnsfræðingur óskast á Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Upplýsingar veitir forstöðumaður Skólasafnamiðstöðvar í síma 28544. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskóla- náms í Mexíkó Mexíkönsk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa ís- lendingum til háskólanáms í Mexíkó á háskólaárinu 1990-91. Styrkir þessir eru ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna að loknu háskólaprófi. Styrkfjárhæð- in nemur 315 Bandaríkjadölum á mánuði. Umsækj- endur þurfa að hafa góða kunnáttu í spænsku og vera yngri en 35 ára. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 30. september nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt með- mælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. 5. september 1990 Afmælis- og minningargreinar Peim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minning- argreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. óskast ( eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 11. september 1990 kl. 13-16 1 porti bak við skrifstofu vora að Borgartuni 7, Reykjavlk, og vlðar. Tegund 1 stk. Chevrolet Classic fólksbifreið 1989 1 stk. Saab 900I fólksbifreið 1987 1 stk. Toyota Landcruiser S t W 1 stk. Toyota Landcraiser H t 2 stk. Toyota Hi Lux Turbo 1 stk. Chevrolet pick up m/húsi 1 stk. Chevrolet Suburban 1 stk. Nissan Patrol pick up 1 stk. Nissan Patrol stw 1 stk. Lada Sport 1 stk. Mitsubishi L-300 2 stk. Volkswagen Syncro Caravella 1 stk. Toyota Tercel station 3 stk. Subara 1800 station 1 stk. Renault Traffic 4 stk. Ford Econoline 2 stk. Mitsubishi L-300 1 stk. Toyota Hi Ace 1 stk. Chevrolet Monza 1 stk. Lada Station 1300 1 stk. Mazda 323 station 10 stk. Flat 127 Gl 1 stk. Mercedes Benz 220 D 1 stk. Man 16,240 vörabifreiö 1 stk. Volvo F-717 vörab. m/krana 1 stk. Hino FD 174 sendibifr. Til sýnis hjá Pósti og síma birgöastöð Jörfa 1 stk. Mazda 323 station (skemmdur eftir umferðaróhapp) 1987 1 stk. Tengivagn ca 5 tonn 1981 Til sýnis hjá Vegagerð rlkisins, Borgarnesi 1 stk. Komatsu hjólaskófla W 120 1982 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Reykhólum 1 stk. Bröyt x-2 vélskófla 1968 Til sýnis hjá Vegagerð rlkisins, Akureyri 2 stk. Mitsubishi L-300 Mini bus 4x4 1984-85 1 stk Mitsubishi Pajero bensln 4x4 1983 1 stk. Subara 1800 station 4x4 1980 1 stk. UAZ 452 dlesel 4x4 1980 Til sýnis hjá Vegagerð rlkisins, Höfn, Hornafirði 1 stk. Nissan Double Cap dlesel 4x4 1985 Til sýnis hjá Vegagerð rlkisins, Reyðarfirði 1 stk. Toyota Hi Lux pick up 4x4 1980 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viöstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INIMKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REVKJAVIK_ dlesel 4x4 1985 dlesel 4x4 1981 dlesel 4x4 1985 dlesel 4x4 1982 bensln 4x4 1973 dlesel 4x4 1985 dlesel 4x4 1983 bensln 4x4 1985 bensln 4x4 1985 bensín 4x4 1986 bensln 4x4 1985 bensín 4x4 1982-86 bensln 4x4 1985 bensín 1980-81 bensln 1982-84 bensín 1982 bensln 1987 bensln 1988 bensln 1987 bensln 1985 díesel 1974 dlesel 4x4 1981 dlesel 1979 díesel 1987

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.