Tíminn - 12.09.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1990, Blaðsíða 1
Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjötíu ár MIÐVIKUDAGUR12. SEPTEMBER 1990 -175. TBL. 74. ÁRG. - VERÐ^LAUSASÖLU KR. 110, Kreml, tákn kommúnískra stjómarhátta. Þaðan berast nú andkommúnískir hljómar. Forseti Sovétríkjanna geng og vill óheftan markaðsbú ur til liðs við röttæklinga p í Ráðstjórnarríkjunum: Gorbatsjov gef ur kommúnisma f imm hundruð daga líf Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hugmyndir róttæklinga um efnahags- stefnu sem gerir ráð fyrir að á 500 dögum verði komið á einkavæðingu með sölu ríkiseigna og óheftum markaðsbúskap. Þar með skipaði Sovét- leiðtoginn sér íflokk róttækra við hlið Borísar Jelts- in, forseta Rússlands, en forsætisráðherra Gorbat- sjovs, „miðjumaðurinn" Nikolai Ryzkov, virðist vera að einangrast. Yfirlýsing Gorbatsjovs kom á fundi í Æðsta ráðinu í gær, þar sem tekist var á um hæg- fara efnahagsstefnu Ryzkovs annars vegar og efnahagsstefnu róttæklinga, sem kennd er við hagfræðinginn Shatalin, hins vegar. Rússneska þingið samþykkti stefnu Shatalins á meðan þing- fundur stóð í Æðsta ráðinu. Með yfiríýsingu Gor- batsjovs þykja línur heldur farnar að skýrast, þó átökum um efnahagstefnuna sé hvergi nærrí lokið. Þau átök eru í raun átök um endalok hefðbundins kommúnisma í þessu „virki sósíalismans", sem eitt sinn var kallað svo. Hugmyndafræði kommúnism- ans býður að skipan framíeiðsluhátta ráði þjóðfé- lagsgerðinni og sameign á framleiðslutækjum sé grundvöllur sameignarskipulagsins. Einkavæðing og markaðsbúskapur í því formi sem forseti Sovét- ríkjanna hefur lýstsigfýlgj- andi er ósam- rýmanlegur kommúnisma. Yfirlýsing leið- toga Ráð- stjómarríkj- annafelurþví í sér ótrúlega afdráttaríausa og tímasetta viðurkenningu áhruni kommúnism- ans. Baksíða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.