Tíminn - 12.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.09.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 12. september 1990 Tjón af völdum rafmagns 41 á síðasta ári, þar af 19 eldsvoðar í íbúðarhúsum: Eldur oftast frá eldavélum Eldavél sem gleymst hefur að slökkva á var algengasta ástæð- an fyrír eldsvoðum í íbúðarhúsnæði á síðasta árí, þ.e. þegar raf- magn kom við sögu. Samkvæmt ársskýrslu Rafmagnseftirlits ríkisins kviknaði í 19 íbúðarhúsum/bílskúrum vegna rafmagns á síðasta árí. Nær þríðjungur þeirra eldsvoða, eða í 6 tilfellum, átti upptök sín á/við eldavéiina. f öllum tilfellum reyndist kveikt á eldavélarhellu af vangá eða vegna gleymsku. Alls varð 41 tjón af völdum rafmagns á árínu, þaraf 34 vegna lágspennu og 7 vegna háspennu. Fjögur tilfelli voru um slys á mönnum, öll á vinnustöð- um, þar af eitt dauðaslys. Tjón voru því í nær helmingi til- fella í íbúðarhúsum eða bílskúrum tengdum þeim. Næst eldavélunum komu þar inntak/tafla með 4 elds- voða. Þá kviknaði þrisvar í þvottavél eða þurrkara, tvisvar í sjónvarpstækj- um, í einni frystikistu, einum ofhi og 3var út ffá ljósum. í einu þeirra tilfella sem kviknaði í út ffá ljósi kom í ljós að lampar sömu gerðar höfðu ekki staðist hitaprófanir hjá raffangaprófun RER og innflytj- anda verið gert að innkalla þá lampa er hann hafði þegar selt. Að sögn raffnagnseffirlitsstjóra, Bergs Jónssonar, eru til innflytjendur sem reyna að koma ólöglegum raf- fongum á markað hérlendis, og því miður takist það mörgum þeirra. Þetta komi oft í ljós við markaðseftir- lit. Að sögn Bergs fer því víðs fjarri að ffamleiðendur raftækja, jaffivel meðal viðurkenndra iðnaðarþjóða, gæti ávallt fyllsta öryggis í hönnun og smíði raffanga. Aukin samkeppni ffeisti til ódýrra lausna, stundum á kostnað öryggisins. Ef raffangapróf- unar RER og markaðseftirlits þess með rafíongum nyti ekki við væru mörg rafíong hér á landi stórhættuleg lifi fólks og eignum. Þetta má m.a. marka af því að af nær 2.200 afgreiddum umsóknum um gildingu raffanga á sl. ári var um fimmtu hverri synjað. Aðeins vegna rafíanga ffá Noregi voru allar um- sóknir samþykktar. Sænsk rafíong komust nokkuð nærri þessu marki (99%), en hins vegar var 28% um- sókna vegna danskrar ffamleiðslu synjað. Vekur og athygli að nær helmingi umsókna vegna hollenskra raffanga var synjað, sömuleiðis um 41% umsókna vegna raffanga ffá Spáni og um 38% umsókna vegna raffanga ffá Bandaríkjunum og Kína. En þessi fjögur lönd komu verst út í prófunum. Um 70% allra þessara umsókna voru vegna ljósabúnaðar (37%) og heimilistækja, áhalda og verkfæra, (33%), þ.e. hluta og tækja sem ella væru til sölu í verslunum til almennra heimilisnota. Um fjórðungur um- sóknanna var vegna raflagnaefnis. - HEI Skáldskapar- mál um forn- bókmenntirnar Fyrsta hefti Skáldskaparmála, sem er tímarít um íslenskar bók- ménntír fyrri alda, var gefið út fyr- ir skömmu. í þessu fyrsta heftí er að finna 20 greinar sem nær all- ar byggja á fyririestrum frá sam- nefndri ráðstefriu sem haldin var í apríl á síðasta ári. Fyrirlesaramir voru einkum úr röð- um yngri fræðimanna og komu víða við í fyrirlestrum sínum. Megin- áhersla var þó lögð á listræn ein- kenni hinna fomu sagna og kvæða, fomritin sem bókmenntir. Ráðstefn- an var haldin að ftumkvæði þeirra Gísla Sigurðssonar, Gunnars Harð- arsonar og Ömólfs Thorssonar sem jafnffamt em ritstjórar hins nýja tímarits. I tilkynningu með útgáfunni segir að íslenskar fombókmenntir lifi góðu lífi meðal almennra lesenda. Þrátt fyrir þetta hafi ekkert tímarit verið gefið út hérlendis er beinir kröftum sínum að þessu sviði. „Ef vel tekst til er það von þeirra sem að Skáldskaparmálum standa að þar verði vettvangur ffjórrar umræðu um þennan menningararf." Eins og áður sagði em viðfangsefni greinanna eins margvísleg og höf- undamir em margir. Má þar meðal annarra nefna Hugleiðingu um tcxtaffæði og miðaldarannsóknir eftir Jakob Benediktsson, Viðhorf Snorra Sturlusonar til skáldskapar eftir