Tíminn - 12.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.09.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. september 1990 Tíminn 5 Ríkisstjórnin fjallar um tillögur um orkuverð til nýs álvers: Raforkuverðið veldur deilum Undirbúningsnefnd að ráðstefnu um öryggismál sjómanna kynntu við- fangsefni ráðstefnunnar á fundi sem haldinn var um borð í Sæbjörgu, skólaskipi Slysavamafélagsins, í gær. F.v. Páli Hjartarson, formaður nefndarinnar, Þórður Þórðarson, Óm Pálsson, Hálfdán Henrysson og Helgi Laxdal. Tlmamynd: Ámi Bjama Þriðja öryggismálaráðstefna sjómanna: Breytt skipulag Innan ríkisstjómarínnar eru skiptar skoðanir um ágæti þeirra tillagna sem nú liggja fýrír um raforkuverð til vænt- anlegs álvers. Þingmenn Alþýðubandalagsins eru ósáttir við að í tillögunum skuli vera gert ráð fýrír að tengja orku- verð algerlega við heimsmarkaðsverð á áli. Þetta mál var rætt á ríkisstjómarfundi í gær. Öryggismálaráðstefha sjómanna verður haldin í þriðja sinn dagana 21. og 22. september. Verður þar leitast við að gera úttekt á stöðu öryggismála og fjalla um úrbætur í því efrii. Framkvæmd ráðstefn- unnar hefur verið breytt nokkuð, en nú verða umræðuefni tekin fýr- ir í starfshópum og fengnir gesta- fýririesarar. Tvær undangengnar ráðstefnur hafa þótt skila góðum árangri og nefndi Helgi Laxdal, varaforseti Farmanna- og fískimannasambandsins, sem dæmi að í kjölfar umræðna fyrstu ráðstefnunnar, 1984, hefði veitingum undanþága til skipstjómarmanna án réttinda fækkað úr 900 á fyrstu sex mánuðum ársins ‘84 í um 200 veittar undanþágur á fyrri hluta þessa árs. Nýmæli öryggismálaráðsteíhu í ár eru þau helst að efni framsöguerinda verða tekin fyrir í starfshópum að lokinni setningu ráðstefnunnar, ávarpi samgönguráðherra, Stein- grims J. Sigfussonar, og fyrirlestra um aðgerðir í öryggismálum sjó- manna ffá ráðstefhu er haldin var ‘87. Meðal efnis má nefna notkun, þjálf- un og eftirlit með björgunar- og ör- yggisbúnaði, öryggismál smábáta o.fl.. Leitast hefur verið við að velja menn til ffamsögu og stjómunar um- ræðna sem hafa hvað víðtækasta þekkingu á þeim málum er fjallað verður um. Framsögu hvað viðvíkur öryggismálum smábáta flytja t.a.m. tveir þrautreyndir sjómenn, en annar þeirra mun skýra ffá reynslu vegna bátstaps síðastliðinn vetur. Síðari daginn hafa verið fengnir ýmsir gestafyrirlesarar til að flytja er- indi. Til dæmis um áhrif reglugerða opinberra aðila á hönnun skipa og forvamir gegn slit- og álagssjúkdóm- um. Kynntar verða niðurstöður starfshópanna, efht til almennra um- ræðna og ráðstefhunni við svo búið slitið. Að því loknu tekur við síðdeg- isboð samgönguráðherra. Ráðstefnan er öllum opin og er það von undirbúningsnefndar að hún verði vel sótt. A fundi með ffétta- mönnum, sem haldinn var í gær í Sæ- björgu, skólaskipi Slysavamafélags- ins, sögðust forsvarsmenn undirbún- ingsnefndar sérstaklega vilja beina tilmælum varðandi þátttöku til starf- andi sjómanna. „Því án þeirra álits geta skrifstofumennimir ekki komið verkeíhum viðvíkjandi öryggismál í framkvæmd,” eins og Helgi komst að orði. Páll Hjartarson, starfsmaður Siglingamálastofnunar rikisins og formaður nefhdarinnar, bætti því við að aðstandendur sjómanna ættu einn- ig fullt erindi á ráðstefnu sem þessa, þar sem öryggi vinnustaða á hafí úti væri tekið fyrir. jkb Þær tillögur að orkuverði sem nú em mest til umræðu gera ráð fyrir að fyrstu tjögur starfsár álvers verði veittur afsláttur á orkuverði og það miðist við 10% af heimsmarkaðs- verði á áli. Frá 1999 til 2002 miðist það við 12% af álverði, en eftir það miðist það við 16% af álverði. Þá mun vera gert ráð fyrir að orkuverð miðist við visst hámark og lágmark fyrstu tvö starfsárin, þannig að það fari ekki upp fyrir 14 mill og ekki niður fýrir 10,5 mill. Eftir það verði ekkert hámark eða lágmark á orku- verði. