Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.09.1990, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NUTlMA FLUTNINGAR Hatnornusinij v Tryggvagotu, S 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARU J: ^Cnabriel I / sVí- HÖGG- DEYFAR | | II Verslið hjá fagmönnum Ingvar | f M Helgason * 1 GSvarahlutir \JE3|? Sœvarhöföa 2 Síml 91-674000 Hamarsböfða 1 - s. 67-Ó744j Tíniinn FIMMTUDAGUR13. SEPTEMBER1990 ~r Afangaskýrsla verkfræðistofu um íþróttahöll bendir til að stækkun kosti a.m.k. 90 millj.kr. Forseti bæjarstjórnar: Leitum ódýrari leiða Sú stækkun, sem nú ertalin nauðsynleg á fýrirhugaðri hand- boltahöll í Kópavogi, kostar í kringum 90 millj.kr. umfram það sem áður hafði verið áætlað, samkvæmt áfangaskýrslu sem Verkfræðistofa Stefáns og Bjöms hefur gert fyrir Kópavogs- bæ. Að viðbættum fjármagnskostnaði og fleiru er fjárfesting- arkostnaður í heild hátt í 1.200 millj.kr., hvar af Kópavogsbær þyrfti að greiða um 885 millj.kr. að lágmarki. í niðurstöðuin skýrslunnar kemur fram að núverandi hugmyndir um íþróttahöll krefjist um 640 millj.kr. aukinna fjárfestinga fyrir Kópa- vogsbæ fyrir árslok 1985. Þá er um að ræða nettó kostnaðarauka vegna byggingar íþróttahússins og ann- arra tengdra framkvæmda vegna HM ‘95 — umfram það sem bærinn þyrfti að borga ef íþróttahúsið yrði ekki byggt heldur uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja og gatnakerfis haldið áfram samkvæmt fyrri áætlunum og samningum við Umgmennafélagið Breiðablik. „Okkur þykir þetta vitanlega dýr lausn og erum að leita að öðrum —- fyrst og fremst ódýrari lausnum. í öðru lagi þýðir þetta að við verðum að fara til ríkisvaldsins og tilkynna þeim að þetta sé hreint ekki fysileg- ur kostur fyrir Kópavog“, sagði Gunnar I. Birgisson verkfræðingur og forseti bæjarstjómar Kópavogs. „Við verðum að fá þetta skoðað betur — og kannski gera það þegar málið er komið á það stig að fúndist hafi ódýrari lausnir. Við höfúm ver- ið að spyija um ódýrari lausnir og verkefhið er að finna þær. Við erum samt harðir á því að byggja húsið eins og núverandi meirihluti hefúr lýst yfír“, sagði Gunnar. Heildar- fjárfestingu Kópavogsbæjar fyrir þessa athugun á vegum bæjarins sagði hann hafa verið um 960 millj.kr. Verkffæðistofan reikni með að nauðsynleg stækkun húss- ins kosti í kringum 90 millj.kr., sem geti þó orðið hærri upphæð því brunatæknileg hönnun hússins hafi enn ekki farið fram. Að viðbættum fjármagnskostnaði og fleiru þá sé heildarljárfestingin komin í tæplega 1.200 millj.k. Þar frá dragist svo um 300 millj.kr. framlag ffá rikinu og Breiðabliki. „En eftir stendur að Kópavogur sæti uppi með 885 millj.kr. og allt upp í 970 millj.kr., sé miðað við 10% skekkjumörk", sagði Gunnar. Hann bendir á að fyrirhuguð sam- bygging á skóla og íþróttahúsi sé mjög dýr. Það liggi ekki síst f því að þama sé verið að byggja skólann fyrirffam. Þar við bætist svo mjög kostnaðarsamar breytingar (hátt í 90 millj.kr.) á húsinu eftir HM ‘95. - HEI Timamynd: PJetur Húsvöröur ryksugar steinryk af órykbundnu gólfi tengibyggingarinnar. Tengibygging í Foldaskóla heilsuspillandi: Skóla lokað ef engar úrbætur verða gerðar Foldaskóla í Grafarvogi verður lokað að kröfu Vinnucftirlitsins ef ekki verða gerðar úrbætur á mikið notaðri tengibyggingu sem þar er óffágeng- in. Veggimir em ómúraðir svo skín í hráa steypuna,steypujámsendar standa út úr veggjum, alla rykbind- ingu vantar og einnig er byggingin hurðarlaus með öllu. Forsaga málsins er sú, að í sumar var smíði á tengibyggingu hafm en þessi bygging tengir saman skóla- húsnæðið þar sem kennt er og því þurfa bömin að nota tengibygging- una er þau ganga á milli húsa í skól- anum. I viðtali sem blaðamaður Tím- ans átti við skólastjóra Foldaskóla, Amfinn Jónsson, sagði