Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 13. september 1990 Fimmtudagur 13. september 1990 ■■ ■ & —I Kýlaveiki í villtum laxi veldur Norðmönnum miklum áhyggjum þessa dagana: Hætt við að veikin berist hingað Gífurlcga hröð útbreiðsla kýlaveiki í villt- um norskum laxastofnum veldur þarlendum miklum áhyggjum þessa dagana. Þetta getur því miður haft alvarlegar afleiðingar fyrir villtan íslenskan lax, þar sem stofnamir ganga að hluta saman í hafi og veiðast til að mynda báðir við Færeyjar. Þá hefúr komið fyrir að erlendur lax hefúr gengið upp í ís- lenskar ár og ef sýktur norskur lax gengur í ámar þarf ekki að sökum að spyija. Upptök sýkingarinnar em rakin til seiða frá Skotlandi sem flutt vom inn fyrir nokkmm ámm. A síðasta ári sluppu yfir tvær milljón- ir slíkra seiða úr kvíum við strendur Noregs. Þessi sýkti fiskur hefúr nú gengið upp í vel- flestar veiðiár Norðmanna og smitað villta stofha þar. Kýlaveikisbaktería getur leynst í náttúmnni og gerir ekki mikinn óskunda að öllu jöfnu. En sjúkdómurinn sjálfúr lýsir sér í því að fiskurinn steypist út í sámm bæði að utan og innan. Það sem gerir málið alvarlegt í Noregi er að fiskurinn hefur lítið þol gegn sjúkdómnum þar sem hann hefúr ekki hrjáð villta stofna í landinu hingað til og drepst þvi laxinn umvörpum. Norðmenn hafa þurft að glíma við kýlaveiki áður í örfáum ám í suð- urhluta landsins en tókst að halda henni niðri. Veikin er hins vegar þess eðlis að þeg- ar bakterían er á annað borð komin í ána, er smit í stofninum viðvarandi upp frá því. Hins vegar aðlagast fiskurinn bakteriunni og tekur sjúkdómurinn sig aðeins upp þegar hart er í ári. Skilyrði hafa verið slæm þetta árið einkum vegna lítils vatnsmagns. Því hefúr veikin brotist út að nýju í þessum ám, á sama tíma og átt er við kýlaveikisafbrigði eldisfisksins norðar. Ennþá er ekki vitað hvort um sama afbrigði er að ræða. Fiskur er sýktur í flestum veiöiám Norskir sérffæðingar telja smitaðan eldis- fisk þegar hafa gengið upp í allar ár á milli Sogns og Þrándheims. Þar með eru taldar þekktar veiðiár svo sem Namsen og Vosso. Þá er búist við að fyrir lok þessa árs verði smitaður fiskur kominn í allar ár á milli Hörðalands og Norðurlands. „Heildarveiði á villtum Atlantshafslaxi í öllum heiminum er ekki nema um 10 þús. tonn á ári. Þar með eru taldar veiðar Kanada- manna, íslendinga, Færeyinga, Norðmanna, Grænlendinga og fleiri. Norðmenn einir framleiða nú árlega um 130 þús tonn á ári í eldi. íslendingar framleiða um 5 til 6 þús. tonn, Skotar og Irar einhverjar tugþúsundir tonna o.s.frv. Af þessu má sjá að eldi Norð- manna er margfalt á við önnur framleiðslu- lönd. í eldi hafa verið settir saman stofnar sem ekki hafa hist áður. Menn hafa til dæmis tek- ið fisk úr Eystrasalti og blandað saman við norska stofha. En af því leiðir að sýkingar taka sig upp hjá þeim stofnum sem ekki hafa myndað við þeim mótefni“, sagði Tumi Tómasson fiskiffæðingur hjá Veiðimála- stofnun í samtali við Tímann. En þar með eru ekki öll vandamál Norð- manna upptalin því landsmenn hafa til skamms tíma einnig þurfl að glíma við sníkjudýrið gyrodaktylus salaris, sem barst upphaflega ffá Svíþjóð. Sníkillinn leggst á augu fisksins og eyðileggur þau. Er talið að finna megi fisk, sem ber sníkilinn, í um 30 ám landsins. Til að losna við gyrodaktylus úr ám verður að eyða öllum fiski í þeim. Þetta hafa Norðmenn verið að reyna að gera að undanfomu. Þeir hafa þá í fyrsta lagi tekið hrogn og síðan eytt fiskinum. Stofnarnir ganga saman en hættan er mest við hrygningu Sú hætta að kýlaveikin berist hingað til lands er ekki aðeins fyrir hendi heldur tölu- verð ef litið er til fjölda sýktra eldisseiða, sem hafa sloppið frá Noregi, á móti heildar- magni villts lax í Atlantshafi. „Bæði norskur og íslenskur lax veiðist til dæmis í Færeyjum þannig að það er vissu- lega hætta á ferðinni en um 10% af veiði Færeyinga er eldislax. Hættan eykst síðan í réttu hlutfalli við eflingu eldisins og það hve mikið sleppur úr kvíunum. Fiskurinn er að vísu mismóttækilegur fyrir sjúkdómum. Þegar honum líður mjög vel, er í góðæti og örum vexti, eins og yfirleitt í sjógöngu, er minni hætta á faraldri en þegar hann er að ganga upp í ámar. Þó er alls ekki hægt að úti- loka hættuna. Á síðamefnda tímabilinu er fiskurinn í mikilli streitu, sérstaklega þegar hann safnast saman á tiltölulega afmörkuð- um hrygningarstöðvum. Ef svo og svo mikið að eldisfiski gengur með villta laxinum á þeim tíma, eykst