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið og byggja á ákveðn- um forsendum um heimsmarkaðs- verð á áli er gert ráð fyrir að orku- verðið verði mestan hluta samnings- tímans á bilinu 17,1 til 19,1 mill. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa gagnrýnt þær tillögur sem liggja tyrir um orkuverð til nýs álvers. Ragnar Amalds, þingmaður flokksins, gagn- rýndi þær harðlega í íréttum Ríkisút- varpsins í gær. Hann benti á að allt of mikil áhætta fylgdi því fyrir íslend- inga að tengja orkuverð algerlega við heimsmarkaðsverð á áli. Hann varaði VIGDIS KEMUR HEIM í DAG Forseti fslands, frú Vígdís Finnbogadóttir, kemur heim í dag eftir þriggja daga opinbera heimsókn í Luxemborg í boði stórhertogahjónanna af Luxem- borg. Forsetinn borðaði hádegisverð í Villa Vauban í boði borgarstjómar Luxemborgar. Eftir hádegisverðinn heimsækir hún síðan lista- og þjóð- minjasafn Luxemborgar en það verða þeir René Steichen mennta- málaráðherra og Paul Reites safn- stjóri sem sýna henni safnið. Klukkan hálf fimm er síðan kveðju- athöfn fyrir forsetann á flugvellin- um, en um klukkan tuttugu mínútur í fimm er áætlað að flugvél forset- ans haldi á stað heirn á leið. khg. Útför Gunnlaugs Ólafssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra, var gerð frá Fossvogskirkju í gær. Gunnlaugur fæddist árið 1908 og hóf störf hjá Mjólkursamsölunni þegar hún tók til starfa í ársbyrjun 1935. Hann vann þar óslitið til 1979 þegar hann hætti störfum vegna aldurs. Skrifstofu- stjóri var hann í 37 ár. Ævistarf hans er því bundið þessu mikilvæga fyr- irtæki sem óx og dafnaði allan starfsferil Gunnlaugs, sem var farsæll eins og fyrirtækið sem hann helgaði starfskrafta sína. Eftirlifandi kona Gunn- laugs Ólafssonar er Oddný Péturdóttir. Timamynd: Árni Bjarna í gær var gerð útför Bergþórs N. Magnussonar frá Mosfelli, en hann var nýorðinn níræður þegar hann lést. Bergþór hóf búskap á Mos- felli, þar sem hann kynntist Rögnu Björnsdóttur og gengu þau í hjónaband árið 1922. Síð- ar fluttu þau búferlum til Við- evjar og bjuggu þar tíl ársins 1943 er þau fluttust til Reykja- víkur. Þau hjónin eignuðust sjö börn. Konu sína missti Bergþór 1976. Bergþór N. Magnússon starf- aði ötullega að máiefnum Framsóknarflokksins í Reykja- vík um margra ára skeið og tók virkan þátt í kosningastarfi flokksins. Timinn sendir eftírUfandi börnum Bergþórs og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. menn við að treysta algerlega á spá- dóma um hátt heimsmarkaðsverð á áli, reynsla kenndi mönnum að þeir stæðust ekki. Guðmundur G. Þórarinsson, sem sæti á í álviðræðuneíhd, vildi ekki ræða um sjálft orkuverðið þegar Tíminn leitaði eftir því í gær. Hann sagði hins vegar að það væri mat þeirra sem að þessum samningum hefðu unnið að þegar væri litið til lengri tíma væri hagstæðara fyrir Is- lendinga að tengja orkuverð beint við heimsmarkaðsverð á áli, en að velja þann kost að tengja það heimsmark- aðsverði á áli ásamt því að hafa svo- kallað gólf og þak, þ.e.a.s. að orku- verðið fari aldrei niður fyrir ákveðið lágmark og upp tyrir ákveðið há- mark. Guðmundur sagðist meta það svo að með teknu tilliti til heimsverð- bólgu væru minni líkur á að verðið lenti í gólfinu, að fyrstu árum samn- ingsins frátöldum. Hins vegar væri talsverð hætta á að verðið færi upp í þakið þegar