Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 13. september 1990 Samningar undirritaðir í gær af bandamönnum og Þjóðverjum um endurheimtingu fullveldis Þýskalands: „Tveir plús fjórir“ urðu sama sem fimm Viðræðum beggja þýsku ríkjanna og bandamanna, Frakka, Rússa, Breta og Bandaríkjamanna, lauk í gær með undirskrift samnings þarsem bandamenn skiluðu Þjóðveijum afturfullveldi því sem þeir glötuðu 1945. Samningaviðræðumar tóku aðeins sjö mánuði. Þeim er nú farsællega lokið og verður formlegur endi bundinn á 45 ára aðskilnað þýsku ríkjanna 3. október nk. Hér á eftir fylgir yfirlit yfir gang viðræðnanna, sem nefndar hafa verið „Tveir plús fjórir“, til að undirstrika að þýsku ríkin sætu við samninga- borðið sem jafningjar bandamanna. 10. febrúar: Þegar kröfúr um sam- einingu þýsku ríkjanna fóru að auk- ast í Austur-Þýskalandi hélt Helmut Kohl til Sovétríkjanna og fékk sam- þykki Gorbatsjovs íyrir sameining- unni. 13. febrúar: Utanríkisráðherrar rikjanna sex samþykkja í Ottawa að ræða sameiningu þýsku rikjanna, þ. á m. þau réttindi, sem bandamenn höfðu í Þýskalandi eftir strið, s.s. yf- irráð í Berlín og afskiptarétt varðandi landamæri og bandalög rikisins. 24.-25. febrúar: Kohl fer til Camp David þar sem Bush leggur blessun sína yfir sameininguna, en gagnrýnir tregðu hans til að viðurkenna eftir- stríðslandamæri Þýskalands og Pól- lands en 1945 féll stórt þýskt land- svæði undir yfirráð Pólvetja. 11. mars: Sendifúlltrúar ríkjanna sex hittast i Bonn til að undirbúa „2 + 4“ viðræðumar. 28. aprfl: Evrópunefnd, sem í byij- un hafði verið tortryggin vegna asa Kohls til sameiningar, fagnar sam- einingaráætlunum og undirbýr inn- göngu Austur-Þýskalands í nefhdina. 5. maí: A fyrsta fundi utanríkisráð- herranna í Bonn leggur utanrikisráð- herra Sovétrikjanna til að ákveðið verði eftir sameininguna hvort sam- einað Þýskaland verði í NATO, en Sovétrikin voru því mótfallin. Utan- ríkisráðherra A-Þýskaiands fagnar tillögunni, en Kohl leggur áherslu á að Þýskaland verði aðili að bandalagi vestrænna ríkja. 23. maí: Genscher og Schevardn- adze hittast í Genf. 8. júní: Kohl og Bush hittast í Washington og ítreka kröfúna um að Þýskaland verði í NATO. 11. júní: Genscher og Shevardn- adze hittast í Brest í Sovétríkjunum. Viku síðar eiga þeir fúnd í Muenster í V-Þýskalandi. 22. júní: Stjómin í Bonn samþykk- ir landamæri Póllands. 22. júm': Á öðmm fúndi „2 + 4“ í A- Berlín hafna vesturveldin tillögu Shevardnadze um að Þýskaland verði bæði í NATO og Varsjárbandalaginu í fimm ár eftir sameininguna og fækki hersveitum sínum úr 250.000 í 200.000. 5.-6. júlí: NATO ráðstefna í Lund- únum ályktar að Varsjárbandalagið sé ekki Iengur óvinur, heitir að ráðast ekki á það, segir kjamorkuvopn neyðarúrræði og tilkynnir gagngera endurskoðun á hemaðarstefhu sinni. 14.-16. júlí: Kohl heimsækir Gor- batsjov og fær samþykki hans fyrir vera Þýskalands í NATO. Hann heit- ir að fækka þýskum hermönnum nið- ur í 370.000, að gefa Rússum fjögur ár til að fara með heri sína ffá A- Þýskalandi og að hersveitir NATO verði ekki staðsettar á a-þýsku land- svæði. Þeir samþykkja að gera nýjan samning um gagnkvæma samvinnu. 17. júlí: Þriðji fúndur „2 + 4“ í Par- ís. Pólska utanríkisráðherranum var boðið á fúndinn og samþykkt var að þýska ríkið viðurkenni landamæri Póllands strax að lokinni sameiningu. Síðastu hindruninni fýrir samkomulaginu var rutt úr vegi er Kohl og Gorbatsjov urðu sammála um að þýska stjómin greiddi Sovétmönnum 12 milljarða marka fyrir brottflutning sovéskra hersveita frá A-Þýskalandi. 17. ágúst: Genscher og Shevardn- adze hittast í Moskvu. 23. ágúst: Genscher tilkynnir á af- vopnunarráðstefhu í Genf að Þýska- land muni ekki ffamleiða, eiga eða nota kjamorkuvopn, sýkla- né efna- vopn. 30. ágúst: Genscher og forsætisráð- herra A-Þýskalands, Lothar de Ma- iziere, fúllvissa Vínarráðstefhuna um að Þjóðvetjar muni fækka her- mönnum sínum niður í 370.000 á þremur til fjóram áram eftir samein- inguna. 5.