Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 15, september 1990 Guðmundur Hermannsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að þær breytingar sem hafi orðið á lögreglunni undanfarin ár hafi fært hana fjær fólkinu: Manninn á qötuna vantar Guðmundur Hermannsson lét fýrír skömmu af störfum sem yfir- lögregluþjónn í Reykjavík. Guðmundur er þekktur úr starfi sínu sem lögreglumaður og yfirlögregluþjónn, en þeirri stöðu hefir hann gegnt síðustu 12 ár. Hann er ekki síður þekktur fyrír afrek sín á sviði frjálsra íþrótta, en hann keppti fyrír KR í kúluvarpi og átti um skeið íslandsmet í þeirrí grein. Guðmundur fluttist til Reykjavíkur 1952. Árið eftir byrjaði hann í lögreglunni, þá 28 ára gamall. Fjórum árum síðar var hann sendur til náms í Englandi. Árið 1966 varð hann aðstoðaryfirlög- regluþjónn almennrar löggæslu. Árið 1978 var hann skipaður yfirlögreglu- þjónn og gegndi hann þeirri stöðu þar til nýlega. Hann er giftur Herborgu Júníus- dóttur og eiga þau fjora syni og níu barnabörn. - Það er ekki úr vegi að spyrja mann sem hefur tæplega 40 ára reynsiu af löggæslustörfum hvaða breytingar hafi skipt mestu máli á ferlinum. „Tölvuvæðingin hefur verið til stórbóta sem og bætt fjarskiptatækni. Þetta er náttúrlega nauðsynlegt í lögreglu nútím- ans og alveg númer eitt, en ég sakna gamla starfsins eins og það var þegar við þurftum hvorki tölvur né fjarskipti, eða lítið af fjarskiptum. Þegar lögreglan var úti á götunni og meðal fólksins. Maður kynntist fólkinu á götunni, maður kynnt- ist hinum starfandi manni og fólkið sem við áttum að aðstoða og vera til hjálpar, það var alltaf í kringum okkur og við þekktum það. En í dag eða hin síðari ár hefur þetta færst meira í það horf sem mér finnst neikvætt. Lögreglan er orðin eins og slökkviliðið, hún bíður eftir því að það berist köll um eitthvað óvænt sem hafi gerst. Þeir sitja í bílum, þeir aka um í bílum, þeir þekkja ekki fólkið sem þeir eru þó að þjóna og fólkið þekkir þá ekki. Þegar lögreglumenn svo birtast þar sem að þeir hafa verið kallaðir til, þá eru þeir eins og ókunnugt fólk og þetta finnst mér vera neikvætt þó það sé kannski andi nútímans. En vaxandi tækni í sam- bandi við tölvur og fjarskipti er nauðsyn- leg í skráningu mála og skýrslugerð. Við búum við mannfæð í lögreglunni. Það er ofhlaðið í yfirmannastöður og önnur innistörf. Það eru tveir yfirlögregluþjón- ar, voru til skamms tíma þrír, það eru sex aðstoðaryfirlögregluþjónar, allsstaðar eru aðalvarðstjórar, varðstjórar, aðstoð- arvarðstjórar og flokksstjórar. Það er fyllt í innistörf við þennan nýja tækni- búnað en úti á götunni er óbreytti lög- reglumaðurinn alltof fámennur. Þess vegna hefur mér nú dottið í hug hvort að það væri ekki ráð til að þrýsta á kröfuna um aukið lögreglulið með því að fylla neðanfrá og láta heldur vanta í yfir- mannaraðir og innistörfin og láta það hreinlega vanta að fylgja kærunum eftir. Það þarf að fylla í störfin úti á götunni þar sem á að þjóna fólkinu og láta hitt bara mæta afgangi og sjá þá hvort það verði ekki til þess að lögreglustjóri fær þá ósk sína uppfyllta um að hafa fullt starfslið." - Nú má ætla að bæjarlífið hafi breyst í takt við annað í þjóðfélaginu. Að hvaða leyti snertir það lðgregluna? „Hér á höfuðborgarsvæðinu er það