ffá liði og þar af leiðandi myndi það halda orkuverðinu niðri. Guðmundur benti á að í orkusamn- ingnum yrði endurskoðunarákvæði, þannig að unnt væri að taka samning- ana upp ef annar aðilinn áliti á sig halla. Lækki verð á áli óeðlilega mik- ið mætti gera ráð fyrir að samnings- aðilar taki upp viðræður að nýju. Guðmundur sagði það rétt hjá Ragn- ari Amalds að skammtímaspár um heimsmarkaðsverð á áli hefðu oft brugðist. Hann sagði hins vegar að það sem máli skipti séu hvemig spámar gangi eftir út ffá langtima- gmnni. Verðsveiflur milli ára skipti ekki höfuðmáli þegar um er að ræða samninga sem eiga að gilda í áratugi. Guðmundur sagði að viss trygging fælist í því íyrir íslendinga að tengja orkuverðið heimsmarkaðsverði á áli. Hann benti á að ál væri einn orku- ffekasti málmur sem til væri. Hækki verð á orku í heiminum almennt, en margt bendir til að sú verði raunin þegar til lengri tíma er litið, bendi flest til að verð á áli hækki og þar með á þeirri orku sem nýja álverið kaupir. Eins og áður segir gagnrýna alþýðu- bandalagsmenn að alltof mikil áhætta sé tekin í þeim tillögum sem liggja fyrir um orkuverð. Áhættuþættir samfara þessari tugmilljarða króna fjárfestingu eru margir. Sú staða kann t.d. að koma upp að Atlantsál-fyrir- tækin missi áhuga á byggingu álvers á íslandi eftir að bygging álversins er hafin. Slík staða kom upp þegar verið var að byggja jámblendiverksmiðj- una á Grundartanga, en þá hvarf Uni- on Carbide ffá hálíhuðu verki. Til þess að tryggja sig gagnvart svona stöðu verður í væntanlegum samn- ingum gert ráð fyrir að Atlantsál skuldbindi sig til að borga íslending- um þær fjárfestingar sem þeir hafa ráðist í við virkjanir. Eftir að álverið er fullbyggt taka gildi ákvæði sem skuldbinda Atlantsál-fýrirtækin til að kaupa þá orku sem þau hafa lofað að kaupa, jafnvel þó að þau noti hana ekki. Iðnaðarráðherra stefnir að því að ganga frá samningum í lok þessa mánaðar og að samningar verði síðan undirritaðir í mars, eftir að Alþingi hefur fjallað um þá. Takist ekki að ganga frá samningi á allra næstu vik- um kann það að hafa slæmar afleið- ingar fyrir ffamgang málsins. Náist t.d. ekki að undirrita samninga fyrir kosningar i vor má búast við að nokkum tíma taki fyrir nýja ríkis- stjóm og nýtt þing að setja sig inn í málið. Brýnt er fyrir Landsvirkjun að fá kaupanda sem fyrst fyrir orkuna ffá Blönduvirkjun, en nú fer að stytt- ast í að virkjunin fari að ífamleiða orku. Á meðan ríkisstjómin rýnir í fyrir- liggjandi samningsdrög, halda við- ræður við Atlantsál áffam. íslenskir samningamenn em nú í London en þar cr m.a. verið að ræða um orku- samninginn. -EÓ RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS Auglýsing um forverkefni Rannsóknaráð ríkisins hefur ákveðið að veita styrki til forverkefna er miði að því að kanna for- sendur nýrra áhugaverðra rannsókna- og þróun- arverkefna. Um slíka styrki geta sótt fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til röksemdafærslu um tæknilegt og hagrænt mikilvægi verkefnisins og hugmynda um leiðir til að koma niðurstöðum verkefnisins í framkvæmd, ef það skilar jákvæð- um árangri. Markmiðið með stuðning við forverkefni er að kortleggja betur tæknileg og þróunarleg vanda- mál og markaðsþörf, svo og forsendur sam- starfs, áður en lagt er i umfangsmikil r & þ verk- efni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rann- sóknasjóði. Gert er ráð fýrir að upphæð stuðnings við for- verkefni geti numið allt að 500.000,- krónum. Umsóknarfrestur er til 15. október nk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.