-6. september: Sovéskir og vest- ur-þýskir samningamenn ná ekki samkomulagi um hve mikið V- Þýskaland skuli greiða til að aðstoða við að hýsa og þjálfa sovéska her- menn sem sendir verði heim ffá A- Þýskalandi. Aðrir samningamenn vinna að nýjum samningi um gagn- kvæma samvinnu og samningi um staðsetningu sovéskra hersveita í A- Þýskalandi til 1994. 7. september: Gorbatsjov og Kohl ræða um aðstoð v-þýsku stjómarinn- ar við sovéska hermenn, en komast ekki að samkomulagi. 10. september: Kohl og Gorbat- sjov ræða enn um sama málefhi í síma og sættast á að upphæðin verði 12 milljarðar marka. 11. september: Genscher og She- vardnadze eiga saman lokaviðræður í Moskvu. 12. september: Utanrikisráðherr- amir, James Baker (BNA), She- vardnadze (Sovétrikin), Douglas Hurd (Bretland), Roland Dumas (Frakkland) og Genscher (V-Þýska- land) ásamt settum utanrikisráðherra A-Þýskalands, De Maiziere, skrifa undir „Tveir plús fjórir" samkomu- lagið í Moskvu. Samningur undirritaður um endurvinnslu kjarn- orkuúrgangs í Dounreay Stöðin í Dounreay hefur skrifað undir nýjan endurvinnslusamn- ing á geislavirkum úrgangi úr til- raunakjamakljúf í Vestur- Þýska- landi — þann fyrsta af 50 samn- ingum sem fyrirtækið vonast til að gera við kjamorkufyrirtæki víðs vegar um heiminn. Þessi nýi samningur er við vestur- þýska ríkisfyrirtækið Physikalisch technische Bundesanstalt (PTB). Gcymar þeir sem PTB hefur notað undir eldsneyti era nú fullir og hætta yrði notkun kjamakljúfsins ef Do- unreay hefði ekki samþykkt að taka við þeim 39 geymum sem PTB þarf að losna við. Talið er að úrgangurinn verði fluttur sjóleiðis til Skotlands, en ekki er vitað hvaða hafnir verða notaðar í þeim tilgangi. Tiltölulega lítið úrgangsvandamál í Neðra-Saxlandi verður gert að meiriháttar umhverfisvandamáli í Norður-Skotlandi og öllum löndum í og við Norðursjóinn og N-Atlants- haf. Þetta er fyrsti samningurinn sem Dounreay gerir við erlenda kjama- kljúfaeigendur. Fyrirtækið hefur staðið í samningaviðræðum um að taka við úrgangi úr 50 kjamakljúf- um í Berlín, á Spáni, í Hollandi og Ástralíu, þótt enginn samningur hafi enn verið frágenginn. Úrgangurinn úr þessum kjamakljúfum var áður sendur til Bandaríkjanna, en þar- lendir neita nú að taka við meira af umhverfísástæðum. Dounreay er eina stofnunin í einkaeign sem nú vill endurvinna notað eldsneyti. Upplýsingahópur N-Evrópu varð- andi kjarnorkumálefhi telur að end- urvinnsla þessa úrgangs sé algjör- lega ábyrgðarlaus. Það er enginn til- gangur með að endurvinna eldsneyt- ið til að ná úr því úraníumi því nægar úraníumbirgðir era til í heim- inum. Eina ástæðan fyrir endur- vinnslunni er að leysa geymslu- vandamál eigenda umræddra kjama- kljúfa. Þeir hafa ekki nægilegt rými til að geyma eldsneytið og taka því tveim höndum að geta sent það til Dounreay en þar era menn fúsir að geyma úrganginn úr endurvinnsl- unni í 25 ár. Fleiri slíkir samningar verða undir- ritaðir á næstunni nema alþjóðlegur þrýstingur komi til og stöðvi þetta ábyrgðarlausa athæfi. NIKOSÍA — Leiðtogi írana, Ayatollah Aii Khamenei, réðst harkalega á hemaðarumsvif BNAvið Persaflóa og sagði bar- áttuna gegn þeim heilagt stríð. RIYADH — Hættan sem staf- ar af efnavopnum í vopnabúri ír- aka er ekki eins aðsteðjandi og áætlað hefur verið, að sögn vestrænna herfræðinga. Sadd- am hafi aðeins yfír að ráða fosg- eni og sinnepsgasi en þau efni gufa tiltölulega fljótt upp. NIKOSÍA — Nefhd Evrópu- manna átti fund með utanríkis- ráðherra írana, Ali Akbar Velay- ati, til að reyna að ráöa bót á þeim samskiptaönðugleikum sem orðið hafa vegna máis Sal- mans Rushdies. BAGDAÐ — Irösk flugvél átti að fara frá Bagdað í gær með um 100 breskar og 300 banda- rískar konur og böm þeirra tif Lundúna og Washington. MOSKVA — Þing Lýðveidls- ins Rússlands skoraði á Kreml í gær að slíta vináttusamningi beim sem Sovétmenn gerðu við Iraka 1972 og kalla þegar heim afla hemaðarséríræðinga sem þareruennviðstörf. BANGKOK — Hun Sen for- sætisráðherra og einn helstf andstæðingur sflómar hans lýstu þvi báðir yfir í gær að þeir vildu skjóta lausn á vandamál- um Kambódíu. SEOUL — Að minnsta kosti 77 manns létu lifiö og 47 var saknað i flóðum, skriðum og bátsköðum sem urðu vegna mestu rígninga sem orðið hafa í Suður-Kóreu í manna mínnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.