hann að smíði tengibyggingarinnar væri ekki komin á það stig, sem um hefði verið samið, en hægt væri að nota hana til þess að ganga á milli húsa i skólan- um. Það vom hinsvegar kennarar skólans sem sendu fræðslustjóra í Reykjavík bréf þar sem þeir kvört- uðu undan ffáganginum í tengibygg- ingunni. Fræðslustjóri hafði síðan samband við heilbrigðisfúlltrúa og Vinnueftirlit ríkisins, en fúlltrúi þess, Guðmundur Eiríksson umdæmis- stjóri í Reykjavík, mætti á staðinn á sfðastliðinn þriðjudag til þess að líta á aðstæður og fúnda með skólayfir- völdum Foldaskóla. í dag er síðan fyrirhugaður fundur með Vinnueftirliti, heilbrigðisfúll- trúa og skólayfirvöldum til að ræða um úrlausn. í viðtali við blaðamann Tímans sagði Guðmundur Eiriksson: „Það er óskiljanlegt hvemig hægt er að bjóða upp á svona aðstöðu, tengibyggingin er með öllu ónothæf fyrir ungt skóla- fólk og eitthvað verður að gera í mál- inu. Vinnueftirlitið er búið að setja það niður á blað sem gera þarf í tíu liðum, svo að forsvaranlegt sé að nota tengibygginguna. Við munum leggja þessar tillögur fyrir ráðamenn skólans og ffæðsluyfirvöld. Síðan verða sett ákveðin tímamörk, sem em mjög stutt, að klára þetta og ef það gengur ekki verður hreinlega að stoppa það að tengibyggingin sé not- uð“. Það kom einnig ffam í máli Guðmundar að komið hafði til greina að loka byggingunni á þriðjudaginn, en ákveðið hefði verið að bíða með aðgerðir þangað til málin hefðu verin rædd. Ljóst væri að borgaryfirvöld, sem eiga að sjá um skólabyggingar í Reykjavík yrðu þó að sjá til þess að tengibyggingin væri komin nothæft stand eftir helgi, jafúvel þó að það kostaði að gefa þyrfti ffí í skólanum f einn eða tvo daga. khg. Frumrannsókn meints fjársvikamáls lokið Frumrannsókn á meintu fjársvika- máli lyfjafræðings, er gegndi starfi yflrlyfjafræðings Landakotsspitala og Sankti Jósefsspítala, er lokið. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarlögreglu mun lyfjafræðing- urinn, f vemlegum mæli, hafa af- greitt lyf af birgðum spítalanna beint til sjúklinga. Þeir afhentu honum lyfseðla sem hann síðan framvísaði i apótekum og fékk þannig lyf, útborgaðan afslátt og peningagreiðslur sem námu heild- söluverði lyfjanna ef þeim var ekki skilað til spítalanna. Á þennan hátt fékk lyfjafræðing- urinn greiddar tæpar 6 milljónir króna frá apótekunum. Jafnframt fékk hann greidda um eina milljón króna þegar hann seldi lyf úr birgð- um sjúkrahúsanna og í gegn um af- slátt frá lyfjaheildsölum er hann stakk í eigin vasa. Lyfjafræðingurinn telur sér hafa borið greiðslumar fyrir veitta þjón- ustu og lyf er hann lagði Landa- kotsspítala til. Því hafi ekki verið um ólögmætt athæfi af hans hálfu að ræða. jkb FLUGVEL HVERFUR Á GRÆNLANDI Talið er að flugvél, sem var á leið við flugvélina. En flugvélinni var frá Syðri Straumfirði á Græn- bent á að beina ijarskiptasam- landi til Gæsaflóa i Kanada, hafi bandi sínu til flugturnsins i rekist á fjalliö Sykurtopp á Reykjavík, þar sem vélin var á ís- Grænlandi. lensku flugstjórnarsvæðl Tveir Bjart veður var á þeim slóðum danskir flugmenn flugu vélinni er slysið átti sér stað, en mikil en farþegar vélarinnar voru sex þoka hefur gert leitarmönnum Kanadamenn. erfitt fyrir að finna þotuna. Allt Ekkert hefur frést af þotunni frá var i lagi á meðan flugturnin í Perú sem hvarf á ieið sinni til Syðri Straumfirði var i sambandi Gander á Nýfundnalandi. khg. Ráðhús Reykvíkinga verður fullbúiö að utan (haust og farið er að rffa niður vinnupalia sem voru utan um húsið. Búið er að ganga frá þaki hússins og gluggar hafa verið glerjaöir. Verið er að vinna við múrverk innan dyra og koma upp pípulögnum og loftræstikerfi. Einnig verður gengið firá lóð hússins fyrir haustið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.