Tíminn - 15.09.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 15.09.1990, Qupperneq 2
-irriir'ÍT 2 Tíminn tV>*>► ■>^Hfrt--*íne;» S*- a:r>-hít:ní'r. í Laugardagur 15. september 1990 Niðurstöður árlegrar seiða- og sjórannsóknar sýna að nú sé að alast upp fimmti lélegi þorskárgangurinn í röð. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Ekki hægt að gera ráð fyrir auknum þorskafla Helstu niðurstöður árlegrar seiða- og sjórannsóknar Hafrann- sóknarstofnunar, sem fram fór dagana 8. ágúst til 3. september á hafsvæðinu milli íslands og Grænlands, eru þær að lítið fannst af þorskseiðum. Þótt seiðin hafi verið sæmilega á sig komin, má telja nokkuð öruggt að þorskárgangurinn 1990 verði fimmti lélegi þorskárgangurinn í röð. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsr- áherra, segir þetta mjög slæm tíðindi. Þau benda til þess að ekki sé hægt að gera ráð fyrir aukningu í þorskafla á næstu árum og raunar sé trúlegra að landsmenn verði að sætta sig við samdrátt í þorskafla umfram það sem þegar er orðið. Um það hvort þetta þýddi samdrátt í þorskveiðum þegar á næsta ári sagði Halldór, að óhætt væri að fúllyrða að þessi tíðindi gæfú í það minnsta ekki tilefhi til að auka þorskveiðiheimildir ffá því sem þær væru i ár. Hins vegar vildi ráðherrann að svo komnu ekki tjá sig um hvort nauðsynlegt yrði að draga ffekar úr veiðum umfram það sem gert hefúr verið í ár og var gert í fyrra. Ekki náðist í Svein Sveinbjömsson leiðangursstjóra í gær, en hjá Haf- rannsóknarstofhun varð Hjálmar Vil- hjálmsson fiskiffæðingur fyrir svör- um. Hann sagði þetta afleit tíðindi. „Til þess að halda stofninum gang- andi þá þurfum við að fá af og til góða árganga og það er orðið óþægi- lega langt síðan það gerðist." Hjálmar sagði, að þetta væru í raun mjög alvarleg tíðindi, því þrátt fyrir að þetta væm fyrstu vísbendingar um stofninn, að þá væri það nánast borin von að frá þessari hrygningu sl. vetur og klakinu sl. vor komi annað en Iít- ill árgangur af þorski. Aðrar athyglisverðar niðurstöður em þær að sumarið 1990 hefúr orðið mikil yfirborðshitun í sjónum um- hverfis ísland og er yfirborðshitinn því óvenju hár. Aftur á móti gætti þess ekki í dýpri sjávarlögum. Inn- streymi hlýsjávar vestur og norður fýrir land hefúr því verið mjög lítið og verður sjávarástand fyrir vestan, en einkum þó fyrir norðan og austan, að teljast mjög óhagstætt sumarið 1990. Hjálmar sagði að ástæðan fyrir þessari yfirborðshitun stafaði fýrst og fremst af góðu veðri. Það sem menn vona þegar svona háttar, sé það að þama sé um hlýja hafstrauma að ræða en það er ekki raunin núna heldur stafi þetta af hitageislum frá sólu og hlýju lofti líka. Þegar sólskin og blíða er eins og verið hefur í sum- ar, gerist þetta. Tilgangurinn með þessum rann- sóknum er að kanna ástand sjávar umhverfis landið og fjölda og út- breiðslu seiða helstu nytjastofna, einkum þorsks, ýsu, loðnu og karfa og fá þannig strax á fyrsta ári hug- mynd um hvers vænta megi af þess- um árgöngum og áður en hægt er að leggja mat á styrk þeirra með öðmm aðferðum. Fjöldi ýsu og loðnuseiða var undir meðallagi, en ástand sciðanna mjög gott. Meira var af karfaseiðum í Grænlandshafi en á undanfomum ár- um og verður 1990 seiðaárgangurinn því að teljast mjög góður. Aðspurður sagði Hjálmar að þessar rannsóknir gæfú nokkuð þokkalegar vísbendingar hvað varðaði þorskinn og að vemlegu leyti hvað varðar ýs- una. Hins vegar væri niðurstöðumar ekki eins áreiðanlegar hvað varðar loðnuna að því leyti til að það virtist vera fyrsti veturinn og vorið á eftir sem réði úrslitum að því tilskyldu að það sé eitthvað af loðnuseiðum í sjónum. Það