aug- ljósast hvað bílum hefur fjölgað, hvað borgin hefur stækkað og hvað fjarlægð- irnar eru orðnar miklar frá lögreglustöðv- um til fólksins. Þetta krefst meiri bila- þjónustu lögreglunnar og gerir það að verkum að gangandi lögreglumönnum fækkar. En það er hægt að vera gangandi í hverfunum. Það er hægt að senda menn á bílum út í hverfin og láta þá ganga þar um á meðal fólksins þannig að þó að það séu auknar fjarlægðir, þá er hægt að halda þessari gömlu reglu að lögreglan sjáist úti. Hún sé til að fyrirbyggja með því að sýna sig á meðal fólksins. Þetta er kannski það sem við höfum vanrækt í gegnum tíðina, vegna þess hve það hefur fækkað í lögreglunni." - Að undanfðrnu hefur mikið veríð rætt um ólæti ungiinga og aukið of- beldi. Er raunin sú að unglingar í dag séu verri en þeir voru fyrir 20- 30 ár- um? „Nei, ég held að unglingarnir nú séu ekkert verri. Það er náttúrlega miklu meira um skemmtanahald fullorðna fólksins og þar af leiðandi kannski miklu meira um það að böm og unglingar séu ein á kvöldin og reyni að fylgja eldra fólkinu eftir út í skemmtanalífið. Þeim er síðan meinaður aðgangur að skemmti- stöðum. Drykkja hefur hins vegar örugg- lega færst neðar í aldursstigann og þ.a.l. held ég að áfengi meðal ungs fólks sé miklu meira en áður var. En ég held að þessi ólæti séu nú meira blásin upp. Ég man það að þegar ég var að byrja í lög- reglunni að þá voru menn að velta bílum við hátíðleg tækifæri eins og gamlárs- kvöld eða rugga bílum og velta runnum og brjóta rúður. Þetta hefur verið svipað í gegnum tíðina. Lögreglan hefur ekki allt- af haft fjölmiðlana með sér í svona mál- um og lögreglan má helst ekki koma við fólk í dag. Við gátum tekið óeirðaseggi í gamla daga án þess að það væri rokið með það í blöð eða útvarp. Nú má slíkt ekki ske og það virðist vera að fjölmiðlar taki oft málstað þess sem lögreglan er að fást við og skilji ekki hlutverk lögregl- unnar; henni ber að fjarlægja óeirðaseggi og halda uppi friði og reyna að koma í veg fyrir meiðsl og það er einmitt það sem hún er að gera. Þetta getur ekki síður leitt af sér að lögreglumaðurinn meiðist í átökum heldur en sá sem hann er að fást við en það er ekki alltaf þeim að kenna sem sleppur ómeiddur. Þegar tveir menn slást og annar liggur í valnum þá er ekki endilega tryggt að sá sem uppi stendur sé óeirðarseggur." - Þarf þá að bæta samskipti fjðlmíðla og lögreglu? „Mér finnst nú samskipti fjölmiðla og lögreglu vera góð, en ef eitthvað kemur fyrir, þá er eins og það halli á lögregluna frekar heldur en þann sem hún var að fást við eða málefhið sem hún var að vinna að." - Svo að við föriiiii út í aðra sáima, þá ert þú ekki síður þekktur fyrir afrek þín í íþróttum. Hver var ferill þinn sem íþróttamaður? „Minn ferill í íþróttum er að sem krakki á ísafirði elti ég bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir eins og allir gerðu þangað til þeir fóru að vinna á sjónum. Mitt starf varð aldrei á sjónum svo að ég hélt áfram í íþróttum. Eftir að ég kom til Reykjavík- ur gekk ég í KR og var þar með mönnum eins og Gunnari Huseby og Friðriki Guð- mundssyni og fleiri líkum sem voru mér fyrirmynd í minni íþróttagrein sem var aðallega kúluvarp. Eg var óheppinn um þrítugt, þá meiddist ég í baki og þurfti að fara í uppskurð. Mig