Tíminn - 15.09.1990, Side 3

Tíminn - 15.09.1990, Side 3
Laugardagur 15. september 1990 Tíminn 3 Hjartasjúklingar ætla að mynda stærstu og öflugustu sjúklingasamtök á íslandi: Félög hjart* veikra í Hvert kjördæmi Vegna vaxandi verkefna hafa Landssamtök hjartasjúklinga breytt skipulagi sinu. Áformað er að félög hjartasjúklinga verði stofhuð í öllum kjördæmum landsins fýrir lok nóv- embermánaðar. Félagsmenn Landssamtaka hjartasjúklinga eru nú um 1.700 hvar af 600-700 eru búsettir utan höfuðborgarsvæðis- ins. Samtökin telja ástæðu til að fé- lagafjöldinn muni áfram stóraukast, því ný tilfelli hjarta- og æðasjúkra eru talin 400 til 500 á ári. Auk þess er öllum þeim sem vilja styðja markmið samtakanna boðið að gerast félagsmenn. „Hjarta- og æðasjúkdómar munu vera ein algengasta veikindaorsök hér á landi, þannig að hinn fjölmenni hópur hjartasjúklinga og aðstandenda þeirra gæti sennilega myndað ein stærstu og öflugustu sjúklingasamtök landsins,“ segir í írétt frá samtökunum. Sam- kvæmt hinu nýja skipulagi munu sam- tökin skiptast í deildir eftir landsvæð- um. I hverri deild þurfi að vera a.m.k. 30 félagsmenn. Þessi svæðafélög eiga síðan að kjósa fulltrúa á aðalfundi landssamtakanna sem haldnir eru ann- að hvert ár — sá næsti í mars 1991. Stofnfundir fyrstu félaganna hafa verið ákveðnir, þann 15. september í Reykjavík og þann 16. september á Akureyri. Önnur félög verða stofhuð í október og nóvember. Aukið hluta- fé Eimskip Samþykkt hefur veríð að auka hlutafé Eimskips, að nafnverði um allt að 86 milljónir króna. Til- lagan var samþykkt einróma á fundi hluthafa í gær. Munu hluthafar fá bréf á næstu dög- um þar sem þeim verður boðið að skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli við eign sína. Frestur til áskriftar rennur út að þremur vikum liðnum. Um helmingur hlutafjár- aukningarinnar mun fara á almennan markað eftir eftir 8. október, undir umsjón Verðbréfamarkaðs Islands- banka í samvinnu við Fjárfestingafé- lag íslands hf. jkb Evrópustefnu- nefnd á fundaferð vegna EB Evrópustefriunefrid Alþingis s'rtur þessa dagana fundi, annars veg- ar með dönsku Evrópubandalags- nefndinni og hins vegar með ráðamönnum EB í Brussel. í gær var fundað í Kaupmannahöfh um viðhorf Dana til viðræðna EFTA og EB, sameiginlegan markað EB og ýmis önnur málefhi er snerta Island, Norðurlönd og EB sérstaklega. Þá mun Evrópustefnunefhd kynna sér reynslu dönsku EB nefndarinnar af meðferð mála hjá danska þinginu samhliða málsmeðferð og ákvarðana- töku hjá EB. í Brussel hittir Evrópustefhunefhd m.a. að máli Henning Christopher- sen, varaforseta ffamkvæmdastjómar EB og Robert Cohen, skrifstofustjóra EFTA málefha við utanrikisvið- skiptaskrifstofu ffamkvæmdastjómar EB. Nefndin mun eiga fundi með þingmönnum úr utanríkisviðskipta- nefnd, fiskimálanefhd EB og þá er sérstaklega hafa unnið að pólitísku samstarfi og vamar- og öryggismál- um innan EB. Ennffemur heldur Evr- ópustefhunefnd fund með sendiherr- um EFTA-ríkja hjá EB. jkb Apple Macintosh tölvur á afsláttarverði Nú er komið að næstu afgreiðslu Apple Macintosh-tölvanna, skv. ríkissamningi Innkaupastofnunar ríkisins og Apple-umboðsins, sem veitir kennurum, nemendum á háskólastigi, nemendum V.Í., ríkisíyrirtækjum, ríkisstofnunum, sveitarfélögum landsins og starfsmönnum þeirra allt að 36% afslátt. Tilboðsverð Listaverð Afsl. Tilboðsverð: Listaverð: Afsl. Tölvur: Macintosh n samstæður frh.: Macintosh Plus lMB/ldrif 67.000 72.000 7% Macintosh IIci 4/40 Macintosh SE 1/40 130.000 150.900 14% Litskjár, skjástandur,st. lyklab. 435.104 618.700 29% Macintosh SE 1MB/2 FDHD 141.773 198.000 28% Macintosh Ilfx 4/80 Macintosh SE 2/40/1 FDHD 194.291 274.000 29% Litskjár, spjald, skjástand.,st. lyklab. 626.204 892.800 30% Macintosh SE/30 2/40 209.966 296.000 29% Macintosh SE/30 4/40 234.231 328.000 29% Macintosh Portable 1/40 273.534 386.000 29% Prentarar: Dæmi um Macintosh II samstæður: ImageWriter II 44.042 59.000 25% Macintosh IIcx 2/40 Personai LaserWriter SC 123.132 162.000 24% Sv/hv skjár, spjald, skjástand., st. lyklab. 358.945 509.000 29% Personal LaserWriter NT 188.545 254..000 26% Macintosh IIci 4/40 LaserWriter II NT 253.958 348000 27% Sv/hv skjár, skjástandur, st. lyklaborð 397.725 565.000 29% LaserWriter IINTX 291.337 402.000 28% Við vekjum sérstaka athygli á verði Macintosh Plus- og Macintosh SE-tölvanna, sem gildir aðeins á meðan birgðir endast, en sala á þeim tölvum hefur verið gífurleg undanfarnar vikur. PantanirberistBirgiGuðjónssyni 1A •OA íInnkaupastofnunríkisinsfyrir J. )% ðvUIvllllL/vI J\) Innkaupastofnun ríkisins Radíóbúðin hf. Borgartúni 7, sími 26844 sími: (91) 624 soo Apple-umboðið Skipholti 21,105 Reykjavík

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.