Tíminn - 08.09.1990, Síða 7

Tíminn - 08.09.1990, Síða 7
>J 9 = M' ) ) ^ • r / t»r J i » » l' ii| ^ ' I * ' iC ? ^ • ■ ^ . - | J r » - Laugardagur 8. september 1990 HELGIN 15 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Nokkur hótunarorö sem vitnl heyiöl vísuöu lögreglunni á Julio Gonzalez. af húsinu og koldimmt inni. í ógáti lenti hann inni í fatageymslu en þar sem hann var kunnugur húsinu rat- aði hann fljótlega á dymar sem Car- men og hafnaboltamennimir höfðu sloppið út um. Meðan á því stóð var Peter að brjótast út úr plötusnúðsbúrinu og gegnum mannfjöldann. Stiginn var nú alelda en Peter var stór og hraustur og lét sig hafa það að vaða gegnum eldhafið. Hann beit á jaxl- inn þegar húð hans fór að brenna. Þegar hann kom út um sömu dyr og hin, vom fot hans alelda. Félagi hans þekkti hann aðeins af gull- keðju sem hann bar jafhan um úln- liðinn. Hann rauk til og reif af hon- um skyrtuna. Líkami Peters skalf eins og lauf í vindi þegar honum var vafið inn í dauðhreinsað lak og sérstakri upp- lausn hellt yfir til að kæla hann. Siðan var ekið með hann í snatri á sjúkrahús. Slökkvilið dreif nú að en strax var ljóst að lítið var hægt að gera. Eld- urinn var svo útbreiddur og skíðlog- andi að útilokað væri að reyna að ráðast til inngöngu i húsið. Uppi á loftinu vom 87 manns í gildru sem bráðlega varð hreinlega að gasofni. Vistarveran var ekki stór, aðeins 7x17 metrar og lágt undir loft. Þama vom engir gluggar eða nein útgönguleið önnur en stig- inn og súrefnið þraut fljótt. Margir hnigu niður og dóu á nokkmm sek- úndum. Þeir sem reyndu að fara niður stigann hnigu niður vegna eit- urgassins sem lá í loftinu. Slökkviliðsmenn dældu vatni á dymar og byrjuðu að rjúfa gat á vegg efri hæðarinnar með keðjusög en það var of seint. Sjúkralið sem kom á vettvang til bjargar mannslíf- um jafnffamt slökkvistarfinu fékk það eina verkefni að telja líkin. Þetta varð mannskæðasti eldsvoði í New York síðan 1911 þegar 146 saumakonur bmnnu inni á vinnu- stað sínum vegna þess að öllum neyðardymm hafði verið rammlega læst. Fyrir kaldhæðni örlaganna bar bmna Sælureitsins upp á sama dag, 25. mars, og fómarlömbin vom flest innflytjendur, rétt eins og sauma- konumar sem flestar vom ítalskar eða gyðingar. Þegar loksins varð komist upp í danssalinn þar sem 87 manneskjur lágu liðin lík, varð ljóst að fólkið hafði kafnað. Eldurinn náði aldrei til þess. Haft var eftir slökkviliðsmanni að engu væri líkara en allir svæfu. Félagi hans sem kom inn líka sagði að sér hefði skyndilega verið kippt 20 ár aftur f tímann og til annarrar heimsálfu. —Mér fannst ég vera kominn til Víetnam, sagði hann. —Það var óhugnanleg reynsla sem ég hafði aldei orðið fyrir áður. Hver kveikti í? Strax við fyrstu athugun á aðstæð- um kom upp gmnur um að kveikt hefði verið í og þar sem manntjón hafði orðið var málið sent morð- deild lögreglunnar í 48. umdæmi og James Malvey hafði yfimmsjón með rannsókinni. Hann var vakinn upp af væmm blundi og tilkynnt að hann fengi morðmál í hendumar þar sem fómarlömbin væm yfir 80. Hann hélt að sér hefði misheyrst en þegar svo var ekki, stökk hann í föt- in og dreif sig á staðinn. Á leiðinni hugsaði hann með sér að nú hefðu hlutimir heldur betur breyst. Það sem af var árinu höfðu aðeins 12 morð verið framin í um- dæmi hans og hann verið hreykinn af svo lágri tölu. Nú var ekki ástæða til hreykni lengur. Þegar hann kom á staðinn og leit í kringum sig, sagði hann við fréttamann að á þeim 20 ámm sem hann hefði verið í starfi hefði hann séð flest en aldrei neitt sem kæmist i hálfkvisti við þennan hrylling. Innan við klukkustundu eftir að Malway kom að Sælureitnum, var gulbrúnn Labrador—hundur kom- inn í þyrlu í Albany i New York—ríki og 90 mínútum eftir að þyrlan tók flugið var hann kominn á slóð brennuvargsins. Hundurinn