sem menn sáu núna af loðnunni er af þeirri stærðargráðu sem áður hefúr sést og hefúr orðið til þess að fengist hefur góður loðnuafli. „Með því er ég ekki að segja að svo verði núna, því það get ég ekki“, sagði Hjálmar. Rannsóknin var á vegum Hafrann- sóknarstofnunar og fóm rannsóknar- skipin Ámi Friðriksson og Bjami Sæmundsson í ferðina. Leiðangurs- stjóri á Ama Friðrikssyni var Sveinn Sveinbjömsson, en á Bjama Sæ- mundssyni þau Vilhelmína Vilhelms- dóttir og Páll Reynisson. —SE Féð fæst að líkindum bætt Frá Slgurðl Boga Sævarssynl fréttarit- ara Tfmans á Selfossi: Á milli 170 og 180 fjár úr safni Flóa- og Skeiðamanna úr vesturleit drapst síðdegis 1 fyrradag þegar verið var að reka féð yfir Glómgil sem fellur í Stóm-Laxá skammt frá bænum Ás- brekku í Gnúpveijahreppi. Að sögn Páls Lýðssonar formanns afféttar- málafélags Flóa og Skeiða kom haró- fylgi fjallkóngsins Sigurðar Einars- sonar bónda á Skúflæk í Flóa og hans manna í veg fýrir að enn verr færi en þeir lögðu á sig mikið erfiði og áhættu við að bjarga því sem bjargað varð. í vesturleit Skeiða- og Flóamanna vora nærri 2.000 fjár þegar þetta gerðist á síðasta gangnadeginum. Venja er að reka fjársafnið yfir Glóm- gil og allajafna er það vatnslítið á vaðinu, aðeins neðar mjókkar gilið og verður dýpra og bakkar þess hærri og það var þar sem atburðurinn gerðist. Forystusauður fór þar út f gilið og á eftir fýlgdu á milli 170 og 180 fjár. Féð rak síðan niður gilið og út í Stóm Laxá og niður eftir henni, en áin var í foráttuvexti. Niður að brúnni, sem er á ánni, em þrír til fjórir kílómetrar og síðdegis í gær höfðu fúndist 152 fjár á því svæði en eftir var að athuga svæð- ið neðan brúarinnar. Skeiðaréttir vom engu að síður haldnar í gær eins og venjulega og heildarfjöldi fjár í þeim var á milli fjögur og fimm þúsund. Páll Isólfs sagði, að í gærmorgun hefði hann kannað hvort skaðinn yrði bættur hjá Bjargráðasjóði og hefði hann fengið jákvæðar undirtektir. Eins sagði hann að bændur væm sumir hveijir með svokallaða búfjár- tryggingu sem bættu tjón af þessu tagi. Það fé sem drapst var frá tuttugu til þijátíu búum á Skeiðum, í Flóa og raunar víðar að. Mest af fénu var úr Hraungerðishreppi. Páll sagði að bændur í Oddgeirshólma f Flóa hefðu verið þeir sem fýrir hvað mest- um búsifjum hefðu orðið af þessum sökum. Ari Páll Ögmundsson og Óli Pétur Gunnarsson tína hræin upp á kerru. Tfmamynd: Slgurður Bogi Bima Hjaltadóttir nýkomin frá Kúvæt: VAR MEINAÐ AÐ FARA ÚR LANDIMEÐ SVÍUM Bima Hjaltadóttir, sem er nú- komin frá Kúvæt, sagöist hafa ætlað aö koma heim með fyrri hóp sænskra rikisborgara, sem fluttir voru úr landi, en þá fékkst ekki leyfi fýrir brottflutningi Is- lendinga. Ástæðan var sú, að ír- akar voru ekki á því að láta ríkis- borgara aðildariands Atíants- hafsbandalagsins fara úr landi. „Við fréttum að fólk eins og við, rikisborgarar lands, sem ekki hefúr neitt samband við Mið- Austurlönd hvorki viðskiptalegs eða stjóm- málalegs eðlis, átti allt að geta yfir- gefið Kúvæt án nokkurra vandræða. Þegar Svíamir vom að flytja út fýrri hópinn fcngu þeir hins vegar ekki leyfi fýrir íslendingana vegna aðild- ar okkar að NATO. Við Kristín urð- um alveg öskureiðar og hálfsáum eftir að hafa ekki farið reglulega í Keflavíkurgönguna, ef NATO ætti að verða til þess að halda íslending- um í Kúvæt í lengri tíma“, sagði Bima Hjaltadóttir í samtali við Tím- ann. Kristín Kjartansdóttir, maðurinn hennar Sameh Issa og bömin þeirra fjögur em affur á móti með jórdönsk vegabréf og geta því farið þegar þeim dettur i hug. En þau vilja fara landleiðina og ætla því að bíða þar til hitinn minnkar. Bima hefði getað