Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 13. september 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrtfstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Slml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldslmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sovétkerfi í upplausn Efhahagsástandið í Sovétríkjunum hefur flest ein- kenni upplausnar eins og skýrt hefur komið í ljós í umræðum sem orðið hafa síðustu daga í Æðsta ráði Sovétríkjanna. Ályktanir fulltrúaþings Sovétlýð- veldisins Rússlands undir forystu Borisar Jeltsins um óheft markaðskerfí, sem sett verði á laggimar á einu og hálfu ári, bera að vísu vitni um mikla dirfsku, sem þó er erfítt að sjá árangurinn af fyrir- fram. Þótt ráða megi af umræðum stjómmálamanna í Sovétríkjunum að þeir séu engan veginn sammála um leiðir í efnahagsmálum, er tæpast ágreiningur um að gamla miðstýringarkerfíð sé gersamlega úr sögunni. Þess er þá að minnast, að þegar Gorbatsjov tók við forystu í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna fyrir fimm árum boðaði hann róttækar efnahagsum- bætur jafhframt því sem hann beitti sér fyrir auknu lýðræði, málfrelsi og mannréttindum, auk gerbreyt- ingar í utanríkismálum. Enginn vafí er á því að lýð- ræðisumbætumar hafa skilað miklum árangri. Hins vegar hefur í rauninni engu miðað í efhahagsumbót- um, miklu fremur að þar hafi sigið á ógæfuhlið. Þess vegna er ekki út í hött að tala um upplausnarástand í sovéskum efnahagsmálum. Þetta kemur ffam í greinum sem skrifaðar eru í sovétblöð sem gefín eru út á ensku og fréttabréfum sem stjómvöld standa að og ætla erlendum mönnum til lestrar. Þar er ekki farið í launkofa með að áætlan- ir um efnahagsþróun standast ekki. Þjóðartekjur og ffamleiðsla á árinu 1989 minnkuðu umtalsvert og hafa haldið áffam að dragast saman á þessu ári, verðbólga fer vaxandi með rýmandi kaupmætti. Vöruskortur hefur sjaldan verið meiri og verðlag á nauðsynjavörum hefur hækkað úr öllu hófi. Hins vegar vantar mikið á að fullnægjandi skýringar séu gefhar á því hvers vegna þróunin er með þeim hætti sem raun ber vitni, að öðm leyti en því að sú tilslök- un á miðstýringu sem sagt er að gerð hafí verið hef- ur á engan hátt leitt til bættra framleiðsluhátta í formi blandaðs hagkerfis eða annars skynsamlegs fráhvarfs frá miðstýringarsósíalismanum. í rauninni þarf engan að imdra þótt umbótamenn í Sovétríkjunum hafí misst trú á efhahagsforystu Ryzhkovs forsætisráðherra, sem gegnt hefur því embætti allan stjómartíma Gorbatsjovs. Umbóta- mennimir settu traust sitt á hæfhi hans til þess að marka nýja efnahagsstefnu, en hafa orðið fyrir von- brigðum. Jafnvel Gorbatsjov sjálfur hefur nú neyðst til að játa vonbrigði sín með efnahagsforystu þessa skjólstæðings síns og lýst yfir stuðningi við hug- myndir þeirra stjómmálamanna og hagffæðinga sem vilja snögga og róttæka uppstokkun á efhahags- og framleiðslukerfi Sovétríkjanna. Reynslan verður að skera úr um það hversu raunhæfar þessar nýju hugmyndir em. Hitt er augljóst að stjómendur Sov- étríkjanna verða að eyða því upplausnarástandi sem ríkir í efnahagsmálum. msm GARRI Nýlega kom ungur kapaikóngur í sjönvarp og skýrði frá því aö fyrir l*gi að taka cfni frá BBC inn á kapalkcrfi á íslandi. Einhver baelti við að þetta væri mjög goti cíni og fengur að þvi að fá því dreilt hér uw kapal. En merkilegast við þessa frétt var sú yfirlýsíng kap- alkóngs, að ekki þyrfti aft texta það efni, sem BBC sendi inn á kapal- svaeðisins, og annarra lítilla mál- svæöa sem líkt cr astatt um, þurfa útsendarar sjónvarpscfnis um at- þjóðlega miðla að gera sérstakar ráöstafanir, Sem liggja ekki á lausu enn sem komið er. Hér á landi