var þjálfaður til að þekkja lykt af 20 efhum sem algengust vom til að kveikja eld með. Eftir að hafa snuðrað þar sem áður var anddyri Sælureitsins andartak, fann hann bensínlyktina og innan skamms tóman brúsa undan ffostlegi sem reyndist hafa innihaldið bensin nokkm áður. Menn Malways fóm þegar í stað að yfirheyra þá fjóra starfsmenn Sælureitsins sem af komust. Peter plötusnúð, aðstoðar- mann hans, Cariþen i fatageymsl- unni og konu eigandans. Eigandinn hafði farist í eldinum. Frásagnir þeirra tengdust smátt og smátt saman og i ljós kom að einn maður hafði verið áberandi vegna þess að hann tók engan þátt í glaumnum um kvöldið. Julio nokk- ur Gonzales hafði setið við barinn og haft allt á homum sér. Hann drakk bara og agnúaðist en virtist ekki reyna að skemmta sér. Venju- lega var hann hrókur alls fagnaðar og ástæðan til þess að hann sótti staðinn var einmitt Carmen Serr- ano. Hún vann i fatageymslunni til að næla sér í aukatekjur en Julio var á móti því. Hins vegar kom hann til að vera í návist hennar. Carmen sagði að hann hefði oft skammast yfir að þurfa að vera einn á kvöldin. Hann kom samt á staðinn en skapið batnaði ekkert þetta kvöld. Um tvöleytið fór hann niður stigann til að spjalla við Carmen en á leiðinni rakst hann utan i einhvem. og stofnaði þegar í stað til rifrildis. Óróasegg fleygt út Þegar hann kom niður til Carmen hellti hann yfir hana skömmum en hún svaraði fullurn hálsi og vildi ekki þrasa um einkamál i vinnunni. Þá breyttist tónn hans og hann stakk upp á að þau fæm að búa saman aft- ur. Carmen hafði hins vegar um nokkra hrið haft í huga að slíta sam- bandi þeirra alveg og vísaði öllum umleitunum hans á bug. Julio var sjúklega afbrýðisamur og hélt áfram að hella sér yfir Carmen. Þá var það að aðstoðarplötusnúð- urinn kom inn. Hann gekk ffamhjá og heyrði að rifrildið var orðið al- varlegt. Hann gerði ekkert þá en at- vikið rifjaðist upp fyrir honum eftir á. Riffildið stóð nokkrar mínútur enn en þá æpti Carmen að Julio að hann skyldi hypja sig út. Dyravörðurinn kom þá til skjalanna og setti Julio út á götu. Áður en hann hypjaði sig hvæsti hann þrjú orð að hinum: —Ég kem aftur. Það mundi dyra- vörðurinn mætavel þegar menn Malways ræddu við hann. Aðstoðarplötusnúðurinn mundi riffildi Carmen og Julios vel. Þótt hann hefði ekki hugsað um það þá, skildist honum núna hve mikið hann hafði heyrt og hvílík reiði bjó undir. Carmen Serrano hafði hins vegar fátt að segja við yfirheyrslumar. Hún var sannfærð um að enginn vissi um hvað riffildið snerist. Hún var líka í losti vegna atburðanna og óttaðist innst inni að hún ætti sök á öllu saman. Frænka hennar hafði látist í brunanum. Hvemig gat mað- ur sem hún þekkti svona vel hafa gert þetta? Loks kom náinn vinur hennar til skjalanna og hvatti hana til að segja allt sem hún vissi. Aðrir gætu fyllt í glufumar. Upphaf málsins var átta árum áður þegar ástarsamband tókst með Julio Gonzalez, kúbönskum flóttamanni, og Carmen Serrano, níu ámm eldri og bráðum ömmu. Julio var feiminn en Carmen opinská, lifsglöð og naut þess að skemmta sér. Eftir nokkum tíma flutti Julio inn til Carmen sem bjó á 18. hæð i snyrtilegu fjölbýlishúsi í Bronx. Þannig varð hann nánast stjúpi þriggja bama hennar og nokkurra frændbama sem bjuggu þar líka. Margir sem þekktu þau vom vissir um að Julio þætti vænt um Carmen en á þessum átta áram höfðu þau oft deilt hart og jafnvel slegist. Julio vann aldrei nema skamman tíma í einu og sambúðin gekk skrykkjótt. Atburðarásin sem leiddi til sam- bandsslita og síðan voðaatburðanna hófst þegar Carmen sakaði Julio um að hafa áhuga á frænku hennar sem bjó hjá þeim. Bróðir stúlkunnar bar að Julio hefði reynt að nauðga telp- unni. Keypti bensín á brúsa Roskin kona sem gerst hafði ábyrgðarmaður Julios þegar hann kom frá Kúbu, fyrir tilstilli