Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. september 1990 Tíminn 9 Benjamin Guinnes, stjómarfomnaðurflölskyldufyrirtækisins, hefurekki átt góða ævi þrátt fyrir auð og forréttindi. ið vitni að, og útnefndi sjálfan sig i stöðuna. Síðar lét Saunders að því liggja að Guinness-Qölskyldan hefði látið sig örlög aðalframkvæmdastjóra síns í léttu rúmi liggja. En það er rangt. Sex vikum eftir að eftirlitsmennimir birtust og fimm dögum áður en stjóm fyrirtækisins sagði Saunders upp störfiim studdi Iveagh enn við bakið á honum í bréfi sem hann skrifaði stjóm fyrirtækisins þar sem hann kvartaði undan því að sti 'mar- menn, sem vora dsnúnir - und- ers, ynnu að því rafa und. hon- um. Saunders leit sv að Ivea ’æri hans síðasta vo; lgina 1 en Saunders var la fjúka ttust mennimir tveir a; . það va síð- asta sinn áður en ndurn þi bar saman í réttarsalnum. Saunders og kona hans komu til Dublin. Þegar hér var komið sögu hafði Gu- inness-fjölskyldan fengið þær upp- lýsingar hjá lögfræðingum að hún væri að bregðast skyldum sínum í stjóm fyrirtækisins ef hún héldi áfram að styðja Saunders. Edward Guinness hafði í geðshræringu beðið Saunders að víkja. Saunders hélt því síðar fram að þessa helgi hefði Iveagh heitið því að fjölskyldan myndi „standa við“ Ijárhagsskuldbindingar við hann, jafnvel þó að fyrirtækið kastaði hon- um á dyr. Fyrir rétti neitaði Iveagh i-"ssu. En um leið staðfesti hann óaf- vitandi hvernig sambandi þeirra var háttað, Iveagh var feiminn og fá- máll, Saunders stjómsamur og frek- ur. Skúli Johnsen, borgarlæknir: Nokkur orð um fjölmiðla og heilbrigðismál Trúnaðurinn við við- mælandann er ekki einungis siðferðislegt atriði, heldur einnig hagsmunamál, því líklegt er að sá, sem fær á sig holskeflu af gagnrýni vegna útúr- snúnings eða annarr- ar misnotkunar á því, sem hann hefur látið frá sér fara, hiki við að ræða við þann sama fjölmiðil aftur. — í tilefni af viðtali Laugardaginn 8. september sl. var birt viðtal við undirritaðan hér í blaðinu. Blaðakona hringdi til að spyija í tilefni af frétt í Alþýðublaðinu um útgjöld til heilbrigðismála um það vanda- mál, að ómögulegt virðist að metta þörf fýrir heilbrigðisþjón- ustu, hvað mikið sem til hennar væri lagt Þetta er mikilvæg spuming, því svo virðist sem nokkurrar óþreyju gæti í vestrænum löndum vegna þess að aukið starf heilbrigðisþjónustunnar síðustu 30- 40 árin virðist ekki gefa þann árangur, sem margir höfðu vænst, þ.e. að smám saman dragi úr notkun á þjónustu eftir því sem heilsufarið batnaði. Gagnrýni á kostnað vegna heilbrigðismálanna hefúr aukist í mörgum löndum á undanfömum áram. (Rétt er að geta þess að undirritaður er ekki viss um að sú fúllyrðing að heilsufarið hafi batnað á ofangreindu tímabili fái staðist.) I samskiptum mínum við blaða- og fféttamenn hef ég haft þá reglu, að ræða eins opið um málin og mögulegt er, kynna baksviðið, veita allar upplýsingar, sem ég veit rétt- astar, og koma nokkurri fræðslu áleiðis, sem síðar skilar sér til al- mennings. Ég hef orðið þess var, að fjölmiðlamenn era þakklátir fyrir þetta og aðeins örsjaldan hefúr það komið fyrir, að þeir hafi bragðist trúnaði uin að misnota ekkert af því, sem sagt er, en það er eitt helsta siðalögmál þeirra. Trúnaður- inn við viðmælandann er ekki ein- ungis siðferðislegt atriði, heldur einnig hagsmunamál, því líklegt er að sá, sem fær á sig holskeflu