langaði til að byrja aftur eftir það og 32 ára byrjaði ég á núlli og fer þá að ná árangri. Kemst upp í það að verða besti kúluvarpari landsins á þeim árum, sem var nú kannski ekki mik- ið afrek, en ég var ekki leystur af fyrr en ég var 47 ára gamall. Ég náði best tæp- lega 18 og hálfum metra í kúlu, sem er nú kannski ekki stórt afrek í dag en það var þó ekki nema tveimur metrum frá heims- metinu. Það er hinsvegar svipað því sem það er í dag, því íslandsmet Hreins Hall- dórssonar er 21 metri og heimsmetið er rúmir 23. Árangur minn á þeim tíma er því sambærilegur því sem hann er í dag, þó hann sé tölulega mikið lægri. Það að ég var svona seinn með þetta góðan ár- angur held ég að verði að þakka það að í gegnurn íþróttaferilinn var þetta alltaf leikur. Ég held að íþróttamenn í dag geri miklu meiri kröfur til sjálfs sín og ofkeyri sig. Verði snemma þreyttir og leiðir á öllu umstanginu sem þarf til þess að ná ár- angri og aldrei ánægðir, kenna völlunum um, þjálfurunum eða vinnunni, en þegar ég var í íþróttunum þá lét maður vinnuna og heimilið ganga fyrir. Síðan komu íþróttirnar sem leikur í ofanálag. Þess vegna gladdist maður mikið meira yfir árangrinum heldur en jpeir sem gera ár- angurinn að aðalatriði. Eg sé það núna að þeir sem eru að keppa og eru bestir, þeir eru ekkert hér heima. Þeir eru úti í lönd- um. Ef að vel gengur þá eiga þeir allan heiminn en ef illa gengur þá eru þeir meiddir í öxl og meiddir á hné. Ég held að þá vanti þá gleði sem við fengum út úr þessu." - Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur upp úr í dag að þínu mati? „Við eigum marga góða íþróttamenn. Eitt uppáhaldið mitt heitir Jón Páll, bæði fyrir það hvað þetta er fallegur drengur og það hvað mér finnst gaman að afrek- unum hans. Þá er afskaplega prúður og skemmtilegur keppnismaður sem heitir Einar Vilhjálmsson og kastar spjóti. Svo er vaxandi maður í minni grein, Pétur Guðmundsson, og vill svo vel til að hann er lögreglumaður." - En í gegnum tíðina. Hver er það sem stendur upp úr að þínu mati? „Ég veit það ekki. Ég held ég geri ekki upp á milli þeirra, þeir eru svo margir. Ég vil ekki gleyma manni eins og Hallgrími frá Laxamýri, sem var félagi minn á mörgum ferðalögum. Valbjöm Þorláks- son, Hilmar Þorbjörnsson, Huseby og Friðrik Guðmundsson eru menn sem koma upp í hugann. En sjálfsagt gleymi ég einhverjum." - Nú kepptir þú á Ólympíuleikunum f Mexíkó '68. Var það ekki mikil lífs- reynsla? , Jú, það var virkilega gaman að vera svona í návist við menn sem gátu eitt- hvað í íþróttum og vera með góðum fé- lögum sem ég fór með héðan. Við vorum náttúrlega ekki til stórafreka. Það er mjög erfitt að taka þátt í svona stórmótum og ég var aldrei afreksmaður á svona stór- mótum. Ég náði ekki lágmarki til að fara á Ólympiuleikana '72 sem haldnir voru í Munchen en gerði þó mitt til þess að reyna það. Mér var boðið að vera með liðinu þannig að ég var áhorfandi ásamt gömlum félaga úr íþróttahreyfingunni sem líka var hættur, Vilhjálmi Einars- syni. Ástæðan fyrir því að mér var boðið að koma með var sú að viku seinna áttu að fara fram heimsleikar öldunga í Köln. Ég fékk engan til að fara með mér sem fararstjóri til Kölnar, sökum þess hve all- ir sem voru í Munchen voru orðnir þreyttir og fór ég því einn. Þar keppti