hefur tekist mjðg vel með talsetningn á barnaefni. og er ólDkt viókunnanlegra að hnrfa á þá En með þvi að taka útscndingarn- ar beint frá sjónvarpshnctti og þann vanda sem litlu máisvæðin erient erni. En eigi á annað borð að beita alþjóðlegum sjóði tii styrktar íittum máisvæðum á sjónvarpsöld, þarf að vinda að þvi bráðan bug að Iáta þennan sjðð taka tíl starfa. Títni okkar er að renna út. Ekki einir bessi yfiriýsing var næsta undar- leg, og sýnir vel þann þrýsting á ir að verða vaxandi vandamá) með minnkandi criiöleikum á því að taka við gervihnattasjónvarpi. Við að maeta þeirri ínnrás i islenska menningarhelgi, sem hér er í vicndum. Vandamálið kom vd í ljós í viðtalínu víð kapalkóngiim. Hann haffti ekki mikiar áhyggjur af jivi, þótt efnið yrði ekki textað. og taidi raunar að iðg um slíkl vseru failin úr gíldi. Og þannig mun þetta mjakasf áfram. I.ög verða ekki endurnýjuð og kapak efni vérður keypt inn, þar sem út- reikningar miðast við að ekki þnrfi aö eyða fé í þýðingarkostnað. Ætti að framfylgja bugmynduin um réttarbelgi tungunnar kæmi í Ijós, að kapalkerö, sem nær tll nokk- urra þúsuoda, ris uodír innkaup- faeri tit að koma cfninu á islensku. TU að svo mætti vcrða þarf að texta eðatala inn þýðingu á efniou áðor en það er sent Enn sem koro- Ið er raun þetta vera ógerningur, þótt efiaust séu tii leiðlr, likar þeim sem voru notaðar i bvrjun sjónvarpssendinga hcr, þegar þýð- settu textann inn jafnóðum. Nú er þettu gert í sélum. Tímí á förum Eins mætti bugsa sér að talað orð í sjónvarpssendingum yrði sent fyrirfram til þeir ra er nota það, og þýðingárvélin yrði síðan sett af stað við útsendingu. Þetta er fyrir- hBfn, cn þetta er haegt og þeir Evr- vlð að greiða fyrir þýðingar. Vandamál textans KvrópusamtSk sjónvarpsstöðva hafa sent fuiitrúa sína hingað, og eftir þá ferð gerðu þeir sér grein fyrir því að vegna smteðar mái- gcrt sér grein fyrír þessari stað- reynd, Þess vegna orðuðu þeir að jafnvel væri hugsaniegt að upp yrði komið einskonar Evrópo- sjóöi, sem styrkti þýðingarnar, textunlna ogtaisetninguna. Stórar þjóöir eins og Frakkar og Þjóð- verjar iáta sig ekki muna um að talsetja erlent efní i sjónvarpi, og nmnu þessar þjóðir ckki þurfa eins að óttast crlend máláhrif cins og littu máisvæðin. Það er þvi von til þess, að stóru þjóöirnur skHji inum og vflja ckki vera þáð. Sú Jjarskiptafækni, sem nú ryður sér t full* sama tíma og þetta er að gerast verður okkur Isiendingum deginum Jjós- ara, að hér verður að taka upp varnir vegna tungn okkar, scm hér búi fólk sem viiji ekki njóta þess sem fæknin býður alveg eins og allir aðrir. Smáþjóð bér úti i haflnu á við þá eröðleika að stríða, eítír þvi sem einangrun minnkar, að þurfa að velja á milli ákveöinna takroarkana og úrbóta í saniskiptum vift aðrar þjóðir, eða liggja menningarlega dauð eila. órjúfanieg heild. Um þcfta tvennt ber okkur að standa vðrð á hverj- um degi hvað sem líður þöríokk- ar fsrir skeromtanir. AUur fjöi- hjá þeim skaða, sem hano gettir unnið, séu ekki reistar skorður við þeim skaða, sem hann gefur unnið arvon og skemmtun ganga fyrir þeirri sérstöðu, s«n tunga og mcnning veitir þcssurí litlu þjóð. VÍTT OG BREITT ■ wmim iiBiiiiiiiiiiifiiiiiiiainii | ■■ mmmmm Offramboð á vinnu og þjónustu Byggðasteftiur og fólksflótti eru nú sem oft áður áberandi i því við- varandi sífri að allt sé að fara fjand- ans til. Sumir sjá nú ekki önnur ráð til að bjarga mannabyggð í heilu fjórðungunum en að setja niður stórverksmiðjur og muni þeim sem njóta þá vel famast. Það er einkenni á allri hinni um- búðamiklu umræðu um búsetu- vandræðin hve einhliða öll rök- semdafærsla er og að menn deila ekki um efnið hver við annan og sumir rífast