smithættan vemlega. Við höfúm einnig fýrir því heimildir að erlendur lax hefúr gengið upp í ár. Til dæmis hefúr lax merktur íslandi veiðst í Noregi, skoskur lax í Eftir Jóhönnu Kristínu Bimir Kanada, og bæði rússneskur og færeyskur hér, þannig að alltaf er um einhvem flæking að ræða. Fjöldi þessa flækingsfisks er auð- vitað hverfandi miðað við heildina, en eins og áður sagði eykst hættan i hlutfalli við um- fang eldis“, sagði Tumi. Á hveiju ári eru tekin sjúkdómssýni úr öll- um klakfiski á Islandi, bæði úr ám og eldi og rannsökuð að Keldum þannig að ef íslenskur fiskur smitast ætti að vera hægt að uppgötva slíkt nokkuð fljótt. ,,Eflirlitskerfið hér er mjög öflugt og betra en víða annars staðar í þessu efni“, sagði Tumi. Telja aö 150 til 200 kvíar geti slitnaö upp meö haustinu Öryggi sjókvía í Noregi hefúr mikið verið gagnrýnt að undanfomu og þess krafist að stjómvöld aðhafist eitthvað til úrbóta. Telja menn ástandið svo slæmt að af 600 kvíum ætti þegar í stað að loka að minnsta kosti 30 vegna lélegs ásigkomulags. 150-200 komi ekki til með að þola venjulegt haustveðurlag heldur slitni upp í fyrsta stormi, eyðileggist og allur fiskurinn sleppi út. Islendinga eiga fulltrúa í tveimur vinnuhóp- um Alþjóða hafrannsóknarráðsins „ICES“, um Atlantshafslax. Hvor hópur hittist einu sinni á ári og fúlltrúar allra aðildarlanda einu sinni. Næsti fúndur verður haldinn í október og fyrir hönd íslands mun Ámi ísaksson veiðimálastjóri sækja fúndinn. „Þessi vandamál em vel kunn hjá ICES og þau verða vitaskuld rædd á fúndinum. Ég talaði t.a.m. við kollega minn í Noregi um daginn og þeir líta þetta kýlasmit mjög al- varlegum augum. Við getum ekkert fullyrt um afleiðingar þess ef smit bærist i íslensk- an lax. Þetta afbrigði veikinnar hefur ekki fúndist hér á Iandi en við höfum fúndið ann- að afbrigði í einstaka eldisstöðvum. Vissulega gæti það hafl alvarlegar afleið- ingar ef þetta smit bærist hingað. Við vonum auðvitað í lengstu lög að til þess komi ekki. í íslenskum ám hefúr ekki orðið vart við lax ffá Noregi. Þar að auki er laxinn sérkenni- legur fiskur að því leyti til að hann gengur ekki mjög þétt þannig að við vitum ekki hvort fiskar smitast þó stoínamir blandist á ætisvæðum i hafinu. Þessi vandamál verða án efa rædd á fúndinum og einhveijir pappír- ar lagðir fram varðandi þau, en að svo stöddu þori ég ekki að fúllyrða með hvaða hætti umfjöllunin verður nákvæmlega“, sagði Ámi í sartttali við Tímann. Erffitt aö hlutast til um innanríkismál Noregs Að auki verður fjallað um málið hjá „NASCO“, Alþjóða laxavemdunar- stofnun- inni. Næsti fúndur þar á bæ verður þó ekki fyrr en næsta sumar, í júní. „í fyrra slapp úr norskum kvíum fiskur, sem var mikið sýkt- ur, og því var málið auðvitað inni í umræðu síðasta fiindar „NASCO“ um sjúkdóma. Engar kvíar em það heldar að hægt sé að tryggja að enginn fiskur sleppi út, eins og við höfúm fengið að reyna hér við land. Það er erfitt fyrir okkur að skipta okkur mikið af innanríkismálum í Noregi. Ég veit hins veg- ar að umhverfismálaráðuneytið þar i landi hefur beitt þá er standa að eldi miklum þrýst- ingi og ég reikna með því að þeir reyni allt hvað þeir geta til að bæta ástandið. Ef þetta á hinn bóginn heldur áfram að vera viðvarandi vandamál í Noregi getur vel farið svo að við aðhöfúmst eitthvað í málinu. Ef út í það færi, færi slíkt í gegn um landbúnaðar- og utanrik- isráðuneyti hérlendis", sagði Ámi. Hann nefndi einnig, að Norðmenn hafa þegar tek- ið til við að gefa eldisfiski lyf við kýlaveiki og því ætti hættan á mikið sýktum seiðum í eldi að fara minnkandi. Meginástæða þess að íslendingar hafa sloppið að mestu við smit telur Ámi vera harðar reglur er gilda hér á landi varðandi innflutning. En hingað hefur aldrei verið leyft að flytja inn lifandi fisk eins og gert var í Noregi. „Sá lærdómur sem íslendingar fyrst og fremst geta dregið af þessu er nauðsyn þess að fara varlega með reglur um hvar megi stunda eldi og undir hvaða kringumstæðum. Okkar kröfúr hljóta að beinast að því að hættan á að fiskur sleppi verði takmörkuð eins mikið og hægt er. Því miður hefur það gerst hér að menn em með útbúnað sem er alls ekki nógu góður. Þar að auki er flutning- ur á fiski milli svæða, að mínu mati, vara- samur og innflutningur á lifandi hrognum kemur ekki til greina. Geti íslenskt fiskeldi ekki blómstrað á innlendum efnivið á það ekki rétt á sér“, sagði Tumi. : ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.