ég í kúluvarpi fyrir 40 ára og eldri. Ég minn- ist skemmtilegs atviks í sambandi við þetta mót. Eg kastaði þyngstu kúlunni af því að ég var innan við fimmtugt. Síðan yoru þama menn sem voru 50-60 ára og 60-70 ára og þeir voru með léttari kúlur. Þegar ég kastaði mitt fyrsta kast, sem mun hafa verið eitthvað yfir 17 metra, þá var það ekki mælt. Kúlurnar lágu þama hjá, af öllum þyngdum, og það yar efast um að þetta hefði verið rétt kúla. Eg mátti bíða í tuttugu mínútur eftir að kæmi að mér aftur, ég kunni ekki að bölva á þýsku, og varð að bíta í það súra epli að fýrsta kastið var ekki mælt. í öðru kastinu var passað að ég tæki rétta kúlu. En áður en ég kastaði kast númer tvö þá lét ég handklæðið mitt út á holuna þar sem kúl- an hafði komið niður í fyrsta kastinu, því það voru engin strik máluð í grasið eins og nú tíðkast. Ég henti yfir þetta hand- klæði og kastið mældist 17,27 metrar. Ég held að það sem hafi verið sagt við mig hafi verið afsökunarbeiðni, að minnsta kosti var mér fagnað á eftir og það var ekki efast um lengur að ég hefði notað rétta kúlu. Eg vann mína grein með mikl- um yfirburðum með þessu kasti, sem þótti nokkuð gott þá, og næsti maður kastaði 15,15 metra eða tveimur metrum styttra. Þegar mótinu lauk, en þama voru mörg hundruð keppendur í öllum grein- um frjálsra íþrótta, þá stóð ég uppi með besta afrek mótsins. Ég hafði einsett mér að þetta yrði lokaáfanginn og þama lauk 32 ára keppnisferli. Það vill svo til núna, 18 árum seinna, að ég á enn heimsmetin í kúluvarpi, skráð af ítölskum statistikker, fyrir aldurinn 43, 44, 45 og 46 ára. Þetta er kannski af því að menn eru hættir að keppa á þessum aldri en að minnsta kosti úr því ég gat það eftir uppskurð á baki, þá er þetta hægt og það væri gaman ef það kæmi einhverntímann að því að þetta væri slegið af j'afhaldra. Það má kannski segja að þetta hafí verið hápunkturinn á inínum ferli, ég sagði það áðan að ég var aldrei afreksmaður á stórmótum en þetta var virkilega stórmót." - Er mikið um íþróttalíf innan Iðg- reglunnar? „Já, það er talsvert. Við höfum átt af- reksmenn í íþróttum í gegnum tíðina og við greiðum götu íþróttamanna. Þeir fá að fara til æfínga þegar hægt er að koma því við og þeir fá að fara í keppnir hve- nær sem þeir þess þurfa, bæði hér heima og erlendis. Við stuðlum að íþróttaæfing- um þeirra með því að greiða fyrir þá hluta af æfingargjaldi og salarleigu, út- vegum þeim þjálfara þar sem það á við og hvetjum til þess á alla lund að lög- reglumenn stundi íþróttir. Við eigum af- reksmenn núna eins og Pétur Guðmunds- son." - Nú hefurðu látið af störfum sem yf- irlögregluþjónn. Hvað ertu að gera þessa dagana? „Það er ægilega mikil sælutilfinning að vera hættur þessu aðalstarfi, þó það hafi verið ánægjulegt, og geta nú sinnt því sem mann langar til að gera. Ég hef feng- ist svolítið við skrautritun og fristunda- málun í gegnum tíðina og eftir því sem maður eldist þá er tíminn fljótari að líða og ég ætla að reyna að sinna því betur en áður, án þess að slíta tengsl við gamla fé- laga á vinnustað. Ég vona að ég geti not- ið þeirra stunda sem í þetta fara en það er nóg við tímann að gera. Ganga úti og synda er ágæt afþreying og mér líður vel." Stefán Eiríksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.