Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 8. september 1990 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Þetta er aðeins hluti af unga fölkinu sem fórst f brunanum. Af þeim sem getið er í greininnl fórust einnig Teresa og María. Hann var ástfanginn af stúlkun ni ífata- geymslunni en þegar hún lét fleygja hon- um út fyrir ólæti ákvað hann að hefna sín. Hann keypti bensín á brúsa og kom aftur... Var f leygt út af skemmtistað og brenndi 87 manns inni Þær miklu kenndir sem stjóma lífi mannanna, gott og illt, sorg og sæla, velgengni og vesöld, eru ekki jafnaðskildar og ætla mætti. Þannig er gang- ur lífsins. Enginn veit hversu langt velgengnin nær, hvenær sorgin ber að dyrum eða hvenær næsti harmleikur verður. Enginn var í svona háspekilegum hugleiðingum laugardagskvöldið 25. mars 1990. Skemmtistað- urinn „Sælureiturinn" í Bronx—hverfinu í New York var troðfullur út úr dyrum, tónlistin var ær- andi og allir dönsuðu eftirföstum taktinum. í augum fastagesta staðarins var hann tákn þess lands sem þeir höföu gert að föðurlandi sínu. Þeir voru flestir frá hinu bláfátæka Hondúras, yfirleitt ungt fólk sem barðist við að koma undir sig fótunum í landi tækifæranna. Þeir sem ekki stunduðu vinnu á daginn fóru á knattspyrnuvöllinn, enda er knattspyrna nánast þjóðard- 'ella meðal Hondúrasmanna. Að hittast á Van Cortland—vellinum til að sparka bolta var álíka fastur liður í lífi þessara innflytjendaog að fara í Sælureitinn um helgar og blanda geði við sina líka. Fá önnur tækifæri buðust til að umgangast fólk. Fáir töluðu ensku nema að litlu leyti og vinnutíminn var oft langur í leið- indaverkum fyrir léleg laun. Spar- kið og Sælureiturinn voru hápunkt- ar vikunnar og tilverunnar fyrir megnið af þessu fólki. Þar sem staðurinn hafði ekki vín- veitingaleyfi og uppfyllti heldur ekki margar reglur yfirvalda um út- búnað slíkra staða i borginni, fékkst allt ódýrt þar og innflytjend- urnir höfðu því ráð á að sækja Sælureitinn. Hann var ekki bara ódýr og annað heimili, heldur stór- um betri en nokkuð sem fólkið hafði átt viil á i heimalandi sinu. Eigendur gerðu sér far um að þókn- ast fastagestunum og buðu upp á bjór frá Hondúras, smárétti og tón- list sem allir könnuðust við að heiman. Salsa og lambada voru vin- sælustu dansarnir. I augum ókunnugra var- Sælureit- urinn ósköp subbulegur og lítt að- laðandi utan frá en fastagestir klæddust sínu fínasta pússi þegar þeir fóru þangað að dansa. 16 mán- uðum eftir að yfirvöld höfðu fyrir- skipað lokun staðarins vegna ófull- nægjandi öryggisbúnaðar, var enn jafntroðfullt þar um hverja helgi. Hálfu ári áður hafði eigandinn verið handtekinn fyrir að selja áfengi án leyfis. Hvernig sem yfirvöld fóru að hélst Sælureiturinn alltaf opinn. Fastagestir fagna Orbin Garbutt var sonur þekkts knattspyrnumanns í Hondúras. Hann hafði sparkað bolta með vin- um sínum mestallan laugardaginn. Hann þráði heitast af öllu að verða atvinnumaður í hafnabolta. Nú hafði hann verið valinn í lið og átti að fara í æfingabúðir í Dóminík- anska lýðveldinu innan skamms. Hann leit á þetta sem tækifæri lífs sins. Þessi laugardagur var einn þeirra síðustu sem hann hefði tæki- færi til að spraka sér til gamans með vinum sínum og eyða síðan nóttinni á Sælureitnum. Annar fastagestur, Israel Antonio Bulnes, var sérlega ánægður þennan dag. Hann hafði hlakkað til alla vik- una af því nú átti Maria vinkona hans afmæli. Israel fór í nýjan, svartan bol með skrautlegu mynstri, nýjar, svartar buxur, greip armband- ið sem hann ætlaði að gefa Maríu og fór í samkvæmið sem vinir Maríu héldu henni á heimili hennar. Þar bjó hún ásamt foreldrum sínum og stórum systkinahópi. Þegar Israel kom þangað var þröng á þingi og fólkið drakk og dansaði eftir marg- breytilegri tónlist. Israel var dálítið óstyrkur. Hann var ekki viss um að María kynni að meta armbandið. Þegar hún loks fékk það, varð hún yfir sig hrifin og brast i grját. Hún