Tíminn - 08.09.1990, Qupperneq 8

Tíminn - 08.09.1990, Qupperneq 8
v; rgp.iT 16 w HELGIN__________________________________________________________________________ Laugardagur 8. september 1990 Sveiattan svínalykt Segir nú af sænskri svínalykt. Ró karla og kvenna í litlu sam- félagi í Svíþjóð hefur raskast svo um munar. Hafa hinir rólyndustu menn gengið hrópandi á torgum og krafist þess, að óumberan- legri svínalykt verði bægt ffá ffiðsömu samfélaginu, ógn sem gæti ofboðið lyktarskyni svo menn hættu alveg að þefa. En blessunarlega hefúr þeim tekist að forða sér ffá slíku. Upphaf málsins er það að faðir Per-Eriks hefúr um langt skeið rekið svínabú langt ffá næmum nösum þéttbýlinga. Hann hafði Ieyfi fyrir 1400 sláturdýr og 220 gyltur. Arið 1987 þurfti hann að bregða búi vegna aldurs. Það var þó aðeins tímabundið þar sem meining var að sonur hans, Per- Erik, tæki við er hann lyki bændaskólanámi. I millitíðinni var unnið að endurbótum á búinu svo það samrýmdist lögum um dýravemd og fleira. Þegar því var lokið og sonurinn tilbúinn að fylla allt af svínum, var umsókn send til yfirvalda fyrir 200 gyltur og 1400 sláturdýr. En með það sama byijuðu læt- in, næstum því svínsleg. Ná- grannamir fengu pata af fyrirætl- aninni og mótmæltu harkalega. Rökin vom lyktin. Með miklum látum gengu þeir hús úr húsi til að safna undirskriftum gegn svínabúinu, lögffæðingur var einnig sendur gegn svinunum. Eftir stuttan tíma höfðu 40-50 manns skrifað undir mótmæla- skjalið, allt ffá ómálga bömum til tannlausra gamalmenna, inn- an 200 metra radíusar ffá búinu til nokkurra kílómetra. Allir upp- luku einum rómi: sveiattan svínalykt. Fleiri mótmæltu. Golfklúbbur staðarins hélt marga og langa fúndi um málið þar sem hver ræðumaðurinn eftir annan lýsti þungum áhyggjum yfir þessari óprúttnu fyrirætlan unga svína- hirðisins. Að ætla sér að láta svín eftir svín senda lykt sína óhefta um allt svæðið. Þó á engan hátt sé reynt að draga í efa næmt lykt- arskyn kylfinganna, þá var leik- völlur þeirra meira en tvo kíló- metra ffá búinu. Stjóm golf- klúbbsins var falið að senda bréf til yfirvalda, þar sem öllum fyrir- ætlunum um svínalykt var mót- mælt og í bréfinu vom yfirvöld vömð við hugsanlegum skaða sem klúbburinn gæti orðið fyrir vegna málsins. Einu virtust menn hafa gleymt. Löngu áður en vandræðin byij- uðu, hafði svínarækt verið rekin á búinu um langa tíð með til- heyrandi lykt. Meira að segja var ekki langt í næsta svínabú. En það var ffamtíðin sem skipti máli. Seint um síðir gáfú yfirvöld Per- Erik leyfi til að hafa 1400 slátursvín, en engar gyltur. Per- Erik varð að sætta sig við niður- stöðuna, enda taldi hann sig geta ffamfleytt sér. Nágrannamir sættu sig hins vegar ekki við það og þeir kærðu málið til Leyfis- veitingamefndarinnar. Þann 28. júní kom endanleg niðurstaða hennar: Urskurður yfirvalda var staðfestur, nema hvað sláturdýr- um var fækkað niður í 600. Auk þess var það gert að skilyrði að í húsið yrði settur nægjanlegur búnaður til að tryggja það að engin svínalykt bærist til ná- grannanna. Þessi fjöldi dýra nægir Per-Erik ekki til að stunda eingöngu svínabúskap. Hann verður því að hætta. Hann situr hins vegar eftir með 74 hektara akur, 40 hektara úthaga og 85 hektara af skóg- lendi. Þetta er hans vandamál, hann gat vel vitað að svín lykta. Nú geta grannamir hins vegar spilað golf í góðu veðri um helg- ar án nokkurra áhyggja. En hvað gerir Per-Erik? Nú, ætli hann selji ekki golfklúbbnum landið. Þeir þurfa sjálfsagt að bæta við sig holum og hann fær sér vinnu i sláturhúsinu. Svona er lífið. Gettu nú Vlðfangsefnl siðasta helgarblaðs var Hvitárvatn sunnanvert við KJöl. Hvftár- vatn er eitt af stæistu stöðuvötnum landslns, 29,6 kilómetrar að flatarmáli. Dýpt þess hefur mælst mest 84 metr- ar en meðaldýpl er tallð vera um 27,6 metrar. f vatnlð falla bæðl bergvatns- ámar Tjamá og Svartá, auk jökulár- Innar Fúlukvíslar en Hvitá fellur úr þvi. Vatn er aftur á dagskrá I dag. Aö þessu sinnl er um að ræöa eltt dýpsta vatn landslns. Vatnsborðiö hækkarað visu og lækkar 61 skipös, á nokkurra ára fresö og getur mismunurínn numið altt aö fjórum metrum. Munnmæll herma að skrímsli hafi haldið sig við vatnlð og sést þar endmm og elns. A það að hafa verið I ormsliki, svart að lit og á stærð við meðal stórhvell. KROSSGÁTA 2 1 “ T T T T T li Ti 15 AFMAB SlÐfl 'MLA SÖN& HófVR fR0Ðf\ TihTNfí VlLLTUR ftoFUÐ KLBTT. u R FÆDPU fiUD MftNN*, _ n T?o D SftMfl. L0KUÐV /V U/.I 1EIKUR GKfl S HRYSS UM FOftÐft ronfl KoV mw SHK4R- UP f9- , 6 Tó F' I LhL. SPyKj/l /oso BVHl *ÆSI YflR " nbrn- /V/? LYV imifl vmk: tYJfl - B ú 1 FC/OL HUG UoHNl Mlí LÍK STftKUR END- isr /FTT Kwlið MELTft 1LL 5oo WHS MUTOH BYRST U-R S/TM' HL J ■ V7EN TJjr KíYKBU Kollin :x ELTóT íi&NftK EoR- NftfN LoFT- TEG . STLft /3 ENN EYJA TdNN HREYF ING SJo MÖK6 SÁK Cf E K K C NOKKUR KSL Dl *—• PV,K. • ••• /¥ ls ULTUR tz; /5 Átt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.