prests, leit nú orðið á hann sem kjörson sinn og sagði að Carmen væri bara afbrýðisöm. Hún taldi Julio á að flytja frá Carmen og heim til sín í bráð en fjótlega útvegaði hún hon- um herbergi í grenndinni. Síðustu vikur hafði Julio setið langtímum við drykkju einn í her- berginu og íhugað málin. Loks komst hann að þeirri niðurstöðu að best væri að fara til Carmen og reyna að ná sáttum. Hann var illa til reika, óhreinn, órakaður og markað- ur af drykkju. Hins vegar sá enginn hvað innri manninum leið eða gat ímyndað sér alla þá heift sem smám saman hlóðst upp. Hið örlagaríka kvöld, 25. mars, komst ekki meiri heift fyrir og nú flæddi út af. Eftir að Julio var fleygt út úr Sælureitn- um ákvað hann að nú skyldi reiðin fa útrás í eitt skipti fyrir öll. Aldrei hefur verið talið öraggt að vera einn á ferli um Bronx klukkan þijú að nóttu en Julio Gonzales kærði sig kollóttan um það. Hann stefndi að næstu bensínstöð. Óvíst er hvort hann hafi vitað nákvæm- lega hvað hann hugðist fyrir en eins og hann orðaði það: —Djöfiillinn tók af mér ráðin. Hann greip upp af götu sinni tóm- an brúsa undan ffostlegi og kom að bensínstöðinni laust eftir kl þrjú. Afgreiðslumaðurinn athafnaði sig bak við skothelt gler þar sem hann sá yfir alla stöðina og nokkuð út yf- ir rasli stráð og niðumítt umhverfið. Hann var tvítugur háskólanemi sem drýgði tekjur sinar með þessu starfi og loks tókst Julio að telja hann á að bijóta lög og selja sér bensín á tóma brúsann. Orðaskiptin fóra ffam gegnum kalltæki, peningamir fóra í sérstakt hólf og Julio fékk nóg bens- ín til að komast á spjöld glæpasög- unnar í því landi sem hann hafði í tæpan áratug kallað heimaland sitt. Julio gekk sömu leið til baka að Sælureitnum, hélt sig í skugganum úti fyrir og beið færis á að smeygja sér inn. Hann komst inn í anddyrið og þegar einhver birtist, þóttist hann vera að hringja en faldi sig svo. Nokkram mínútum síðar, þeg- ar hann var einn, hellti hann úr brúsanum yfir gólfið í anddyrinu, fór ffam í dymar og fleygði logandi eldspýtu inn. Hann hrökklaðist út þegar eldurinn blossaði þegar í stað upp. Hann var viss um að enginn hefði séð til hans og gekk i róiegheitum heim til að sofa úr sér áfengið og reiðina. Kenndi djöflinum um Klukkan var tvö eftir hádegi dag- inn effir þegar James Malway, tveir rannsóknarlögreglumenn og yfir- maður í slökkviliðinu börðu að dyr- um hjá Julio Gonzalez. Hann kom syljulegur til dyra og angandi af bensíni. Lögreglan fór beint inn og það fyrsta sem blasti við vora iþróttaskór sem bensínstybban stóð af. Julio Gonzalez tók til máls og var liðugt um málbeinið. Hann kom fram eins og ekki væri um að ræða nema umferðarlagabrot. Á leiðinni á stöðina bað hann um sígarettu en var neitað vegna eld- hættu af bensíngufunum. Á stöðinni var hann spurður hvað hann hefði gert kvöldið áður og ósköp rólega sagði hann ffá öllu sem hér fer á undan og að það væri ástæðan. Eftir að hann kveikti í kvðast hann hafa komið aftur til að horfa á. Ekki var hægt að sjá eða heyra neina iðran eða tilfinninga- semi fyrr en löngu eftir að skýrslan var undirrituð og frágengin. Þá brast hnn í grát og hrópaði að djöfullinn hefði látið sig gera þetta. Þegar flytja þurfti hann milli húsa til að ákæra hann formlega var hann klæddur í skothelt vesti því óttast var að einhver nákominn fómar- lömbunum kynni að vilja taka lögin i eigin hendur. Julio Gonzalez var formlega ákærður fyrir íkveikju og 87 morð og hefur enginn einn maður í sögu Bandaríkjanna verið ákærður fyrir fleiri morð. Samkvæmt stjómarskránni telst hann þó saklaus af öllum ákæram þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Á meðan dvelst hann á geðdeild fangelsisins undir sérstöku eftirliti vegna hættu á að hann reyni að fyr- irfara sér.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.