var sannfærð um að þessi gjöf væri meira en afmælis- gjöf. Þau dönsuðu og Israel hélt henni þétt að sér. Yngri bróðir henn- ar, sem sá um tónlistina, hafði augun hjá sér og valdi fremur róleg lög. Þegar leið á kvöldið lifnaði yfir, tónlistin varð hraðari og fólkið óró- legt þvi bjórinn var á þrotum. Þá var ákveðið að færa veisluna yfir í Sælureitinn. Þar væri nógan bjór að fá, fleira fólk að hitta og Peter Sier- alta sá um fjölbreytta tónlist. Peter var plötusnúður Sælureitsins. Hann var hávaxinn og karlmannleg- ur og heillaði margar stúlknanna. Hann var þægilegur í framkomu og allir voru vinir hans. Samt var það tónlistin sem átti mestan þátt í vin- sældum hans. Plötusafn hans var með ólíkindum, hann átti allt sem hugsanlegt var að nokkur vildi hlusta á og hafði lag á að raða lög- uiiuni þannig að alltaf var troðið á dansgólfinu. Um leið og Peter sá Maríu, Israel og vini þeirra koma inn ásamt vina- hópnum, setti hann lambada—plötu á fóninn og dreif alla á gólfið. Sú tónlist hafði um nokkra hríð verið nýjasta dellan meðal fólks af suð- rænum kynþáttum í New York. Hreyfingarnar eru þokkafullar og nánd dansaranna mikil þannig að parið fiækist nánast saman. Maria og Israel voru fljót út á gólfið og veifuðu glaðlega til Peters. Alelda á andartaki Orbin Garbutt fór líka að dansa. Hann hafði komið mun fyrr og sat yfir bjór ásamt þremur vinum sin- um. Einn þeirra, Teresa, var döpur af því Orbin var á förum og hún vissi ekki hvort þau sæjust framar. Hún var sannfærð um að hann færi og öðlaðist fé og frama. Að vísu myndi hann aldrei snúa baki við uppruna sinum, en Teresa óttaðist að allt breyttist við brottför hans. Teresa óskaði þess að þau hefðu kynnst fyrr, þá hefði allt farið á ann- an veg. Ef hún segði honum núna hvaða hug hún bæri til hans, héldi hann bara að hún væri að því vegna þess að hann ætti kost á auð og frægð. Nú dönsuðu þau og nálguð- ust hvort annað hættulega mikið. Kannski gætu draumar hennar ræst, þrátt fyrir allt. Enga gat órað fyrir því að Sælureit- urinn breyttist brátt í logandi viti. Lögin sem inni dunuðu fjölluðu að vísu um eitthvað eldheitt en það var annars eðlis og bara notalegur ylur í samanburði við það sem bráðum yrði. Án nokkurrar viðvörunar braust eldurinn út og æddi af miklum hraða því gólfteppi, veggir og inn- réttingar var eldfímt og skraufþurrt. Tveir Hðsmenn hafhaboltaliðs voru á leið út. Þeir þurftu á æfingu um morguninn og vildu sofa vel áð- ur. Eftir að hafa dansað í fjóra tíma uppi fóru þeir niður til að sækja yf- irhafhir sinar til Carmen Serrano í fatageymslunni. Þá sá annar þeirra eldinn og æpti eins og hann hafði rödd til. Félag- arnir hlupu að aðaldyrunum en þá kom eldurinn æðandi á móti þeim. Carmen þekkti húsaskipan vel og hljóp með þá að bakdyrum sem reyndust læstar þegar til átti að taka. Hurðin var þó allt of lítil í karminn, þannig að rifa var milli stafs og hurðar og tókst grennri manninum að smeygja sér þar út og utan frá gat hann ýtt upp járnrimlatjaldi sem stækkaði rifuna svo Carmen og fé- lagi hans sluppu út. Þau hlupu að næsta peningasíma sem reyndist bilaður og heimtaði ókjör af peningum áður en samband náðist við neyðarnúmerið 911. Þá var eldurinn orðinn óviðráðanlegur og lögreglan þegar komin á staðinn. Inni í Sælureitnum þaut dyravörð- urinn upp stigana og hrópaði „eld- ur" eins og raddböndin þoldu. Fólk- ið á dansgólfinu stirðnaði í sporun- um af skelfingu. Dyravörðurinn þaut út á gólfið i leit að vinkonu sinni en Peter tók til að kalla á spænsku í hátalarakerfið og gefa fólkinu leiðbeiningar um hvernig það gæti komist út. Öngþveitið var slikt að fólkið stóð ráðvillt og þjappaðist síðan ósjálfr- átt saman við barinn. Flestir reyndu að ná sambandi við vini sína áður en þeir leituðu til eina útgangsins af efri hæðinni, stigans. 87 manns létust Aðstoðarplötusnúðurinn þaut nið- ur stigann en nú var rafmagnið farið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.