og þá fer nú að verða djúpt á vitrænum niðurstöðum. Umfjöllunin um staðsetningu ál- vers ber æ meiri keim af rifrildi og þeir sem leggja til efni í þann orða- belg eru ekki endilega að deila við neinn sérstakan, heldur bara að ríf- ast og bera sig illa undan að fá ekki eimyijuspúandi stórverksmiðju á hlaðið hjá sér. Árborgarsamfélag Atvinnutækifæri, þjónustur og samgöngur em einatt inni í umfjöll- un um byggðamái og alltaf er það skortur á öllu þessu sem veidur röskuninni og er því ávallt haldið einhliða fram að hún sé í sjálfu sér af hinu illa. í gær birtust tvær fréttir í sitt hvoru blaðinu um atvinnutækifæri og þjónustu á Eyrarbakka. Þar búa nú 530 manns. DV skýrði frá því að eina nýlendu- vöruverslunin þar sé að hætta rekstri og öllu starfsfólki hafi verið sagt upp. Eigandinn beiðist undan leigusamningi því enginn vill kaupa og er ekki um annað að ræða en að loka. Hin fréttin er í Morgunblaðinu og er viðtal við útgerðarmann og fisk- verkanda á Eyrarbakka. Hann gerir út á keilu og hefur góðan markað fyrir slík flök í Frakklandi. Hand- flaka verður keiluna þar sem hún er ekki véltæk. Nýtingin á handflökuðum fiski er betri en vélflökuðum og varan verður mim betri. En á Eyrarbakka og kannski mun víðar er mjög erfitt að fá Islendinga til að flaka fisk. Björgunarlið Bakkafisks á Eyrar- bakka em fimm flakarar frá Grims- by á Englandi og pólskar konur sem hafa verið í plássinu síðan í fyrra og reynst vel að sögn fiskverkandans. Hann segir einnig að reynt hafi verið að fá islenskt vinnuafl og til boða standi rútuferðir milli vinnu- staðar og heimila og stendur vinnu- veitandinn undir kostnaði af ferð- unum. En starfsfólk fæst ekki. Björginni bjargað Þegar brúin yfir Ölfusá var tekin í gagnið varð Árborgarsvæðið til og um það liggja ágætir vegir með var- anlegu slitlagi. Hvergi er mishæð á gjörvöllu Árborgarsvæðinu og þarf hvergi að skipta um gír þegar ekið er um það. Á svæðinu er einnig all- góður flugvöllur. Samgöngur verða því ekki betri og þarf þar ekki meiru til að kosta. 530 manna byggð ætti að standa undir svo sem einni matvömversl- un. Svo virðist samt ekki vera á Eyrarbakka. Ef það er rétt að atvinnutækifæri skorti um sunnanvert Amesþing, er óhætt að slá því föstu að fiskflökun telst ekki til hinna margrómuðu at- vinnutækifæra. Ef til vill er nauðsynlegt að skil- greina hvað þessi margumtöluðu at- vinnutækifæri era. Það er á hreinu að störf i eimyijufullum sölum við málmbræðslu em atvinnutækifæri. En vinna við fisk veitir ekki at- vinnutækifæri. Eða hvað? Stuttar vcgalengdir til að sækja þjónustu eiga að efla byggð og við- halda. En hvert vilja Eyrbekkingar sækja matvöm sína? Greinilegt er af fréttum að á Eyrarbakka skortir ekki atvinnutækifæri og ekki versl- unarþjónustu. Er jafnvei offramboð á hvorutveggja. Samgöngur gætu heldur ekki verið betri, nema í eina átt. Erfið hafnaraðstaða hefur lengi staðið útgerð fyrir þrifum. En nú er stutt og greið leið yfir í Þorláks- höfn, en þá er bara enginn mann- skapur á Bakkanum til að verka físk. Sjálfsagt er mannlíf á Eyrarbakka ágætt en ekki hefur frést af sérstök- um uppgangi þar síðustu áratugina, heldur kvartað yfir hinu gagnstæða. En svo er guði fyrir að þakka að þar skortir hvorki atvinnu, þjónustu eða þægilegt og fullkomið samgöngu- kerfi. Samt er sagt að fólksflótti sé úr Sunnlendingafjórðungi og kröfur em uppi um að eitthvað verði gert í málinu, eins og reyndar í öllum hin- um landsfjórðungunum. Og þegar ekkert er gert í málunum er ekkert annað að gera en að flytja inn Breta og Pólveija til að forða björginni frá skemmdum og breyta henni í gjaldeyrisgefandi verðmæti. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.