Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 7
t » ,_."»»¦ Laugardagur 15. september 1990 Tíminn 7 Leiðtogar bandamanna Jósep Stalín, Franklin D. Roosevelt og Winston Churchill komu saman tvisvar í Teheran 1943 og á Yalta 1945. umbótatilraunum sínum, þótt þingið (duman) væri honum and- snúið. Samt kom hann á nýjum kosningalögum 1907 og síðan endurskipulagði hann óhindrað opinbera þjónustu og herinn og kom efhahagslífí landsins á rétt- an kjöl. Þá var nóg komið. Við hátíðahöld vegna afhjúpunar minnismerkis um Alexander 11 í Kænugarði 1908 var Stolypin skotinn til bana í leikhúsi í borg- inni. Stolypin var dæmigerður rússneskur umbótasinni, eins og Gorbatsjev kemur okkur fyrir sjónir í dag. Kannski fer Gorbat- sjev minna í leikhús. Bardögum linnir Þegar horft er yfir sviðið sjást greinileg merki þess að umbóta- stefha Gorbatsjevs hefur ekki einungis haft gífurleg áhrif í Sovétríkjunum, heldur einnig i Vestur-Evrópu, þar sem komm- únistaflokkar hafa haft umtals- vert fylgi. Þar hafa forystumenn þeirra gengið langt í margvísleg- um aðgerðum, sem miða að upp- lausn og verið næsta óþreytandi í því undirróðursstarfi. Hér á landi hefur umbótastefhu Gorbatsjevs gætt einkum í nýjum viðhorfum innan launþegahreyfingarinnar, samanber þjóðarsáttina og önnur vitsmunaleg viðhorf á þeim bæ, sem komust ekki að hér áður fyrr vegna þess að bardaginn var fyr- ir öllu. I fyrstu voru Alþýðusam- bandið og Alþýðuflokkurinn eitt og hið sama. En því var skipt upp á árunum milli 1930 og 1940, þegar kommúnistar fengu skipun um að taka upp samstarf við al- þýðuflokka í Evrópu. Síðan mið- aðist starfsemin við að eyði- leggja alþýðuflokkana með klofhingsaðgerðum, sem stefhdu að því að ná úrslitavöldum í stofnunum eins og Alþýðusam- bandinu. Hvenær sem mannleg skynsemi kom við sögu var mönnum hætt, samanber áhrifa- leysi Ásmundar Stefánssonar eft- ir að hann gerði launasaminga sem tóku meira mið af kaup- mætti en eflingu verðbólgunnar. Þjóðarsáttin kom svo í beinu framhhaldi af hinum nýju við- horfum, þar sem gamlir jaxlar eins og Guðmundur J. ganga fremstir í fylkingu og þakka nú þjóðinni fyrir skynsamlegar und- irtektir. Afraksturinn glórulaus tíð Kommúnistar völdu auðvelda leið í valdabrölti sínu bæði hér og á Vesturlöndum. Aðferðir þeirra miðuðu við að stefha þjóð- félögum út í óróa og upplausn og steypa efhahagslífinu í ógöngur. Venjan var að helsti foringi kommúnista hér um langa hríð, Brynjólfiir Bjarnason, boðaði forystu flokksins til fundar og til— kynnti þar að nú yrði að efha til verkfalla og hækka kaupið. Verk- föllin voru aðalatriðið, Vegna þess að þau sýndu baráttuþrek og komu vel út í skýrslum. Væri um löng verkfoll að ræða var það enn betra. Verkalýðurinn, sem færði fómir í þessari baráttu var að færa fórnir fyrir málstað, sem kom engu kaupgjaldi við og stendur nú uppi því sem næst gjaldþrota í foðurlandi sínu. Að- ferðin var svo einfbld og augljós að allar orðræður, bækur og greinar, sem síðan hafa verið skrifaðar til að fegra atferli kommúnista eru ekki annað en einkabréf milli vina og koma engum öðrum við. Nú standa þeir aðilar, sem harðastir voru í hinum pólitíska þætti, uppi næsta sögulausir, en með þjóðfélag að baki, sundurskotið af hömlulítilli verðbólgu, þar sem fjármagns- kóngar raða upp verðbréfum sín- um alsælir yfir að hafa lifað glórulausa tíð. Launþegar eru hins vegar jafnsettir og þeir voru áður vegna þess að tekjur vaxa ekki af verfollum einum. Strikað yfir gloríu Á meðan seinni heimsstyrjöld- in stóð yfir og menn snerust til samúðar við Sovétríkin í austri, sem hins seiga bandamanns, sem færði miklar fórnir og lét ekkí bugast, snerust margir á sveif með kommúnismanum sem hinum eina sanna bjarg- vætti mannkynsins. Nú er þess- ari sömu stefnu gefíð fimm hundruð daga líf. Svona getur sagan fari kátlega með fólk. Þegar gamlir bandamenn mætt- ust í Moskvu nú í vikunni til að ganga endanlega frá málum Þýskalands, hefði margur mað- urinn viljað strika yfir þá gloríu sem hann bar í huga sér á tímum kalda stríðsins um ágæti komm- únismans. Og auðvitað er sá tími liðinn. Allir eiga leiðrétt- ingu orða sinna og gerða, og svo er um þá aðila Svétríkjanna, sem skipuðu fyrir um margvís- legan erindreksrur á Vesturlönd- um. Mestu skiptir að hríð hug- myndafræðinnar er að slota, hatrið er að minnka, og fram- undan eru tímar skynsemi og vinsemdar á milli sæmilega frjálsra manna. Að eigna sér stéttir Hér á landi eru kosningar á næsta vori. Forvitnilegt er að sjá að hve miklu leyti andi Brynjólfs Bjarnasonar mun svífa þar yfir vötnunum. Alþýðubandalagið hefur eignað sér ákveðnar stéttir í þjóðfélaginu og miðað pólitík sína mikið við þarfir þessara stétta. Undanfarið hefur komið í ljós að þessar stéttir hafa ekki lengur nein heljartök á bandalag- inu. Umbótastefha Gorbatsjevs vísar hörðum sérhagsmunum á bug. Skyldir aðilar á Vesturlönd- um fara i vaxandi mæli eftir hinni nýju stefhumiðun. Það er til bóta. Hins vegar kunna menn að vera tregir til að yfirgefa göm- ul skjól og þá hugmyndalegu bakhjarla sem auka mönnum bardagaþrekið. En þeir sem ætla sér að vinna saman í sæmilegu samlyndi þurfa ekki á sínu gamla bardagaþreki að halda. Sveljand- inn fyrir utan er ekki svo voða- legur. Tilgangslaust er að vinna lengur í þágu hugmyndar um heimskommúnismann. Þessu er lokið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.