farið með síðari hóp Svíanna en var þá sagt að engin trygging væri fyrir því að henni yrði hleypt úr landi og ákvað af þessum sökum að fara hvergi. Hún kom til íslands frá Kúvæt síðastliðið fimmtudagskvöld en maður hennar, Gísli Sigurðsson, fékk ekki farar- leyfi, bæði þar sem hann er vest- rænn karlmaður og þar að auki læknir í yfirmannsstöðu er ber ábyrgð á sinni deild við sjúkrahús háskólans í Kúvæt. „Það sem fór einna mest í taugam- ar á okkur undir það síðasta var að það er ekkert að gerast i Kúvæt núna. írakar virðast vera búnir að flytja allt sitt herlið, vopn og skrið- dreka til landamæra Saúdí-Arabíu. Kúvæt er orðið hálftómt, það er bókstaflega búið að hreinsa allt út allsstaðar. Þeir hafa til að mynda farið inn I allar opinberar byggingar og flutt burt allar tölvur. Maðurinn minn keyrði um daginn á eftir bíl fúllum af viðarhurðum sem var ver- ið að flytja í burtu. Þeir em jafnvel famir að flytja Ijósastaura í burtu. Allar útsendingar útvarps og sjón- varps liggja niðri, nema hvað varðar fféttaflutning frá Irak. Við náðum að vísu erlendum útvarpsstöðvum með stuttbylgjutæki og gátum þannig fylgst með fféttum BBC og fleira." Bima sagði íbúa Kúvæt vera orðna mjög þreytta á ástandinu og væri farið að bera á töluverðum óróa. Ibúamir vilja halda rafmagni og vatni gangandi en vilja t.a.m. ekki að fólk fari í vinnu. 2. september var almennt verkfall í Kúvæt til að minnast þess að mánuður væri lið- inn frá innrásinni. „Við vomm farin að hafa áhyggjur af fólkinu okkar hér heima því þó við gætum komið fféttum af okkur út, þá fengum við engar fféttir af því hvemig því leið. Gísla fannst líka ástandið verða sífellt órólegra. En hann gat auðvitað fýlgst betur með því, sem var að gerast en ég, þar sem hann vinnur á sjúkrahúsi.“ Gísli heyrði af þvi f BBC fýrir nokkmm dögum að breska sendi- ráðið hefði tekið að sér að sjá um málefni danskra rikisborgara og flytja þá i burtu. Þeim hjónum datt því í hug að hið sama mytidi að öll- um líkindum gilda hvað íslendinga varðar. Þau hringdu í breska sendi- ráðið og fengu þar uppgefið nafn bandariskrar konu, sem síðan sá um að skipuleggja brottfor Bimu. „Við vomm til að byija með keyrð út á flugvöll í Kúvæt en þurfhim síðan að bíða úti í flugvél f þijá tíma. Flugið til Bagdað tók 40 mfn- útur, en þar tók við fjögurra klukku- tfma bið á meðan við fýlltum út eyðublöð og yfirvöld stimpluðu í um 400 vegabréf hópsins. Þetta gekk allt mjög eðlilega fýrir sig og það var alls ekki eins og um flótta væri að ræða. Síðan er sjö tíma flug frá Bagdað til Lundúna. í hópnum vom Bandarikjamenn og Bretar. Við höfúm heyit af því að vestrænir karlmenn hafi verið fluttir til hem- aðarlegra mikilvægra svæða en það gildir ekki um alla. Svíamir em til dæmis allir á hóteli í Bagdað.“ Bima sagði að ekki hefði borið á skorti í Kúvæt, hvorki á matvömm né vatni. Hins vegar hafa laun ekki verið greidd þannig að buddan var farin að léttast. „Palestínuarabamir í þessum fimm stóm húsum á há- skólalóðinni vom mjög virkir og höfðu til dæmis skipulagt nefndir til að sjá um ýmis mál eins og kaupfé- lagið okkar. Þar var skipulaginu þannig komið fýrir að hver fjöl- skylda fékk að kaupa matvörar fýrir rúmar 2000 krónur á dag. Matvör- umar vom allar skrifaðar niður og síðan átti að draga kostnaðinn frá kaupinu okkar þegar það kæmi.“ Bima lýsti yfir ánægju sinni með að vera komin heim þó hún hafi vitaskuld áhyggjur af eiginmanni sfnum. „Utanríkisráðuneytið hér á landi hefúr haft samband við mig og er að vinna að því að Gísli geti kom- ið heim og ég vona bara að það gangi eftir.“ jkb

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.