af gagnrýni vegna útúrsnúnings eða annarrar misnotkunar á því, sem hann hefúr látið frá sér fara, hiki við að ræða við þann sama fjölmið- il aftur. Einmitt þetta gerðist þegar fyrir- sagnir vegna viðtalsins vora samdar á laugardag. Sú á forsíðunni gefúr sterklega til kynna, að það sé skoðun mín, að einn af sjúkdómsvöldunum í þjóðfélaginu séu fjármunimir, sem veittir era til heilbrigðismálanna. Það verður samkvæmt því hægur vandi fyrir Fjármálaráðuneyti eða fjárveitinganefnd að hafna beiðnum um fjármuni með þeim ummælum, að borgarlæknii scgi, að slíkt i .undi bara valda fleiri sjúkdómum og meiri veikindum. Þannig er einnig um fyrirsögn á innsíðu. Þar er sett fram fúllyrðing, sem með óbeinum hætti á stoð í textanum í viðtalinu og orðin lögð mér í munn án þess að vera frá mér komin. Mér þótti því blaðakonan, sem tók viðtalið, hafa brugðist trúnaði og ræddi ég af því tilefni við Odd ÓI- Umfjöllun um heil- brigðismál hér á landi ber fjölmiðlum okkar yfirleitt gott vitni. Mikið er af fræðandi efni til upplýsinga fyrir al- menning og það er ekkert vafamál, að fjölmiðlar eiga nú orð- ið hlut í heilbrigðis- uppeldi þjóðarinnar. afsson, ritstjóra blaðsins. Ritstjór- inn kvað blaðakonuna ekki eiga neinn þátt í fyrirsögnunum og skrifúðust þær á ábyrgðarmann blaðsins. Ritstjórinn sýndi hins vegar skilning á að hér hefði ekki verið vel að verki staðið. Sagði hann að sér þætti þetta leitt, og kvaðst myndu birta yfirlýsingu um að fyrirsagnimar væra á ábyrgð blaðsins og ekki hafðar eftir undir- rituðum. Það hefúr þegar verið gert. Það er samt sem áður erfitt að sætta sig við skaða, sem seint verð- ur að fúllu bættur. Það sem kann að dvelja eftir í hugum þeirra, sem lesa fyrirsagnirnar en ekki leiðrétt- inguna, verð ég sjálfur að bera. Heilbrigðismálin, læknamir, sjúkrahúsin, læknavísindin og fleira og fleira þessu tengt er áber- andi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Svo er ekki einungis hér á landi, heldur í öllum hinum vestræna heimi. Áhugi fjölmiðla tekur ekki aðeins til vandamála líðandi stund- ar, heldur einnig til sögulegra upp- lýsinga, þróunar á sviði heilbrigðis- mála, undirstöðuspuminga eins og siðferðislegra atriða og svo mætti lengi telja. Fjölmiðlamir leita einn- ig gjaman eftir hneykslunarefni á þessum vettvangi, sumir era sólgn- ir í persónulegar reynslusögur og reyna jafnvel að sá tortryggni í trúnaðarsamband læknis og sjúk- lings. Læknar liggja gjaman undir höggi. Umfjöllun um heilbrigðismál hér á landi ber fjölmiðlum okkar yfir- leitt gott vitni. Mikið er af fræðandi efhi til upplýsinga fyrir almenning og það er ekkert vafamál, að fjöl- miðlar eiga nú orðið hlut f heil- brigðisuppeldi þjóðarinnar. Heil- brigðisffæðsla sú, sem þeir láta í té, stuðlar m.a. að jákvæðum breyting- um á lífsháttum fólks, sem svo miklu skiptir til vamar þeim sjúk- dómum, sem taka stærstan tollinn. Af umræðum á alþjóðavettvangi er undirrituðum kunnugt, að íslenskir fjölmiðlar standa ffamar á þessu sviði en gerist og gengur meðal annarra þjóða. Það er skoðun mín, að umræða um allar hliðar heilbrigðismála sé af hinu góða, en yfirborðsleg umfjöll- un og að ég tali ekki um útúrsnún- inga era hins vegar til þess fallnir að draga úr trausti almennings, til skaða fyrir heilbrigðismálin i land- inu. Skúli Johnsen, borgarlaeknir. >.xa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.