Sverri Tómasson, Samleik landaffæði, ffásagnaraðferðar og stíls eftir Torfa Tulinius, er fjallar um fomaldar- og riddarasögur, Jó- reiðardrauma í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar eftir Bcrgljótu S. Kristjánsdóttur og svo mætti lengi telja. jkb Lestin í Esjunni virðist ágætís veislusalur og ekki annaö að sjá en ágætlega fari um forstjóra, skipstjóra, stýrimann og aðra gestí. Afmælisfagnaður ofan í skipslest I tilefni af því að Ríkisskip halda um þessar mundir upp á 60 ára af- mæli sitt hefur verið ákveðið að halda hóf á helstu þjónustusvæð- um félagsins fyrir viðskiptavini og aðra gesti. Eitt hóf hefiir verið haldið á Isafirði og annað á Höfn í Homafirði. Var það haidið um borð í strandferðaskipinu Esj- unni, í lest skipsins, og var fólki ffá Homafirði og nágrenni og ffá Djúpavogi boðið í veisluna. Esjan er yngsta skip útgerðarinnar og hefur mikið verið í þjónustu við Austfirði. Haldnar vom ræður og gestum var boðið upp á veitingar og fengu þeir síðan að skoða skip- ið. Fyrirhugað er að halda fleiri veislur, m.a. á Patreksfirði og Reyðarfirði, en ekki er búið að tímasetja þær veislur. Snemma beygist krókurínn og hver veit nema þessi homfirski ungi maöur fái sína eigin stýrimannshúfu hjá Ríkisskip eftir einhverja ára- tugi. Tímamyndin Sverrir Aöalsteinsson Hesteyri II hf. tekur við rekstri fóðurstöðvarinnar Melrakka á Sauðárkróki eftir að stöðin var lýst gjaldþrota: EKKIHŒGT AÐ HAFA 60 ÞÚSUND DÝR í SVELTI Áföstudaginn var fóðurstöðin Melrakki á Sauðárkróki úrskurðuð gjaldþrota eftir árangurslausar tilraunir til að endurskipuleggja reksturínn. Fyrirtækið Hesteyri II hf. tekur við rekstrínum fram að áramótum en það fýrírtæki er að meiríhluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Halldór Jónsson, sýslumaður og bæjarfógeti á Sauðárkróki, sagði að með því að leigja þessu fyrirtæki reksturinn væm þeir að tryggja hags- muni kröfuhafa sem eiga kröfur í bú- ið og einnig væm þeir að bjarga hagsmunum loðdýrabænda því ekki væri hægt að hugsa sér 60 þúsund dýr I svelti. Hesteyri II sér um rekst- urinn ffam að áramótum en Halldór sagði að það væri alveg óljóst hvað yrði um fýrirtækið þá. Fyrirtækið skuldar hátt á annað hundrað milljónir en innköllunar- ffestur er rétt hafinn og ekki er vitað hveiju lýst verður af kröfum í búið. Eignir fyrirtækisins em einkum hús en verðgildi eða markaðsverð hús- eignanna fer alfarið effir því hvort hægt sé að nýta þær. Halldór sagði að hann gæti ekki séð hvemig bændur gætu haldið áffam að vera með loðdýr nema tryggt væri að fóður fengist fyrir dýrin. Það yrði að koma í ljós hvort fyrirtækið sem tók við rekstrinum sæi einhveija mögu- leika til að halda honum áffam leng- ur, en þeir möguleikar vom ekki sýnilegir fyrir helgina þegar stöðinni var lokað. Melrakki fékk greiðslustöðvun fyrr á árinu en hún rann út 31. júlí sl. Osta- og smjörsalan krafðist gjald- þrotaskipta eftir að hafa reynt að gera Qámám í fyrirtækinu án árangurs. Fleiri beiðnir bámst ffá lánadrottnum Melrakka til sýslumanns um gjald- þrotaskipti. —SE Félag framhaldsskólanema: Ahyggjur vegna röskunar á starfi framhaldsskóla Á fundi stjórnar Félags fratn- haldsskólanema 4. september 1990 var samþykkt ályktun i til- efni af þeirri truflun sem orðið hefur á skólastarfi nú í upphafi skólaárs. í ályktuninni segir að stjórn fé- lagsins lýsi yflr áhyggjum sínum vegna þeirrar röskunar sem deil- ur ríkis og kennara hafa enn einu sinni valdið á starfi framhalds- skóla í landinu. „Verklöll og mótmælaaðgerðir kennara hafa hvað eftir annað truflað skólastarf og valdið fram- haldsskólanemum ómældum óþægindum. Þeir nemendur sem Ijúka munu námi á þessu skólaári hafa þrisvar á Ijögurra ára náms- ferli innan framhaldsskólanna orðið fyrír skakkaföUum sökum þessa. Stjórn Félags framhaldsskóla- nema skorar því á ríkisstjórn og kennara að útkljá deiluraál sín sem lyrst og án þess að frekarí röskun verði á skóiastarfi.“ —-SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.